Morgunblaðið - 15.10.1974, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.10.1974, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1974 37 J---------- Evelyn Anthony: LAUNMORÐINGINN Jöhanna v Kristjönsdöltir þýddi > 22 hana meðan þau óku áfram. Hún virtist vera sér ómeðvitanfli um fegurð sina og persónutöfra og hann gat ekki gert sér grein fyrir, hvort hún fann þær tilfinningar sem voru að brjótast í honum, þegar hún var annars vegar. En þegar þau stóðu einhverra hluta vegna fullnálægt hvort öðru á stundum, tók hann eftir bænar- glampa I augum hennar: hún bað hann að vera mildan og góðan og misnota ekki veiklyndi hennar. Hann skildi löngun hennar og vissi bezt sjálfur hvernig honum var innanbrjósts. Hann vissi það, vegna þess að hann þráði hana meira með hverjum deginum sem leið. En hann hafði enn staðist þá freistingu að ganga inn til hennar að næturlagi og taka hana í fang sér. Hann var ófús að viðurkenna af hverju þessi tillitssemi var sprottin. Ast þóttist hann ekki þekkja. Og þegar hún fór út frá honum úr íbúðinni, eigraði hann um, einmana og argur og beið með óþreyju þeirrar stundar, þegar lyftan staðnæmdist á hæð- inni og hann heyrði hana stinga lyklinum í skráargatið. Þegar hún var hjá honum leið honum iðulega úr minni, hvert erindi hans hafði verið til New York. Hann gleymdi að hlusta eftir símhringingunni, sem ekkert bólaði á. Hann gleymdi Souha og Líbanon. Og dagarnir með Elisabethu voru hans eini raunveruleiki. Þau komu aftur til íbúðar henn- ar og stigu út úr bflnum og dyra- vörðurinn bjóst til að taka við bílnum og aka honum í geymsl- una. Elisabeth sneri sér að honum í dyrunum og brosti til hans. — Viltu einhverja hressingu. — Nei. Keller tók kápuna hennar og andartak strauk hann mjúklega um herðar henni. Það var fljótfærni og hann hafði lofað þeim báðum, að slíkt kæmi aldrei fyrir. Hún stirnaði upp og hopaði nokkur skref. — Þú þarft ekkert að óttast, sagði hann. — Ég sagði þér það. — Ég er ekki hrædd við þig, sagði Elisabeth. — Aðeins sjálfa mig. — Þessu getur ekki haldið svona áfram, sagði Keller skyndi- lega. — Þetta getur ekki gengið. Nú getur ekki liðið langur timi þar til einhver hefur samband við mig. Ég hef nóga peninga. Eg flyt á hótel og þú getur tekið skilaboð til mín. Það er betra þannig. Betra fyrir þig. — Gerðu það fýrir mig að fara ekki. Hún kom til hans og hann leit á hana og sá að augu hennar voru full af tárum. — Farðu eldci. Ég get ekki hugsað mér það. Eg veit fullvel, hvað það hefur í för með sér, ef þú verður kyrr, en mér er alveg sama. Skilurðu það — mér er alveg sama. Ég er ástfangin af þér. Hún rétti fram höndina og hann tók um hana. Þau færðu sig nær hvort öðru og hann greip utan um hana með báðum höndum. — Þú mátt ekki tala svona, sagði hann. — Þú veizt ekkert um mig. Þú veizt ekki, hvað þú ert að segja. Þú ættir að finna þér góðan mann og giftast honum. Hann strauk fingrum mjúklega gegnum ljóst hárið. — Ef ég hitti einhvern tíma fyrir kauðann, sem sveik þig, þá skal ég mölva á honum hausinn. — Það er óþarfi, sagði Elisabeth hljóðlega. — Ég hélt ég væri hrifin af honum og ég hélt að ástarsamband okkar skipti mig einhverju máli. Nú veit ég að svo var ekki. Ég held að þú sért eini maðurinn sem ég hef hitt í mínu lífi, sem hefur vakið með