Morgunblaðið - 15.10.1974, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.10.1974, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1974 Hestamannafélagið Hörður Fræg hestakona frú Helen Porter frá Kaliforníu heldur fyrirlestur og sýnir kvikmyndir um tamningu og þjálfun amerískra tölthesta í félagsheimilinu Flókvangi miðvikudagskvöldið 1 6. október kl. 9. Fyrirlesturinn verður túlkaður og fyrirspurnum svarað Hestamannafélagið Hörður. Auglýsing um lögtaksúrskurð í Rangárvallasýslu ( fógetarétti Rangárvallasýslu hefur verið úrskurðað, að lögtök fyrir ógreiddum þinggjöldum og öllum öðrum opinberum gjöldum, sem greiðast eiga til rikissjóðs og Tryggingastofnunar ríkisins, svo sem söluskatt, bifreiðagjöldum, skipulagsgjöldum, öryggiseftirlitsgjöldum, álögðum og gjaldföllnum á árinu 1 974, mega fara fram að 8 dögum liðnum frá birtingu þessa úrskurðar að telja. Sýslumaður Rangárvallasýslu, 9. október 1 974 Björn Fr. Björnsson. YFIRFÆRSLUHEIM- ILD NÁMSMANNA EFTIRFARANDI ályktún var samþykkt einróma á fjölmennum fundi Ósló- deildar SÍNE, Mánudaginn 7. okt. 1974: íslenzku gjaldeyrisbankarnir hafa á undanförnum árum viðhaft þau furðu- legu vinnubrögð við úthlutun gjald- eyris til íslenzkra námsmanna erlendis að miða yfirfærsluheimildir þeirra við ákveðna upphæð I Islezkum krónum án nokkurs sjálfvirks leiðréttingakerfis viðgengisbreytingar.Nú hefur íslenzka krónan yfirleitt vprið á niðurleið eins og mönnum er kunnugt. Þetta hefur þvl haft I för með sér að framfærslullfeyrir námsmanna hefur stöðugt verið að minnka, samtlmis sem gífurleg verð- bólga hefur átt sér stað I flestum löndum heims. Vissar leiðréttingar hafa átt sér stað við gengisbreytingar, en hins vegar hefur ástandið versnað töluvert eftir að tekið var upp fljótandi gengi íslenzku krónunnar og hún stöðugt sigið niður á við Lánasjóður íslenzkra námamanna hafði fyrir síðustu gengisfellingu áætlað framfærslukostnað námsmanna I Noregi 361 þús. ísl. kr. á ári, eða um 1 700 n. kr. á mánuði. Samkvæmt yfirfærsluheimild gjald- eyrisbankanna fékk hver náms maður yfirfært I gjaldeyri er samsvarandi 64 þús. fsl. kr. þriggja mánaðalega eða 256 þúsund kr. á ári. Námsmaður fékk sem sé rúmlega 1 00 þúsund kr. minna yfirfært en framfærslukostnað- urinn er samkvæmt útreikningum Lánasjóðsins. Yfirfærsluheimild bank- anna var kominn niSur fyrir 1200 nkr. á mánuði eða minna en hún var árið 1970. Það segir sig sjálft að á þessu lifir enginn. Við gerum okkur það Ijóst að skera þarf niður gjaldeyriseyðslu þjóðar- innar. Við teljum hins vegar að niður- skurðarhnifnum þurfi að beita annars staðar en á nauman framfærslulífeyri íslenzkra námamanna erlendis. Við getum undir engum kringum- stæðum sætt okkur við annað en að yfirfærsluheimild okkar sé I samræmi við raunverulegan framfærslukostnað. Verður það að teljast eðlileg og sjálf- sögð krafa. Af þessum ástæðum gerum við kröfu til eftirfarandi: 1. Yfirfærsluheimild til námsmanna erlendis verði miðuð við gjaldeyri við- komandi lands, þ.e.a.s. upphæðin verði fastákveðin í mynt þess lands þar sem nám er stundað, og 2. Yfirfærsluheimildin fylgi ávallt út- reikningum Lánasjóðs fsl. námsmanna um framfærslukostnað f viðkomandi landi á hverjum tíma. Við skorum á stjórn SÍNE að fylgja eftir þessum kröfum. F.h. Oslódeildar SÍNE Kristján E. Guðmundsson. Hvöt félag sjálfstæðiskvenna Þær, Hvatarkonur sem enn hafa ekki greitt ársgjöld sín eru vinsam- legast beðnar um að gera það nú þegar. Póstgíróseðlar voru sendir út fyrir nokkru. Stjórnin. Aðalfundur félags Sjálfstæðismanna í Háaleitishverfi verður haldinn í Miðbæ v/Háaleitisbraut, þriðjudaginn 1 5. okt. n.k. kl. 20.30. 