Morgunblaðið - 24.10.1974, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1974
Ævintýri á gönguför hjá LA
Næstkomandi föstudag þann
25. okt. frumsýnir Leikfélag
Akureyrar hinn góðkunna,
gamansama söngvaieik J.C.
Hostrups, „Ævintýri á göngu-
för“ f þýðingu sfra Jónasar
Jónassonar frá Hrafnagili, með
breytingum og nýþýðingum
eftir Lárus Sigurbjörnsson og
Tómas Guðmundsson. Sviðsetn-
ing og leikmyndir eru eftir Ey-
vind Erlendsson. Áskell Jóns-
son hefur æft söngvana og leik-
ur á flygilinn. Leikarar eru tfu:
Þráinn Karlsson (Hans), Kjart-
an Ölafsson (Kranz), Björg
Baldvinsdóttir (Frú Kranz),
Jakob Kristinsson (Pétur),
Arnar Jónsson (Vermundur),
Gestur E. Jónasson (Ejbæk),
Aðalsteinn Bergdal (Herlöv),
Saga Geirdal (Lára), Þórhildur
Þorleifsdóttir (Jóhanna) og
Eyvindur Erlendsson (Svale).
„Ævintýrið“ er óþarft að
kynna frekar, svo lengi hefur
það átt vfsan griðastað f hjört-
um þjóðarinnar, enda heldur
ekki f fyrsta sinni sem leikarar
L.A. reyna fþrótt sfna á þessu
vinsæla verkefni.
Leikfélagið mun f vetur, f
fyrsta sinn, reyna að halda
tveim föstum sýningardögum f
viku hverri, það er föstudögum
og sunnudögum. Aukasýningar
verða aðra daga vikunnar þegar
þurfa þykir. Aðgöngumiðasal-
an verður einnig opin á föstum
tfmum, frá kl. 16 til kl. 18
hvern sýningardag og daginn
fyrir sýningu, einnig hálfa
stundu fyrir opnun hverrar
sýningar. Leikhúsgestir eiga
þess kost nú sem áður að kaupa
áskriftakort sem gilda á fleiri
sýningar og veitist þá afsláttur * 1
allt að40% eftir þvf hvaðkeypt
er á margar skýningar f einu.
Einnig fást kort sem gilda á
allar frumsýningar félagsins.
Sfmin er 11073.
1 byrjun nóvember hefst
leiklistarkennsla á vegum L.A.
og skulu þeir sem áhuga hafa á
þátttöku hafa samband við leik-
hússtjórann, sem gefur allar
nánari upplýsingar. Sfminn er
11073. Kennsla og þjálfun verð-
ur bæði fyrir nýliða og lengra
komna.
Unnið hefur verið að ýmsum
lagfæringum á leikhúsinu í
haust. Komið er nýtt upphff-
ingakerfi f loft leiksviðs-
ins ásamt nýjum Ijósarám.
Einnig hefur verið reynt
að prýða nokkuð þann hluta
hússins, þar sem gesta-
móttaka fer fram. Hug-
myndin er að koma þar fyrir
ljósmyndum tengdum Ieikhús-
inu, einkum úr fyrri sýningum
L.A. og standa vonir til að
nokkuð af þeim verði komið
upp fyrir frumsýningu á
„Ævintýrinu“ þann 25. þ.m.
(Frá L.A.)
Þyngdarmælinga-
net um allt land
A undanförnum árum hefur
verið komið upp þyngdarmæl-
inganeti um landið og eru aðal-
mælingastöðvarnar nú 46 talsins
víðsvegar um landið. Þetta kemur
m.a. fram í grein eftir Guðmund
Pálmason, Gunnar Þorbergsson
og Tor H. Nilsen í tímaritinu
Jökli. En með slfkum mælingum
geta truflanir á þyngdarsviðinu
bent jarðfræðingum á eitthvað
óreglulegt í jarðlögunum undir.
Það gefur t.d. til kynna brota i
löm í jarðlögunum eða svæði með
ólfka sögu. En slíkt kemur aftur
að góðu gagni við jarðhitaleit o.fl.
Til dæmis hafa á Torfajökuls-
svæðinu komið ljós einhver frá-
brygði, létt berg sem gætu bent til
óvenjulegs hita eða annars. En
Torfajökulssvæðið er einmitt tal-
ið eitt mesta háhitasvæði landsins
og Landsvirkjun hefur sýnt
áhuga á raforkuvinnslu þar og
Orkustofnun að byrja að kanna
það.
