Morgunblaðið - 15.10.1974, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 15.10.1974, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÖBER 1974 ÍÞRÓTTAFÉLAG stúdenta varð haustmeistari I blaki 1974. Þeir tryggðu sigur sinn 1 slðasta leik mótsins gegn Þrótti. Til þess að Vfkingur, sem hafnaði í öðru saeti, ætti möguleika þurfti Þróttur að vinna báðar hrinurnar gegn lS. Það varð öðru nær þvf stúdentar gjörsigruðu Þróttara f seinni hrin- unni og virðast þeir vera f góðu formi f byrjun keppnistfmabils- ins.— Keppnin hófst á Iaugardag og eins og áður var skýrt frá var liðunum skipt í f jóra riðla og efstu liðin í hverjum riðli léku síðan til úrslita á sunnudagskvöld. I fyrsta riðli sigraði IS báða sfna leiki með nokkrum yfirburðum eða saman- lagt 47—3 gegn liði Menntaskólans við Hamrahlíð og 35—10 gegn Víg- hólaskóla en í liði þeirra eru allt ungir skólapiltar og margir hverjir efnilegir. Þeir komu á óvart meó því að halda í við ÍS, sem var komið í 9—2 í seinni hrinunni og skoraði sex stig f röð. Vighólaskól- inn og MH sigruðu svo sína hrin- una hvor sín á miili en Víghóla- skóli hafði betra stigahlutfall og hafnaði í öðru sæti í riðlinum. 1 3. riðli léku fyrst b-lið ÍS og HK og vann IS með nokkrum yfirburðum Héraðsmót UÍA (Jr leik ÍS-B og HK f blakmótinu á laugardaginn. Ljósm. RAX. ÍS og Þróttur sigruðu í haustmóti í blaki 30—11. B-lið Víkings vann einnig sína leiki við HK með 24 stigum gegn 10 og var þvf úrslitaleikurinn í 3. riðli milli b-liðs Vikings og b-liðs ís. Hann var nokkuð fjörug- ur og jafn framanaf en stúdentar sigruðu með 9 stigum gegn 4. Síð- ari hrinuna þurftu Víkingar að vinna með 6 stiga mun til að kom- ast áfram í úrslitakeppnina en það tókst samt ekki því munurinn varð 4 stig Víkingi í hag eða 10—6. ÍS-b komst þvi áfram á hagstæðara sigahlutfalli eða 15gegn]4 stigum Víkinga. í öðrum rióii léku síðan Víkingar a-lið gegn Línunni, sem er lið kennara við Langholtsskóla, og sigruðu Víkingar örugglega með 38 stigum gegn 12. En Línan notaði þann leik aðeins sem upp- hitun því þeir ætluðu sér að vinna b-lið Þróttar og það gerðu þeir með glæsibrag 22-9. Þessi tvö lið skorti mikla tækni og var of lítið dæmt grip á þau. Víkingur sigraði síðan b-lið Þróttar örugglega með 47 stigum gegn 9, og var þar með kominn f úrslit. 1 4. riðli var aðeins einn leikur þar sem b-lið ivIL nafði dregið sig út úr mótinu og var hann milli a-liðs Þróttar og Breiðabliks. Þróttur sigraði fyrri hrinuna ör- ugglega en í sfðari hrinunni var mikil barátta og tókst Þrótti ekki að vinna upp forskot Breiðabliks, sem sigraði 13—10, en Þróttur komst áfram á hagstæðara stiga- hlutfalli 23—16. Keppnin á sunnudag hófst með. leikjum í kvennaflokki en þar voru þrjú lið, sem áttust við. Kvennalið Þróttar og Víghólaskóla léku fyrsta leikinn og var hann all skemmtilegur á köflum og þá sér- staklega hjá Þróttí. Uppistaðan í liðinunúeru núverandi íslands- meislarar og reyndust þær sterk- ari stúlkum Vígh.skóla og sigruðu 36—19. Síðan léku Víkingsstúlkur við Vfgh.skóla og sigruðu þær fyrr- nefndu á hagstæðara stigahlut- falli. Víkingsliðið hafði mun betri tækni og var „bagger slag“ þeirra áberandi bezt hjá kvennaliðunum en aftur voru uppgjafir þeirra mjög lélegar og