Morgunblaðið - 24.10.1974, Page 6
6
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1974
Þessi mynd var tekin
skömmu eftir að kennsla
hófst í haust, og þá var
hægt að klæðast þunn-
um skjólflíkum og
strigaskóm.
Síðan hefur hljóðið í
Kára gamla heldur tekið
að þyngjast, og sjálfsagt
kominn tími til að stinga
strigaskónum innst í
skápinn og draga fram
vatnsheldan skófatnað
og þykkar úlpur.
(Ljósm. Br. H.).
Bröndóttur
högni í óskilum
LftiII bröndóttur högni með
hvfta bringu og loppur er I
óskilum að Garðsenda 4. Köttur-
inn er með greinilegt far eftir
hálsól, þannig að hér mun vera
um heimiliiskött að ræða. Uppl. f
sfma 33581.
DAGBÖK
I dag er fimmtudagurinn 24. október, 297. dagur ársins 1974. Veturnætur.
Árdegisflóð f Reykjavfk er kl. 00.53, sfdegisflóð kl. 13.28.
Sólarupprás er f Reykjavfk kl. 08.44, sólarlag kl. 17.39.
Á Akureyri er sólarupprás kl. 08.36, sólarlag kl. 17.16.
(Heimild: Islandsalmanakið).
Þetta er að þakka hjartagróinni miskunn Guðs vors; fyrir hana mun Ijós af
hæðum vitja vor, til að lýsa þeim, sem sitja f myrkri og skugga dauðans, til
að beina fótum vorum á friðarveg.
(Lúkas 1. 79).
CENGISSKRANINC
Nr. 191 - 23.október 1974.
SkráB frá Einine Kl. 12,00 Kaup Sala
9/10 1974 1 Bandarikjadollar 117,70 118. 10
23/10 - 1 Sterlingspund 274, 45 275, 65 *
22/10 - 1 Kanadadollar 119,50 120, 00
23/10 - 100 Danskar krónur 1965, 40 1973, 80 *
- - 100 Norskar krónur 2133,85 2142, 95 *
. - 100 Sænskar krónur 2688,85 2700, 25 *
_ - 100 Finnsk mörk 3107,50 3120, 70 *
- - 100 Franskir frankar 2492,60 2503, 20 *
- - 100 Belg. írankar 307,40 308, 70 *
- - 100 Svissn. frankar 4108, 60 4126, 10 *
- - 100 Gyllinl 4468,70 4487, 70 *
- - 100 V. -Þyzk mörk 4567,60 4587,00 *
_ _ 100 Lírur 17, 61 17, 69 *
_ _ 100 Austurr. Sch. 639, 75 642, 45 *
_ - 100 Escudos 462, 80 464, 80 *
15/10 - 100 Pesetar 205, 10 206, 00
22/10 - 100 Yen 39, 24 39,41
2/9 - 100 Reikningskrónur- 99,86 100, 14
Vöruskiptalönd
9/10 - 1 Reikningsdollar- 117,70 118, 10
Vöruskiptalönd
* Breyting frá síCuatu skránlngu.
V J
Sólhvörf og
merki seld
Barnaverndarfélag Reykjavfk-
ur hefur fjársöfnun á laugardag-
inn kemur, sem er fyrsti vetrar-
dagur, til ágóða fyrir heimili
taugaveiklaðra barna og annað
hjálparstarf á vegum félagsins.
Barnabókin Sólhvörf og merki
félagsins verða afgreidd í öllum
barnaskólum f Reykjavík og
Kópavogi kl. 9—15.
Heimsóknartími
sjúkrahúsanna
Barnaspftali Hringsins: kl.
15—16, virka daga kl. 15—17
laugard. og kl. 10—11.30 sunnud.
Borgarspftalinn: Mánud.—
föstud. kl. 18.30—19.30. Laugard.
og sunnud. kl. 13.30—14.30 og kl.
18.30—19.
Flókadeild Kleppsspftala: Dag-
lega kl. 15.30—17.
Fæðingardeildin: Daglega kl.
15—16 og kl. 19—19.30.
Fæðingarheimili Reykjavfkur-
borgar: Daglega kl. 15.30—19.30.
