Morgunblaðið - 24.10.1974, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1974
Geysileg úrkoma í gær og fyrrinótt:
Miklir vatnavextir
og vegaskemmdir
GEYSILEG úrkoma var um sunnan- og vestanvert landiö I gær og
fyrrinótt og olli miklum vatnavöxtum f ám. Flæddu þær vfða yfir vegi
og rufu f þá göt, en einnig urðu á nokkrum stöðum vegaspjöll af
völdum skriðufalla samfara vatnsaganum. Sunnanáttin var í gær-
kvöldi að snúast meira til vesturs og fylgdi þvf hvassviðri. I Reykjavfk
komu öðru hvoru miklar hviður og mældist ein þeirra 63 hnútar. Fyrir
Suðurlandi var vindhraðinn 10—12 vindstig og mikil ókyrrð f höfnum
þar.
Samkvæmt upplýsingum Páls
Bergþórssonar veðurfræðings
bárust veðurstofunni þær fréttir
frá Vík í Mýrdal að þar hefði
geysileg úrkoma verið i fyrrinótt
eða 96 millimetrar en tölur lágu
ekki fyrir um úrkomuna í gær. I
Loftsölum mældist úrkoman 45
mm um nóttina og 22 mm yfir
daginn og á Mýrum í Álftaveri 65
mm yfir nóttina og 25 mm yfir
daginn. Úrkomusvæðið varð
meira austar á Suðurlandi eftir
því sem leið á gærdaginn. Á
Fagurhólsmýri mældust t.d. 15
mm yfir nóttina, en 47 mm um
daginn. Þótt ótrúlega kunni að
hljóma, þá mældust aðeins 3 mm í
Reykjavík í gærdag. Páll sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi, að gera mætti ráð fyrir því
að í dag kóinaði verulega. Þá var
kominn norðaustan stormur út af
Vestfjörðum og taldi hann allar
líkur á að sú áttin sigraði þegar á
liði, en með norðanáttinni mundi
væntanlega kólna um allt land.
Hjá vegaeftirlitinu fékk
Morgunblaðið þær upplýsingar að
úrkoman hefði víða leikið vegina
grátt sunnan- og vestanlands.
Aðalfundur
Sjálfstæð-
ismanna í
Langholti
Matthfas Bjarnason.
1 KVÖLD, fimmtudag, heldur
félag sjálfstæðismanna f Lang-
holti aðalfund sinn f Glæsibæ
og hefst hann kl. 20.30.
Á fundinum verða venjuleg
aðalfundarstörf.
Þá mun Matthías Bjarnason,
sjávarútvegsráðherra, ræða
stjórnmálaviðhorfið.
Eru allir sjálfstæðismenn á
þessu félagssvæði, sem nær
yfir Laugarás, Heima- og Voga-
hverfi, hvattir til að mæta á
fundinum.
Skriða féll á Suðurlandsveg, sem
þó var rudd fljótlega og á Skeiða-
flöt gróf frá ræsi, svo að ófært
varð þar um tíma. I Árnessýslu
hafði víða runnið yfir vegi en
ekki urðu þar teljandi vega-
skemmdir.
í Borgarfirðinum voru hins veg-
ar miklir vatnavextir. Þannig gróf
frá brú á Borgarfjarðarbraut í
Svínadal við Geitaberg og varð
þar ófært. Vatn rann víða yfir
vegi í Borgarfirði, en hvergi urðu
vegaskemmdir nema við Bjarna-
dalsárbrú í Norðurárdal, þar sem
10 metra skarð rofnaði í veginn.
Er þar alveg ófært og ekki hægt
að hefja viðgerð fyrr en vatn
sjatnar að nýju.
Umferðin f gær lá um Norður-
árdalsveg sem er sunnanvert I
Norðurárdalnum. Hann var illfær
seint í gærmorgun vegna skriðu-
falla og grjóthruns og var um
tíma jafnvel óttast að hann yrði
ófær vegna mikils vaxtar ; Norð-
urá. I gærkvöldi virtist vöxturinn
kominn í hámark þar, svo að von-
ir stóðu til að úr rættist. Töluverð-
ar skemmdir urðu einnig á vegin-
um i Bröttubrekku svo að hún var
ekki nema jeppafær. Seint í gær-
kvöldi var farið að hækka mikið I
Hvítá við Ferjukot og gat jafnvel
farið svo að þar flæddi yfir I nótt.