töpuðu þær mót- inu á því. Úrslitaleikurinn var því á milli Víkings og Þróttar og voru nú Víkingar með mun betri upp- gjafir og náðu góðu spili en töpuðu naumlega eftir framlengdan leik 13—15 og voru því sigurmöguleik- ar þeirra úti. Síðari hrinuna unnu svo Þróttarar með 12—8. Þróttur varð því haustmeistari í kvenna- flokki og hlutu þær gullpenirtg í verðlaun og varðveita fagran bikar til næsta hausts. Þá var komið að úrslitum í karla- flokki og fyrst áttust við a- og b-lið ÍS og var sá hinn fjörugasti. A-lið- ið, sem skipað er mjög góðum smössurum og ágætum uppspilur- um, sigruðu fyrri Ieikinn 11—5 og þann síðari með enn meiri yfir- burðum, 18—3. Beztir hjá a-liðinu voru Indriði, sem átti mörg stór- kostleg smöss enda með geysilegan stökkkraft og mjög snöggur Ieik- maður. Friðrik Vagn átti einnig góðan leik ásamt Guðmundi og Halldóri Jónssyni og var sá fyrst- nefdi mjög harður við netið. Hjá b-liðinu var einn leikmaður, sem af öðrum bar og það var fyrirlið- inn Ingvar Þóroddsson, sem stjórnaði liði sinu mjög röggsam- lega og áttu auk þess góða lágvörn og uppspil. Aðrir leikmenn b-liðs- ins voru svipaðir. Síðan léku Þrótt- ur og Vikingur skemmtilegan leik þar sem brá fyrir leikfléttum og góðum smössum. Víkingar voru í miklum ham og sigruðu verðskuld- að 10—7. I síðari leiknum var hávörnin ekki eins góð hjáVíking- um og smössuðu Guðmundur Páls- son og Valdimar grimmt í gólfið hjá þeim. En Víkingar voru ekki búnir að segja sitt síðasta og náðu nærri því að jafna en tíminn dugði ekki til og Þróttur sigraði naumt 11—9. Hjá Víkingum átti Benedikt mjög góðar uppgjafir og uppspil á góða smassara, Gest og Héðin. Hjá Þrótti voru Gunnar, Guð- mundur og Valdimar beztir enda landsliðsmenn en nýliðarnir hjá þeim eru efnilegir og stóðu sig þokkalega. IS-b og Þróttur áttu næsta leik. Sigruðu Þróttarar ör- ugglega fyrri leikinn en í þeim síðari komst IS yfir og í keppni við tímann töpuðu Þróttarar leiknum. 1. ÍS-a 6 stig 2. Vík. -a 4 stig 3. Þróttur-a 2 stig 4. IS-b 0 stig HÉRAÐSMÓT Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands fór fram að Eiðum 10. og 11. ágúst s.l. Ungmennafélag Borgar- fjarðar sigraði í stiga- keppni mótsins, hlaut 194 stig, Samvinnufélag Eiða- þinghár var í öðru sæti með 135 stig og Ungmenna- félag Stöðvarfjarðar varð í þriðja sæti með 5 stig. Sigurvegarar f einstökum Þróttur hafði samt hagstæðara stigahlutfall: 23 gegn 13. I næsta leik komu svo Víkingar grimmari en nokkru sinni fyrr og sigruðu haustmeistara IS með 14 stigum gegn 8, en í sfðari leiknum var alger einstefna f gólfið hjá Víkingúm, engin hávörn eða lág- vörn og boltar aftur af velli á uppspilara lélegir og þar af leiðir fá góð smöss. IS menn voru aftur á móti harðir og Halldór, Indriði og Friðrik sölluðu á Víkinga. Lokatöl- ur leiksins urðu 11—2 fyrir ÍS. Síðasti leikur mótsins var svo á milli ÍS-a og Þróttar og var það hörku leikur þar sem Þróttur náði góðum leik, en með góða hávörn og gott uppspil náði ÍS að merja sigur eftir framlengdan leik; 13—11. Síðari leikurinn var síðan sýni- kennsla af hálfu IS, sem hreinlega burstaði Þrótt, 15-4, og áttu Þrótt- arar aldrei möguleika gegn hinu sterka liði IS. Hjá Þrótti átti Valdimar skástan leik en Guðmundur náði ekki