Morgunblaðið - 15.10.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.10.1974, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1974 Liverpool náði Ipswich ENSKU bikarmeistararnir, Liver- pool, hafa nú unnið upp það þriggja stiga forskot, sem Ips- wich Town náði um tfma f 1. deildar keppninni, og eru nú lið þessi jöfn að stigum f 1. sætinu, með 17 stig. Everton náði svo þriðja sætinu f deildinni er liðið gerði jafntefli við Sheffield United á laugardaginn. Eru það einmitt þessi þrjú lið: Liverpool, Ipswich Town og Everton, sem að margra áliti munu berjast um enska meistaratitilinn f ár. Umferðin á laugardaginn bauð ekki upp á mörg verulega óvænt úrslit. Helzt var það sigur Birmingham City yfir Luton Town á útivelli, en svo virðist sem Luton muni eiga erfitt uppdráttar í 1. deildar keppninni í vetur, en liðið kom upp úr 2. deild í fyrra ásamt með Middlesbrough og Carlisle United. Enn eru svo hin frægu lið Arsenal og Tottenham Hotspur á botninum í 1. deildinni, en Arsenal náði einu stigi í leik Ian Callaghan — skoraði stðr- glæsilegt mark f leik Liverpool og Middlesbrough. sfnum á laugardaginn, meðan Tottenham tapaði enn einu sinni. IPSWICH — LEEDS 0-0 Ipswich sótti til muna meira í þessum leik og skall oft hurð nærri hælum við mark Leeds. Aldrei þó eins og þegar 4 mfnútur voru til leiksloka, en þá átti Kevin Beattie hörkuskot innan á stöng Leeds-marksins, en heppnin var ekki með, og knötturinn hrökk aftur út á völlinn. Leeds þótti leika mjög góðan varnarleik að þessu sinni og lék greinilega upp á það að ná öðru stiginu. Ahorf- endur að leiknum voru 29.815. NEWCASTLE — STOKE 2-2 38.558 áhorfendur fylgdust með skemmtilegri viðureign New- castle og Stoke^en bæði liðin hafa byrjað þetta keppnistímabil með ágætum. Heimaliðið náði forystu þegar á 5. mínútu er Glan Keeley skoraði, en Stoke-liðið barðist ákaft til þess að jafna og það tókst á 2. mfnútu er Colin Salmons skallaði knöttinn glæsilega í mark Newcastle. Eftir mark þetta jafn- aðist leikurinn aftur, en á 32. mín- útu náði Newcastle mjög vel skipulagðri sókn, sem lauk með því, að knötturinn var sendur fyr- ir markið, og þar stökk John Tudor upp og skallaði í markið. Stóð þannig 2-1 fyrir heimaliðið í hálfleik en á 66. mínútu jafnaði John Mahoney fyrir Stoke með glæsilegu skoti af um 25 metra færi. Fór knötturinn I stöng og inn, án þess að markvörður New- castle ætti minnstu möguleika á að verja. SHEFFIELD UNITED — EVER- TON 2-2 Upphafsmínúturnar í þessum leik sótti Everton án afláts og komst þá mark heimaliðsins oft- sinnis í verulega hættu. En þeir Sheffield menn sneru síðan dæm- inu við og léku vörn Everton oft afar grátt í fyrri hálfleiknum og skoruðu þá tvö mörk. Fyrra mark- ið gerði Bill Dearden á 13. mín- útu, en það var Alan Woodward, sem átti mestan heiðurinn af markinu. Seinna markið kom á 27. mínútu og var það Woodward, sem skoraði það. 1 seinni hálfleik lék Everton-liðið gullfallega knattspyrnu, þar sem knötturinn gekk frá manni til manns, af mikl- um hraða og því tókst að jafna. Fyrra markið skoraði Mike Lyons á 57. mínútu með vinstrifótar skoti, en