Morgunblaðið - 15.10.1974, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.10.1974, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1974 31 Minning: Valdemar Halldórsson bifreiðaeftirlitsmaður Fæddur 15. aprfl 1923. Dáinn 31. ágúst 1974. Dauðinn er lögmál, sem við öll verðum að hlíta fyrr eða siðar, og fyrir hendi hans falla jafnt fögur tré sem feysknir stofnar. Gott dæmi um það er hið skyndilega og óvænta fráfall Valdemars Halldórssonar bif- reiðaeftirlitsmanns á Húsavfk, sem að höndum bar að kvöldi hins 31. ágústss.l. Valdemar var maður á góðum aldri, þá hann Iézt, eða nánar til tekið 51 árs að aldri, og munu KarlSmári Magnússon Það var fyrir þremur árum, sem fundum okkar Kalla bar fyrst saman í Vínarborg. Kynni okkar tókust fljótt og snemma varð mér ljóst, að við áttum mörg sameigin- leg áhugamál. Við þræddum nostursamlega kvikmyndahús og kaffihúsin, ef ekki var setið að öðrum andans málum öllum, okkar gömlum félögum hans, þótti brátt vænt um Kalla, trygg- ur f lund, hjálpsamur, góðgjarn, en gat verið skapmaður mikill, ef því var að skipta. Vinskapur okk- ar Kalla varð brátt einlægur og náinn. Kalli var mesti dugnaðarforkur, fullur af krafti og áhuga á þvf, sem hann tók sér fyrir hendur, en kunni að meta með ágætum lífs- ins þægindi og gæði. Mér er minnisstætt, þegar Kalli og mág- ur hans stóðu í smíðum í íbúð þeirra og þeim fidonskrafti, sem einkenndi vinnu hans. Eins mun ég aldrei gleyma góðri ferð, sem við fórum um Austurríki, þegar tók að vora. Það var eins og Kalli skynjaði að lífið er stutt. Hann vildi nýta æskuárin sem best og njóta þess, sem lífið býður upp á hverju sinni. Þvi er mér þungur harmur í huga, að vinur minn Kalli er horfinn svo snögglega frá öllum sínum ætlunarverkum. Það er undarlega erfitt að trúa því, að Kalli sé horfinn sjónum okkar og með hryggð i huga þakka ég honum góð kynni og ógleymanlegar samverustundir á undanförnum árum. Að lokum votta ég foreldrum hans, systkinum og venslafólki samúð mína. Ólafur Klemensson. Ekki voru kynni okkar við Karl löng, en þau voru góð. 1 fyrra- vetur hóf hann störf sem húsvörð- ur f Iþróttahúsi Háskólans. Vann hann það starf ásamt föður sfn- um, Magnúsi Péturssyni, sem hef- ur þar haft umsjón um árabil og verið vinsæll fyrir. Var samstarf þeirra hið bezta og þótt Karl hafi ekki verið lengi f starfi er hann lézt, þá minnumst við hans allir með hlýhug og þökkum honum góð kynni og störf þau, sem hann vann fyrir okkur. Fjölskyldu hans og aðstendend- um vottum við dýpstu samúð og vonum að góðar minningar verði þeim huggun f sárum harmi. Hafi hann heila þökk fyrir sam- fylgdina. Körfuknattleiksdeild l.S. flestir hafa vænzt samferðar hans um ókomin ár. Hann var fullur starfsorku, lffslöngunar og lífs- gleði, hamingjusamur og sáttur við tilveruna þegar kallið kom. Hann var heimilisfaðir góður, sívökull yfir velferð sinni og sinna og er fráfall hans af þeim sökum ennþá tilfinnanlegra þeim, er næst standa. Valdemar var af þingeysku bergi brotinn og hirði ég eigi um að rekja ættir hans til langmæðra eða langfeðra. Foreldrar hans, Níelssínu Valdemarsdóttur og Halldór Eiríksson þekkti ég mæta vel. Þau voru góðir fulltrúar íslenzks alþýðufólks og hinnar svokölluðu aldamótakynslóðar. Hjá þeim dvaldi ég eitt sinn vetrarlangt