Hins vegar bentu vegaeftirlits-
menn á að spáð væri kólnandi
veðri í nótt og mætti því búast við
að aftur tæki að sjatna f ám.
Sigþór Sigurðsson, fréttaritari
Mbl. í Litla Hvammi við Vik í
Mýrdal, símaði, að þar hefði verið
mikil rigning yfir nóttina og stað-
ið allt til morguns. Taldi hann
úrkomumagnið eitt hið mesta sem
þar hefði dunið yfir í mörg ár. Á
nokkrum stöðum urðu skemmdir
er skriður féllu úr fjallshlíðum
og komu skörð í vegi. Mestar urðu
skemmdirnar við Skammadal í
Mýrdal og þar í kring. Margar
skriður féllu yfir gömul tún, rifu
með sér girðingar og báru stór-
grýti yfir túnin. Ein skriðan féll
alveg upp að fjósinu og um tíma
Viðræður
áfram í Bonn
NÚ STANDA yfir í Bonn við-
ræður milli íslenzkra og v-þýzkra
embættismanna um hugsanlega
lausn á ágreiningi landanna út af
veiðum v-þýzkra togara innan 50
mílna fiskveiðilögsögunnar. Hans
G. Andersen, formaður fslenzku
sendinefndarinnar, sagði í símtali
við Morgunblaðið í gær, að ekkert
væri h»gt að segja um viðræðurn-
ar á þessu stigi, nema að þeim
yrði haldið áfram f dag. Nefndin
kemur heim á föstudag og mun þá
skila skýrslu um gang viðræðn-
anna til ríkustjórnarinnar.
Verðandi sigraði
KOSIÐ var til 1. desember nefnd-
ar stúdenta sl. þriðjudag.
Atkvæði greiddu 1101 og skiptust
þau þannig, að A-listi Vöku fékk
471 atkvæði eða 43,1% en B-listi
Verðandi hlaut 620 atkvæði eða
56,9%. Auðir seðlar og ógildir
voru 10, en á kjörskrá voru alls
2402.
I fréttatilkynningu frá kjör-
stjórn 1. des. nefndar stúdenta
segir, að 1. desember verði þvf
haldinn hátfðlegur undir kjörorð-
inu: „Island — þjóðsagan og veru-
Ieikinn“. I tilefni 11 alda byggðar
í landinu verði tekin til umræðu
og athugunar sú borgaralega
söguskoðun, sem nefnd hafi verið
„þjóðsagan um ísland", sett fram
vísindaleg söguskoðun, og nútím-
inn skilgreindur í ljósi hennar.
Dagskráin verður að mestu samin
og flutt af stúdentum sjálfum, en
auk þess flytur ræðu Þorsteinn
Jónsson frá Hamri, rithöfundur,
segir í tilkynningunni.
var íbúðarhúsið í Skammadal um-
flotið vatni. Einnig féll allmikil
skriða yfir tún á bænum Giljum.
Fóru sumar yfir þjóðveginn svo
að ófært varð fyrir fólksbíla um
tfma. Skarð kom í veginn við
Steinflöt og lokaði þar öllu en í
gær var þar unnið að viðgerð.
Fréttaritari Mbl. f Hveragerði
flutti einnig þær fréttir, að geysi-
leg rigning hefði verið þar í fyrri-
nótt og mikiil vöxtur hlaupið í
Varmá, svo að vatnsmagnið hefði
verið með því mesta er menn
myndu eftir. Við gróðrarstöðina
Fagrahvamm hafði Varmá hækk-
að um 2 metra að því er talið var,
og var hús og sundlaug niður við
ána umflotið vanti. Þá er brú yfir
ána þar í hættu, því að vetnið
beljar á henni. Einnig hafði brúin
við Gufudal laskast í flóðinu og
samgöngur við bændur þar voru
erfirðar.
í Varmá við Hveragerði
hækkaði yfirborðið um tvo
metra og flæddi kringum
hús og sundlaug er standa
á árbakkanum hjá Fagra-
hvammi.
Mikil ókyrrð var víða í
höfnum með suðurströnd-
inni vegna hvassrar suð-
vestanáttar og í Sandgerði
sökk ein trillan í höfninni.
(Ljósm. Mbl. Heimir Stígs-
son).