Mike Buckley skoraði jöfnunarmarkið á 75. mínútu. Áhorfendur voru 23.655. WOLVES — CARLISLE 2-0 Ulafarnir léku þennan leik af miklu öryggi og voru allt frá upp- hafi betra liðið á vellinum. Fyrra markið skoraði Peter Withe, sem kom inn á sem varamaður á 25. mínútu, en á 77. mínútu innsigl- aði svo bakvörðurinn, Derek Parkin, sigur Ulfanna með skoti af um 25 metra færi. Ahorfendur voru 18.918. CHELSEA — TOTTENHAM 1-0 Þegar á 7. mínútu þessa leiks var dæmd vítaspyrna á Totten- ham, eftir að Mike England hafði brugðið Tommy Baldwin inni 1 vítateig Tottenham. John Hollins tók spyrnuna og skoraði örugg- lega. Eftir þetta féll leikurinn niður f algjöra meðalmennsku, eða jafnvel niður fyrir hana og virtust sérstaklega leikmenn Tott- enhamliðsins áhugalitlir. Áhorf- endur voru 32.660. COVENTRV — WEST HAM UNITED 1-1 Svo virðist sem mesti marka- móðurinn sé nú runninn af leik- mönnum West Ham, en á tímabili á dögunum skoruðu þeir fjölda marka í hverjum leik sfnum. Mik- ið þóf var í þessum leik lengst af og greiddist ekki úr því fyrr en á 71. mínútu er Ian Hutchinson skoraði fyrir Coventry. Eftir markið dró Coventry sig aftur og freistaði þess að halda feng sín- um, en á 77. mínútu jafnaði Bobby Gould fyrir West Ham eft- ir að hafa fengið knöttinn úr Mike England — einn traustasti ieikmaður Tottenhamsliðsins um þessar mundir, en varð fyrir þvf óhappi að fá dæmda á sig vfta- spyrnu á laugardaginn. þvögu við vítateigslínu. Ahorf- endur voru 22.519. BURNLEY — MANCHESTER CITY 2-1 Heimavöllur Burnley var þétt- skipaður er leikur þessi hófst, en leikvangur félagsins er fremur lítill. Gffurlegur hraði var í þess- um leik frá upphafi ogtækifæri á báða bóga. Fyrsta markið kom á 14. mínútu, en þá tókst Paul Fletcher að brjótast gegnum vörn Manchester City upp á sitt eins- dæmi og skora við gífurleg fagn- aðarlæti áhorfenda. A 38. mínútu átti svo einn af varnarleikmönn- um Burnley í baráttu við Dennis Tueart inni í vítateig Burnley og dæmdi dómarinn vítaspyrnu, sem þótti víst fremur strangur dómur. Tueart tók sjálfur spyrnuna og skoraði. Stóð þannig 1-1 í hálfleik. I seinni hálfleik sótti Burnley heldur meira og í einni sókn liðs- ins var hinum 19 ára miðverði Manchester City, Jeff Clarke, það á að spyrna knettinum í eigið mark, .er hann ætlaði að hreinsa frá, en hitti knöttinn illa. Reynd- ist þetta klaufalega mark verða sigurmark Burnley í leiknum, og þar með missti Manchester City þriðja sætið í deildinni. Ahorf- endur voru 23.406. ARSENAL — QUEENS PARK RANGERS 2-2 Það var hinn gamalkunni leik- maður, Brian Kidd, fyrrverandi stjarna hjá Manchester United, sem skoraði enn einu sinni fyrir Arsenal, og færði liði sínu forystu í leiknum gegn Queens Park Rangers á 10. mínútu leiksins á laugardaginn. Stóð þannig í hálf- leik 1-0 fyrir Arsenal, en á sjö mínútna kafla snerist dæmið við og Q.P.R. gerði tvö mörk. Fyrra markið kom eftir mikil varnar- mistök hjá Arsenal, og var það Stan Bowles, sem smeygði sér milli leikmanna, sem voru að senda knöttinn sin á milli og skor- aði. Bowles gerði einnig annað mark Q.P.R. og það úr vitaspyrnu, sem dæmd var á