og naut umhyggju þeirra sem sonur væri, en eigi óviðkomandi maður, og er mér sú dvöl bæði minnisstæð og hugljúf. Valdemar naut ekki langrar skólagöngu á yngri árum, en hann tileinkaði sér dyggðir foreldra sinna, og vökul greind ásamt dugnaði og farsælum hugsunarhætti urðu honum hald- gott vegarnesti á lífsins leið. Hann var f mínum augum hinn sanni manndómsmaður, eða með öðrum orðum maður sem alltaf mátti treysta og stefndi alltaf að hærra og hærra marki. Hann var alltaf vaxandi maður. Slfkir menn eru fágætir, en þeirra er gott að minnast. Kynni okkar Valdemars voru löng orðin og náin að lokum. Mér var kunnugt um það, að hann átti kost á betri atvinnustöðu gegn því að hann yfirgæfi sína heimabyggð, en slíkt var i hans augum óhugsandi og hrein svik «ið allt sem honum var heilagt. Þörunn Amóra Sturlu- dóttir frá Bolungavík I Húsavík var hann borinn og barnfæddur, þar stóðu rætur hans dýpst og þar vildi hann una ævi sinnar daga og gefa æskuum- hverfinu starfskrafta sína. Af þessu ræð ég, að Valdemar var einn af þeim sem hafði sálar- þroska til að sjá hið smáa í hinu stóra og hið stóra í hinu smáa. Lff hans var ekki í þvi fólgið að klífa mannfélagsstigann eða troða sín- um skoðunum upp á aðra, heldur miklu fremur í þvf að gefa gott fordæmi og duga samferðamönn- unum. Valdemar lagði ýmis störf fyrir sig. Ungur var hann f sveit meira og minna og vandist landbúnaðar- störfum. Einnig vann hann við útgerð og sjósókn á yngri árum, en lengst af stundaði hann bif- reiðaakstur eða allt til hann tók við stöðu bifreiðaeftirlitsmanns í Húsavík og Þingeyjarsýslum árið 1960. Hann var jafnan heill i störfum og lagði alúð við þau, og á síðari árum tók hann sívaxandi þátt í félagsmálum bæði í Húsavík og víðar. Valdemar var gæfumaður í fjöl- skyldulífi sínu og skóp hann þá Framhald á bls. 39 Síðastliðinn laugardag var til moldar borin frá Hólskirkju í Bol- ungarvík, einn af elstu borgurum þess byggðarlags, Þórunn Sturlu- dóttir og er að henni mikill sjón- arsviptir, hún var Bolbíkingur í orðsins fyllstu merkingu. Þórunn var fædd í Skálavík í Hólshreppi 20. september 1891, en fluttist ung að árum til Bol- ungarvíkur, þar sem hún dvaldist æ sfðan og undi hag sfnum vel. Hún tók virkan þátt í félagslífi, en sérstakri tryggð tók hún við kvenfélagið „Brautin", enda átti hún sæti í nefndum félagsins um ára raðir einkum þeim er vörðuðu mennúðarmál einnig var hún full- trúi þess á Kvenfélagssambands þingum. Fyrr á árum var öflugt menn- ingar og félagslíf í Bolungarvík og voru ekki taldir tfmarnir sem fólk lagði fram til að efla það, leiklist og söngur var mjög f hávegum, undirbúningur var oft æði mikill allir búningar saum- aðir og æft heima á heimilum. Þarna naut Þórunn sín vel, hand lagin og frumleg og hafði yndi af öllu félagslífi, hún var einnig virkur söngfélagi í kórum og í kirkjukórnum í marga tugi ára. Hún giftist ung Benóný Sigurðs- syni, hann var skarpgreindur maður, ljúfur, góður og glaður og var tfðum gamansamur. Þau voru alla tíð mjög samrýmd, bæði fróð- leiksfús og söngelsk. Þau áttu eina dóttur barna en misstu hana unga. Fósturdóttur áttu þau, Jónínu Elfasdóttur, tóku hana kornunga, er þá hafði misst ! móður sína og naut hún svo mik- illar ástúðar og umhyggju hjá þeim að mörgum varð á að