mér alvarlegar tilfinningar. Þegar mér verður hugsað til þín, óska ég þess eins að það hefði aldrei gerzt á milli okkar. — Og seinna — sagði Keller — óskarðu þess kannski að þú hefðir aldrei kynnzt mér. Hún tók báðum höndum um háls hans og hann herti takið utan um hana. — Ég veit það ekki, hvíslaði Elisabeth. — En ég vil ekki missa þig — aldrei. — Hvar fékkstu þessi ör? Elisabeth hallaði sér yfir hann og skoðaði líkama hans, áhugasöm og áköf. Nú var öll feimni og blygðun sem af henni strokin. Á hverjum degi kynntist hún fleiri hliðum á honum. Af ástínni. Þetta var ekki eintóm girnd og ástríða, það var ekki síður það að vera saman, liggja þétt hvort hjá öðru og tala í rökkrinu. Þannig kyssti hann hana núna, eftir að þau höfðu verið saman og loks sofnaði hún í örmum hans. Peter Mathews hafði aldrei verið góður við hana á eftir. Þá hafði hann verið með hugann bundinn við það að fara að sofa. Hann hafði mjakað sér frá henni og gert að gamni sínu, eins og hann væri hræddur um, að ella tæki hún sig of alvarlega. Keller var gerólíkur honum. Hann var í senn sterkur og þróttmikill karlmaður og blíð- ur og nærfærinn elskhugi. Það var næstum ótrúlegt að þau höfðu aðeins verið saman sem elskendur I vikutima. Henni fannst þau hefðu verið saman alla ævi. Hún endurtók spurninguna. — Hvernig fékkstu þessi ör? Segðu mér frá þvl. Hann renndi fingrunum eftir örunum á vinstri öxlinni. — Ég lenti í slag á hóruhúsi í Alsír. — Mig langar ekki til að heyra um hóruhúsið, sagði Elisabeth Ivið barnalega. — En hvernig stóð á áflogunum. — Það var þýzkur málaliði sem kallaði sig Beloff, sagði Keller. — Auðvitað var það ekki hans rétta nafn. Hann var skíthæll. Við urðum fljótt hatursmenn. Hann sagðist hafa verið I stormsveitum Hitlers á sínum tíma. Við flug- umst á um eina hóruna. Hann var enginn hermaður — hann notaði cc£ib Báturinn heitir Christína eins og snekkjan hans Onassis- ar VELVAKAIMDI Velvakandi svarar í s!ma 10-100 kl 1 0.30 — 1 1.30, frá mánudegi til föstudags 0 Þáttur Halldóru Bjarnadóttur í frímerkja- uppboði í Höfn Nýlega barst okkur bréf frá Þorkatli St. Ellertssyni, sem bú- settur er I Gautaborg. Hann hafði þá rekizt á grein I Göteborgs- posten, og datt I hug, að íslenzkir blaðalesendur hefðu gaman af henni. Við kunnum Þorkatli beztu þakkir fyrir hugulsemina, og enda þótt Velvakandi leggi það ekki mjög I vana sinn að birta heilar greinar úr erlendum blöð- um, þykir ástæða til þess að þessu sinni. 33 íslenzk umslög frá fyrstu tugum aldarinnar seldust I þess- ari viku á frímerkjauppboði I Kaupmannahöfn. Hvert umslag var boðið upp sérstaklega og var meðalverðið I kringum 1000 danskar krónur. Umslögin voru öll seld sama aðilanum. öll bréfin voru upphaflega skrifuð til merkilegrar islenzkrar konu, Halldóru Bjarnadóttur. Ykjulaust má segja, að hún sé nokkurs konar nýtízku valkyrja, en fyrir um það bil hálfu ári tók þessi kjarnorkukona virkan þátt i brennandi þjóðmálaumræðum á opinberum vettvangi, hundrað ára að aldri. Þá settist hún niður við ritvél slna og skrifaði bréf, sem birt- ist I lesendadálki útbreiddasta Reykjavlkur-blaðsins, Morgun- blaðinu. Erindið var að uppfræða þá landsmenn, sem vildu reka Bandaríkjamenn úr varnarstöð- inni á Keflavlkurflugvelli. „Gleymið ekki öllu, sem við eig- um Bandarlkjamönnum