Morgunblaðið - 15.10.1974, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.10.1974, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1974 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1974 21 A ívint ýriíR lagdeburg r Leikaðferð Islendinganna heppnaðist fullkomlega og þrátt fyrir sókn Þjóðver ja var jafnteflið sanngjarnt Frá Helga Daníelssyni, fréttamanni Mbl. á leik A- Þýzkalands og íslands f Magdeburg. Þegar Matthfas Hallgrfmsson skoraði jöfnunarmark tslendinga f landsleiknum við Austur-Þjóð- verja f Magdeburg á laugardag- inn sló slfkri þögn á hina 15.800 annars mjög svo hávaðasömu áhorfendur að leiknum, að ósjálf- rátt datt manni f hug, að eitthvað stórkostlegt væri að gerast. Mann- fjöldinn hafði öskrað látlaust frá upphafi leiksins, og sfðan varð allt f einu þögn eins og f dauðs manns gröf. Það varð mér óum- ræðilegur léttir, þegar ég sá Svend Inge Tieme, hinn frábæra norska dómara þessa leiks, benda á miðjuna. Það var ekki fyrr en þá, sem ég trúði þvf, að tslending- ar hefðu jafnað. Og það var engu líkara en Þjóð- verjarnir 11, sem skipuðu lands- liðið, og allir áhorfendur hefðu fengið meiri háttar taugaáfall við þetta óvænta jöfnunarmark. Menn litu hver á annan og spurðu hvernig þetta hefði getað gerzt — Islendingar, sem hingað til hafa verið lægst skrifaðir allra Evrópuþjóða í knattspyrnu, höfðu slöngvað steini í höfuð risans svo hann riðaði við. Og aldrei hef ég séð eins stóran hóp af vonsviknu fólki og þegar áhorfendur yfirgáfu leikvanginn. Meðan Islendingar dönsuðu stríðsdans úti á vellinum og tolleruðu þjálfara sinn, Tony Knapp, læddust áhorfendur burtu eins og afturgöngur. Einstaka maður gat þó ekki stillt sig og sendi löndum sfnum, sem voru á leið í búningsherbergið, langdregið baul. Þegar menn eru stórir vill fallið verða hátt. Formaður Knattspyrnusam- bands íslands, Ellert B. Schram, lét svo ummælt eftir leikinn í Magdeburg, að þarna hefðu íslendingar unnið sitt mesta íþróttaafrek fyrr og sfðar. Slíkt er auðvitað umdeilanlegt, en hitt er ljóst, að aldrei hafa íslenzkir knattspyrnumenn fyrr náð svo góðum árangri. Fyrir leikinn heyrðust ýmsar tölur nefndar sem hugsanleg úrslit. Þeir bjart- sýnustu spáðu 4—5 mörkum gegn engu. Svartsýnir nefndu tveggja stafa tölu. Og niðurstaðan jafn- tef li, í leik, sem Islendingar hefðu allt eins getað unnið. BYRJUÐU MEÐ LATUM Strax og leikurinn f Magdeburg var flautaður á, hófu Þjóðverjar mikla sókn og keyrðu hraðann upp. Var strax auðséð, að þeir lögðu áherzlu á að reyna að kaf- færa íslendinga þegar í upphafi og brjóta þá þannig niður — eftir- leikurinn átti svo að verða auð- veldur. Knötturinn gekk á milli manna af miklum hraða, og í návígum beittu Þjóðverjarnir hörku. En Islendingarnir virtust við þessu búnir og héldu sæmi- lega ró sinni. ÞAÐ FYRSTA AF MÖRGUM Og eftir 6 mínútna leik lá knött- urinn í marki Islendinganna. Weise náði knettinum þá á miðj- um velli og sendi fram til Joachim Streich, sem lék áfram út undir endamörk og dró Þorstein út úr markinu. Sendi síðan yfir hann til hins unga en fljóta og ákveðna leikmanns, Hoffmanns, sem stökk upp og skallaði knöttinn af öryggi í tómt markið. „Looked likely to be the first of many.