Morgunblaðið - 15.10.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.10.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÖBER 1974 7 CHEVROLET 1924—1974. Þessi segir 50 ára sögu. Hann er á bílasafni á vegum General Motors f Danmörku. Chevroletinn er sem sagt samsettur úr ýmsum hlutum frá s.l. 50 árum. Hvernig er hægt að spara bensínið ? EF þú heldur að bíllinn þinn eyðiofmiklu bens íni, ættirðu að líta á þessar línur. Þær geta hugsanlega sparað þér nokkrar krónur. — Margir aka til og frá vinnu í dýrum og fínum bílum. Og þó að þeir séu misjafnlega dýrir og fínir eru víst flestir farnir að hugsa alvarlega um rekstrarkostnað bíla sinna, sérlega þá bensínkostnaðinn. Séu eknir 20 þúsund kíló- metrar á ári á bíl, sem eyðir 10 1/100 km, kostar það kr. 98.000 á ári, eða rúmlega 8 þús. kr. á mánuði (miðað við bensínverð 49 kr. lítri) einungis í bensín- kostnað. Hér eru nokkur atriði, sem vert er að hafa í huga til að draga úr bensíneyðslunni. 1. Ökumaðurinn, þú sjálfur. Ein helzta ástæðan fyrir of mikilli bensíneyðslu bíla liggur oft hjá ökumann- inum sjálfum. Sparnaðar- akstur er mjúkur og ná- kvæmlega úthugsaður akst- ur. Sparnaðarakstur er akstur með léttu ástigi á bensíngjöf- ina — ekki er gott að aka á klossum, ímyndaðu þér, að þú sért með linsoðið egg á milli bensíngjafarinnar og fótarins. 2. Ræsing. Nú erum við tilbúin að ræsa bílinn. Aðeins skyldi nota nauðsynlegt inn- sog (og þar hafa bílarnir með handstýrðu innsogi kost fram yfir þá með sjálfvirkt) og aka af stað um leið og vélin gengur hikstalaust. Kyrr- stöðu upphitun, sömuleiðis lausagangur, kostar dýra dropa og bezt er fyrir vélina, að hún sé hituð upp í akstri. 3. Viðbragð og gírskipt- ingar. Menn skyldu forðast að aka af stað eins og í kappakstri. Ef bensíngjöfin er stigin í botn, gleypir vélin í sig bensínið. Viðbragðið á að vera mjúklegt og ástig á bensíngjöfina laust. Þá er mikilvægt að nota gfrana rétt. Þar skyldi maður fylgja leiðbeiningabæklingi við- komandi bíls eða nota þessa þumalfingursreglu: Skipta í 2. gír á 20 km/klst hraða, í 3. gír á 40 km/klst og í fjórða á 60 km/ klst. 4. Hraðinn. Bensíneyðsl- an eykst með hraðanum. En hún er jafnframt minnst, ef hraðinn er sem jafnastur. Þá er mikilvægt að horfa langt fram fyrirsig, sérlega í mikilli umferð í borg og bæjum, svo maður þurfi sem minnst að minnka og auka hraðann á víxl. Þannig sparar maður bæði að bremsa og gefa inn en það kostar hvort tveggja bæði tíma og peninga. Burt- séð frá þessu er auðvitað mjög misjafnt, hvað bílar eyða miklu bensíni og hve- nær þeir eyða minnst. Þau atriði, sem nú eru talin, snúa að ökumanninum einvörðungu, en hér skal einnig minnzt lítillega á nokkur atriði, sem snerta bíl- inn. — Almenn stilling vélar- innar hefur langmesta þýð- ingu í sambandi við sparn- aðarakstur. f rafkerfinu eru það platínurnar, bilið milli þeirra og tímasetning neist- ans, ásamt kertunum, sem mestu máli skiptir að í góðu lagi sé. í bensínkerfinu þarf að fylgjast með bensindæl- unni, filternum í henni og e.t.v. er nauðsynlegt að Ökumaðurinn og eggið Hraðinn Réttur þrýstingur í dekkjum. hreinsa blöndunginn og stilla hann. Kælikerfið verður að vera í lagi. Óþétt útblásturs- kerfi eykur einnig bensín- eyðsluna. Ef bremsuklossar strjúkast við eða handbrems- an er ekki alveg niðri verður bíllinn þyngri og eyðir þannig meira. Loks er ráðlegt að mæla þrýstinginn í dekkjunum u.þ.b. á hálfs- mánaðar fresti. Athuga ber að dekkin séu köld þegar þrýstingurinn er mældur. Þýtt, stytt og nokkuð breytt úr dönsku bílablaði (Motor). b| íbúð til leigu 6 herb. ibúð i Kópavogi, laus til leigu til 1. júlí 1 975. Sigurður Helgason Þinghólsbraut 53 Simi 42390. Brotamálmar Kaupi allan brotamálm langhæsta verði. Staðgreiðsal. NÓATÚN 27, Sími 25891. Suðurnes til sölu eldra ibúðarhús ásamt fisk- húsi og útihúsum i Garðahreppi. Má seljast i tvennu lagi. Fasteignasalan Hafnargötu 37, Keflavik simi 1420. Gerum tilboð i jarðvegsvinnu svo sem grunna, skurðgröft, lóðir, bilastæði og akstur með efni. Reynið viðskiptin. Upplýsingar i síma 41526 á kvöldin. Hálfir grísaskrokkar Nýslátraðir grisaskrokkar, skorið, hakkað og merkt eftir óskum kaup- anda. 488 kr. kg. Kjotmiðstöðin Laugalæk, sími 35020. Mikið af handavinnu svo sem javi teppi klukkustrengja- járn og prjónagarn i mörgum lit- um, og gerðum. Tekið upp dag- lega. Hof. Hálfir nautaskrokkar úrvals nautakjöt í hálfum skrokk- • um tilbúið i frystikistuna. 397 kr. kg. Kjötmiðstöðin, sími 35020. TsmnRcrniDnR 7| mRRKHO VÐBR Hjónaklubbur Garðahrepps Dansleikur verður haldinn að Garðaholti laugard. 19 okt. og hefst kl. 9 e.h. Miðapantanir í síma 42777, 42869 og 428 1 6, fyrir fimmtudagskvöld. Komum snemma komum kát. stjórnin. Oskum eftir að kaupa lyftara sem lyftir 1 500 kg. Bikeiðar & Landbúnaðarvélar hf lÍHklðN ÁMuUnd 14 . Vykjnft . SW WH Iðja, félag verksmiðjufólks Iðjufélagar, enn eru nokkrir aðgöngumiðar óseldir að afmaelishófi félagsins sem haldið verður að Hótel Loftleiðum, föstudaginn 18. þ.m. Miðasala og borðpantanir á skrifstofu félagsins daglega frá kl. 9 til 6. Félagsstjórnin. Bólstrarar — Húsgagnaverzlanir Hið vinsæla leðurlíki komið aftur á lager í miklu litaúrvali. Heildsölubirgðir. Davíö S. Jónsson & Co. hf., Sími 24-333. SSTRATFORD ENSKIJ PENINGASKÁPAR þjófheldir — eldtraustir heimsþekkt — viðurkennd framleiðsla. E. TH. MATHIESEN H.F. STRANDGÖTU 4, HAFNARFIRÐI — SÍMI 51919

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.