Morgunblaðið - 15.10.1974, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.10.1974, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1974 39 Bílþjófurinn vildi aðeins Austin Gipsy Storkuefnamælir keyptur til Blóðbankans í Rvík UM HELGINA var Austin Gipsy jcppa stolið f Hátúni f Reykjavfk. Fannst bfllinn nokkru sfðar á Njáisgötu. Þar höfðu þjófarnir skilið við hann, þegar bensfn þraut, en þess f stað tekið trausta- taki annan jeppa, sömu gerðar, og haidið á brott. Var undrun eig- andans að vonum mikil, þegar hann kom út og sá að bfliinn var horfinn og f hans stað kominn Vinsældir Fords minnka Ne»v York, 14. október. Reuter. VINSÆLDIR Fords forseta hafa minnkað um 21% síðan hann tók við embætti og aðeins helmingur Bandaríkjamanna er ánægður með störf hans samkvæmt skoð- anakönnun Gallups. Vinsældir forseta hafa aldrei minnkað eins mikið á eins skömmum tíma samkvæmt fyrri skoðanakönnunum Gallups. Könnunin var gerð þremur vikum eftir að Ford náðaði Nixon. 71% voru ánægðir með Ford viku eftir að hann tók við embætti, en 3% óánægðir. 50% eru ánægðir með hann nú, 28% óánægðir en 22% óákveðnir. r RKI vinningur Skrifstofa Rauða krossins til- kynnti f gær vinningsnúmerið f landshappadrætti RKl. Vinning- urinn sem er Bronco-jeppi með viðtengdu hjólhýsi kom á miða númer 38.978. Lýst eftir vitnum FIMMTUDAGINN 10. október, milli klukkan 9 og 12, var ekið á bifreiðina R 431, þar sem hún stóð á bifreiðastæði Háskóla Islands á mótum Vonarstrætis og Tjarnar- götu. Bifreiðin semerVolvo Ama- son, græn að lit, beyglaðist á vinstri afturhurð í ákeyrslunni. Þeir sem geta veitt upplýsingar í máli þessu eru beðnir að snúa sér til rannsóknarlögreglunnar. Stolið úr hóteli Á laugardagskvöldið var farið inn í læst hótelherbergi í einu hótel- anna í Reykjavík og stolið þaðan á annað hundrað dönskum og 4—5 þúsund fslenzkum krónum frá er- lendum ferðamanni. Náðist í þrjótinn sama kvöld, og var hann þá búinn að eyða hluta þýfisins á skemmtistað í borginni. Maðurinn hafði náð sér í lykil að herberginu og komizt þannig inn f það. Hér er um að ræða einn af svonefndum „góðkunningjum lögreglunnar". ----- ♦ ♦ ♦ ---- — Hættan Framhald af bls. 40 stöðurnar voru þær, að áhrifin voru ákaflega staðbundin og sára- Iftil, nema sprengjan lenti mitt í stórri torfu. Almennt væri fiskur þó svo dreifður að sprenging- arnar ættu ekki að skaða neitt. Jón sagði að sprengjurnar, sem Bandarfkjamennirnir byðu nú, væru minni sprengjur, sem hægt væri að sprengja á ákveðnu dýpi og væri ætlunin að varpa þeim í sjóinn frá fiskibátunum, en fá einhvern frá Landhelgisgæzlunni til þess að vera með til aðstoðar. Sagði Jón að nauðsynlegt væri að kunnáttumenn væru með við sprengingarnar, og þá ætti að vera unnt að sprengja án þess að spjöll væru unnin á fiskistofn- unum í kring. annar bfii sömu gerðar, en með öðrum lit. Þegar Mbl. hafði samband við rannsóknarlögregluna f gær- kvöldi, var ekki búið að finna Gipsyjeppann, sem hvarf frá Njálsgötunni. Hann er árgerð 1963, grágrænn að lit með hvftan plasttopp. Hann ber einkennis- stafina R-10411. Ed Sullivan látinn New York, 14. október. Reuter. ED Sullivan sjónvarpsmaður og dálkahöfundur iézt af krabba- meini f gær, 73 ára að aldri. Hann stjórnaði eigin þætti, einum vínsælasta og elzta skemmtiþætti bandarfska sjón- varpsins, frá 1948 til 1971. Suliivan skrifaði þátt um leik- húsmál f New York Daily News frá 