“ Þetta mark leit út fyrir að verða hið fyrsta af mörgum, sagði Reutersfréttastof- an í frásögn sinni af leiknum. En mínúturnar liðu án þess að Þjóðverjunum tækist að skapa sér verulega hættuleg skotfæri. Þeir reyndu mikið að leika upp kant- ana og senda síðan háar sendingar inn í vítateiginn, þar sem þeirra menn áttu að vera fyrir og skalla í markið. En Is- lendingarnir voru þeim yfir- sterkari, og í leiknum heyrði það algjörlega til undantekningar ef Þjóðverjarnir unnu skallaeinvfgi við Islendinga. Það var ekki fyrr en á 22. minútu, sem veruleg hætta skapaðist við íslenzka markið, er einn Þjóðverjinn átti hörkuskot að marki, en Jóhannes Eðvaldsson var vel á verði, rétt einu sinni, og bjargaði í horn. Upp úr þeirri hornspyrnu varð enn hætta við íslenzka markið, en Ásgeir Elfasson bjargaði á línu. MATTHÍAS JAFNAR Á 26. mlnútu sóttu íslendingar, en Þjóðverjar stöðvuðu þá sókn með því að senda knöttinn útaf, á móts við vítateigslínu sfna. Guðgeir Leifsson tók innkastið og kastaði mjög vel inn f vítateiginn, þar sem tslendingar náðu knettin- um og léku með hann á milli sín, unz Þjóðverjum tókst að senda hann útaf aftur á nær sama stað og áður. Aftur tók Guðgeir inn- kastið og að þessu sinni kastaði hann beint á kollinn á Marteini, sem skallaði til Matthíasar Hallgrfmssonar, sem skyndilega var kominn í dauðafæri og skoraði af öryggi framhjá mark- verði Þjóðverjanna, Ulrich Schulze, þess er kom í stað J. Croy eftir heimsmeistarakeppnina. „Það var ekki fumið á hinum hárfagra Hallgrímssyni, þegar hann skaut með vinstri fæti í markið framhjá Ulrich Schulze, sem kominn var úr jafnvægi," segir Reuter um mark þetta. HURÐ NÆRRI HÆLUM Það fór ekki á milli mála, að leikurinn jafnaðist verulega við mark þetta, og hið sama öryggi og kraftur var ekki yfir leik Þjóð- verjanna eftir það. Þeir virtust hvorki átta sig á, né sætta sig við orðinn hlut. Áfram sóttu þeir meira, enda það leikaðferð. Is- lendinganna að láta þá vera með knöttinn, gæta vel að vörninni og reyna síðan skyndisóknir. Á 32. mínútu náði Ásgeir Sigur- vinsson knettinum og brunaði upp. Var hann að nálgast markið, er honum var brugðið mjög gróf- lega og fékk Þjóðverjinn, er það afrekaði, þegar í stað að sjá gula spjaldið hjá dómaranum. Áttu tslendingar síðan ekki umtals- verð tækifæri í leiknum fyrr en á sfðustu mínútu hálfleiksins, en þá hélt maður sannarlega niðri i sér andanum af spenningi. Matthfas Hallgrímsson brauzt þá í gegnum vörn þýzka liðsins og var kominn í gott færi. Átti hann tveggja kosta völ, að skjóta sjálf- ur á markið eða renna knettinum til Teits Þórðarsonar, sem var jafnvel í enn berta færi. Reyndi Matthías sjálfur að skjóta og var skot hans sannkölluð „negling“. Markvörðurinn kastaði sér á eftir knettinum en náði honum ekki, og lenti knötturinn í stönginni fjær og hrökk þaðan aftur fyrir. Gleðistuna kom frá austur-þýzku áhorfendunum, en við Is- lendingarnir vorum góða stund að jafna okkur eftir atvikið. SVEFNGENGLAR Svo sem títt er brugðu menn sér f kaffi í hálfleik, og var sannast sagna ákaflega dauft hljóðið f þeim Þjóðverjum, er þangað komu. Allir höfðu þeir