Morgunblaðið - 15.10.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.10.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1974 Súðavík: — Fyrstu rollurn- ar landleiðina úr Djúpinu Súðavík 14. okt. HEÐAN er allt ágætt að frétta. Bessi er að landa hér 75 tonnum f dag, en það hefur verið tregt sfðustu vfkurnar. Þá er búið að slá upp fyrir grunninum að nýrri læknamiðstöð hérna og svo er það Djúpvegurinn nýi. Hvaða bfll sem er getur nú ekið í Djúpið eftir nýja veginum, sem veldur algjörri byltingu í samgöngumálum hjá okkur. Eina vandamálið, sem hægt er að nefna á leiðinni, er áin f botni Hestfjarðar, hún getur verið svolftið djúp. Þá er nú í fyrsta skipti verið að sækja fé háðan landleiðina f Djúpið, en f aldaraðir hefur það verið gert sjóleiðina og upp á sfðkastið með Djúpbátnum. Einhverjir bændur munu sækja sitt fé núna með Djúpbátnum, en sá fyrsti fór landleiðina f dag. — Sigurður. Ólafsvík: 9 hrútar fengu heiðursverðlaun Ólafsvík 14. okt. HEILDARSVNING á hrútum í héraðinu var haldin f gær á Hofsstöðum f Miklaholtshreppi, en vegna mæðiveikigirðingar- innar hér f Snæfells- og Hnappadalssýslu varð að hafa sýninguna f tvennu lagi. Hinn hlutinn fór fram að Söðulsholti. Verðlaunaskjöldinn á sýningunni fékk veturgamall hrútur frá Litla-Kambi í Breiðuvfk, en hann er ættaður úr Fróðárhreppi. Sýndir voru 33 hrútar á Hofsstöðum og fengu 9 hrútar heiðurs- verðlaun. Það er mikið fjör f þessii hjá rollukörlunum og miklar vangaveltur þegar svona hátfðisdagar eru f f járhaldinu. — Helgi og Hinrik. Grundarfjörður: Allir ánægðir með Haukabergið Grundarfirði 14. okt. NVSMlÐAÐ skip kom hingað s.l. laugardag frá skipasmfðastöð Þorgeirs og Ellerts á Akranesi. Heitir skipið Haukaberg SH 20 og er það eign Hjálmars Gunnarssonar útgerðarmanns f Grundar- firði. öllum sem skoðað hafa skipið ber saman um að það sé mjög glæsilegt og vandað á allan hátt og er Hjálmar mjög ánægður með öll samskipti við skipasmfðastöðina á Akranesi. Haukabergið mun halda á togveiðar innan skamms. Annars er fátt að frétta héðan, en slátrun er f fullum gangi. — Emil. Húsavík: 726 Húsvíkingar á skólabekk Húsavík 14. okt. SKÓLARNIR hafa nú allir tekið til starfa. 1 barnaskólanum eru 375 nemendur, en skólastjóri er Sigurður Hallmarsson. I gagn- fræðaskólanum eru 206 nemendur, en skólastjóri er Sigurjón Jóhannesson. 1 tónlistarskólanum eru 115 nemendur; skólastjóri er Steingrímur Sigfússon, og við þann skóla kenna tveir tékkn- eskir tónsnillingar. 1 iðnskólanum eru 30 nemendur og skólastjóri er Kristján Mikkelsen. Sú nýbreytni er nú tekin upp í öllum skólunum, að ekki er kennt á laugardögum. —Fréttaritari. Ólafsvík: Stíga á skottið til að fá tóninn Ólafsvík 14. okt. HÉÐAN er allt rólegt að frétta, það er þetta venjulega dudd við frystihúsin og svoleiðis. Það hefur verið tregur afli mest af í sumar, en glæddist heldur þegar dragnótin var tekin fram fyrir skömmu. Það er þvi nóg að gera eins og er. Þá er verið að setja niður þil utan á suðurgarðinn f höfninni, en hann er út grjóti. Búið er að steypa Ólafsbrautina með sjónum og niður á norðurgarðinn. Annars er enginn prakkaraskapur í bænum, þótt menn hér séu að sjálfsögðu svoldið breyzkir eins og önnur jarðarinnar börn, en þetta fer nú kannski að lagast, því vonir standa til að senn lifni yfir félagslífinu, og víst er að leikfélagið er farið að teygja úr sér. Búið er að setja hér á stofn Tónlistarskóla og stofna Tónlistar- félag. Hafa verið ráðnir tveir kennarar til skólans úr Reykjavík og eiga þeir að kenna allt sem lýtur að tónlist og stíga á skottið, ef ekki vill betur til að fá tóninn upp hjá fólki. 