ÞRIR MENN STAÐNIR AÐ
SMYGLI ÚR M/S SELFOSSI
ÞRÍR menn voru staðnir
að því í fyrrakvöld að flytja
smyglvarning úr m.s. Sel-
fossi, þar sem skipið lá í
höfninni í Keflavík. Komu
250 flöskur af áfengi í leit-
irnar og 56.800 vindlingar
eða 284 karton. Einn þess-
ara manna hefur nú verið
úrskurðaður í gæzluvarð-
hald, en hinir tveir voru í
yfirheyrslu hjá bæjar-
fógetanum í Keflavík i
gærkvöldi, og að vænta að
þeir hafi einnig verið úr-
skurðaðir í gæzluvarð-
hald. Tollgæzluyfirvöld og
fógetaembættið i Keflavík
telja sig hafa rökstuddan
grun um að þessir menn
hafi stundað meira smygl
en sýndi sig í þessari ferð
Selfoss.
Það var ekki sízt fyrir árvekni
lögreglumanna í Keflavík að upp
komst um smyglið í Selfossi.
Vegaframkvæmd-
ir 1 Hrútafirði
Staðarbakka, 22. okt.
NÚ NVVERIÐ var tekinn f notk
un nýr vegarkafli á Norður-
landsvegi I Hrútafirði, er þar um
að ræða mikla samgöngubót, þar
sem um mjög snjóþungan veg var
að fara.
Er þá á þrem árum búið að
byggja upp nýjan veg frá Stað
langleiðina að Reykjum.
Verkstjóri við þetta verk hefur
verið Óli R. Jóhannsson frá
Klettstfu f Norðurárdal. m.g.
Stöðvuðu þeir bifreið í Keflavík í
fyrrakvöld og komust þá á snoðir
um að liklega væn um smygi aö
ræða í Selfossi. Um svipað leyti
var tollvörðurinn í Keflavfk tek-
inn að kanna málið og fann ásamt
lögreglunni 250 flöskur í tveimur
bílum á hafnarbakkanum. Haft
var samband við tollgæzluna f
Reykjavík sem sendi tollgæzlu-
menn á vettvang og við ítarlega
leit í skipinu komu einnig í leit-
irnar 56.800 vindlingar, sem þá
var búið að færa úr upphaflegum
felustað. Bæði áfengið og
vindlingarnir höfðu upphaflega
verið faldir f kæligöngum og lest
skipsins.
Tveir mannanna þriggja voru
hásetar á Selfossi en hinn þriðji
var i landi, skráður á skipinu, en
hafði fengið leyfi í þessari ferð.
Sem fyrr segir fannst vfsbending
um að mennirnir hefðu stundað
Framhald á bls. 20
Tjarnarból lýst gjaldþrota
og tekið til skiptaréttar
BYGGINGAFYRIRTÆKIÐ
Tjarnarból hf. hefur lýst sig
gjaldþrota en það hefur gengist
fyrir smíði f jölbýlishúss við
Tjarnarból á Seltjarnarnesi. Að
kröfu hreppsfélagsins átti að fara
fram nauðungaruppboð á einu
stigahúsanna, en því var frestað.
Þar sem félagið verður nú tekið
til skiptameðferðar Ienda áhvíl-
andi veðskuldir á húsinu á kaup-
endum fbúðanna.
Már Pétursson hjá bæjarfógeta-
embættinu I Kjósarsýslu tjáði
Morgunblaðinu I gær, að gjald-
þrotamál þetta væri nú til með-
ferðar hjá rannsóknardeild
skiptaréttar. Búið væri að skrifa
upp eignir, skýrslur hefðu verið
teknar af stjórnarmönnum fyrir-
tækisins og bókhaldi þess hefði
verið veitt viðtaka. Væri nú verið
að vinna úr bókhaldsgögnunum.
Þá sagði Már, að engar rökstudd-
ar kærur hefðu borizt frá lög-
mönnum eða öðrum aðilum kröfu-
hafa vegna máls þessa.
Ný bók - 87
sm á hæð
KOMIN er á markaðinn nýstárh
barnabók, Risinn og skógardýr
eftir Ann de Gale. Bókin er :
hæsta sem komið hefur út
íslenzku, eða 87 sentimetrar. Bó
in er í litum, myndskreytt
Antonio Lupatelli. Lofti
Guðmundsson fslenzkaði. Bók
er gefin út af Erni og örlygi.