gengið með sömu tölur upp á vasann og við Islendingar komum með til þessa leiks, og jafnvel miklu stærri. En nú áttu þeir undir högg að sækja. Einstaka maður heyrð- ist tauta, að þetta hlyti að koma í seinni hálfleik, en ella voru það „hljóðir og hógværir rnenn", sem héldu til sæta sinna eftir hléið. STÖÐUG PRESSA I seinni hálfleiknum er sagt, að Þjóðverjarnir hafi pressað nær stanzlaust að íslenzka markinu. En eins og í fyrri hálfleiknum varð þeim ekkert ágengt. Þeim var gefinn eftir ákveðinn hluti á vellinum, og þar máttu þeir f sæmilegum friði leika knettinum á milii sín, en þegar þeir nálgðust þá landhelgi, sem fyrirfram hafði verið ákveðin, réðust Is- lendingarnir að þeim af mikilli grimmd og eirðu þeim hvergi. Stundum var harkan ef til vill örlítið of mikil, og fengu tveir Islendinganna, Jón Pétursson og Ásgeir Sigurvinsson, að sjá gula spjaldið í hálfleiknum. Gísli Torfason meiddist um miðjan hálfleikinn og varð að fara útaf og kom Eiríkur Þorsteinsson inná í hans stað, og seint í leiknum varð Teitur að yfirgefa völlinn og kom Atli Þór inná fyrir hann. En sem í fyrri hálfleiknum áttu tslendingar sín tækifæri, og má raunar segja, að í þau tiltölulegu fáu skipti, sem þeir nálguðust mark Þjóðverjanna, hafi allt ver- ið í hers höndum. Þannig komst t.d. Matthías eitt sinn inn og sendi skemmtilega sendingu á Ásgeir Sigurvinsson, sem kominn var í gott færi. Ásgeir kastaði sér fram og reyndi að skalla, en hitti knött- inn ekki nægjanlega vel og hann fórframhjá markinu. Undir lokin virtist svo íslenzkt mark blasa við, þegar Matthfas — enn einu sinni — brauzt í gegnum vörn Þjóðverjanna og nálgaðist markið á auðum sjó. En einn Þjóðverjanna, sem elti hann, tókst að bregða honum mjög gróf- lega. Var það alveg við vítateigs- Ifnuna — meira að segja að segja áhöld um hvort það væri innan hennar eða utan. Ekki dæmdi dómarinn vítaspyrnu, en auka- spyrnuna tók Guðgeir Leifsson, og tókst honum að skjóta gegnum þykkan varnarvegg Þjóðverj- anna. En nú sýndi Ulrich Schulze, að hann er enginn aukvisi í mark- inu og bjargaði stórkostlega vel. Mínúturnar liðu sfðan ein af annarri og loks rann upp sú lang- þráða stund, að dómari gaf merki um leikslok. Jafntefli gegn einni af beztu knattspyrnuþjóðum heims var orðið staðreynd. Is- lenzka liðið hafði gert bæði eigin spár og annarra að engu með glæsilegri frammistöðu sinni. „TAKTIKIN" KOM A ÓVART Austur-Þjóðverjar höfðu sent „njósnara" á landsleik Danmerk- ur og Islands á dögunum, og eftir Buscher, þjálfari Austur-Þjóðverjanna, grfpur áhyggjufullur um höfuðið, er hann fylgist með liði sfnu f landsleik. Hann var gagnrýndur mjög eftir landsleikinn við tslendinga og talið, að hann bæri að verulegu leyti ábyrgð á þvf hvernig fór hjá Þjóðverjunum. Jiirgen Sparwasser — fagnar marki sfnu f leik A-Þjóðverja við V-Þjóðverja í heimsmeistarakeppninni f knattspyrnu, en hann skoraði eina mark leiksins. Var þetta jafnframt eini leikurinn, semV-Þjóðverj- ar töpuðu f keppninni. Sparwasser var ekki með f leiknum við lslendinga sakir meiðsla. URÐU15.