1932. Leiðrétting I FRÉTT Morgunblaðsins fyrir helgina af fyrirhugaðri útgáfu forsetapeninga f tilefni þess að 30 ár eru liðin frá lýðveldisstofnun- inni, misritaðist nafn málmiðju þeirrar, sem að útgáfu pening- anna stendur. Hún heitir Is-spor en ekki ís-bor eins og sagði í fréttinni. Biðst blaðið velvirð- ingar á þessum mistökum. — Peking Framhald af bls. 1 Blaðið segir að Chiang hafi umkringt mann sinn með hópi róttækra flokksmanna og að hún hafi komið f veg fyrir að Chou gæti haldið áfram sínum daglegu einkafundum með Mao. Chiang, sem sjálf á sæti f framkvæmdaráði flokksins, getur gengið framhjá Chou í fyrirskipunum til flokksdeild- anna. Chiang, sem er yfir mennta- og menningarmála- deild flokksins hefur mikla möguleika á að auka vinsældir sínar hjá kfnversku þjóðinni og þó einkum konum. Segir blaðið að lokum, að enginn vafi leiki á um, að Chiang sé að reyna að ákveða eftirmann mannsins sfns. — Kissinger Framhald af bls. 1 togar ríkjanna í Miðaustur- löndum komi saman til að taka grundvallarákvörðun f þróun friðarviðræðnanna. Ferð Kiss- ingers nú er sjötta ferð hans til sáttaumleitana á þessu svæði. — Fanfani Framhald af bls. 1 innbyrðis deilumál til hliðar, svo að hægt verði að vinna að lausn hinna miklu efnahagsvandamála, sem knýja á ítölsku þjóðina í dag. Fregnir herma að Spagnolli hafi ekkert orðið ágengt f þessum til- raunum. Flestir stjórnmálamenn eru sammála um að ný stjórn sömu aðila og skipuðu sfðustu stjórn, sé eina hugsanlega lausnin á stjórnarkreppunni. Takizt ekki að mynda slfka stjórn, verði að boða til kosninga, og að kristilegir demókratar muni fara með stjórn landsins til bráðabirgða. — Wilson Framhald af bls. 1 framleiðslutap, sem þjóðin hefði ekki efni á að þola. Ræðu Wilson var vel tekið f kvöld og sögð hógvær og hægfara, enda reyndi hann að höfða til allra stétta þjóðfélagsins. A ARUNUM 1964 og 1965 bárust Blóðbankanum minningargjafir vegna andláts frú Sofffu Schev- ing-Thorsteinsson, fædd Mathie- sen, en hún lézt 7. janúar 1964. Gefendur voru félagar f Lions- klúbbnum Nirði, bekkjarsystkini frú Sofffu í Fiensborgarskóla og Menntaskólanum f Reykjavík og starfsfólk hjá Dvergi h f. f Hafnarfirði, Að ósk gefenda var framlag þeirra notað til tækja- kaupa. Sjálfvirkur storkuefnamælir hefur nú verið keyptur fyrir minningargjafirnar og kom hann til landsins fyrir nokkrum mán- uðum. Blóðbankanum er þetta tæki mikilsvert og gerir kleift að — 96 ára Framhald af bls. 2 „Nei, nei, ég fer á elliheimilið nýja heima I Eyjum Já, ég er vlst 96 ára, já, þaðeraldur þetta, aldurá mann- eskjunni, en maður dröslast þetta áfram, ekki dugir annað. Ég vona bara að það verði gott veður, þvi ég er spennt að sjá, hvernig er útlits heima. Annars stekk ég nú ekki, en ég er á fótum, það er furða bara '. „Hefur þú flogið áður"? „Nei, aldrei og ég kom til Reykja- vikur i fyrsta skipti í gosinu. Ég hef skoðað Reykjavík og llzt ágætlega á hana, maður má til að lltast vel á allt, það er satt það þýðir ekkert að vera að væla, þetta dröslast allt". — a j — Háhyrningur Framhald af bls. 3 leg fljótlega frá S-Ameríku. Þá þarf einnig að bera sérstakt lyf í augu hvalsins og blásturholu hans, þegar hann er tekinn til flutnings." Grandiere gat þess einnig, að stofnanir þær sem hann ynni fyrir hefðu til afnota sérstaka þotu, sem búin væri sérstaklega til slikra flutn- inga á fönguðum hvölum og dýrum og einnig ættu þaer sérstakan