Morgunblaðið - 15.10.1974, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.10.1974, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1974 í náttúrunni og uppi I fjöllum, og viö tókum að þjálfa hestana til þess. Við höfum gert mikið til að kynna þá hlið þeirra og vekja áhuga á þessháttar þjálf- un þeirra. Hvað íslenzku hest- unum viðkemur, þá kom áhug- inn á að kynnast okkar tölthest- um frá fslenzkum hestamönn- um og ég var svo heppin, að þeir fengu mig til að koma, höfðu til þess aðstoð frá Banda- rísku upplýsingaþjónustunni. Og fyrir það er ég ákaflega þakklát. — Það hefur gengið ákaflega vel að vekja áhuga I okkar landi á þessháttar notkun Tennessee- hestsins, sem við höfum viljað kynna. Ég hefi hér meðferðis kvikmynd frá fyrstu sýning- unni okkar fyrir 11 árum, sem sýnir þetta á byrjunarstigi, og ekkert alltof þjálfaða hesta. En að fjórum árum liðnum var þessi árlega sýning okkar orðin ein stærsta hestasýning í Amenku. Strax og fólk áttaði sig á þvf hvað þarna var um að vera, þá tók það mjög fljótt við sér. Nú er þessi sýning okkar þriggja daga sýning og vel sótt. Helen Porter skrifar talsvert I blöð i Bandarikjunum og Kanada, til að kynna sitt við- horf til hestamennskunnar og þær tegundir hesta, sem hún þjálfar, auk þess sem hún flyt- ur stundum fyrirlestra um þetta efni. — Áður vildu þeir, sem áhuga höfðu á þessum hestum að þeir væru strax settir í þjálf- un til sýningar hjá einhverjum Þjálfar og elur upp ameríska tölthesta Helen Porter — og kynnir þá hér þjálfaranum og þar væru þeir svo alveg upp frá því, segir Helen Porter ennfremur til skýringar sinu viðhorfi. — Ég taldi að fleiri hlytu að vera sama sinnis og við. Þeir vildu nota hesta sína og ættu hesta, sem þeir væru stoltir af og vildu sýna. Þannig viljum við þjálfa hestana heima fyrir til sýningar. En ég vil taka það fram að við þjálfum hestana ákaflega vel í því skyni. Um skeið, sagði Helen Port- er, að það væri til í Tennesse- hestinum, en ekki lögð áhersla á að þjálfa það. Aftur á móti væri talinn kostur, þegar valið er til ræktunar, að hestur sé skeiðlæginn. En þegar skeið sé sýnt eða notað, þá verði hestur- inn að vera á skeiði allan sprett- inn, alveg frá byrjun. Hestarnir væru aldrei teknir niður á skeið af stökkspretti, eins og hér. Hún kvaðst skilja hvað fyrir íslenzkum hestamönnum vekti, þ.e. að fá meiri hraða á skeiðsprettinum. — En ef við ætluðum að nota sömu aðferð, þá yrðum við að reyna að taka hestinn niður af mjög hröðum gangi. Brokk höfum við ekki í hestunum. — Annars virðist viðhorf okkar við að temja og þjálfa hesta litið öðru vísi en ykkar, sagði frú Porter. Þið viljið láta hestinn sýna líf og framtak sjálfan, en við grettum okkur við að sjá slikt, finnst hesturinn illa vaninn. Við leggjum allt kapp á að fá hestinn meðfæri- legan og stilltan. Um leið á hann að vera reistur og líflegur að sjá, en taumléttur. Ég legg mikla áherzlu á, að gott sam band sé milli manns og hests, en að ég ráði. Ég vil að hestur- inn minn hegði sér vel, jafnvel þó ég ríði honum í 150 hesta hópi. Hann má hugsa það sem hann vill og reisa eyrun, en verður að gera það sem ætlast er til af honum. Helen Porter kvaðst hafa orðið mjög hissa, þegar hún komst að raun um, að íslenzku hestarnir ganga lausir á þess- um tíma árs og eru ekki í þjálf- un, því heima hjá henni eru þeir í notkun allan ársins hring. Einnig að tslendingar riða ekki folaldsmerum. í hennar heim- kynnum er merunum riðið næstum þangað til þær kasta og sfðan aftur fljótlega eftir að folaldið er fætt, en auðvitað með meiri gát. Þrátt fyrir