-6. SÆTI í HEIMSMEISTARA- KEPPNINNI í SUMAR í HEIMSMEISTARAKEPPNINNI í knattspyrnu er að- eins leikið um fjögur efstu sætin, en eins og fiestir muna sigraði Vestur-Þýzkaland Holland í úrslitaleik og Pðl- land hreppti bronsverðlaun keppninnar með þvf að sigra heimsmeistarana frá keppninni 1970, Brasilfumenn. t fimmta til sjötta sæti f keppninni urðu AusturÞjóðverj- ar og Svíar, en Argentínumenn og Júgóslavar urðu í sjöunda til áttunda sæti. Alls léku Austur-Þjóðverjar 6 leiki f lokakeppni heimsmeistara- keppninnar. Fyrsti leikur þeirra var við Astralfumenn og sigruðu Þjóðverjarnir 2—0. Þessu næst kepptu þeir við Chile og varð jafntefli f þeim ieik: 1:1. Þá kepptu þeir við Vestur-Þjóðverja, er sfðar urðu heimsmeistarar og sigruðu 1:0. Var það jafnframt eini leikurinn, sem Vestur-Þjóðverjar töpuðu f heimsmeistarakeppninni og vakti sigur Austur-Þjóðverjanna gffurlega athygli. Þar með voru þeir komnir f átta liða úrslit heimsmeistarakeppninnar og léku þar f A-riðli með Hollendingum, Brasilfumönnum og Argentfnumönnum. Fyrst mættu þeir Brasilfumönnum og töpuðu 0:1. Sfðan léku þeir við Hollendinga og töpuðu aftur 0—2. Lokaleikur þeirra var svo við Argentfnumenn og varð jafntefli 1:1 f þeim leik. Hrepptu Austur-Þjóðverjar þar með þriðja sætið I riðlinum, með ; afnmörg stig og Argentfnumenn, en mun hagstæðara markahlutfall. I undankeppninni léku Austur-Þjóðverjar f riðli með Finnum, Álbönum og Rúmenum og unnu þar sigur. Sigruðu þeir Finna 5:0 og 5:1, Albani 2:0 og 4:1 og fyrri leikinn við Rúmena 2:0, en töpuðu seinni ieiknum 0:1. Markatala Þjóðverjanna f leikjunum 6 var þvf 18:3. Aðeins fjórir leirra leikmanna, sem léku gegn tslandi f Magdeburg, voru ekki f liði Þjóðverjanna, sem keppti f heimsmeistarakeppninni: Schulze, markvörður.Zapf Waetzlich og Devker. Lið Þjóðverja f leiknum f Mageburg á laugardaginn var þannig skipað: Schulze, Weise, Bransch, Zapht, Waetziich, Kurbjuweit, Deck- er, Pommerenke, Ducke, Streich og Hoffmann. Dörner kom inná fyrir Waetzlich á 55. mfnútu og Vogel kom inná fyrir Pommerenke á 72. mfnútu. Þetla var stórkostlegt I Sagði Ellert B. Schram, formaður KSÍ — ÉG ER nú búinn að hafa tölu- verð og iöng kynni af fslenzka knattspyrnuliðinu, fyrst sem leik- maður og sfðar sem forystu- maður, og ég ieyfi mér að fuii- yrða, að leikirnir við Dani og Austur-Þjóðverja eru tveir beztu knattspyrnulandsleikir Islend- inga, sem ég hef orðið vitni að, sagði Eilert B. Schram, formaður Knattspyrnusambands Isiands, f viðtali við Morgunbiaðið eftir leikinn f Magdeburg á laugardag- inn, en Ellert var, eins og raunar allir íslendingar, himinlifandi yfir hinum glæsilegu úrslitum f leiknum. — Ég segi þetta með tilliti til þess, að ieikið var á útivelli, sagði EHert, — Fyrst gegn okkar erki- óvinum f knattspyrnunni, Dön- ! um, sem okkur hefur löngum 1 gengið erfiðlega með og raunar fengið stærri skell f Iandsleik gegn þeim en f leik gegn nokk- urri annarri þjóð, og sfðan var leikið við Austur-Þjóðverja, sem allir viðurkenna, að eigi eitt af átta beztu knattspyrnuiiðum heims á að skipa. Má minna á, að Þjóðverjarnir léku nú nýlega við Pólverja, sem hrepptu bronsverð- launin á heimsmeistarakeppn- inni f knattspyrnu, og sigruðu þá með þremur mörkum gegn einu. Ég sagði það f