Morgunblaðið - 15.10.1974, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 15.10.1974, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1974 Pétur Guðmundsson bóndi — Minning Þann 21. september síðastliðinn andaðist á Landspítalanum í Reykjavík Pétur Guðmundsson fyrrum óðalsbóndi í Ófeigsfirði á Ströndum norður, 84 ára að aldri. Hann var fæddur f Ófeigsfirði 3. marz 1890, sonur Guðmundar Péturssonar og seinni konu hans, Sigrúnar Ásgeirsdóttur, sem þar buggu þá rausnarbúi. A þeim ár- um var Ámeshreppur þéttbýl sveit og hver jörð þar fullsetin. Bjargræðisvegir útnesjamanna voru margir og lágu bæði til hafs og heiða. En nokkurt harðfylgi þurfti til sóknar, ef vel átti að gangnast, og var mál alþjóðar, að enginn veifiskati yxi þar til mik- illa afreka. Guðmundur bóndi Pétursson var mikill búhöldur og sjósókn- ari og því til viðbótar forvígismað- ur í félagsmálum sveitar sinnar. Ófeigsfjarðarsystkinin voru því greinar af meiði, sem stóð á sterkri rót. Þess vegna var þeim ekki svo mjög hætt við kali, þótt stundum stæði stormur af fjöllum ellegar hafbrim brotnaði við strönd. Guðmundur Pétursson lét smíða fyrir sig mikið veiðiskip, sem hlaut nafnið Ófeigur og var á sínum tíma einn glæsilegasti far- kostur áraskipaflotans, sem hald- ið var úti frá Ströndum. Á þessum vettvangi gekk Pétur ungur til liðs við föður sinn og þótti vel duga, lét þá jafnan athafnir frem- ur en orð tala máli sfnu. Sfðar var hann á annan áratug formaður á þilfarsbátum, sem haldið var úti til hákarlaveiða. Þegar Guðmundur Pétursson hætti búsumsvifum í Ófeigsfirði tóku börn hans tvö, Sigríður og Pétur, jörðina til ábúðar. Pétur var þá kvæntur glæsilegri konu, Ingibjörgu Ketilsdóttur, sem ætt- ur var frá tsafirði. Þau bjuggu þar síðan allan sinn búskap, fram til þess að heilsa þeirra leyfði ekki lengra úthald. Þau eignuðust átta syni. Tveir þeirra dóu ungir, en sex eru á lífi, mannvænlegir menn og athafnasamir. 1 Ófeigsfirði féllu viða föng til. Sauðbeit er góð í f jöllum og fjöru- máli. Selalátur og eggver fyrir landi. Mikill trjáreki berst upp á ströndina og úti f Húnaflóadjúp- inu var gjöful veiðislóð. Ekkert af þessu kom þó til mikilla nota nema fast væri eftir leitað og til þess skorti Ófeigsfjarðarbóndann hvorki dug né karlmennsku. Nú mætti ætla, að svo margþætt búsumsvif væru nægilega stór verkahringur einum útskaga- bónda og hann mundi fá þar ærið umhugsunarefni. En þessu var þó ekki þannig farið með Pétur Guð- mundsson. Ungur sótti hann til mennta á Heydalsárskólann, sem þá var sú stofnun f Strandasýslu, sem þekkingarþyrstir unglingar bundu vonir sínar við og mörgum kom til mikils frama miðað við þeirra tíma kröfugerð. Þessi til- tölulega stutta námsdvöl undir handleiðslu móðurbróðurs síns, Sigurgeirs Ásgeirssonar, sem þá var skólastjóri á Heydalsá, var sá grundvöllur, sem Pétur byggði á haldgott sjálfsnám síðar á ævinni. Hann var um áratugaskeið odd- viti sveitar sinnar og trúnaðar- maður hennar á mörgum sviðum, mun það hafa verið sameiginlegt álit sveitunga hans, að vel væri á málum haldið þar sem hann gekk til verks. Og þótt ýmsum kunni að hafa fundizt sem nokkurrar íhaldssemi gætti stundum í skoð- unum hans, þá munu fáir hafa kosið að skipa öðrum til rúms þar sem hans var völ, þegar um innan- héraðsmál var að ræða. Ég átti þess kost að kynnast Pétri og Ófeigsfjarðarheimilinu nokkuð þau fimm ár, sem ég stjórnaði skólanum á Finnboga- stöðum, og það var sannarlega enginn einangrunar