bát til þessara hluta, sem væntanlega yrði þá sendur hingað næsta ár, ef ekki tækist að handsama háhyrning nú. Gat hann þess ennfremur til gamans, að háhyrningur sá sem fyrir væri á Marineland, æti 20 kiló af síld á hverjum degi. „Hins vegar gæti ég ímyndað mér að á svæðinu við Suðausturland séu nú um 600—1000 hvalir og geta menn þá reiknað sjálfir hversu mikil dag- neyzla þeirra er á þessum slóðum." — Sektir Framhald af bls. 2 um tilkynningaskyldu, þar sem skilyrðislaust yrði beitt sektar- ákvæðum gegn þeim, sem trassa að tilkynna sig. Þingið samþykkti ennfremur mjög ftarlega ályktun um öryggisbúnað opinna báta og hinna minni báta og ennfremur um verðtryggingu lifeyrissjóðs sjómanna. Þingið undirstrikaði, aðdrengir og unglingar, sem ynnu við þjónustustörf á skipum, yrðu ekki hlunnfarnir í Iaunum, og haldi þeir réttindum til þeirra og ann- arra kjarabóta, þar á meðal vinnutímalengdar og annarra fríðinda, sem samningsbundin eru. Fól þingið öllum aðildar- félögum sínum að leggja ríka áherzlu á þetta. vinna af meiri nákvæmni að rann- sóknum á storkuefnaþáttum og vinnslu storkuefna. Þótt landsmenn leggi mikið af mörkum til heilbrigðisþjónustu vantar sffellt fé fyrir stóru og smáu, sem nauðsynlegt er til að bæta starfsemina. Ýmsar stofnanir heilbrigðisþjón- ustunnar hafa notið gjafmildi ein- staklinga, félaga og klúbba og hefur það gert mögulegt að hefjast handa við ýms viðfangs- efni í þágu sjúkra miklu fyrr en ella. Blóðbankinn er gefendum mjög þakklátur fyrir rausnarlegt fram- lag þeirra til minningar um frú Sofffu Scheving-Thorsteinsson. — Hagbarður Framhald af bls. 40 áreksturinn varð og þar til menn- irnir voru komnir í björgunarbát- inn, og nokkrum mfnútum síðar sáu þeir Hagbarð sökkva í djúpið. Fylkir náði að miða björgunar- bátinn út og eftir tvær klukku- stundir fann hann bátinn, en þokusúld var á. Skipverjar voru þá nokkuð blautir og kaldir, en Fylkir kom með þá hingað snemma í morgun og voru sjópróf f dag. Ekki er vitað á hvað Hag- barður rakst, en mögulegt er að það hafi annaðhvort verið reka- drumbur eða hvalur. — Elias. — Rockefeller Framhald af bls. 38 hann bæri fulla ábyrgð á útgáfu bókar um andstæðing sinn í rfkis- stjórakosningunum í New York 1970, Arthur Godlberg fyrrver- andi hæstaréttardómara og ráð- herra í stjórn Kennedys forseta, og játaði að bókin væri niðrandi. Hún er eftir dálkahöfundinn Viktor Lasky og nú hefur komið f ljós að bróðir Rockefellers, Lauranca, kostaði útgáfu hennar. Þetta kveðst Rockefeller ekki hafa vitað fyrr en nú. Hann segir að hann hefði lagzt gegn útgáf- unni ef hann hefði vitað þetta. Slíkar baráttuaðferðir væru ósamrýmanlegar þeim reglum sem hann hefði sett sér i stjórn- málabaráttunni. --------♦-♦-♦--- — Nóbelsnefndin Framhald af bls. 38 Kajima sagði, að dr. Henry Kiss- inger utanríkisráðherra hefði í fyrstu verið fús að semja með- mæli meðSato, en sfðan neitað að gera það eftir að hann var utan- ríkisráðherra í september f fyrra. Meðmæli bárust hins vegar frá dr. Arnold Tonybee. — Frjáls álagning Framhald af bls. 3 verðlagsákvæðin stæðu I vegi fyrir þró- un íslenzkrar verzlunar og því fagnaði hann þvt samkomulagi, sem stæði t stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórn- ar, um að núverandi fyrirkomulag skuli endurskoðað Slfkt væri llka nauðsyn- legt, þar sem það væri 30 ára gamalt og fyrir löngu gengið sér til húðar. Ef heildverzlun ætti að