útvarpínu, strax eftir leikinn, að ég teldi þetta vera mesta afrek, sem fslenzkir fþróttamenn hafa unnið, og ég er Gfsli Torfason, IBK, bakvörður. tilbúinn til að endurtaka það. Þetta var stórkostlegt. — Það var enginn veikur hlekk- ur f fslenzka liðinu f A-Þýzka- landi, sagði Éllert. — Hver ein- asti leikmaður skilaði þvf, sem frekast var hægt að búast við af honum, og raunar meiru. Það var undravert hvað leikmennirnir virtust vera f góðri æfingu, bæði Ifkamlega og andlega, og Tony Knapp, landsliðsþjálfarinn, á mikinn heiður skilið fyrir hversu föstum og ákveðnum tökum hann tók þjálfunina og leikskipulagið. Það er greinilegt, að við erum nú búnir að ná fram landsliði, sem getur skilað árangri. Ekki aðeins f einum leik, heldur er af ákveðn- um gæðaflokki og getur staðið sig. Við höfum áður náð einstaka sinnum góðum árangri f lands- leiknum, en sá árangur, sem fs- lenzka landsliðið hefur náð f sumar, er engin tilviljun. Þegar EHert Schram var að þvf spurður hvað nú tæki við hjá Staðan STAÐAN f 7. riðli Evrópubikar- keppni landsliða í knattspyrnu er nú þessi: Belgía 2 2 0 0 4:1 4 A-Þýzkaland 10 10 1:1 1 tsland 2 0 11 1:3 1 Frakkland 10 0 1 1:2 0 Jón Pétursson, Fram, bakvörður. Jóhannes Eðvaldsson, Val, fyrir- Guðgeir Leifsson, Fram, mið- liði, miðvörður. vallarleikmaður. landsliðinu, með tilliti til þess, að strax f maf og júnf næsta sumar verða erfiðir landsleikir, þá svar- aði hann: — Leikmennirnir munu nú taka sér hvfld, en fijótlega upp úr áramótum mun verða tekið til við æfingar. Sfðastliðinn vetur felld- um við niður hinar svonefndu vetraræfingar landsliðsins, og vorum raunar gagnrýndir fyrir. Það sýndi sig hins vegar, að leik- mennirnir fengu næga þjálfun hjá félögum sfnum, og ég á tæpast von á þvf, að við tökum upp vetraræfingarnar aftur — treystum á að hið sama verði uppi á teningnum, að leikmennirnir fái nauðsynlega þrekþjálfun hjá félögunum. Hins vegar verður svo tfmanlega farið að kalla landslið- ið saman til æfinga, sennilega f aprfl, og tel ég alveg nauðsynlegt að hafa sérstakan landsliðsþjálf- ara til þess að sjá um þær æfingar og skipulag liðsins f leikjum. r I: slenzka h indsliðið Asgeir Sigurvinsson, Standarc Liege, miðvallarleikmaður. Grétar Magnússon, IBK, tengi- liður. Um það hvort Ellert teldi, að tslendingar ættu möguleika á að ná fleiri stigum f þessari keppni sagði hann: — Þjóðverjar voru niðurbrotn- ir eftir leikinn á laugardaginn, og töldu, að með jafntefli þessu væru möguleikar þeirra á að komast áfram f keppninni að engu orðnir. Svo kann að vera, og það kann lfka vel að vera, að við fáum ekki fleiri stig. En við erum samt ákveðnir f að gera okkar bezta til þess að fá fleiri, og það ætti að vera mögulegt. Eigum við ekki einfaldlega að segja, að ts- lendingar hafi ekki sagt sitt sfðasta orð f þessari keppni. Þorsteinn Ólafsson, tBK, mark- vörður. Marteinn Geirsson, Fram, mið- vörður. Teitur Þórðarson, !A, framlínu- leikmaður. Matthfas Hallgrfmsson, lA, fram- Ifnuleikmaður. Asgeir Elfasson, Fram, tengi- liður. Eirfkur Þorsteinsson, Vfkingi, bakvörður. Atli Þór Héðinsson, KR, fram- Ifnuleikmaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.