útskaga- bragur á högum þess né háttum. Minnist ég varla að hafa á öðrum stað notið hlýrra viðmóts né meiri gestrisni. Enda var á orði haft, að þeim hjónum þætti þar aldrei of þröngt setinn bekkur, meðan þau gátu látið gestum sfnum fyrir- greiðslu í té,og á það skorti ekki meðan húsrúm leyfði. Þeir sem gjörst þekkja, vita vel, að norður til Ófeigsfjarðar er að- eins einstefnu ruðningur, sem naumast verður gefið nafnið veg- ur. Þess vegna kann að þykja und- arlegt og ósennilegt, að þar hafi marga gesti að garði borið aðra en þá, sem þangað áttu brýnt erindi. Þessu var þó annan veg farið. Þangað lá margra leið í þeim er- indum einum að hitta húsbænd- urna heima, eiga með þeim sálu- félag og njóta gestrisni þeirra. Á þeim árum sem segja mátti að Djúpavík og Ingólfsfjörður væru meðal miðstöðva athafnalffs á landi hér, var ekki fáförult um Ingólfsfjarðarbrekku, og var sem sumum virtist brattlendið þar sem breiðgata væri. „Til góðs vinar liggja gagnvegir, þótt hann sé firr farinn.“ Eg hygg, að Pétur í Ófeigsfirði hafi verið vitur maður. Málskraf mikið var honum lítt að skapi og fremur ósýnt um að klæða skoð- anir sínar grimubúningj orða- flaums. En vel kunni hann að færa rök fyrir sínu máli, þætti honum mikið við liggja og vildi þá ógjarnan láta hlut sinn. Hann var glaður í góðra vinahópi og komu þá vel í ljós f jölþættir hæfileikar, hvort sem um var að ræða söng eða sögu. Lfklegt þykir mér, að Pétri hafi verið erfið sfðustu fótmálin frá feðragarði. En hin svokölluðu vel- sældarár hafa leikið þjóðina það grátt, að nú þykir ekki lengur byggilegt íslendingi á þeim stöð- um landsins, sem feðurnir langt aftur f aldir hafa bezt búið, og ekki fjármunavert að hlynna sómasamlega að byggð þeirra, sem enn hafa ekki slitið sínar heimtaugar. Þess vegna er nú óð- al Ófeigsfjarðarhjónanna mann- laus staður. En sagan geymir minningu þeirra manndómsára, þegar þar var vel setinn garður, og svo kann að fara, þegar fávís þjóð situr á rústum þess borgríksins, sem hún hefur reist á gulum sandi, að aftur verði þar alfaraleið, sem nú gróa götur. Fólkið f landinu á þökk að gjalda Pétri f Ófeigsfirði. Hann stóð á verðinum meðan stætt var. Ég sendi ekkju hans og aðstand- endum öllum samúðarkveðju. Þorsteinn frá Kaldrananesi. t Móðir okkar, ÞORBJÖRG HANNIBALSDÓTTIR, andaðist 1 2. október. Börnin. Þórarinn Sigurðsson, kveðjuorð t Faðir okkar, ÓLAFUR ERLENDSSON, frá Vestmannaeyjum, lézt að Vífilsstöðum 11. þ.m. Minningarathöfn fer fram í Neskirkju fimmtudaginn 1 7. október kl. 1.30. Geir Ólafsson, Óskar Ólafsson. Fæddur 22. febrúar 1893. er hann er nú horfinn okkur. Það Dáinn 3. september 1974. er æði löng sjávargata að sjó frá Þórarinsstöðum, en þaðan sést vel „Hver á sér fegra föðurland, til hafs upp á það hvernig sjó- með fjöll og dal og bláan sand.“ veður mundi verða, en við sjóinn Hulda. er mjög góð aðstaða, aðdýpi mikið Seyðisfjörður býður þeim I hug, og gott að gera aðstöðu fyrir báta. er siglir inn hann upp á friðsæld Þórarinn kynntist ungur öllum og fegurð. Til Seyðisfjarðar kom störfum hjá föður sínum og var einn af landnámsmönnum og festi strax þátttakandi í dagsins önn. rætur við fjörðinn. Fjörðurinn Því var viðbrugðið hvað mikil mun hafa boðið upp á gott bjarg- reglusemi var á öllu, er við kom ræði til lands og sjávar, er hann Þórarinsstaðaheimilinu, er t Móðir mín, LOVÍSA RANNVEIG KRISTJÁNSDÓTTIR, frá Súgandafirði, lézt í Sjúkrahúsi fsafjarðar 1 3 október. Fyrir hönd systkina, Lovísa