Morgunblaðið - 15.10.1974, Síða 17

Morgunblaðið - 15.10.1974, Síða 17
Þriðjudagur 15. oktöber 8 síður Körfuknattleikslandsleikirnir: A-Þýzkaland -ísland 1-1 Ævintýrið íMagdeburg Sjá bls. 20. - 21. sfðan tap ÍSLAND vann öruggan sigur í fyrri landsleiknum við Ira í körfuknattleiknum, en sá leikur var leikinn á laugardag. ísland sigraði með 74 stigum gegn 64 stigum íra, og var það minni sigur en leit út fyrir lengst af. ísland hafði nefnilega 20 stiga forskot nokkrum mínútum fyrir leikslok, en afar slakur iokakafli liðsins færði írum möguleika á að lag- færa stöðuna þótt sigur ísl. liðsins væri aldrei í neinni hættu. ísl. liðið: Kolbeinn Pálsson'KR, Kol- beinn Kristinsson, IR, Jón Sigurðsson, Ármanni, llilmar Viktorsson, KR, Bjarni Gunnar, IS, Simon Ölafsson, Ármanni, Agnar Friðriksson IR, Birgir Jakobsson, ÍR, Þröstur Guðmundsson, KR og Torfi Magnússon, Vai. FYRRIHÁLFLEIKUR Jón Sigurðsson skoraði fyrstu körfu leiksins, en Fitzmond jafn- aði strax fyrir Ira. Island komst í 5:2 með stigum frá Agnari og Kol- beini Pálssyni, en Fitzmond og Gowan komu írum yfir með tveim körfum 6:5. Birgir Jakobsson skorar með langskoti 7:6 fyrir tsland, en Gowan kemur Irum strax yfir á ný með einni körfu 8:7. — Þegar hér var komið sögu voru 7 mín. liðnar af leiknum, og þá var eins og ísl. liðið færi fyrst almennilega í gang. Hver boltinn af öðrum var hirtur af Irum í sókn þeirra, og hraðaupphlaupin, sem eru sterkasta vopn Isl. liðs- ins, gengu nokkrum sinnum skemmtilega upp. Island skoraði 10 stig í röð, þar af Jón Sigurðs- son 6 stig en hann átti þarna afar skemmtilegan leikkafla. Irar skora þrjú stig, en síðan kom ann- ar kafli ísl. liðsins, sem gaf önnur 10 stig I röð, og var því staðan orðin allgóð eða 27:11, og greini- legt hvor aðilinn var sterkari. Talsvert jafnvægi var i leiknum það sem eftir var hálfleiksins, sem endaði með 12 stigum Islandi fhag, 37:25. SEINNI HALFLEIKUR Irarnir byrjuðu betur og minnkuðu muninn i 7 stig 32:39, en Agnar Friðriksson fann nú loksins fjölina sfna og skoraði næstu 6 stig í röð og lagaði stöð- una talsvert. Upp úr þessu fór að verða ljóst hvert stefndi, leikur- inn gat ekki farið á annan veg en að ísland sigraði, og tveimur mín. fyrir leikslok leit út fyrir einn stærsta sigur Islands í landsleik, því þá var 20 stiga munur, 72:52. En afar slakur lokakafli leiksins hjá ísl. liðinu gerði það að verk- um, að Irar náðu að bjarga andlit- inu þvf þeir minnkuðu muninn í 10 stig og 74:64 urðu lokatölur leiksins. LIÐIN Því verður ekki neitað, að þrátt fyrir þennan sigur getur ísl. liðið mun meira en það sýndi í þessum leik. Að vísu voru margir góðir kaflar hjá liðinu, en þeir kaflar, sem komu yfir liðið af og til og þá sérstaklega lokamínúturnar, eiga alls ekki að sjást hjá landsliði. Þá ætluðu einstaklingar í liðinu sér um of oft á tíðum, og oftast endaði það með þvf, að Irar náðu bolt- anum af viðkomandi leikmanni og skiluðu honum sfðan i körfu Islands. — Bestu menn Islands f þessum leik voru þeir Birgir Jakobsson og Jón Sigurðsson. Birgir spilaði sérstaklega sterkan varnarleik, og tók atvinnumann- inn Fitzmond þannig úr umferð, að hann sást varla í leiknum. Það er engum blöðum um það að fletta, að Birgir er sterkasti varnarmaður í fsl. körfuknattleik f dag. Jón Sigurðsson átti sérstak- lega góða kafla í þessum leik, og hann getur gert hluti, sem eru ekki á allra færi. En Jón má dálit- ið gæta sín, hann virðist dálítið villtur leikmaður, og á það til að reyna að gera hluti, sem hann ræður ekki alveg við. En í heild- ina var þetta mjög góður leikur hjá honum. Símon Ólafsson var betri miðherji liðsins í leiknum, og gerði margt laglega, en Bjarni Gunnar var langt frá sínu besta og lék sinn lélegasta landsleik til þessa. Agnar var lengi vel mjög óheppinn með skot sín, en fór í gang er á leið. Irska liðið er mjög jafnt lið. Það eru ekki miklar stjörnur í liðinu, helst þeir Connor og Fitzmond, en sá síðarnefndi var eins og barn í höndunum á Birgi Jakobssyni þegar Birgir gætti hans. Liðið varð fyrir því óláni fljótlega í leiknum að missa aðalmiðherja sinn útaf, og þurfti hann að fara á slysavarðstofuna til að láta sauma saman skurð á augnabrún. Þá var greinilegt, að liðið var óheppið með skot sin, þeir