Morgunblaðið - 15.10.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.10.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1974 15 Hvernig Finnar hafa Rússa góða Höfundur þessarar greinar, Paul Neu- burg, er sérfræðingur í málefnum Austur-Evrópu. Hann ritar að staðaldri í brezka blaðiðThe Guardian. KEKKONEN Finnlandsforseli er ný- kominn úr 22. opinberu heimsókn sinni til Sovétríkjanna. Erindi hans að þessu sinni var að ræða viðskipti, en á bak við heimsóknina bjó póli- tískur tilgangur eins og jafnan áður þegar Finnar hafa fundið þörf hjá sér að ræða við Rússa. Finnar hafa talið nauðsynlegt að hafa Rússa góða, en varðveita um leið svigrúm sitt i skugga risans i austri, siðan i siðari heimsstyrjöld- inni, og öll þessi ár hefur þetta verið grundvallaratriði finnskrar utanríkis- stefnu. Enginn finnskur útgefandi þorði til dæmis að gefa út Eyjaklasann Gulag eftir Solzhenitsyn af ótta við að móðga Rússa og spilla sambúð- inni við þá, en þeir Finnar, sem hafa áhuga á að kynnast þessari lýsingu á lífinu í sovézkum fangabúðum, geta orðið sér úti um eintak af sænsku þýðingunni eða eintak af finnskri þýðingu, sem hefur verið gefin út í Svíþjóð. Rússar eru 50 sinnum fleiri „Finn- landisering" en Finnar, og Finnar hrósa happi yfir því að hafa komizt hjá þeim örlögum annarra þjóða Austur-Evrópu að búa við sovézka yfirdrottnun. Þegar talað er um „Finnlandiseringu" móðgast þeir. þvf þeim finnst að með þessu sé þvi dróttað að þeim, að þeir séu hálf- gerð nýlenduþjóð og reyni að fela það á bak við dulargæru lýðræðis og hlutleysis. Finnar eru þvert á móti stoltir af því, að þeir eru eina þjóðin í sínum heimshluta, sem stöðvaði vestur- sókn sovézka hersins f lok sfðari heimsstyrjaldarinnar, og þeir Ifta svo á, að þegar þeir hafi orðið að láta undan þrýstingi Rússa, hafi þeir oftast haft lag á því að snúa við afleiðingunum á þann veg, að þeir hafi getað fært sér þær f nyt. Um þetta snerist sfðasta heim- sókn Kekkonens. í þrjá daga skoðaði hann járngrýtisverksmiðju, heilan bæ og fjarskiptakerfi, sem Finnar eru að reisa fyrir Rússa sovétmegin landamæranna. Atvinnuleysi er f Finnlandi, og 3.000 Finnar hafa af þessu atvinnu. Greiðslan verður að hluta í járngrýti, sem Finnar þarfn- ast. En mestu máli skiptir að þetta er dæmi um vfðtæka samninga, sem Finnar vilja gera við Rússa og einnig Pólverja til þess að rétta við gífur- legan halla, sem er á viðskiptum þeirra við kommúnistalöndin vegna hækkandi olíuverðs. Til þess að slíkir samningar geti Kekkonen orðið að veruleika, verða Finnar að hafa kommúnista góða, og f staðinn munu kommúnistaríkin krefjast þess, að Finnarverði „samvinnuþýð- ir”. En ef hliðsjón má hafa af 1 8 ára stjórnarferli Kekkonens, er Ifklegt að hann sameini lagni og festu I við- skiptum sinum við kommúnistarfk- in, sem nú virðast halda Finnum f gíslingu. ORKUHUNGUR Finnar eru sjöundu mestu orku- neytendur heimsins vegna timbur- og pappírsiðnaðar sfns. Til þess að seðja þetta orkuhungur flytja þeir inn tvo þriðju hráoliu sinnar auk um þriggja milljóna lesta af olfuafurðum frá Sovétríkjunum og um fjóra fimmtu kola sinna frá Póllandi. Vegna olíuhækkananna á heims- markaðnum um síðustu áramót, hugðust Rússar þrefalda verðið á