að sýna það sem hann bezt getur, enda lélegt uppspil. Hjá IS voru sem fyrr Halldór og Indriði beztir. Sem fyrr segir sigraði IS-a í mót- inu og hlaut í verðlaun gullpen- inga og varðveitir fallegan bikar til næsta hausts. Verðlaunin afhenti Óskar Pét- ursson, sem sleit sfðan mótinu. Endanleg úrslit mótsins: keppnisgreinum urðu sem hér segir: KARLAR: 100 metra hlaup: sek. Þórarinn Ragnarss., SE 12,9 400 metra hlaup: Pétur Eiðsson, UMFB 59,4 1500 metra hlaup: Pétur Eiðsson, UMFB 4:41,4 4000 metra hlaup: min. Pétur Eiðsson, UMFB 18:03,2 4x100 metra boðhlaup: sek. Sveit UMFB 54,2 Langstökk: m. Ómar Sigfússon, SE 5,34 Þristökk: Þórarinn Ragnarsson, SE 12,61 Spjótkast: metr. Axel Björnsson, UMFB 43,78 Kringlukast: Jón Björnsson, UMFB 30,47 Kúluvarp: Jón Björnsson, UMFB 9,56 KONUR: 100 metra hlaup: sek. Guðrún Sveinsd., UMFB 15,2 400 metra hlaup: Guðrún Sveinsd., UMFB 72,6 800 metra hlaup: Þorgerður Kristinsd., min. UMFB 2:43,4 4x100 metra boðhlaup: sek Sveit SE 66,0 Langstökk: metr. Þorbjörg Kristinsd., UMSB 3,70 Spjótkast: Björg Þórarinsdóttir, SE 20,18 Kringlukast: Björg Þórarinsdóttir, SE 19,42 Drengja- og sveinaflokkur 100 metra hlaup: sek. Ómar Sigfússon, SE 13,4 800 metra hlaup: mín Njáll Eiðsson, UMFB 2:31,4 Langstökk: metr. Þórarinn Ragnarsson, SE 5,84 Spjótkast: Páll Sigurðsson, UMFB 36,45 Dregið í bikamum DREGIÐ hefur verið um það hvaða lið mætast f fjórðu umferð ensku deildarbikarkeppninnar, en Ieikið verður 12. eða 13. nóvember n.k. Þessi lið eiga að leika saman: Colchester United — Southampton Chester — Leeds Newcastle — Fulham Manchester United — Burnley Sheffield United — West Brom- wich Albion eða Norwich City Bristol Citje eða Liverpool — Middlesbrough Hartlepool eða Blackburn Rovers — Crewe Alexandra eða Aston Villa Ipswich Town — Chelsea eða Stoke City. Belgar unnu Frakka BELGlA og Frakkland, sem leika f riðli með tslendingum og Aust- ur-Þjóðverjum f Evrópubikar- keppni landsliða f knattspyrnu, léku fýrri leik sinn á laugardag- inn og fór hann fram á heimavelli Belgfumannanna, í Brússel, f rigningu og slæmu veðri. Þrátt fyrir aðstæðurnar var leikurinn vel leikinn og mjög spennandi. Frakkarnir sóttu til muna meira fyrstu mínúturnar, en eigi að sfður urðu Belgíumenn fyrri til að skora. Paul van Himst átti mestan heiður að því marki. Hann lék upp völlinn og sendi síðan knöttinn til Maurice Mart- ens, sem lék á Jordard bakvörð Frakkanna og skoraði. Aðeins fimm minútum síðar, eða á 15. mínútu leiksins, tókst Frökkum að jafna, er Coste slapp f gegnum vörn Belgíumannanna og renndi knettinum síðan framhjá mark- verði þeirra. Stóð þannig 1:1 í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var einnig hinn fjörugasti. Frakkarnir sóttu meira, en vörn Belgíumannanna stóðst öll áhlaup þeirra, og öðru hverju var svo vörn snúið í sókn, og bar það árangur á 74. mínútu er Francois van der Elst skoraði eftir góða sendingu frá Wilfried van Moer. Lið Belgíu í leiknum var þannig skipað: Iot, van Himst, Broes, Vandendaele, Martens, van Moer, Verheyren, van Himst, Vander Elst, Lambert og Teugles. Lið Frakklands: Baratelli, Jodard, Adams, Tresor, Bracci, Huck, Michel, Guillou, Coste, Lacombe, Bereta. Önnur umferð Reykjanesmócs- ins í