Ibsen. byggðist. Báðum megin fjarðar Sigurður lifði. Að honum látnum byggðist hvert stórbýlið af öðru. tók Þórarinn við búi og annarri Á suðurströndinni utar miðju er umsýslu, hann hélt sömu reglu- jörð, er heitir Þórarinsstaðir. Um seminni við. Frá Þórarinsstöðum síðustu aldamót bjuggu þar hjón, voru gerðir út 2 mótorbátar í Sigurður Jónsson og Þórunn stærra lagi en bátar gerðust þá. A Sigurðardóttir, hófu þar stórat- þessum bátum var einvala lið að vinnurekstur, útgerð og land- prúðmennsku og dugnaði, enda búnað, er stóð lengi með miklum þótti þeim áhöfnum vænt um hús- blóma. Þeim Sigurði og Þórunni bændur sína, þá Sigurð og Þór- fæddist sonur, er hlaut nafnið arin. Útgerð var mikil af fleiri frá Þórarinn. Hans vil ég nú minnast, Þórarinsstaðaeyrum eins og þær t YNGVI LOFTSSON, múrarameistari, Borgarholtsbraut 40, Kópavogi. t ÓLÖF GUÐFINNSDÓTTIR, Sundstræti 24, fsafirði. lézt I Borgarsjúkrahúsinu hinn 1 2. þ.m. lézt I Fjórðungssjúkrahúsinu á fsatirði 14. október s.l. Eiginkona, böm, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Börn, tengdabörn, barnabörn. t Eiginmaður minn, ÞORSTEINN SIGURÐSSON, bóndi á Vatnsleysu Biskupstundum lézt 1 1. okt. Ágústa Jónsdóttir. t Móðir okkar, GUORÚN KRISTJÁNSDÓTTIR, Öldugötu 7, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 16. október kl. 2. Börnin. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi BJÖRN ÓLAFSSON, fyrrverandi ráðherra, andaðist þann 1 1. þ.m. Bálförin verður auglýst síðar. t Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, GUÐJÓN SCHEVING, málarameistari, frá Vestmannaeyjum, Blönduhllð 20, verður jarðsettur frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 17. október kl. 3. e h. Þeim, er vildu minnast hans er bent á Hjartavernd. Pétur Björnsson, Sigriður H. Magnúsdóttir, Iðunn Björnsdóttir, Kristján G. Kjartansson, Edda Björnsdóttir, Ólafur Björnsson, og barnabörn. Ólaffa Jónsdóttir, Jón Scheving, Guðrún Guðmundsdóttir, Aðalheiður Steina Scheving, Loftur Magnússon, Sveinn Scheving, Kristln Einarsdóttir. voru oftast nefndar. A stríðs- árunum 1939—’45 varð svo mikil röskun á allri atvinnu, ekki sízt hvað við kom útgerð. Verkunarað- ferðir á fiski breyttust, allt varð erfiðara, einnig að halda áfram útgerð. Fólk átti kost á atvinnu fyrir hátt kaup, svo að útgerð lagðist niður að mestu leyti á Þór- arinsstaðaeyrum. Þórarinn Sigurðsson yfirgaf ekki jörð sfna, þótt hætt væri við útgerð. Hann bjó á jörð sinni, snotru búi, um lengri tíma, þó að flestir væru burt fluttir, er næst honum bjuggu. Það kom að því, að hann varð að yfirgefa jörð sína og skilja hana eftir í eyði, sem fleiri hafa þurft að gera. Þórarinn flutti inn í Seyðisfjarðarkaupstað. Meðan Þórarinn var á jörð sinni gegndi hann hreppsstjórastarfi í Seyðis- fjarðarhreppi. Allar skýrslur og fleiri gjörðir hans í þvf starfi leysti hann af hendi með snyrti- mennsku, svo til var tekið. I Seyðisfjarðarkaupstað vann hann í mörg ár á skrifstofu hjá raf- veitunum, þar fékk hann lof fyrir starf sitt. Þórarinn Sigurðsson Framhald á bls. 39 t Bálför móður okkar, STEINUNNAR SVEINSDÓTTUR, frð Ásbúðum, fer fram frá Fossvogskirkju laugardaginn 19. október kl. 1 0.30. Blóm og kransar vinsam- legast afþökkuð, þeim sem vilja minnast hennar er bent á Elli- heimilið Grund. Minningarspjöld að staðnum. Pállna Ásmundsdóttir, Árni Ásmundsson. idii«.. S. Helgason hf. STBINIÐJA Ctnholtí 4 Símar 26677 og U2S4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.