Morgunblaðið - 15.10.1974, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.10.1974, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1974 Emerson Fittipaldi er hér á nsestum 300 km/klst hraða á McLaren bfl sfnum á beina kaflanum á Dijon brautinni f Grand Prix Frakklands I sumar. — Ljésm. Mbl. Br. H. Brynjólfur Helgason skrifarum KAPP- AKSTUR Emerson Fittipaldi heimsmeistari í annað sinn Eins og þegar hefur komiö fram í fréttum tókst Brasilíumannin- um Emerson Fittipaldi að tryggja sér heimsmeistaratitil ökumanna í ár og er það f annað sinn sem hann nær því marki, þó yfirburð- ir hans í ár hafi ekki verið eins miklir og þegar hann sigraði fyrir tveimur árum. Fittipaldi sem er 27 ára gamall byrjaði að aka í formúlu 1 fyrir Lotus á miðju ári 1970, eftir að hafa sýnt frábæra aksturshæfni I Formúlu Ford og Formúlu 3, en hann hafði komið til Englands aðeins 18 mánuðum fyrr. Fyrsta keppnin, sem hann tók þátt í var Grand Prix Bret- lands þar sem hann var áttundi. Hann var fjórði f Grand Prix keppni Þýskalands það ár, en á Ítalíu ók hann útaf. En Austurrfkismaðurinn Jochen Rindt heitinn, fórst f æfingunum fyrir þá keppni og fékk Fittipaldi þá forystuhlutverkið hjá Lotus og í næstu keppni, sem hann tók þátt í, í Bandaríkjunum, vann hann sinn fyrsta Grand Prix sigur. Að vfsu var heppnin þar með honum en FITTIPALDI var orðinn þekktur. Árið 1971 var slæmt hjá Lotus og Fittipaldi gekk ekki sér- lega vel. Hann lenti í slysi I Frakklandí er hann var þar á ferð ásamt konu sinni Mariu Helenu og var nokkurn tfma að ná sér. Hann varð fimmti í keppninni um heimsmeistaratitilinn það ár. En svo fór að ganga betur. Hann byrjaði á að sigra Formúlu 1 keppni, sem að vísu var ekki liður i heimsmeistarakeppninni, en það var forsmekkurinn af því sem koma skyldi. Hann vann fimm keppnir 1972 og varð heims- meistari aðeins 25 ára gamall, yngri en nokkur annar. Skotinn Jackie Stewart varð þá annar. 1 fyrra, síðasta árið, sem Stew- art ók, sýndi hann og sannaði hversu gífulega leikinn ökumað- ur hann er og sigraði f heims- meistarakeppninni í þriðja sinn. Eftir að Stewart hætti var búist við að baráttan um titilinn yrði aðallega milli Svíans Ronnie Peterson, sem byrjaði að aka fyrir Lotus í fyrra og Fittipaldis. En Fittipaldi þótti sem meira væri gert fyrir Peterson en sig hjá Lotus og ákvað að skipta um bfl. Það var McLaren sem fyrir valinu varð. Margir spáðu að þetta væri vitleysa hjá honum, en hann hefur nú>sannað hið gagn- stæða. Hann hefur raunar ekki verið hraðskreiðasti ökumaður- inn í ár á Texaco Marlboro McLaren-Ford bfl sínum, en mjög öruggur akstur og þrír sigrar haf a nú sem sagt tryggt honum titilinn sem besti kappakstursmaður heims. Hraðskreiðustu ökumenn- irnir voru hins vegar lengst af þeir Ronnie Peterson á Lotus og Austurrfkismaðurinn Niki Lauda á hinum geysikraftmikla 12 strokka Ferrari. Peterson vann þrjár keppnir, en Lauda tvær, hann átti níu sinnum (í 15 keppn- um) besta æfingatímann. Sviss- lendingurinn Clay Regazzoni sem einnig ekur Ferrari, var jafn Fittipaldi að stigum fyrir sfðustu keppnina nú, en bfll hans bilaði eftir 55 hringi og Fittipaldi náði 4. sæti, sem dugði honum til sigurs. Regazzoni sigraði aðeins eina keppni í ár, en var oft mjög framarlega. Suður-Afríkumaður að nafni Jody Schekter tók sæti Jackie Stewart hjá Tyrrell — og átti möguleika á sigri f heims- meistarakeppninni allt fram f síð- ustu