Morgunblaðið - 15.10.1974, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.10.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÖBER 1974 19 Garðar Aifonsson við nýja TBR-húsið, sem I framtfðinni verður miðstöð badmintonfþróttarinnar á Isiandi, og raunar fyrsta fþróttahúsið á fslandí sem ætiað er fyrir ákveðna fþróttagrein. Irena Szewinska ÞAÐ ER vindsvalt kvöid á Santry-leikvangnum f Dublin þann 6. júlf árið 1965. Há og grönn 19 ára pólsk stúlka að nafni Irena Kirszenstein birt- ist löngu á undan öðrum keppendum f 220yarda kiaupi, og kom f markið 40 metrum á undan næsta hlaupara. f þessu hlaupi jafnaði hún þáverandi Evrópumet 23,6 sek. Eftir þetta hlaup skrifaði kunnur enskur frjálsfþrótta- fréttamaður. „Það eru enn miklir möguleikar á, að Irena bæti „start“ sitt talsvert. A næsta ári hlýtur hún að verða bezti langstökkvari og sprett- hlaupari kvenna f heimi.“ Á Evrópumeistaramótinu 1966 vann Irena 200 metra hlaupið og langstökkið, varð önnur í 100 m og var f sigur- sveit Póllands f 4x100 m boð- hlaupi. En það tók þessa bráð- geru stúlku, sem hafði unnið gullverðlaun f boðhlaupi og tvenn silfur f einstaklings- greinum, átta ár f viðbót að vera talin fljótasta kona ver- aldar. Nú ber hún nafnið Irena Szewinska, gift fyrrverandi frjálsfþrótta manni og núver- andi fþróttaljósmyndara, Janusz, og móðir fjögurra ára drengs, Andrzej. Skömmu eftir 28 ára afmælisdag sinn setti Irena nýtt pólskt met f 100 m hlaupi, 10,9 sek. Um lfkt leyti setti hún heimsmet f 200 m, 22,0 sek., og f 400 m, 49,9 sek., og varð þar með fyrsta konan til að hlaupa 400 m á innan við 50 sek. Hvernig er hægt að skýra svo gífurlegar framfarir? Irena segir: „Þegar ég Ift til baka, held ég, að það hafi verið afar mikilvægt fyrir mig að fá hlé frá fþróttunum, en það fékk ég meðan ég vænti sonar mfns. Þegar ég byrjaði aftur fann ég, að ég var full eldmóðs og áhuga.“ Þessi orð sfn undir- strikaði hún á E.M. f Róm nú f haust með glæsilegum sigrum f 100 og 200 m hlaupum. Jansuz eiginmaður hennar getur svo sannarlega verið ánægður með stúlkuna, sem hann giftist árið 1968. Þau hittust fyrst þegar Jansuz var fyrsta flokks grindahlaupari. Hann er reyndar þjálfari konu sinnar. Hann segir: „Hún hefir áhuga á öllu mögulegu. Dansi, blómum, leikhúsi og að bæta enskukunnáttu sfna. Henni finnst tfminn naumur, cn hún er ætfð f jafnvægi." Hann hefði getað bætt þvf við, að nú hefði hún fundið tfma til að leggja stund á hagfræði- nám. Við skulum láta Irenu sjálfa Ijúka þessari kynningu. „Auðvitað er fleira í Iffinu til að hafa ánægju af en fþróttir." EIN þeirra keppnisíþrótta, sem skotið hafa upp kollinum nú á síðari árum, er badmin- ton, eða hnit, eins og orðhag- ir menn vilja nefna það. Tennis- og badmintonfélag Reykjavikur er kunnasta íþróttafélagið, sem hefir þessa grein iþrótta á stefnu- skrá sinni, enda stofnað til að efla gengi íþróttarinnar. Við hjá Morgunblaðinu brugðum okkur inn í Gnoðarvog, þar sem T.B.R. er að reisa sér íþrótta- og félagsheimili. Þar hittum við að máli Garðar Alfonsson, formann