hrindingu Peters Storey er Bowles var kominn í færi. Markvörður Q.P.R. bjargaði svo tvívegis glæsilega skotum frá Alan Ball, og virtist sigur liðsins blasa við, er John Radford tók málin í sínar hendur og skoraði jöfnunarmark fyrir Arsenal á síð- ustu stundu. Áhorfendur voru 29.690. LIVERPOOL — MIDDLES- BROUGH 2-0 Eigi færri en 52.590 áhorfendur voru á Anfield Road, leikvangi Liverpool, er leikur liðsins við Middlesbrough hófst þar á laugar- daginn, en slík tala áhorfenda er óvenjulega há, meira segja á þess- um velli. Stemmningin á áhorf- endapöllunum var gffurlega mikil allan leikinn, enda sótti Liverpool nær stanzlaust og stöðug hætta var við mark Middlesbrough, en lið Jackie Charltons barðist þó af miklum dugnaði, eins og það er reyndar frægt fyrir að gera í hverjum leik, og hvorki gekk né rak þjá Liverpool fyrr en á 57. mínútu, er Callagham skoraði með glæsilegu skoti. Knötturinn var sendur fyrir mark Middles- brough og kastaði Callagham sér niður og spyrnti að markinu óverjandi skoti. Nokkru seinna tryggði Liverpool sér sigurinn er Keegan skoraði úr vítaspyrnu, sem dæmd var einn af varnar- mönnum Middlesbrough, sem varð það á að handfjalla knöttinn innan vítateigs. LUTON — BIRMINGHAM 1-3 Þetta var sannarlega leikur Trevor Francis.sem var gjörsam- lega óstöðvandi fyrir vörn Luton Town og skoraði hann sjálfur öll þrjú mörk Birmingham. Auk markanna átti Francis þrjú dauðafæri í leiknum, sem hann náði ekki að skora úr — öll eftir að hann hafði einleikið í gegnum vörn Luton 2. DEILD Manchester United heldur áfram sigurgöngu sinni i 2. deild- inni, — vann á laugardaginn sig- ur yfir Notts County i mjög jöfn- um og hörðum leik. Var það Sammy Mcllroy, sem skoraði mark United á 17. mínútu. Nor- wich er svo í öðru sæti eftir góðan sigur yfir Notthingham Forest á útivelli, 3-1. Er ekki ólíklegt, að Norwich liðið endurheimti sæti sitt í 1. deild 1 vetur. Er fremur sjaldgæft, að liðum, sem falla úr 1. deiló, vegni eins vel í 2. deildar keppninni eins og United og Nor- wich hefur vegnað til þessa, og er t.d. Southampton, sem margir töldu bezt þessara þriggja liða, aftarlega á merinni. 3. OG 4. DEILD Blackburn hefur nú náð forystu í 3. deild og er með 18 stig að loknum 11 leikjum. Peterborough er í öðru sæti með 17 stig eftir 12 Framhald á bls. 23. 1. DEILD L Heima Uti Stig IpswichTown 12 5 10 11—1 3 0 3 7—6 17 Liverpool 12 5 0 1 14—4 3 12 6—4 17 Everton 12 3 3 0 8—5 141 9—9 15 Manchester City 12 5 10 11—2 12 3 5—12 15 Derby County 12 4 2 0 13—6 0 4 2 6—9 14 Stoke City 12 3 3 0 11—5 2 13 7—10 14 Newcastle United 12 4 2 0 11—6 12 2 : 10—10 14 Sheffield United 12 4 2 0 10—5 12 3 8—4 14 Middlesborough 11 2 2 1 7—5 3 12 7—5 13 Wolverhampton Wanderes 12 2 3 1 10—7 2 2 2 5—6 13 Burnley 12 3 0 3 12—11 3 12 10—10 13 West Ham United 12 3 12 16—9 12 3 7—12 11 Coventry City 12 1 4 1 8—9 2 13 6—10 11 Birmingham City 12 2 13 11—13 2 13 6—7 10 Carlisie United 12 2 13 3—3 213 6—7 10 Chelsea 12 1 2 3 4—9 222 8—10 10 Leeds United 11 3 11 9—3 024 5—11 9 ? Queens Park Rangers 12 12 2 5—7 13 2 6—8 9 Leicester City 11 1 3 2 5—5 113 8—13 8 Luton Town 12 