Morgunblaðið - 15.10.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.10.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1974 I deiglunni Þingsályktunartillaga þessi var lögö fram I þingbyrjun haustið 1970. Síðar varð þetta eitt helsta kosningamál Alþýðubanda- lagsins. Svo mikið var lagt upp úr máli þessu, að i ársbyrjun 1971 kröfðust þingmenn Alþýðubanda- lagsins, að útvarpsumræður færu fram um þingsályktunartillög- una. Þessar umræður fóru fram i marsmánuði það ár. Magnús Kjartansson lét þá mörg orð falla um aðgerðarleysi þáverandi ríkis- stjórnar i þessum efnum. Þar setti hann fram þá „skilyrðis- lausu kröfu, að fullkomin hreinsi- tæki“ yrðu sett upp á áburðar- verksmiðjuna I Gufunesi. Um ál- verksmiðjuna sagði hann, að „ótvírætt væri, að íslendingar gætu krafist þess“, að hún setti upp hreinsitæki. „En fyrirmælin eru ókomin enn,“ bætti hann við. Nokkrum mánuðum síðar tók hann við ráðherraembætti og Iét full þrjú ár líða án þess að gefa þau fyrirmæli, sem viðreisnar- stjórnin átti að gefa með því að draga eitt pennastrik. Ekki bólar á pennastrikinu Á ýmsu hefur þó gengið varð- andi stjórnmálalega hlið þessa máls. Samkvæmt lögum um eitur- efni og hættuleg efni, sem sett voru árið 1968 bar heilbrigðisráð- herra að setja reglugerð um fram- kvæmd þeirra laga. Þessi reglu- gerð var sett 15. júní 1972. Þar er kveðið á um, að starfræksla verk- smiðja og iðjuvera sé háð leyfi heilbrigðisráðuneytisins, ef hætta er talin á að þau valdi mengun. I 10. grein þessarar reglugerðar er kveðið á um að binda megi leyfi til verksmiðjurekstrar þvf skil- yrði, að komið verði upp hreins- unar- eða varnarbúnaði. Á fundi, sem Magnús Kjartansson hélt með blaðamönnum af þessu til- efni sagði hann, að fyrst með setn- ingu þessarar reglugerðar væri möguleiki á að fyrirskipa álverk- smiðjunni í Straumsvík að setja upp hreinsitæki. Á þessu stigi málsins hafði þó engin ákvörðun verið tekin af hálfu ráðuneytisins, er mælti fyrir um uppsetningu hreinsi- tækja á álverksmiðjuna. Á nefnd- um blaðamannafundi greindi ráð- herrann hins vegar frá því, að Jón Þórðarson hefði þá um skeið unnið að tilraunum um nýja gerð hreinsitækja fyrir álverksmiðj- una og hefði iðnaðarráðuneytið veitt honum nokkra aðstoð við það starf. Að tveimur árum liðnum Næst gerist það I máli þessu, að Islenska álfélagið ritar heil- Lítt stoða orðin góð, ef____ ekki er____ meira hátt. Flestir íslenskir stjórnmála- menn eru að einhverju leyti undir þessa sök seldir, þó að þeir komist ekki með tærnar, þar sem Magnús Kjartansson og Lúðvík Jósepsson hafa hælana. Til þess að varpa ljósi á þessa fullyrðingu er hentugt að taka afskipti Magnúsar Kjartanssonar af hreinsitækjum við álverksmiðj- una i Straumsvík. Þetta mál er gott til skýringar fyrir þær sakir, að hnútum hefur þar verið kastað af meira afli en í mörgum öðrum ágreiningsefnum, og allir stjórn- málaflokkar hafa i verki látið það liggja meira og minna I salti. Ámælisverð vinnubrögð I samningunum við Svissneska álfélagið, sem gerðir voru 1966, var tryggilega frá þvi gengið, að Isal skyldi útbúa verksmiðjuna á þann hátt, að samrýmdist islensk- um lögum og reglum um öryggi í atvinnurekstri, heilbrigði og hreinlæti. Samkvænit þessu var svo búið um hnútana, að verk- smiðjan yrði háð eftirliti opin- berra aðila um þessi efni. Með þessu móti var tryggt, að islensk stjórnvöld höfðu skýra heimild til þess að krefjast þess, að sérstök hreinsitæki yrðu sett upp við verksmiðjuna. Viðreisnarstjórnin lét á hinn bóginn undir höfuð leggjast að gera þær kröfur til álversins, að það setti upp hreinsitæki i sam- ræmi við ákvæðin