að þakka,“ sagði Halldóra Bjarna- dóttir við ungu kynslóðina. Og hvort sem það var að þakka þessum óvænta stuðningi eða ekki, er óhætt að segja, að hún hafi fengið hljómgrunn, þegar þetta mikla deilumál var til lykta leitt með samningi um að Banda- rikjamenn yrðu áfram I varnar- stöð Atlantshafsbandalagsins. En bréfin, sem fóru undir hamarinn á uppboðinu, stóðu I engu sambandi við þessi mál. Hvað stóð I bréfunum veit enginn lengur, þar sem einungis umslög- in voru til sölu. Á sínum tíma var | Halldóra Bjarnadóttir skólastjóri kvennaskóla, en einnig ritstýra kvennablaðsins Hlínar á Akur- eyri. (Hér á eftir koma málaleng- ingar um orðið ritstýra, sem við sleppum). 0 „Dvergsam- félög“. Mörg bréfanna voru á sínum tíma peningabréf, og var inni- haldið allt frá nokkrum krónum upp I 250 krónur, og því hefur burðargjaldið verið mjög hátt. En það, sem hefur gert þau svo eftir- sóknarverð fyrir safnarana, sem flykktust á uppboðSkandia-fyrir- tækisins, og voru danskir, sænsk- ir, þýzkir, enskir og bandarískir, var samt dálítið annað, Bréfin voru nefnilega flest send frá smástöðum þar sem um póststimpla með dagsetningum hefur ekki verið að ræða. A svo- kölluðum bréfhirðingum, sem oft voru á afskekktum bóndabæjum eða „dvergsamfélögum" þar sem voru e.t.v. örfáir bæir, voru þessi sjáldgæfu bréf afgreidd með númerastimplum, sem voru hringur með tölu I. Bæði afklippt frimerki og umslög með slíkum stimplum hafa vakið aukinn áhuga safnara á síðari árum. í nýútkomnum lista frá Facit kemur I ljós, að nýlega hafa þau vaxið mjög verulega að verðgildi. Af þeim 210 númerastimplum, sem notaðir voru þegar Halldóra Bjarnadóttir var á Akureyri og vitjaði um áskriftagjöld, greiðslur fyrir auglýsingar og orðsending- ar, voru stimplar með númerun- um 3 — 154 á bréfunum á upp- boðinu, sem hér um ræðir. 0 Sami kaupandi? Búizt hafði verið við mikilli samkeppni á þessu uppboði, en ekkert varð þó af því. Á sama hátt og þýzkur kaupandi tók forystuna á uppboði hjá Skandia fyrir nokkrum mánuðum — þar sem meðalverðmæti bréfanna var ekki eins mikið og nú — var það danskur umboðsmaður, sem dró allan kjart úr öðrum, sem við- staddir voru uppboðið. Hann setti upp tilboðsskilti sitt I hvert skipti, sem nýtt uppboðsnúmer var tekið fyrir, og dró það ekki niður aftur fyrr en allir höfðu gefizt upp á þvl að keppa við hann. Eftir uppboðið skýrði kaupand- inn frá því, að hann hefði haft umboð til að fara talsvert hærra, hefði þess gerzt þörf, en bréfin voru flest slegin á 850 — 1200 krónur. Ennfremur lét hann á sér skilja, að umbjóðandi hans væri þýzkur „söfnunarjöfur", en það sama gerði þýzki kaupandinn fyrr á árinu. Vitað er, að þessi danski kaupandi hefur haft náið sam- starf við þýzka kaupandann, þannig að beinast liggur við að ætla, að hinn raunverulegi kaup- andi sé hinn sami í báðum til- vikum. % Spákaup- mennska? Skandia hafði ákveðið 300 króna lágmarksboð fyrir umslög- in með tilliti til þess, að á fyrra uppboðinu voru kaupendui óragir við að bjóða fimm- eða sex- falt það verð, sem lagt var til grundvallar I uppboðsskránni i það skipti, þ.e.a.s. 100 krónur Þrátt fyrir þetta fóru þó ekki nema þrjú umslaganna á minna en 700 krónur, en það var hæsta verð I fyrra skiptið. Almennt álit manna I uppboðs- salnum var, að ástæðan