Heilsuverndarstöðin: Kl. 15—16
og kl. 19—19.30 daglega.
Hvftabandið: kl. 19—19.30
mánud.—föstud. Laugard. og
sunnud. kl. 15—16 og 19—19.30.
Endurhæfingardeild Borgar-
spftalans: Deildirnar Grensási —
virka daga kl. 18.30. Laugardaga
og sunnudaga kl. 13—17.
Deildin Heilsuverndarstöðinni —
daglega kl. 15—16, og
18.30— 19.30.
Kleppsspftalinn: Daglega kl.
15—16 og 18.30—19.
Kópavogshælið: Eftir umtali og
kl. 15—17 á helgum dögum.
Sólvangur, Hafnarfirði: Mánu-
dag—laugard. kl. 15—16 og kl.
19.30— 20. Sunnudaga og aðra
helgidaga kl. 15—16.30.
Vffilsstaðir: Daglega kl.
15.15—16.15 og kl. 19.30—20.
Fótaaðgerðir
Fótaaðgerðir aldraðra í Laugar-
nessókn er hvern föstudag kl.
9—12 í kjallara kirkjunnar. Upp-
lýsingar í sfma 34544 og í sfma
34516 á föstudögum kl. 9—12.
Olíumálin
í Frjálsri
verzlun
„Ég tel, að nú sé kominn grund-
völlur fyrir að leita eftir samning-
um til langs tíma við Norðmenn
um jarðolíukaup og fela olíu-
hreinsunarstöðvum í V-Evrópu að
vinna úr henni nokkrar þeirra
aðalolíutegunda, sem við þörfn
umst og sjá til þess að öðru
leyti að hlutfallsleg skipt-
ing þessara vara sé í sam-
ræmi við þarfir okkar.
Aðstæður til þessa virðast nú
vera fyrir hendi. Ég hefi aflað
frumútreikninga og áætlana um
slík olfukaup frá Noregi, sem
gætu reynzt hagstæð okkar, en
það er hlutverk fslenzkra stjórn-
valda að ákveða hvort slfk við-
skipti skuli gerð og að hvaða
marki.“
Þetta segir Indriði Pálsson for-
stjóri Skeljungs h.f. 1 viðtali við
tfmaritið Frjálsa verzlun, sem er
nýkomið út. 1 samtalinu við
Indriða er rætt um oliusamning-
ana við Sovétmenn ástæður fyrir
verðhækkunum á olíu að undan-
förnu, hag olíufélaganna íslenzku
og þá gagnrýni, sem fram hefur
komið á starfsemi þeirra.
Meginefni þessa 8. tölublaðs
Frjálsrar verzlunar er frá Norður-
landskjördæmi eystra, viðtöl við
stjórnendur fyrirtækja og full-
trúa sveitarstjórna í kjördæminu.
1 fréttaþætti af innlendum vett-
vangi er greint frá áætlun sam-
vinnunefndar um skipulagsmál
Reykjavíkur og nágrennis um
íbúaþörf fram til ársins 1983. Þá
er ennfremur stutt grein um
Byggðasjóð og lánveitingar úr
honum sl. tvöár.
I fréttaþætti af erlendum vett-
vangi er sagt frá aðstoð Norð-
manna við íbúa þróunarlandanna,
sem hafa m.a. sótt sérstök nám-
Áttræður er f dag, 24. október,
Eirfkur Jónsson frá Helgastöðum
f Biskupstungum, nú til heimilis
að Laufskógum 9, Hveragerði.
Hann er að heiman.
1. september gaf séra Sigurður
H. Guðjónsson saman f hjónaband
í safnaðarheimili Langholtssókn-
ar Helenu Sigrfði Jóhannesdóttur
og Smára Þór Svansson. Heimili
þeirra er að Hellishólum í Fljóts-
hlfð.
1 KROSSGÁTA 1
ÁRIMAO
HEILiA
Lárétt: 1. skotvopn 6. á hlið 8.
sérhljóðar 10. ósamstæðir 11.
afstýrt 12. á fæti 13. ósamstæðir
14. op. 16. trjágróðurinn.
Lóðrétt: 2. þys 3. húðin 4. leit 5.