1 2 3 7—11 0 4 2 5—8 8 Arsenal 11 12 2 8—6 114 3—10 7 Tottenham Hotspur 11 2 0 4 8—9 10 4 5—10 6 2. DEILD L Heima Uti Stig Manchester United 12 5 1 0 14:3 4 1 1 7:4 20 Norwich City 12 5 1 0 11:2 1 4 1 5:7 17 Sunderland 113 2 0 10:2 3 2 1 9:4 16 Aston Villa 12 5 1 0 17:2 13 2 4:6 16 West Bromwich Albion 11 3 2 1 9:4 2 2 1 5:2 14 HuII City 13 4 1 0 6:3 0 2 5 7:21 14 York City 12 3 3 1 11:5 12 2 4:6 13 Fulham 12 3 1 2 12:4 13 2 2:4 12 Blackpool 12 3 2 1 9:4 1 2 3 5:7 12 Orient 12 2 3 1 5:4 1 3 2 3:8 12 Bristol City 10 2 3 0 6:1 1 2 2 2:4 11 Notthingham Forest 13 2 2 3 10:9 1 1 4 5;13 11 Notts County 12 2 4 0 7:5 0 3 3 3:10 11 Oxford United 11 3 0 2 6:7 1 3 2 4:8 11 Oldham Athletic 10 4 0 1 7:3 0 2 3 3:7 10 Millwall 13 4 1 1 11:5 0 1 5 2:13 10 Bristol Rovers 11 3 2 1 6:4 0 2 3 2:11 10 Portsmouth 12 1 3 1 6:6 1 2 4 6:13 9 Bolton Wanderes 10 3 1 1 7:2 0 1 4 2:9 8 Southampton 12 1 4 1 7:7 1 0 5 7:13 8 Sheffield Wednesday 12 0 3 3 5:9 1 2 3 4:6 7 Cardiff City 11 0 1 4 2:7 1 1 4 4:13 4 Knattspyrnuúrslit 1. DEILD ENGLANDI: Arsenal — Queens Park 2:2 Burnley—Manch. City 2:1 Chelsea—Tottenham 1:0 Coventry — WestHamUtd. 1:1 Derby — Leicester 1:0 Ipswich — Leeds Utd. 0:0 Liverpool — Middlesbrough 2:0 Luton—Birmingham 1:3 Newcastle — Stoke 2:2 Sheffield Utd. — Everton 2:2 Wolves — Carlisle 2:0 2. DEILD ENGLANDI: AstonVilla — Blackpool 1:0 Brístol C. — Sunderland 1:1 Cardiff — W.B.A. 0:2 Hull — Bolton 2:0 Manchester Utd. — Notts C. 1:0 Millwall — Southampton 4:0 Notthingham — Norwich 1:3 Orient — Oldham 3:1 Oxford — Sheffield Wed. 1:0 Portsmouth — Fulham 0:0 York — Bristol Rovers 3:0 ENGLAND 3. DEILD: Bournemouth — Crystal Palace 4:0 Bury — Charlton 2:1 Chesterfield — Blackburn 1:2 Giilinham — Hereford 2:3 Halifax—Swindon 0:0 Huddersfield — Brighton 1:0 Peterborough — Watford 1:0 PortVale — Plymouth 2:0 Preston — Colchester 0:2 Wrexham — Grimsby 2:3 SKOTLAND 1. DEILD: Aberdeen — Ayr United 3:0 Airdrienonians — Clyde 0:3 Celtic — Arbroath 1:0 Dundee Utd. — Hearts 5:0 Dunfermline — Rangers 1:6 Hiberian — Motherwell 6:2 Kilmarnock — Dundee 1:1 Morton — St. Johnstone 1:1 Partick — Dumbarton 2:1 SKOTLAND 2. DEILD: Alloa — Cowdenbeath 0:0 Berwick — Albion Rovers 2:0 Brechin—Meadowbank 0:1 Clydebank — Montrose 1:1 Falkirk — Queen of the South 1:2 Aorfar—Stenhousemuir 0:3 Hamilton — East Stirling 3:4 St. Mirren—East Fife 0:3 Úrslit getrauna Lelklr 12. okt. 1974 1 1 X 2 Arsenal - Q.P.R. * Burnley - Manch. City .. l Chelsea - Tottenham .. / Coventry - West Ham . X Derby - Lelcester / Ipswich • Leeds X Liverpool - Middlesbro / Luton - Birmingham z Newcastle - Stoke X Sheft. Utd. - Everton . X Wolves - Carlisle /' Nott'm Forest - Norwich 2 Stranraer — Stirling Albion 1:2 V-ÞÝZKALAND 1. DEILD: Eintracht Braunswick — Hertha Berlín 2:1 Tennis Borussia — VFL Bochum 2:0 Werder, Bremen — Kickers Offenbach 3:6 FC Kaiserslautern — Rot Weiss Essen 2:0 Schalke 04 — VFB Stuttgart 2:0 Mönchengladbach — Bayern Munchen 1:2 Eintracht Frankfurt — Fortuna 4:0 Wuppertaler SV — Köln 1:4 MSV Duisburg — HamburgerSV 2:0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.