árs- tfmann var hún búin að sjá nokkra hesta og koma aðeins á bak. En um helgina ætlaði hún norður i land með Þorkeli Bjarnasyni, m.a. að Hólum, og vonaðist til að fá þá tækifæri til að kynnast betur fslenzka hest- inum. En ferðinni var heitið til Akureyrar, þar sem áformað var að hún segði norðlenzkum hestamönnum frá Tennessee- tölthestinum og sýndi kvik- myndir og kyrrar myndir á vegg. — E.Pá. Ársgamall hestur af Tennessee-töltkyni teymdur til sýningar, en þessir hestar eru strax mikið aldir og stækka mikið á fyrsta ári. íslendingar eru mjög stoltir af sínum íslenzka tölthesti og margir vilja gjarnan halda því fram að hann sé einsdæmi í veröldinni. En hér hefur dvalið undanfarna daga bandarisk kona, Helen Porter, og kynnt íslenzk- um hestamönnum aðra tegund Tennessee-tölt- hestinn. Hafði hún Áieð- ferðis kvikmyndir og myndir til að varpa á vegg máli sínu til skýr- ingar og flutti fyrirlestur í Fáksheimilinu. Hún var á förum til Akureyrar í sömu erindum, þegar fréttamaður Mbl. átti við hana stutt samtal. Erindi hennar hafði vakið mikla athygli, og hafði hún verið beðin um að segja frá þessum skemmtilega hesti, Tennessee-tölthest- inum víðar á Suðurlandi, ef hægt yrði að koma því við. Helen Porter og maður hennar eiga búgarð, þar sem þau rækta og þjálfa ýmsar tegundir hesta og hpfa lagt mikla rækt við Tennessee-hest- inn. — Þessir hestar eru að mörgu leyti mjög Ifkir ykkar íslenzku hestum, nema hvað þeir eru mun stærri, segir hún. Flestir eru 150—160 sm, en ykkar 120—130. Þessir hestar hafa gang lfkan ykkar töltgangi og því köllum við þá Tennessee Walking Horses. Þessi gangur er þeim eiginlegur, því folöldin fara á töltgangi 8—9 klukku- stunda gömul. Þau eru misgóð að vfsu, en við veljum til uppeldis mikið til eftir þvf hve vel þau tölta strax. Við höfum engar áhuga á brokki í þessum hestum. Ef við sjáum það hjá hesti, segjum við f gagnrýnandi Helen Porter á ljósri hryssu, sem hún á, miklum uppáhaldsgrip. tóni: — Hann virðist svolftið brokkgengur! — Þessir hestar hafa mjög fíngert brokk, ef það er fyrir hendi, svo ókunnugir halda stundum að hesturinn tölti, af þvl þeir lyftast svolítið f söðlin- um. En við viljum ekki líða reiðhesti að brokka og stöðvum það, þegar við sjáum það. Sumir hestanna brokka Iausir f gerðinu, en undir manni er það ekki liðið. Heima hjá sér hefur Helen Porter 15 ekra land og þjálfar þar hesta. Auk þess er þar efnt til seórrar sýningar árlega á Tenneslsee-tölthestinum og nú síðast var syokallaður Peruvian Paso hafðufjrneð. Þeir hestar' 'eru að stærð mitt á milli okkar fsl'enzku hesta og Tennessee-hestsins og þau hjónin hafa einnig-Jekið þá í þjálfun. Ekki kvaðst frú Porter hafa tekið með sér til íslands kvikmyndir af þeim hesti, en aftur á móti kemur þar íram annar hestur, Paso Tino, sem hefur mjög fíngerðan gang og er sýndur á stóru sýningunni í Pasadena. Hún var spurð að því hvers vegna hún hefði fengið svo mikinn áhuga á tölthestum, Tennessee-hestunum heima hjá sér og nú á íslenzka hestinum. Hún kvaðst alltaf hafa haft áhuga á öllum hestum. — Flest- ir þeir sem áður þjálfuðu Tennessee-tölthestinn höfðu aðeins áhuga á honum sem sýn- ingarhesti. Þeir láta hestinn aldrei vera í haga né ríða hon- um á ferðalagi, heldur taka hann strax til þjálfunar og hafa í húsi, milli þess sem farið er með hann á sýningar. Þetta fólk hefur engan áhuga á hestinum til yndis og ánægju og sem skemmtihesti til útreiða. Ég og maðurinn minn lftum öðru vísi að þetta. Við viljum ríða hestin- um og nota hann í reiðferðir úti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.