oliunni, sem þeir selja Finnum Þrátt fyrir erfiða samninga og ferð sem Kekkonen fór til Moskvu í febrúar, náðist ekki samkomulag fyrr en i marz, þegar ákvörðun var tekin um verðlagið fyrir að minnsta kosti fyrri helming ársins. Viðræðum um verð- ið siðari hluta ársins er enn ekki lokið, þótt margir fundir hafi verið haldnir. Verðið, sem Finnar hafa orðið að greiða fyrir olfuna á þessu ári, er leyndarmál. En hækkunin á olfu- verðinu og verðhækkanir á pólsku kolunum hefur valdið því, að vænn greiðsluafgangur, sem hefur verið i viðskiptunum við sósfalistalöndin, er orðinn að halla, sem talið er að muni nema rúmlega 200 milljónum punda f desember. Þetta samsvarar um einum tíunda heildartekna Finna af útflutningi og er ein helzta ástæð- an til þess, að óttazt er að viðskipta- hallinn á þessu ári aukist um 80%. Finnar þarfnast meiri olfu frá Rússum og meiri kola frá Pólverjum, og þar sem ekki er við þvf að búast að verðið lækki, verða þeir að selja kommúnistaríkjunum miklu meira til þess að skulda þeim ekki. Það sem Finnar reyna er að færa sér ógæfu sfna í nyt. Nýlega gerðu þeir samning, þann mesta sem þeir hafa nokkru sinni gert, um að selja bræðsluverksmiðjur f mikla málm- verksmiðjasamsteypu í Norilsk I Síberiu. Þeir eiga einnig að reisa trjákvoðuverksmiðjur og önnur mannvirki fyrir Pólverja, og eftir býsna erfiða samninga hafa þeir samþykkt að veíta pólsku stjórninni nauðsynleg lán. Samningar sem þessir eru mikil lyftistöng JAFNVÆGISLIST Samningar sem þessir eru mikil lyftistöng finnskum iðnaði, sem er ekki alltaf samkeppnisfær gagnvart vestrænum iðnaði. Jafnframt er ekk- ert þv! til fyrirstöðu að Finnar haldi áfram að selja til Vésturlanda þær neyzluvörur, sem þeir hafa fengið frábært orð fyrir, og þær timbur- og pappfrsvörur, sem eru meðal helztu tekjulinda þeirra f vestrænum gjald- eyri. Samningar við Saudi-Araba, sem f fyrra sáu Finnum fyrir einum tí- unda oliuþarfar þeirra, eiga Ifka að auka svigrúm landsins. Utanríkis- ráðherra Saudi-Arabíu sagði eftir heimsókn sina til Helsinki f ágúst, að stjórn sin væri reiðubúin að selja Finnum meiri olfu og mundi jafn- framt koma á fót sendiráði I Helsinki. Stóraukin viðskiptatengsl við vest- ræn ríki munu vafalaust torvelda flóknar tilraunir finnsku stjórnarinn- ar til þess að varðveita svigrúm sitt gagnvart stjórninni f Moskvu og gera það starf ennþá flóknara en það er þegar orðið. Rússar hafa áður látið i Ijós vanþóknun sína með þvl að draga mikilvæga viðskiptasamn- inga á langinn. En i fyrrahaust gerðu Finnar geysimikilvægan friverzlunarsamn- ing við Efnahagsbandalag Evrópu, og flestir Finnar virðast treysta þv! að sú list Kekkonens að halda jafn- vægi milli austurs og vesturs, sem hingað til hefur borið árangur, eigi ennþá framtið fyrir sér og að það muni engin áhrif hafa á þessa erfiðu jafnvægislist að vindar viðskiptanna blása á móti Finnum nú sem stend- ur. (Forum) Krani fvrir kraftblokkina Hiab-Foco býöur útgerðarmönnum sérstakan krana fyrir kraftblakkir. Hiab-Foco kraninn gjörbreytir vinnuaöstööu og möguleikum um borö. Einföld stjórnun og ótrúleg lyftigeta. Leitiö tæknilegra upplýsinga hjá sölumönnum Veltis h. f. i argus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.