í samningnum. Þessi vinnubrögð var í sjálfu sér rétt að gagnrýna. Magnús Kjartansson gerði það tæpitungu- laust. í flaumi gífuryrða hélt hann því m.a. fram, að samkvæmt álsamningnum svonefnda þyrfti iðnaðarráðherra ekki að gera annað og meira en draga eitt pennastrik til þess að fyrirskipa álverksmiðjunni að setja upp hreinsitækin. Magnús Kjartans- son gegndi síðan störfum iðnaðar- og heilbrigðisráðherra f full þrjú ár. Fyrst nfu dögum áður en hann lét af ráðherradómi gaf hann hins vegar út ákveðna fyrirskipun um, að hreinsitækin skyldu sett upp. Eftir öll stóru orðin var endanleg ákvörðun í máli þessu fyrst tekin eftir að vinstri stjórninni hafði verið veitt lausn og hún setið sem bráðabirgðastjórn í rúman einn og hálfan mánuð. Orðin tóm Með bréfi Magnúsar Kjartans- sonar, sem dagsett er 19. ágúst sl. er álverksmiðjunni fyrirskipað að setja upp hreinsitæki og veittur sex mánaða frestur f því skyni. 1 bréfinu kemur fram, að ákvörðun þessi sé tekin af þeim sökum, að tilraunir með innlend hreinsitæki hafi ekki borið þann árangur, sem vænst hafi verið. Þegar þessi ákvörðun var Ioks tekin hafði Álverið í Straumsvík. Magnús ekki aðeins verið ráð- herra í rúm þrjú ár, heldur voru Iiðin fjögur ár frá þvi, að hann lagði fram tillögu til þingsálykt- unar, þar sem þess var krafist, að tafarlaust yrðu sett upp hreinsi- tæki við álverksmiðjuna. Magnús Kjartansson Allt frá því að samningar voru gerðir við Svissneska álfélagið árið 1966 um að reisa álver í Straumsvfk, hafa staðið deilur um, hvort nauðsynlegt sé að setja þar upp hreinsitæki til að koma f veg fyrir mengun frá verksmiðj- unni. Burtséð frá nauðsyn á hreinsitækjum, varpa umræður af þessu tagi skýru Ijósi á ein- stæða þrætubókarlist íslenskra stjórnmálamanna. Þær eru ágætt dæmi um það, hvernig gffur- yrði stjórnarandstöðuþingmanns verða marklaus, þegar hann er allt f einu kominn f ráðherrastól og ber ábyrgð á framkvæmdinni. Trúðarnir Stjórnmálamenn láta gjarnan stór orð falla þegar þeir höggva hver f annars garð í hita stjórn- málabaráttunnar. Stjórnmála- starfsemin er komin í þann far- veg, að vænlegast virðist vera til árangurs fyrir stjórnmálamenn- ina að leika trúða fyrir framan landsfólkið. Magnús Kjartansson er einn þeirra, sem náð hefur góðum árangri í þessari leiklist. Þegar bornar eru saman orð- ræður hans á ritstjórastóli Þjóð- viljans við athafnir á ráðherra- stóli, afhjúpast þessi leikaraskap- ur á einkar skýran og einfaldan Föstudagur 13. september 1974 —39. árg. 174. tbl. Hreinsitœkin í Straumsvík: íÁlverinii skipað Isetja tækin upp I dag birtis Chile og f jal lenda auðhri > ágústmánuði ritaði heilbrigöisráöuneytið for- arsmönnum ISAL bréf, þar sem fyrirskipuö var .psetning hreinsitækja í verksmiöjunni innan árs. .Uignús Kjartansson, þáverandi heilbrigðisráöherra, ritaöi bréfiö, en hann haföi þegar á fyrstu mánuöum instristjórnarinnar 1971 hafist handa um aö tryggja aö hreinsun yröi framkvæmd á úrgangsefnum ál- framleiöslunnar I Straumsvfk. áframhaldandi starfsemi. Hafnar voru viftræftur vift 1S- AL um uppsetningu hreinsi- tckja Fulltrúar Alusuisse drógu gildi reglugerftarinnar i efa f upphafi og álitu sig ekki bundna af ákvæftum hennar Gerftu þeir þaft á grundvelli samningsins frá 1966 milli þá- verandi rfkisstjórnarog Alu- miftaft vift þær al beitt var vift prófi Aftalvandamálift aft glima f Strau opnu kerin. Þaft vai atrifti af fjölda i marg tilvitnuftum vift Alusuisse, s< undrun manna. F: siftan er álverksm Þjóðviljinn fagnar hálfum mánuði eftir að Magnús Kjartansson lét af ráðherrastörfum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.