gleyma því, að hún væri ekki þeirra skil- ' getin dóttir og gáfu henni þannig þann fjársjóð sem mölur og ryð fá yffirsýn yffir reksturinn Addo bókhaldsvélar aSstoða stofnanir og fyrirtæki um allt land við að fylgjast með rekstrinum. Addo er löngu þekkt fyrir gangöryggi, léttan áslátt og hljóðláta vinnslu. Vélarnar má programera fyrir ólíkustu verkefni, svo sem launabókhald, birgðabókhald, viðskiptamannabók- hald, svo eitthvað sé nefnt. Með sjálfvirkum spjaldíleggjara má auka færsluafköst um 40%. Fullkomin þjónusta, kennsla og aðstoð við uppsetningu á bókhaldi ef óskað er. Leitið nánari upplýsinga um verð og gerðir. KJARANhf skrifstofuvélar & -verkstæði Tryggvagötu 8, simi 24140 ei grandað og ávaxtaðist síðar við uppeldi barna hennar og þess nutu þau Þórunn og Benóný á efri árum, því fátítt mun að börn sýni ömmu sinni og afa slíka um- hyggju sem þau gerðu enda voru þau sólargeislarnir þeirra. Þau hjónin áttu bæði við langa og stranga sjúkdómslegu að stríða, en Benóný lést fyrir nokkrum árum. Fósturdóttirin og hennar fjölskylda reyndist þeim svo vel, að ég get vart hugsað mér að meira hefði verið hægt að gera. Jónína var svo gæfusöm að giftast góðum manni er var henni sam- huga í því að gera allt fyrir þau er frekast var unnt. Þegar faðir minn og móðir byrjuðu sinn bú- skap, keyptu þau hús með þeim Þórunni og Benóný. Mikill vin- skapur vár með þessum tveim heimilium og stundum sem eitt. Þarna fæddist ég og ólst upp til sjö ára aldurs, en þá keypti faðir minn annað hús ekki langt frá, og vináttan hélst óbreytt. Allar mínar bernskuminningar eru tengdar þessum hjónum, sem voru mér sem aðrir foreldrar, þau höfðu á mér mikið dálæti sem aldrei breyttist. Þórunn kenndi mér að lesa og skrifa og sýndi hún mikla þolinmæði við það, þvf nemandinn átti ekki gott með að festa hugann við lestur. Ég minnist þess hve ég var undrandi þegar ég var búin að stafa orð, en gat ekki kveðið að því, þá gat Tóta það þótt hún stæði yfir við eldavél og sæi ekki á bókina. Við áttum marga ljúfa stund saman. Hún kenndi mér mikið af gömlum vísum og þulum við sátum oft saman f rökkrinu í skímunni frá glóðinni í eldavélinni og þá fórum við gjarnan með „Ríðum og ríðum til loga landa, þar sem eldurinn aldrei deyr“ o.s.frv. og margt fleira. Öll jól fram á fullorðins ár eru tengd þeim á einhvern hátt, allar þessar minningar eru bjartar og með árunum hefi ég æ betur fundið hvað vinátta Tótu og Benónýs hefur verið mér mikils virði og ég þakka guði fyrir að hafa fengið að njóta þeirrar tryggðar og elsku svo lengi. Nú fyrir nokkrum árum þegar ég kom til Tótu gaf hún mér nokkur gömul ljóð, sem hún bað mig að varðveita, þar á meðal var „Verónikukvæði" sem nú er í fárra eigu og einnig gamlar bænir sem hún hafði sérstakar mætur á. Með einni af þessum bænum kvéð ég nú þessa elskulegu vinu mfna og megi guð launa henni allt það er hún var mér og leiða hana í himin sinn. I náðar nafni þínu nú vil ég sofna Jesús bið ég i brjósti minu blessaður hvili Jesús, sveipi svo í klæðum síns réttlætis Jesús að í himna hæðum hjá þér lendi Jesús mér í mótgangsmæðum miskunn, góði Jesús dreyrar úrdýpstum æðum dreif þú á mig, Jesús. H.P. Öllum ástvinum Þórunnar bið ég blessunar guðs. Hólmfrfður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.