handknattleik, meistara- flokks, var leikin f íþróttahúsinu í Hafnarfirði á sunnudaginn. í fyrstu umferðinni sigraði Grótta Aftureldingu með 40 mörkum gegn 19. Breiðablik sigraði Í.A. sem leika sem gestir, með 20 gegn 18 og Haukar sigruðu Stjörnuna með 23 mörkum gegn 9. F.H. og Í.B.K. sátu hjá Allt voru þetta sem sagt úrslit eftir forskriftinni. En annað var uppi á teningnum i fyrradag. Haukar— Breiðablik Lengi vel gekk Haukunum erfið lega að hrista Breiðablik af sér. Ástæðurnar voru þó ekki þær að Breiðablik léki svo vel, heldur sú að Haukar voru afar hikandi í leik sinum. Að visu vantaði ýmsa leik- menn í liðið sem hafa leikið þar aðalhlutverk, en samt sem áður hefði mátt búast við betri frammi- stöðu. Vörnin var t.d. fremur lé- leg, reyndar sóknarleikurinn einnig, en þó brá þar stundum fyrir laglegum fléttum. Greinilegt að eitthvað hefir umtalaðasti Grótta vann handknattleiksmaður okkar í dag, Viðar Simonarson, þjélfari Hauka, getað kennt þeim. Lið Breiðabliks virðist, eftir þessum leik að dæma, hafa litla von um sigur i annarri deild. Þó er ekki að vita hvað Erni Hallsteins- syni, þjálfara þeirra, tekst að gera. I leiknum höfðu Haukarnir þó alltaf undirtökin, voru þó ekki nema fjögur mörk yfir i hálfleik 13—9, en sáu að við svo búið mátti ekki standa og sigruðu með 29 mörkum gegn 1 5. MARKHÆSTIR Haukar: Þórir 8, Stefán 6, Elías og Hörður 5 hvor. Breiðablik: Diðrik og Hörður 5 hvor. - F.H. — Grótta F.H.-ingar mættu til leiks með sorgarband um arm vegna fráfalls hins kunna iþróttafrömuðar Hall- steins Hinrikssonar, sem lézt i vik- unni sem leið. Leikurinn var aII skemmtilegur á að horfa, ekki sizt þar sem frammistaða nýliðanna í 1. deild, Gróttu, kom viðstöddum mjög á óvart. Frammistaða F.H. var ekki að sama skapi góð, allavega hefði mátt búast við meira eftir stór- góðan leik gegn sænsku meist- urunum Saab í vikunni Þess skal þó getið, að á sunnudaginn léku Geir Hallsteinsson og Hjalti Einarsson ekki með og munar um minna. Þegar í upphafi náði Grótta forystunni, forystu sem þeir héldu út allan leikinn. Jafnt var þó á öllum tölum upp I þrjú mörk, en þá tóku Gróttumenn af skarið og fimm næstu mörk voru þeirra. Þá löguðu F.H.-ingar stöðuna örlitið, en Grótta svaraði enn og vel það. því þegar um fimm minútur voru til leiksloka var staðan 12 mörk gegn 5 þeim í vil. En F.H. skoraði síðustu fjögur mörkin, þannig að staðan var 12—9 Gróttu I hag i hálfleik. í síðari hálfleik bjuggust menn við þvi að F.H.-ingar réttu úr kútnum, en varð ekki að þeirri von. Þó náði F.H. að minnka mun- inn á timabili niður i eitt mark 14—13, en Grótta svaraði með þremur. Og þannig hélst mun- urinn þrjú og fjögur mörk skildu. Skemmst er frá þvi að segja að Grótta sigraði með tveggja marka mun 21 marki gegn 1 9. Lið Gróttu var afar þróttmikið í þessum leik. Aðall liðsins virðist mér vera, hversu leikmennirnir eru jafnir að getu. Vörnin er aII sterk, og markvarslan var með ágætum. MARKHÆSTIR Grótta: Björn 7, Halldór 6, Magnús 4. F.H.: Ólafur 6, Gunnar og Þór- arinn 5 hvor. Siðasti leikur kvöldsins var svo á milli aftureldingar og Keflvík inga. Þann leik sigraði Afturelding með 22 mörkum gegn 14 mörkum Keflvíkinga. Slgb G

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.