átt 7. kaðalinn 9. keyra 10. eldur
14. samhljóðar 15. tónn.
Lausn á sfðustu krossgátu:
Lárétt: 1. öskra 6. KAA 8. skemm-
an 11. kar 12. agn 13 il 15. II 16.
tau 18. nefndin.
Lóðrétt: 2. sker 3. kám 4. ráma 5.
askinn 7. óunninn 9. kál 10. agi 14.
man 16. TF 17. UD.
FRÉTTIR_____________________
Kvenfélagið Seltjörn heldur
vetrarfagnað laugardaginn 26.
október kl. 9 í félagsheimilinu á
Seltjarnarpesi.
Kvenfélagið Aldan verður með
opið hús að Bárugöru 11 kl. 8—11
í kvöld, og eru konur úr basar-
nefn sérstaklega hvattar til að
koma.
Vestfirðingafélagið heldur
aðalfund sinn að Hótel Borg
(gyllta salnum) sunnudaginn 27.
októberkl. 4e.h.
Hið fslenzka náttúrufræðifélag
heldur fyrstu fræðslusamkomu
vetraríns í stofu 101 í Lögbergi
mánudaginn 28. okt. kl. 20.30. Þar
talar Sveinbjörn Björnsson dipl.
phys. „Um stóra skjálfta og
srnáa".
| BRIPGE ~|
Hér fer á eftir spil frá úrslita-
leik milli Italfu og Bandarfkj-
anna f Olympfumóti fyrir nokkr-
um árum.
Norður.
S. A-G-l 0-9-2
H. 6-4
T. D-G-9-8-6
L. 5
Vestur.
S. D
H. A-K-7-3-2
T. A-2
L. 9-8-7-4-2
Suður.
S. K-5-3
H. D-G-10
T. 10-7-4
L. K-D-10-6
Við annað borðið sátu ftölsku
spilararnir A-V og þar opnaði
vestur á 2 hjörtum, norður sagði 2
spaða, austur sagði 4 hjörtu og
suður doblaði. Sagnhafi fékk 8
slagi og bandariska syeitin
græddi 300 á spilinu.
Við hitt borðið sátu bandarísku
spilararnir A-V og þar gengu
sagnir þannig:
S V N A
P 1 h 1 s 2 h
2 s 31 P 4 h
Norðurlét út laufa 5, gefið var I
borði og suður drap með tíunni.
Nú geta N-S sett spilið 2 niður,
með þvf að suður láti út lauf,
norður trompar, lætur út spaða,
suður drepur með kóngi, lætur
enn lauf, norður trompar og síðan
fær norður slag á spaða ás. Þetta
fór nú ekki á þennan veg, því
suður lét næst út hjarta gosa og
þannig varð spilið aðeins einn
niður. Bandaríska sveitin græddi
6 stig á spilinu.
skeið f norska útgerðarskólanum.
Einnig er skýrt frá vaxandi fjár-
festingu erlendra fyrirtækja í
Bandaríkjunum.
Dr. Guðmundur Magnússon
prófessor skrifar að þessu sinni
grein um hagsmunasamtökin í
þjóðfélaginu og áhrif þeirra á af-
greiðslu ýmissa aðkallandi vanda-
mála. I viðtali við Guðmund
Einarsson verkfræðing er fjallað
um aðstöðu verktakafyrirtækja í
verðbólugbálinu og nauðsyn þess
að rfki og bæjarfélög stefni að
jafnari framkvæmdahraða en nú
gerist. Þá skrifar Leó Jónsson
tæknifræðingur grein sem hann
nefnir „Eymdarvelferð" og fjall-
ar hún m.a. um hið svonefnda
„atvinnulýðræði" eins og það er í
framkvæmd á Norðurlöndum.
Af öðru efni má svo nefna
myndskreytta grein um starfsemi
í miðstöð heildverzlunarinnar í
Sundaborg. Getið er um fyrir-
tæki, sem þar hafa aðsetur, og þá
tegund verzlunar, er þau stunda.
Þetta nýjast tölublað Frjálsrar
verzlunar er 100 síður með lit-
prentaðri kápu.
(Fréttati lkynning)
Austur.
S. 8-7-64
H. 9-85
T. K-5-3
L. A-G-3