fyrir þessu háa verði væri spákaup- mennska fremur en söfnunar- áhugi. Einhver virðist mjög áhugasamur um að ná I þau fáu númerastimpluðu bréf, sem nú orðið sjást á markaði, liklega I von um að geta sjálfur ákveðið verðið siðar. Það styrkti þessa skoðun manna, að tvö bréfanna voru svo að segja nákvæmlega eins, bæði stimpluð með því númeri, sem er hvað algengast, þ.e.a.s. 135. Annað þessara bréfa fór á 850 danskar krónur, en hitt á litlar 1100 krónur. „Af þessu má mikla lærdóma draga,“ sagði Þjóðverji nokkur, sem gekk tómhentur frá þessu valdatafli.“ 0 Klippið frímerki ekki af umslögum Það var tímabært, að Vel- vakandi kæmist I heimspressuna. Greinarhöfundurinn er Sven Ahman, en hann hefur skrifað mikið um frimerki. Þvl má svo bæta við, frímerkja- söfnurum til upplýsingar, að póst- send umslög eru langtum verð- mætari en frímerki, sem klippt hafa verið af umslögunum, sér- staklega þar sem um er að ræða bréf frá smástöðum, og auðvitað enn meir því eldri sem þau eru. Umslögin hafa póstsögulegt gildi. auk þess sem verðgildi (talið í krónum og og aurum, fyrir maurapúkana) umslaga er meira en frimerkjanna einna. Notkun negldra snjóhjólbarða FRA og með 15. október er bif- reiðaeigendum leyfileg notkun negldra hjólbarða. t reglugerð um gerð og búnað ökutækja segir, að þegar bifreið, sem er innan við 3500 kg að leyfðri heildarþyngd, er búín negldum hjólbörðum, skulu öll hjól vera með negldum hjólbörðum. Nauðsynlegt er að búa bifreiðina sem bezt til að mæta þeim aðstæðum, sem vetr- arveðráttan kann að skapa. Hentugast er að nota snjóhjól- barða með grófu mynstri, neglda eða óneglda. En þannig hjólbarð- ar leysa oft ekki allan vandann. Það getur Ifka verið nauðsynlegt að hafa meðferðis snjókeðjur til að mæta mestu njóþyngslunum, þegar hjólbarðarnir, hverju nafni sem þeir nefnast, valda ekkí leng- ur því hlutverki, sem þeim er ætlað. Tíunda skákin t 10. skákinni beitti Kortsnoj franskri vörn, sem hefur dugað honum bezt gegn kóngspeði Karpovs f þessu einvfgi. Framan af fylgdu keppendur troðnum slóðum, en I 16. leik breytti Kortsnoj út af. Hann tefldi mið- taflið af miklum krafti og þegar skákin fór I bið hafði hann peði meira. Kóngsstaða Kortsnoj var þó ekki örugg og svo fór að Karpov tókst að þvinga fram jafn- tefli með þráskák. Hvítt: Karpov. Svart: Kortsnoj. Frönsk vörn. 1. e4 — e6, 2. d4 — d5, 3. Rd2 — c5, 4. exd5 — exd5, 5. Rf3 — Rc6, 6. Bb5 — Bd6, 7. 0-0 — Rge7, 8. dxc5 — Bxc5, 9. Rb3 — Bd6, 10. Rbd4 — 0-0, 11. c3 — Bg4, 12. Da4 — Bh5, 13. Bd3 — h6, 14. Be3 — a6, 15. Hfel — Dc7, 16. h3 — Ra5, 17. Rh4 — Rc4, 18. Dc2 — Rxe3, 19. Hxe3 — Bh2, 20. Khl — Bf4, 21. Heel — Bg5, 22. Rf5 — Rxf5, 23. Rxf5 — Bg6, 24. Rd4 — Bxd3, 25. Dxd3 — Hfe8, 26. Df3 — Db6, 27. He2 — Bf6, 28. Hdl — He4, 29. Rf5 — Hae8, 30. Re3 — De6, 31. Hxd5 — Bg5, 32. Hd4 — Hxd4, 33. cxd4 — Dxa2, 34. Rc4 — Hd8, 35. Dd3 — b5, 36. Re3 — De6, 37. d5 — Dd7, 38. b4 — Dd6, 39. Dd4 — Kf8, 40. De4 — Bxe3, 41. Hxe3 — Dxd5, 42. Dh7 (biðleikurinn) — f6, 43. Kgl — Da2, 44. Kh2 — Dxf2, 45. Hg3 — Df4, 46. Dxg7 — Ke8, 47. Db7 — h5, 48. Dc6 — Hd7, 49. Dc8 — Ke7, 50. Dc5 — Kd8, 51. Dxh5 — Hd3, Dh8 — Kc7, 53. Dh7 — Hd7, 54. Dc2 — Kb7, 55. Db3 — Hd4, 56. Df7 — Kb6, 57. De6 — Kb7, 58. De7 — Kb6 jafntefli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.