100 nemendur eru skráðír í skólann, en upphafsmaður að stofnun hans er séra Árni Bergur. Skólastjóri er Þorsteinn Hauksson. — Hinrik og Helgi. Hellissandsmál- ið enn óupplýst ENN hefur ekki tekizt að upp- lýsa þjófnaðinn á Hellissandi fyrir nokkru, þegar stolið var 388 þúsund krónum úr pen- ingaskáp f kaupfélagsútibúinu á staðnum. Rannsókn málsins verður haldið áfram. Mbl. ræddi í gær við Hannes Thorarensen rannsóknarlög- reglumann hjá Sakadómi Reykjavíkur, en hann var ann- ar tveggja lögreglumanna þeirrar stofnunar sem kallaðir voru á vettvang. Hannes sagði: „Mjög ýtarleg rannsókn hefur farið fram vegna þessa máls, en án árangurs enn sem komið er. En mig langar að það komi fram, af gefnu tilefni, að í rann- sókninni hefur ekkert það kom- ið fram, sem bendir til, að starfsmenn útibúsins hafði ver- ið viðriðnir verknaðinn, þvert á móti.“ Loftriffilskyttur á ferð í Breiðholti Skotið á fólk og glugga LOFTRIFFILSKYTTUR hafa verið á ferð f Breiðholtinu að undanförnu. Á sunnudagskvöldið var skotið fjórum skotum að hjón- um með tvö börn, sem biðu eftir strætisvagni f Æsufelli, og s.l. föstudagskvöld var brotin rúða f húsi víð Hjaltabakka. Ekki hefur tekizt að ná þeim sem þessum skotárásum stóðu, en það eru til- mæli rannsóknarlögreglunnar, að þeir sem einhverjar upplýsingar geta gefið, hafi strax samband við lögregluna. Það var klukkan 22.30 á sunnu- dagskvöldið að hjón með tvö lftil börn biðu á strætisvagnabiðstöð við Æsufell. Rétt í þann mund er vagninn var að aka upp að stöð- inni small fyrsta skotið i stöng sem heldur uppi merki SVR. Strax á eftir kom annað skotið og lenti það í fæti mannsins, án þess þó hann hlyti af teljandi meiðsl. Þriðja skotið þaut framhjá fólk- inu, og það fjórða fór yfir öxl mannsins um leið og hann sté upp f vagninn. Fór það í rúðuna fyrir framan bílstjórann og mölbraut hana. Leikur grunur á, að skotin hafi komið frá stórri íbúðablokk sem stendur við Æsufell, nokkru frá biðstöðinni. Rannsóknarlög- reglan hefur yfirheyrt nokkra menn vegna málsins, en án árang- urs enn sem komið er. Þá barst rannsóknarlögregl- unni í gær tilkynning um, að skot- ið hefði verið í rúðu í íbúð við Hjaltabakka. Gerðist þetta milli klukkan 22—23 á föstudagskvöld. Skotið hæfði tvöfaldan glugga og brotnaði ytra glerið. Telur rann- sóknarlögreglan þvi líklegt, að um loftriffilskot hafi verið að ræða, að öðrum kosti hefði allt mölbrotnað. Enda þótt loftrifflar séu mun hættuminni en venjuleg- ir rifflar geta þeir valdið skaða og meiðslum í ákveðnum tilvikum, t.d. ef skotin hæfa augu eða aðra viðkvæma staði. Því eru þetta mjög varhugaverð vopn, sérstak- lega í höndum unglinga, sem ekki kunna með slíka gripi að fara. Þingið fagnaði mjög fjölgun skuttogara undanfarin fjögur ár, er harmaði hin tíðu slys, sem orð- ið hefðu um borð í skuttogurum. Gerir sambandið kröfu til þess, að markvisst verði unnið að þvi að draga úr slysahættu á skipunum, ekki sízt þeim, sem stafa af mann- legum mistökum. Sérstök áskor- un var um að ríkisvaldið selti lög Framhald á bls. 39 Sjómannasambandsþing: Sektir við vanrækslu tilkynningarskyldu UM HELCINA var haldið 9. þing Sjómannasambands fslands. Jón Sigurðsson, sem verið hefur for- maður sambaodsins undanfarin ár var endurkjörinn. Stjórnin, sem kjörin var á þinginu hefur skipt með sér verkum og var Kristján Jónsson úi Hafnarfirði kjörinn varaformaður, ritari Pét- ur Sigurðsson frá Sjómannafélagi Reykjavfkur, gjaldkeri Ársæll Pálsson frá Hafnarfirði og með stjórnendur Tryggvi Helgason frá Akureyri og Hilmar Jónsson frá Reykjavfk. Þing Sjómannasambandsins tók sérstaklega til meðferðar slysa- og öryggismál og samþykkt var mjög skelegg ályktun um skuttogara og slys um borð í þeim. Þingið beindi sérstaklega áskorun til Siglinga- málstofnunar ríkisins um að fylgzt yrði nánar með en hingað til stöðugleika fiskiskipa, sem smíðuð væru innanlands. Þá þakkaði þingið ágæt störf Slysa- varnafélags Islands og sjóslysa- nefndar