T.B.R., sem fræddi okkur um félagið og nýbygginguna. ASspurður sagði Garðar, að T.B.R. hefði verið stofnað árið 1 938. Félagið var stofnað af mönnum, sem höfðu áhuga á badminton sem heppilegri fþrótt til alhliða líkamsþjálfunar, sem nú nefnist reyndar trimm. Og þannig starfaði félagið um árabil, eða þar til farið var að halda opinber mót í bad- minton árið 1949. Það var þó ekki fyrr en upp ur 1 960 sem harðsnúinn kjarni tók að myndast með keppni fyrir aug- um. Garðar sagði okkur að nú teldust félagar rúmlega 500 manns. Um kynningu á badminton sagði Garðar: „Það var ekki fyrr en á s.l. ári sem badminton var kynnt að ráði f íþróttakennaraskóla íslands á Laugar- vatni. Eðlilega fagna ég þvf, þar sem börnin hafa yfirleitt sfn fyrstu kynni af fþróttum ! skólunum," og Garðar hélt áfram: „Það eru ýmsar ástæður fyrir þvf, að við höfum ekki haldið uppi miklum áróðri fyrir badmintonfþrótt- inni. Ein aðalástæðan er sá húsnæðis- skortur, sem við höfum átt við að etja, en það er vandamál, sem mun heyra fortfðinni til þegar næsta haust, ef guð og góðar vættir leyfa. Það er ekki það, að við viljum ekki fá fleiri félaga til að greiða árstillögin, sem eru okkar aðal aflafé, við getum bara ekki leyft okkur að taka inn félaga, sem við svo ekkert getum fyrir gert. Það væru hrein svik." Siðla sumars hóf T.B.R. byggingu íþrótta- og félagsheimilis að Gnoðar- vogi 1. Eins og á meðfylgjandi mynd má sjá er talsvert ! land þar til húsið verður tilbúið. Garðar sagði, að þeir félagar stefndu að þvi að taka húsið i notkun næsta haust. Salurinn verður 800 fm að stærð. í salnum verður komið fyrir sérstakri lýsingu. þannig að mögulegt verður að hafa aðeins einn vallanna af þeim fimm, sem þar rúm- ast, upplýstan f einu. Er þar bæði um fjárhagslegt atriði að ræða, svo og gæti skemmtilegri stemning skapast, einkum f úrslrtaleikjum. Undir salnum er kjallari þar sem lofthæð verður 4 metrar. Ekki er ákveðið til hvers salur- inn verður notaður, en t.d. mætti koma þar upp ágætis borðtennisaðstöðu. Á fyrstu hæðinni verða inngangur, bún- ingsklefar og böð. en á hæðinni þar yfir verður aðstaða fyrir áhorfendur svo og aðstaða til fundarhalda og annarrar hliðarstarfsemi félagsins. Í kjallara hússins verður 80 fm salur til upphit- unar og léttra æfinga og einnig gufu- bað og geymslur. Og Garðar heldur áfram: „Auðvitað verður þessi bygging okkur erfið. Fé- lagið er hvorki fjársterkt né fjölmennt, en félagarnir hafa verið all-iðnir að mæta til sjálfboðavinnu og að senda okkur frjáls fjárframlög. Einnig vænt- um við, að borg og riki gefi þvi starfi gaum, sem við erum að vinna. Jú, það er hugsanlegt, að skólum verði boðið til badmintonkynningar hingað til okk- ar, t.d. þannig, að iþróttakennurum barnanna væri veitt aðstoð við kennslu á fþróttinni. Þess konar kynning og reyndar hvaðeina i sambandi við áróð- ur fyrir fþróttinni hefir orðið að sitja á hakanum vegna húsnæðisvandans sem fyrr getur. Þetta er helzta ástæða þess, að við hófum byggingu iþrótta- hússins. Við vitjum veg íþróttarinnar sem mestan. T.B.R. á