Morgunblaðið - 15.10.1974, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.10.1974, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1974 29 Torfi Ölafsson: HLIÐ HELJAR SKULU EIGI VERÐA HENNI YFIRSTERKARI Sunnudaginn 6. október var birtur í Morgunblaðinu, í dálkum „Krossgatna" greinarkafli um kristindóm í Austur-Evrópu, tek- inn úr skólablaði MR. Þar segir m.a.: „Bibliur og önnur kristileg rit eru algjör bannvara í Austur- Evrópu og liggja refsingar við ef þau finnast í fórum manna.“ Nú er það fjarri mér að vilja bera í bætifláka fyrir fjandskap þann sem kristinni kirkju hefur verið og er enn sýndur í komm- únistalöndunum, allt frá Október- byltingunni í Rússlandi til þessa dags, en eruð þið ekki, kærir bræður, að mála fjandann ennþá svartari en hann er I raun og veru með þessari grallaralegu yfirlýs- ingu? Eigum við ekki heldur að hafa það sem sannara reynist I þessu máli sem öðrum? Það er nefnilega engan veginn réttmætt að halda því fram um öll Austur- Evrópuríkin að Biblían sé þar bannvara því að aðstaða kristinn- ar kirkju er mjög mismunandi I þeim. £g hef ekki komið til Póllands en það ætti að vera öllu upplýstu fólki ljóst að kirkjan ergeysisterk í því landi og ég trúi því ekki fyrr en ég fæ fyrir því óyggjandi sannanir að Biblían sé bannvara þar. Til Sovétríkjanna hef ég komið og veit að Bibh'an er ekki fáanleg þar frekar en önnur kristileg rit, en sovéskur borgari sagði mér að Biblían hefði verið gefin út þar kringum 1950. Hún seldist strax upp og hefur ekki verið gefin út síðan og mér var sagt að hún væri í háu verði ef einhver vildi selja hana. „Sagnir úr Biblíunni", pólsk útgáfa, var þýdd á rússnesku fyrir allmörgum árum og seldist strax upp. Varð sú út- gáfa til þess að Kfnverjar út- húðuðu Sovétmönnum harkalega fyrir að vera farnir að gefa út trúarlegar bækur. Hinsvegar er guðleysingjum heimilt að láta prenta og gefa út áróðursrit sín sem fáir munu þó nenna að lesa. Til Þýska alþýðulýðveldisins hef ég komið og í Austur-Berlín kom ég í eina af þeim fáu bóka- búðum sem hafa kristilegar bæk- ur á boðstólum. Biblian fékkst þar í þrem mismunandi útgáfum og keypti ég eina þeirra, Lúters- þýðingu, gefna út af „Evangelische Haupt-Bibel- gesellschaft zu Berlin", 2. útg. 1968. Austur-þýska sálmabók, kaþólska, á ég líka, útgefna af „St. Benno-Verlag“ f Leipzig 1971. Ég átti tal við afgreiðslu- manninn sem seldi mér Biblfuna og sagði hann mér að kristilegar bækur væru gefnar út bæði í Berlfn og Leipzig en hinsvegar væru handritin að þeim ritskoðuð vandlega áður en þau færu í prentun og ef þar væri eitthvað að finna sem yfirvöldin teldu ekki samrýmast sósfalismanum yrði að Vetrarstarfsemi Húsmæðrafélags- ins að hefjast HUSMÆÐRAFÉLAG Reykjavík- ur er nú að hefja vetrarstarfsemi sína, en félagið hefur nú starfað f nærfellt 40 ár. Fyrsti fundur félagsins verður haldinn 21. okt og verður þá kynnt glóðarsteik- ing. Saumanámskeið hefst 24. okt. Hinn árlegi basar félagsins verð- ur 24. nóv. og hinn vinsæli jóla- fundur verður í byrjun desember. Einnig eru fyrirhuguð fleiri nám- skeið á vegum félagsins. Félagið hefur nýlega fest kaup á húseign að Baldursgötu 9 og er það opið hús á þriðjudögum og veittar all- ar upplýsingar um starfsemina. breyta því eða fella það niður. Bæði kaþólskir og mótmælendur fá að gefa þar út kristileg tímarit og heitir það kaþólska „begegn- ung“. Það flytur fréttir af lífi og starfi kaþólsku kirkjunnar um heim allan og ýmsar greinar um kirkjuleg efni en sósfalisk viðhorf eru leiðinlega áberandi í mörgum þeirra. Til dæmis var sagt eitt- hvað á þá leið í grein í tfmariti þessu fyrir nokkru að í rauninni gæti enginn verið sannkristinn og kaþólskur nema hann væri um leið sósfalisti! Um Tékkóslóvakíu veit ég það að eftir innrás Varsjárbandalags- rfkjanna og þar af leiðandi stjórnarskipti voru tökin á kirkj- unni hert til mikilla muna og síð- an hefur fjandskapur við hann farið sfvaxandi