keppni en hann hefur ekið mjög vel og sigrað tvær Grand Prix keppnir. Argentínumaðurinn Carlos Reutemann hefur einnig sýnt og sannað að hann er með hrað- skreiðustu mönnum í Formúlu 1. Hann var með besta æfingatím- ann f Grand Prix Ameríku og hélt forystunni alla keppnina og sigraði þar með í þriðja sinn í ár. Brasilíumaðurinn Carlos Pace, sem hefur ekið heldur lélegum bflum hingað til sýndi einnig ágæti sitt og var annar á Brabham-Ford bíl eins og Carlos Reutemann. Pace, sem átti þrftugsafmæli sunnudaginn 6. okt. er keppnin fór fram ók hrað- asta hringinn á Watkins Glen brautinni, en Reutemann sigraði á meðalhraðanum 191,705 km/klst. En það hvfldi skuggi yfir sigurvegurunum því annað árið í röð f Grand Prix Ameríku hafði f arist ökumaður. í fyrra fórst besti ökumaður Frakka Francois Cevert, sem ók ÞRÓTTMIKIÐ STARF UMFÍ MORGUNBLAÐINU hefur ný- lega borizt fréttatilkynning frá Ungmennafélagi íslands, og kem- ur fram f henni að starf á vegum félagsins hefur verið mjög mikið f sumar, og að nú er framundan stórverkefni, þar sem er næsta Landsmót Ungmennafélaganna sem haldið verður á Akranesi næsta sumar. Fréttatilkynning UMFÍ fer hér á eftir: Annasömu sumri er nú lokið hjá Ungmennafélagi Islands og aðildarsamböndum þess. Undir- búningur og framkvæmd hátfða- halda héraðanna í tilefni af 11 hundruð ára afmæli Islands- byggðar var á mörgum stöðum að miklu leyti í höndum ungmenna- félaganna, auk hinnar hefð- bundnu sumarstarfsemi, svo sem iþróttamóti, landgræðslu, reksturs ungmennabúða og íþróttaiðkana. Sá þáttur starfseminnar sem tengdur er samskiptum við aðrar þjóðir hefur vaxið mjög á síðari árum og á það bæði við um þátt- töku okkar á námskeiðum, ung- mennabúðum og íþróttaleg sam- skipti. Þannig fóru nú í sumar á vegum UMFÍ alls fimm hópar til Norðurlandanna, og voru aflt frá 20 til 140 manns í hópunum. Auk ferðalaga okkar félaga hefur UMFÍ tekið aukinn þátt í heildar- samtökum Ungmennafélaganna á Norðurlöndum og hélt m.a. vef heppnað fræðsluráðstefnu fyrir unga bændur á s.l. vetri og voru þar samankomnir ungir bændur úr forustuliði ungmennafélag- anna á Norðurlöndum. Eins og önnur félagssamtök er UMFÍ og aðildarfélög þess illa á vegi stödd fjárhagslega vegna mjög aukins tilkostnaðar við allan rekstur, einkum kemur það mjög hart niður á félögunum hvað kostnaður við íþróttafeg sam- skipti og ferðalög innanlands hefur aukizt gífurlega. UMFÍ hefur nú efnt til lands- happdrættís til að afla hreyfing- unni tekna og selja ungmenna- félögin nú um land allt happ- drættismiða, sem kosta 200.00 kr. og hafa þau f sölulaun kr. 100,00 af hverjum miða, og er vonazt til að þetta verði til að hjálpa félög- um yfir erfiðasta hjallann á þessu ári. og var því þá einkar vel tekið, og vonum við að svo verði einnig nú. Fyrir dyrum er nú að skipu- leggja vetrarstarfssemina víðs- vegar um landið, og er mikill hugur í félögunum að koma sem sterkust til leiks á 15. landsmót UMFI sem haldið verður á Akra- nesi dagana 11. — 13. júlí næsta sumar. Sambandsráðsfundur UMFl verður haldinn f félags- heimilinu Festi í Grindavfk sunnudaginn 10. nóvember n.k., en þar mæta allir formenn aðildarsambanda UMFÍ ásamt starfsmönnum sambandanna og bera saman bækur sfnar varðandi liðið starfsár og leggja á ráðin um áframhaldandi sókn ungmenna- félaganna um land allt. Á komandi vetri mun UMFl eins og undanfarna vetur leggja höfuðáherzlu á fræðslustarfssemi