hittu jafnvel ekki úr auðveldustu tækifærum, en þetta lagaðist hjá þeim er á leið. STIGAHÆSTIR: Island: Jón Sigurðsson 22, Agnar Friðriksson 14, Birgir Jakobsson 10. Irland: Fitzmond 14, Connory 11, Cronolly og Furlong 8 hvor. Kolbeinn Pálsson lék þarna sinn 35. landsleik, og er þar með kom- inn með flesta landsleiki Islend- inga í körfuknattleik. IRLAND sigraði tsland I sfðari körfuknattleikslandsleiknum um helgina. Eftir stóran fyrri sigur Islands var almennt búist við fsl. sigri f sfðari Ieiknum, og fáir hefðu trúað, að trarnir myndu geta snúið dæminu við. En trarn- ir sjálfir voru greinilega á allt annarri skoðun, og strax I upp- hafi leiksins var Ijóst, að þeir ætluðu að selja sig dýrt. Annar eins djöfulgangur f varnarleik er ekki á boðstólnum á hverjum degi, og þær voru ófáar fsl. send- ingarnar, sem þeir fiskuðu og sneru sfðan vörn I sókn. Þar við bættist, að fsl. liðið virtist aidrei finna sig almennilega í fyrri hálf- leiknum I sóknarleiknum. Og ekki má gleyma þátt hins frska 'Wj&T. Barátta undir körfunní I leiknum á laugardaginn. ‘ 'ri ■ - ■ Jón Sigurðsson kominn f færi við körfuna, eftir hraðaupphlaup - <■&■ v . Ípgj| ' dómara, Sean Traysy. Hann var sfflautandi skref á fsl. ieikmenn- ina, oftast nær algjörlega að ástæðulausu, en frarnir þurftu ekki að óttast það svo mjög. Sam- kvæmt þessu tóku trar þvf Ifka forustuna f leiknum strax f sfnar hendur, 10:2 eftir 5 mfn. leik, sfðan 15:5, 28:13 um miðjan hálf- leikinn og 12 stig höfðu þeir f forskot f hálfleik, 33:21. Afar lág stigatala hjá fsl. liðinu. Hinsvegar hófu Islendingar síðari hálfleikinn á sama hátt og Irar höfðu leikið þann fyrri. Með grenjandi látum í vörninni, hraðaupphlaupum, sem voru sum hver útfærð á mjög skemmtilegan hátt, tókst isl. liðinu að jafna leik- inn eftir aðeins 3 mín., 35:35. Irarnir sigu síðan fram úr á ný komust 6 stig yfir en aftur jafnaði fsl. liðið, 52:52. írarnir komust yfir á ný og staðan var 65:60 fyrir þá þegar 3. min voru til leiksloka. Island minnkaði muninníeitt stig með 4 næstu stigum og allt var á suðupunkti. Þegar 50 sek. voru eftir var staðan 71:66 fyrir Ira, en 13 sek. fyrir leikslok voru Is- lendingar búnir að minnka mun- inn í eitt stig, 71:70. Irsku leik- mennirnir reyndu nú það eitt að tefja leikinn sem mest þeir máttu og var atgangur harður við körfu þeirra. Þeim tókst þó að halda boltanum og létu ísl. liðið bara brjóta á sér. Þeir fengu siðan vítaskot um leið og leiktíminn rann út og skoruðu þá úr öðru skotinu. Lokatölur þessa leiks urðu því 70:72 fyrir Ira og þeir fögnuðu mikið enda þetta þeirra fyrsti landsleikjasigur yfir þjóð utan Bretlands en eftir honum höfðu þeir beðið lengi að eigin sögn. Agnar Friðriksson var stiga- hæstur fsl. leikmannanna með 18 stig, Jón Sigurðsson með 15 stig og Símon Ólafsson með 12 stig. DANIR NAÐU JAFNTEFLI Danmörk náði jafntefli, 0—0, við Rúmenfu f leik liðanna f Evrópubikarkeppni landsliða f knattspyrnu, sem fram fór f Idrætsparken f Kaupmannahöfn að viðstöddum 15.700 áhorfend- um á sunnudaginn. Komu þessi úrslit töluvert á óvart, þar sem vitað er, að Rúmenar eiga mjög sterku og góðu liði á að skipa. Lið Dananna var hins vegar að mestu skipað sömu leikmönnunum og voru f iiðinu, sem lék við tslend- inga f Álaborg á dögunum. Danir sóttu mun meira til að byrja með, en markvörður Rúm- ena, Raducanu, varði þá af miklu öryggi. Þegar á leikinn leið náðu svo Rúmenarnir betri tökum á leiknum og sóttu nær stanzlaust. Voru það einkum þeir Lucescu og Nunweiler, sem komu dönsku vörninni hvað eftir annað í mik- inn vanda. Töluverð harka hljóp í leikinn undir lokin, og þótti leikurinn þá fremur slakur og lítið um opin tækifæri. Staðan f 4. riðli er nú þessi: Spánn 1 1 0 0 2—1 2 Rúmenfa 10 10 0—0 1 Danmörk 2 0 11 1—2 1 Skotland 0 0 0 0 0—0 0 Þá léku Danir og Rúmenar einnig landsleik 23 ára og yngri og fór leikur sá fram í Búkarest. Leikurinn var liður f Evrópu- bikarkeppni 23 ára og yngri og lauk honum með stórsigri Rúmen- anna, 6—2, eftir að staðan hafði verið 3—2 i hálfleik. Fyrir Rúm- eníu skoruðu: Ion Multescu á 26., 37. og 72. mín., Natase, Georgescu og Crisan, en fyrir Dani skoruðú Kolding og Aabling. Áhorfendur voru um 8000.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.