í því landi. Þar er t.d. bannað að framleiða kross- mörk og helgimyndir. I Júgóslavíu mun fjandskapur yfirvaldanna í garð kirkjunnar hafa farið vaxandi upp á síðkastið en ekki er mér kunnugt um afdrif kristilegra bókmennta þar eða í þeim Austur-Evrópulöndum sem hér eru ótalin. En að lokum skal tekin hér með fréttaklausa úr ágústhefti „Katolsk informationstjanst" sem gefið er út í Uppsölum. Þar segir: „Damianos, erkibiskup og æðsti yfirmaður rétttrúnaðarkirkjunn- ar f Albaníu, er nú látinn, 80 ára að aldri. Hann lést í fangelsi. '<aþólska fréttastofan KNA í /estur-Þýskalandi telur að hann hafi látist í nóvember á síðast- liðnu ári, en fréttir frá Albaníu þurfa langan tíma til að berast út úr landinu og koma sjaldnast eft- ir opinberum leiðum, ekki síst þegar um er að ræða fréttir af trúmálasviðinu. Daminanos biskup hafði setið 6 ár í fangelsi þegar hann dó. Því var lýst yfir 1967 í Albaníu að landið væri „fyrsta guðleysis- ríki heimsins" og þá voru allar trúarathafnir bannaðar að við- lagðri dauðarefsingu. Allir bisk- upar kaþólsku kirkjunnar og rétt- trúnaðarkirkjunnar, svo og mikill fjöldi presta, voru fangelsaðir. Kaþólskur prestur, Stefan Kurti að nafni, var tekinn af lffi 1972 fyrir að hafa skírt barn í vinnu- búðum. — Um það bil helmingur þjóðarinnar telst til Islam (Múhameðstrúar) en einnig þeim eru bannaðar allar trúarathafn- Fyrrgreind ummæli úr skóla- blaði MR gætu þvf komið heim við ástandið í Albaníu en það er ekki sanngjarnt að draga öll Austur- Evrópuríkin f dilk með slfkum trúmálaböðlum. Þrátt fyrir það er engum blöðum um það að fletta að ríkisstjórnir kommúnistaland- anna allra vildu helst geta afmáð kirkjuna með öllu í löndum sín- um. En saga kirkjunnar sýnir að það er ekki hægt. Hún hefur alltaf styrkst við ofsóknir. Og grjótpálar þeirrar hráslagalegu lífsskoðunar sem kallast efnis- hyggja hafa aldrei áttað sig á því að ef kirkjan byggðist ekki á öðru en mannasetningum og heila- spuna þyrftu þeir ekki að hafa neinar áhyggjur út af henni, hvað þá heldur að hafa fyrir að ofsækja hana, þvf þá mundi hún líða undir lok á sfnum tíma. En sé hún til orðin fyrir vilja Guðs, eins og við kristnir menn trúum, er þýðingar- laust að berjast gegn henni því þá getur ekkert tortímt henni — hlið heljar munu þá ekki verða henni yfirsterkari. Torfi Ólafsson. Sjjggl " iá/’f 5 * *** Þessi mynd var tekin er reist hafði verið á Siglufirði fyrsta húsið, sem húsaverksmiðjan Húseiningar hefur framleitt. Er það húsið, sem hinn nýi bæjarstjðri Siglfirðinga ætlar að búa f við Fossveg. Húsið kostar 2,4 milljðnir kr. Það er teiknað af Hafliða Helgasyni og er um 109 ferm. Hafsteinn Ólafsson gerði vinnuteikningarnar og Ingólfur Arnar- son raflagnir. Verksmiðja Húseiginga er svo vel vélum búin, að hún getur smfðan eitt hús á dag miðað við 30—35 manna starfslið. Framkvæmdastjóri Húseininga er Knútur Jónsson. Húseiningar er hlutafélag með um 100 eigendum, sem allir eru búsettir á Siglufirði. (Ljðsm. Steingrfmur) Þessi mynd er tekin vestan við Reykjakot í ölfusi og gefur hún svolitla mynd af þvf hvernig ökuglaðir menn rðta jarðveginum upp. Er Ieitt til þess að vita að jafn fallegur staður og dalurinn þarna við Hveragerði skuli leikinn svo grátt. — Ljósm.: Georg. blákaldur sannleikur um ELCOLD f rystikistur Það er ótrúlegt en satt. Við höfum ekki getað útvegað Elcold frystikistur fyrr en nú, — þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Eftirspurnin hefur verið svo gífurleg erlendis, enda eru gæði Elcold og verð mjög hagstæð. Til að byrja með bjóðum við þrjár stærðir: 220, 275 og 400 I. með Ijósi, lás og hraðfrystihólfi. ÁLKLÆDDAR AÐ INNAN DANFOSS FRYSTIKERFI Komið og skoðið Elcold frystikisturnar. Sannleikurinn er sá, að þær standast allan samanburð. W fícaicL Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16 Reykjavík simi 35 2 00 Glerárgötu 20 Akureyri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.