til þess að auka öryggi íslenzkra sjómanna., Vestur-þýzkt verksmiðju- skip halastýft Varðskip klippti á báða togvíra vestur-þýzka togarans Koblenz BX 692 laust fyrir kl. 16 s.l. sunnudag, þar sem togarinn var að veiðum 7 mflur innan fisk- veiðimarkanna út af Deild við ísafjarðardjúp. Koblenz, sem er verksmiðjutogari með skutdrátt, hélt í suðvesturátt út frá landinu eftir að klippt hafði verið á togvfr- ana. Þokusúld var á miðunum á þessum tíma. Jónás Guðmundsson sýndi í Danmörku JÚNAS Guðmundsson rithöfund- ur og listmálari er nýkominn til lancþsins frá Danmörku, en þar hélt hann málverkasýningu i boði Horne Höjskole og listráðsins I Hirtshals. Sýningin stóð frá 27. september til 6. október og varð fjölsótt. Alls voru 50 verk á sýn- ingunni, flest vatnslitamyndir, en 6 olíumálverk. Seldust 13 verk á sýningunni. Horne Höjskole er þekkt stofn- un i Danmörku og hefur gengizt fyrir fjölda listsýninga og býður til sfn listamönnum hvaðanæva að, ýmist til dvalar eða til sýn- inga. Jónas er fyrsti íslenzki mál- arinn sem þarna sýnir, en ástæða þess að skólinn vildi sýna íslenzka myndlist að þessu sinni var m.a. sú, að fjöldi islenzkra fiskiskipa landar nú síld á Jótlandi og sér- stök tengsl hafa því myndazt milli Norður-Jótlands og Islands. Komu margir íslenzkir sjómenn á sýninguna. Þá flutti Jónas tvo fyrirlestra á vegum þeirra aðila, sem stóðu að sýningunni. Fjölluðu þeir um Is- land og stöðu þess f nútfmanum. Var annar fyrirlesturinn fluttur í háskólanum, en hinn fyrir forustumenn í viðskiptalífi og iðnaði f Hirtshals. Við smelltum þessari mynd af Jóhönnu á Elli- heimilinu Grund i gær. Hún var þá búin að pakka niður mestu fyrir heimferðina og kvaðst mikið spennt að komast heim. Hún sagðist vera f góðum félags- skap á Grund. en um fram allt ætl- aði hún heim og það söng f henni af óþreyju. Ljós- mynd Mbl. a.j. 96 ára og aftur heim til Eyja Fyrsti Hvatarfundur- inn á vetrinum Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt heldur sinn fyrsta fund á vetrin- um í Átthagasal Sögu f kvöld, þriðjudag kl. 20.30. Ræðumaður er Ragnhildur Helgadóttir, alþingismaður, og talar um stjórnmálaviðhorfið. Nefnist erindi hennar Ur stjórnarandstöðu f stjórnarstuðn- ing. Þá verða lagðar fram tillögur að Iagabreytingum félagsins. Á eftir verða kaffiveitingar. I flugvél í fyrsta sinn JÓHANNA Jónsdóttir, 96 ára gömul kona úr Vestmannaeyjum, snýr aftur heim til Eyja í dag, en hún kom til Reykjavfkur f fyrsta sinn á gosmorguninn með bát, sem var dreginn vélvana til Þor- lákshafnar og f Reykjavfk hefur hún sfðan verið á Elliheimilinu Grund f góðu yfirlæti. En f dag fer hún f fyrsta skipti f flugvál, ef veður leyfir, og þá aftur heim til Eyja. Hún var 94 ára gömul þegar hún varð að flýja Eyjar með löndum sfnum og ávallt sfðan hefur hún verið ákveðin f að fara aftur. Við röbbuðum stuttlega við Jóhönnu i gær, en hún er feikna hress, létt f lund og spennt að komast heim aftur. Jóhanna er fædd 24. ágúst 1878. „Ætli ég fari ekki á morgun, ef það verður gott veður. Er ekki kalt núna'7 „Nei, það er milt haustveður". „Já, það leggst bara vel í mig. Ég sé það út um gluggann hjá mér að skýjaslóðarnir eru að rofna. Já, já, já, þetta er ágætt, hvað þýðir annað". „Þú komst til fástalandsins með bát gosnóttina". „Já, með öðrum af elliheimilinu heima. Mér fannst ágætt að koma með bátnum, en það var nú eitthvað að honum, blessuðum. Ég var alltaf ákveðin í því að fara aftur heim, ég á svo marga kunningja þar og mig langar svo skelfing mikið aftur heim til Eyja. Ekki það að það fari ekki vel um mig, langur vegur frá, en ég var ákveðin frá þvi ég kom f bæinn að fara heim aftur". „Þú kippir þér ekkert upp við að fljúga á þessum aldri"? Framhald á bls. 39

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.