og leiðtogaþjálfun, en þar er stuðzt við námsefni Æskulýðsráðs ríkisins og hefur það gefizt mjög vel. Á s.l. tveimur vetrum hafa námskeið þessi verið haldin vfðs- vegar um landið og eru þau opin öllum, enda sótt af fólki á öllum aldri. Þessi námskeið fjalla um félagsstörf almenn, ræðu- mennsku, fundartækni, hlutverk stjórnarmanna, fyrirkomulag funda, skipulagsmál félagasam- taka o.s.frv. Alls hafa sótt nám- skeiðin á þessu tímabili á sjötta hundrað manns. Tyrrell. Nú var það 25 ára gamall Austurríkismaður Helmut Koinigg, sem ók þarna aðeins i sinni annari Grand Prix keppni, á Surtees Ford. Hann ók útaf eftir tíu hringi. Keppnin var um 60 hringir. Grand Prix keppnistímabilið í ár hefur einkennst af gífurlega harðri keppni þar sem enginn einn ökumaður sýndi sannfær- andi yfirburði yfir alla aðra. — Enda fengust úrslitin ekki fyrr en í síðustu keppninni. Mikill fjöldi ökumanna hefur reynt hæfni sína, en fljótt dottið úr og nýtt vandamál hefur skapast með til- komu nýrra bíltegunda því ekki er rúm fyrir nema takmarkaðan fjölda í hverri keppni, venjulega um 25 bíla og ökumenn. Ellefu efstu í heimsmeistara- keppni ökumanna voru þessir: 1. Emerson Fittipaldi, Brasilíu, Marlboro Texaco McLaren 55 stig 2. Clay Regazzoni, Sviss, Ferrari 52 stig 3. Jody Schekter, Suður-Afrfku, Elf Tyrrell-Ford 45 stig 4. Niki Lauda, Austurrfki, Ferrari 38 stig 5. Ronnie Peterson, Svfþjóð, John Player Lotus 35 stig. 6. Carlos Reutemann, Argen- tfnu, Brabham 32 stig 7. Denny Hulme, Nýja-Sjálandi, Malboro Texaco McLaren 20 stig 8. James Hunt, Bretlandi, Hesketh-Ford 15 stig 9. Patrick Depailler, Frakk- landi, Elf Tyrrell-Ford 14 stig 10. Mike Hailwood, Bretlandi, Yardley McLaren 12 stig, og Jacky Ickx, Belgfu, John Player Lotus 12 stig. Sendum út fréttir um met Erlends — Við höfum jafnan lagt á það áherzlu að senda út auglýsingar um afrek íslenzkra frjálsfþrótta- manna, sagði Örn Eiðsson, for- maður FRÍ, f tilefni fróttar, sem birtist f Mbl. f sfðustu viku, um að afreks Erlends Valdimarssonar f kringlukasti væri ekki getið á af- rekaskrám tveggja þekktra fþróttablaða. — Okkur berast t.d. alltaf eyðublöð frá Evrópusam- bandinu, sem við sendum út f lok keppnistfmabilsins, sagði Öm. Þá gat Öm þess, að hann hefði jafnan samband við fréttamenn helztu erlendu fréttastofnananna hérlendis, þegar jslendingar næðu góðum afrekum, og kvaðst hann vita til þess, að komið hefði verið á framfæri fréttum af meti Erlends á þennan hátt. — Og þess má svo geta, sagði Öm, — að ég skrifaði bréf til „Leicht Athletik" skömmu eftir að Erlendur setti metið, og greindi frá þvf, auk þess sem ég sendi upplýsingar um Erlend. Vona ég. að afreks hans verði getið þar f næsta blaði. Hilmar tekur þjálfara- málin Hilmar Björnsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í handknattleik og núverandi þjálfari 1. deildar liös Vals, hefur tekið að sér störf á vegum Handknattleikssam- bands tslands. Mun Hilmar eink- um fjalla um þjálfunarmál sam- bandsins og freista þess að koma handknattleik i gang á ýmsum stöðum úti á landi. Þá hefur Hilm- ar einnig tekið að sér að semja námsefni fyrir sambandið, sem hugsað verður sem framhalds- námsefni að loknum Grunnskóla ISI. Ililmar Björnsson hefur aflað sér góðrar menntunar og reynslu sem handknattleiksþjálfari og er þvf mikill fengur fyrir HSl að fá hann til starfa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.