nú sem stendur alla fslands- meistarana i meistaraflokki, þeim flokki, sem hvað mest er áberandi Garðar sagði. „Þvi miður hefur okkur ekki tekizt að sýna unga fólkinu eins mikta umhyggju og æskilegt væri, en þegar nýja húsið kemst i gagnið mun þar verða gagnger breyting á. Við ætlum okkar að reyna að byggja upp hóp góðra badmintonleikara, sem ekki munu standa badmintonleikurum hinna Norðurlandanna að baki." Að lokum sagði Garðar: „Ég vona, að vegur badminton megi verða sem mestur, en þvi marki náum við hér hjá T.B.R. ef við höldum vel saman. Okkur standa allir vegir opnir ef viljinn er nægur." Sigfús Jónsson SIGFUS Jónsson er fæddur á Akureyri árið 1951. Fimm ára að aldri fluttist hann til Reykjavfkur ásamt foreldrum sfnum og hefir að mestu alið aldur sinn þar sfðan. Eins og tftt er um unga drengi, lék Sigfús sér f ýmsum knatt- fþróttum jafnframt þvf að vinna í sumarleyfum skólans. Árið 1968 starfaði hann hjá Olfufélaginu Skeljungi við að afgreiða olfu til húsahitunar. Hjá Shell vann einnig maður að nafni Karl Hólm, formaður frjálsfþróttadeildar l.R. Þann fyrsta ágúst það ár átti Bikar- keppni F.R.l. að fara fram. Vegna forfalla hjá Í.R.-ingum vantaði mann til að hlaupa 5000 m. Karl hólm spurði þá strákana hjá Shell svona í hálfkæringi, hvort einhver vildi spreyta sig. Sigfús svar- aði að bragði: „Já, ég skal skokka þetta.“ Og Sigfús var dubbaður upp f lánsskó af Erlendi Valdimarssyni og hljóp 5 km, og kom ekki nema um 300 m á eftir Halldóri Guðbjörnssyni f markið, en það voru aðeins þeir tveir, sem hlupu. Á þennan einkennilega hátt uppgötvuðu I.R.-ingar hlaupaefni. „Þegar eftir þetta hlaup tók ég að æfa undir handleiðslu Guðmundar Þórarinssonar, og hefi gert sfðan, jafnvel þó að ég hafi dvalið f Englandi að miklu leyti undanfarin tvö ár.“ 1 Englandi hefir Sigús lagt stund á nám í hagrænni landa- fræði, og er þegar byrjaður á doktorsritgerð um efnið: Þróun þjónustu og verzlunar á tslandi. „Árið eftir þetta gönuhlaup mitt var ég fyrst valinn f lands- lið til keppni f Danmörku. 1 þessari keppni hljóp ég á móti kunnum hlaupurum f um það bil 30 stiga hita. Auðvitað varð ég langt á eftir hinum köpp- unum, og ákaflega þrekaður. Eg staulaðist inn f búnings- klefa og bað húsvörðinn um vatn að drekka á minni ágætu menntaskóladönsku. Hann klóraði sér f höfðinu, hljóp sfðan upp á loft og kom til baka með salernispappfr.“ Sigfús æfir eftir kerfi, sem Guðmundur Þórarinsson hefir byggt upp að sænskri fyrir- mynd. Kerfið er miðað við, að byrjað sé að æfa f október og hlaupnir um 80 km á viku. I janúar-febrúar er vegalengdin orðin um 150 km á viku. Sfðan smá dregur úr og teknir eru sprettir og hraðaæfingar. Kerfi þetta miðar að þvf að hlaupararnir séu f sem mestri æfingu f júlf og ágúst. Sigfús á tsl. met f 10 km hlaupi, sett f London f vor og endurbætt f Moskvu nú seinni Framhald á bls. 23. Félagarnir f TBR: Steinar Pedersen og Haraldur Kornelfusson, hafa undanfarin ár verið einna atkvæðamestir fslenzkra badmintonmanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.