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Geir Hallgrimsson, forsætisráðherra ræðir stjórnmálaviðhorfið. Allt sjálfstæðisfólk velkomið. Stjórnin. Hvöt félag sjálfstæðiskvenna heldur fund í Átthagasal Hótel Sögu þriðjudag- inn 1 5. október kl. 20,30. Fundarefni: Lagðar fram tillögur um lagabreytingar. Ragnheiður Helgadóttir, alþingismaður talar um stjórnmálaviðhorfið. Sjálfstæðiskonur fjölmennið á fyrsta fund vetrar- ins. Stjórnin. Reykjaneskjördæmi Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokks- ins boðar formenn og varafor- menn Sjálfstæðisfélaganna og fulltrúa ráðanna í kjördæminu til fundar ! Sjálfstæðishúsinu Kefla- vik kl. 9 i kvöld. Gestur fundarins er GUnnar Helgason, formaður verkalýðs- ráðs Sjálfstæðisflokksins. Al- þingismennirnir, Matthias Á. Mathiesen fjármálaráðherra, Oddur Ólafsson, Ólafur G. Einarsson og Axel Jónsson mæta á fundinum. Draumur að rætast Með fjárstuðningi og mikilli sjálfboðavinnu er nú langþráður draumur að rætast. Aðeins er eftir að steypa upp efstu hæð nýja Sjálfstæðishússins. Fjársöfnun stendur nú yfir i hinum ýmsu hverfum borgar- innar. Byggingarnefnd Sjálf- stæðishúsins vonast eftir áframhaldandi stuðningi frá sjálfstæðisfólki. Ath: Gíróreikningur okkar er 18200 Ehm h Ein n ef tir.. SJALFB vantar til starfa A udaö frá kl. 5 eftir JÓN Þ. ÞÓR Fyrir skömmu var hér í þættin- um fjallað um upphaf alþjóðlega skákmótsins i Sochi við Svarta- haf, en það var helgað minningu Tchigorins, föður sovézka skák- skólans. Úrslit mótsins liggja nú fyrir og urðu þau sem hér segir: 1. Polugajevsky (Sovétr.) 11 v., 2. — 3. Suetin (Sovétr.) og Espig (A.-Þýzkal.) 9v., 4. — 6. Smyslov, Holmoff og Zvetskovsky (allir frá Sovétr.) 8.5 v„ 7. Svesnikov (Sovétr.) 8 v., 8. — 9. Forintos (Ungv.l.) og Jansa (Tékkósl.) 7,5 v. Allir íslenzkir skákunnendur munu minnast ungverska stór- meistarans Forintos, sem tefldi á Reykjavíkurskákmótinu á næstliðn- um vetri. Forintos stóð sig að vísu ekki jafnvel í Sochi, en engu að slður vann hann marga góða sigra og hér sjáum við eitt dæmi: Hvitt: Forintos Svart: Suetin Kóngsindversk vörn 1. d4 — Rf6, 2. c4 — c5, 3. d5 — d6, 4. Rc3 — g6, 5. e4 — Bg7, 6. Be2 — e6, 7. h3 (Hér hefur einnig verið reynt 7. dxe6 — Bxe6, en eftir 8. Bf4 — Db6, 9 Dd2 — 0—0, 10. Bxd6 — Hd8 hefur hvitur ekki mikið upp úr krafsinu). 7. — 0—0, 8. Rf3 — He8, 9. 0—0 — Ra6. 10. Bg5 (Annar möguleiki er hér 10. Bf4 — exd5, 11. exd5, 11 exd5 — Re4, 1 2. Rxe4 — Hxe4, 1 3. Bg5! — Dc7, 1 4. Dd2 — Bd7, 1 5 Bd3 og hvítur stendur betur, Forintos — Quinteros, Júgóslavía 1974). 10. — h6, 11. Be3 — exd5, 12. exd5 — Bf5, 1 3. Rh4 — Bd7, (Eða 13. — Rxd5, 14 Rxf5 — Rxc3, 15. bxc3 — gxf5, 16. Bf3 og hvítur hefur góða stöðu fyrir peðið) 14. Rf3 — Rc7, 1 5. Dd2 — Kh 7, 16. Bd3 — b5, 17. cxb5 — Rcxd5, (Skemmtilegur möguleiki var hér 17. — Hb8, 1 8. a4 — a6). 18. Rxd5 — Rxd5, 19. Bxg5 + — hxg6, 20. Dxd5 — Bxb2? (Betra var 20. — Be6, nú nær hvítur hættulegri sókn). 21. Bxh6! — Df6, (Eða 21. — Kxh6, 22. Dd2 + ). 22. Bg5 — De6. 23. Dd2! — Bxa 1, 24. Hxa 1 — Bxb5, 25. Bh4 — Kg8, (Eða 25. — Dd7, 26. Bf6 með hótuninni Rg5). 26. Dh6 — Df7, 27. Hdl (Þar með er síðasti maðurinn kominn með í sóknina). ( 27. — Dg7. 28. Df4 — He6. 29. Rg5 — Hf6, 30. Dg3 — Bc4 (Hvítur hótaði 31. Db3 + ). 31. Re4 — He6, 32. Hxd6 — Hxd6, (Auðvitað ekki 32. — Hxe4, 33. Hxg6). 33. Dxd6 — Df7, 34. Rf6+ — Kg7, 35. Rg4 — He8, 36. Bf6 + — Kg8, (Eftir 36. — Kh7 var svartur’ varnarlaus gegn 37. Bc3). 37. Bc3? (í timahrakinu sést hvitum yfir hinn einfalda leik Rh6 + , en það kemur ekki að sök). 37. — De6, 38. Rf6+ — Kf7. 39. Rxe8 — Kxe8, 40. Db8 — Kf7, 41. Dxa7 — Ke8, 42. a3 — Dc6, 43. Dg7 og hvítur vann örfáum leikjum síðar. 100 TONN AF FISKI Siglufirði mánudag. I SlÐUSTU viku var landað hér rúmlega 100 tonnum af fiski, afla línubáta og dragnótabáta. Dagur var aflahæstur línubátanna með 31 tonn, Tjaldur 27, Sæunn 12 og Hjalti 14 tonn. Dragnótabátarnir tveir voru með 11 tonn hvor. Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.