geta orðið góð á Islandi, þá þyrftu verzlanirnar að geta legið með lager, en því miður væri það svo á íslandi, að margar verzlanir gætu ekki legið með neinn lager og verzl- anirnar væru hættar að verzla með vöru eins og t.d. skófatnað, rafmagns- tæki, byggingavöru og fl., þar sem álagningin væri svo lítil. í stað þess flyttu kaupmennirnir vöruna inn sjálfir, lltið væri yfirleitt pantað í einu og gerði það vöruna dýrari en ella. Hann sagði einnig, að Falck hefði kannað verkaskiptingu verzlunarráðs- ins og stórkaupmannafélagsins og bent á ýmsar leiðir til bóta nú þegar. — Minning Þórarinn Framhald af bls. 30 var sérs akt prúðmenni í allri framkomu. íl?un var orðtraustur maður, orðurn hans mátti hver treysta. Hann var þeim tryggur, er hann tók tryggð við. Þórarinn Sigurðsson var grandvar maður í allri framkomu. Hann naut virðingar þeirra, er kynntust honum. Ég hef hér að framan leitazt við að lýsa því sem mestu máli skiptir, störfum og umhverfi er Þórarinn Sigurðsson starfaði að. Þau orð, sem eru úr kvæði Huldu, sem ég tileinka Þórarni, eiga við það umhverfi, er honum var kærast. Minning um góðan dreng geymist mér í huga. Sigurður Stefánsson frá Stakkahlið. — Minning Valdemar Framhald af bls. 31 hamingju mjög sjálfur með um- hyggju sinni og alúð. Árið 1947 giftist hann eftir- lifandi konu sinni, Þóru Hall- grímsdóttur. einkabarni hinna velþekktu hjóna að Halldórs- stöðum í Laxárdal. Við Halldórs- staði batt Valdemar órofa tryggð og átti þar marga ánægjustund meðal vina. Hann hlúði þar jafn- an að öllu og hélt f horfi eftir því sem við var komið. Laxárdalurinn var honum raunar allur kær og ekki sízt áin fagra, sem veitti hon- um marga ánægjustund. Þeim Þóru og Valdemar varð tveggja sona auðið og eru þeir báðir velmenntir manndóms- menn, Hallgrímur, verkstjóri við Fiskiðjusamlag Húsavikur, giftur Björgu Sigurðardóttur frá Vest- mannaeyjum, og Halldór kennari við Héraðsskólann að Laugum, giftur Oddnýju Magnúsdóttur handíðakennara úr Vopnafirði. Eins og áður getur þá var Valde- mar gæfusamur i fjölskyldulffi sínu og ætla ég að ein hans mesta gleði hafi verið að mega njóta samvista við barnabörn sfn, þótt stuttar væru. Nú er við samferðamennirnir lítum heim að Garðarsbraut 37, verður okkur vafalaust efst í huga gestrisni húsbóndans, sem horfinn er. Gestrisni var honum í blóð borin og fuilkomlega eðlis- læg, ef svo má segja um nokkurn mann, og allir nutu jafnt þeirrar dyggðar hans, hvort heldur þá bar að garði að nóttu eða degi. Ég sá hann aldrei glaðari en þá hann veitti gestum. Samkvæmismaður var hann ágætur og manna glað- astur á góðri stund, þótt hófsmað- ur væri. Enda þótt Valdemar sé horfinn yfir landamæri lífs og dauða og eigi þaðan ei afturkvæmt, þá veit ég, að á Garðarsbraut 37 vakir áfram andi hans, bæði hvað gestrisni og annað snertir, enda er hans svo bezt minnzt. Valdemar var til moldar borinn frá Húsavíkurkirkju hinn 7. september s.l., að viðstöddu miklu fjölmenni sem von var, því hann var maður vinsæll og vinmargur. Við sem þar vorum samankomin, komum ábyggilega öll heilshugar til að þakka honum dygga sam- fylgd og til að votta konu hans, Þóru Hallgrfmsdóttur, sonum, tengdadætrum og barnabörnum okkar dýpstu samúð. Inn á eilífðarveginn fylgja Valdemar Halldórssyni þakklæti, harmur og heitar bænir sam- ferðarmanna hans. Vigfús B. Jónsson Laxamýri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.