Þessar þyngdarmælingar hóf-
ust árið 1968. Þá setti Gunnar
Þorbergsson upp 39 slíkar grunn-
mælingastöðvar, en aðalmælinga-
stöðin er í Reykjavík og hefur nú
verið flutt í hús Raunvísinda-
deildar Háskólans. Nú eru 48 slík-
ar þyngdarmælingastöðvar utan
Reykjavíkur. 1 Jökli er ýtarleg
grein um þessar mælingar þar
sem gerð er grein fyrir hverri
mælingastöð með mynd og helztu
tölur um þessar þyngdarmælinga-
stöðvar á grunnneti á Islandi.
Einn þyngdarmælingapunkt-
urinn, sem er á steinsúlu
skammt frá Hallgrfmskirkju á
Skólavörðuholti.
Gjafir Rockefellers
um 24 millj. dollara
New York, 20. okt.
Reuter.
NELSON Rockefeller varafor-
setaefni Bandaríkjanna, sagði frá
því um helgina að gjafir hans
síðustu 17 árin hefðu alls numið
24 milljónum dollara. Hæsta upp-
hæðin var 6.6 milljónir dollara og
rann hún til „The Museum of
Primitive Art“ í New York og sú
næsta var 2.6 millj. dollara, sem
hann gaf til „The Museum of
Modern Art“, einnig f New York.
Þá hefur hann gefið gjafir til
USA:
51% óttast heimskreppu
Reuter
RÚMLEGA helmingur banda-
rísku þjóðarinnar telur að Banda-
ríkin stefni óðfluga í átt til
kreppu á borð við þá sem varð um
og upp úr 1930, segir f niðurstöð-
um Gallupskoðanakönnunar um
það. Birtust þær í blaðinu Wash-
ington Post og kemur fram að
51% er þeirrar skoðunar, sem að
ofan greinir, 41% telja ástandið
ekki svo slæmt og 8% höfðu enga
skoðun. Þessi könnun var gerð f
s.l. mánuði.
I ágúst álitu 46% að heims-
kreppa væri í nánd. í sömu könn-
um kom fram að 81% taldi hátt
verðlag á lífsnauðsynjum vera
eitt alvarlegasta vandamálið sem
við væri að etja nú í Bandaríkjun-
um.
skóla f New Hampshire, til banda-
rísku þróunarstofnunarinnar, svo
og til ýmissa samtaka og hópa sem
berjast fyrir kynþáttajafnrétti.
Rockefeller sendi frá sér bréf,
þar sem hann skýrði frá þessu og
sagði að í ljósi þess að framhalds-
rannsóknir á fjármálum hans
yrðu varla fyrr en f nóvember, þá
leyfði hann sér að leggja fram
lista yfir allar þær gjafir, sem
hann hefur gefið á nefndum tíma.
Hluti borgarinn-
ar rafmagnslaus
KLUKKAN rúmlega sex f fyrra-
dag varð raf magnslaust á svæðinu
frá Miðtúni að Kleppsholti f tvo
tfma, og f sumum húsum lengur.
Samkvæmt upplýsingum Raf-
magnsveitunnar, mun strengur í
Borgartúni hafa bilað, og í gær-
kvöldi var búið að finna bilunina,
en ekki grafa strenginn upp. Attu
þá enn nokkur hús við Borgartún
eftir að fá rafmagn. Þegar raf-
magnið fór, varð dreifistöð 3, sem
stendur við Borgartún, algjörlega
óvirk.
Söngferð Geysis til Ítalíu
KARLAKÓRINN Geysir á Akur-
eyri fór f söngferð til Norður-
ttalfu f septembermánuði s.l.
Þátttakendur f ferðinni voru
milli 70 og 80 talsins, og var sung-
ið á f jórum stöðum.
Undirbúningur að ferðinni
hófst s.l. haust, en þá tók Sigurð-
ur Demets Franzson við stjórn
kórsins. Hann hafði áhuga á því
að fara með kórinn í söngferð á
æskuslóðir sínar, en hann er frá
bænum Ortisei f Gardenadal, sem
er í Bolzano-héraði á Norður-
Italíu.
Mjðaðist lagaval og starf kórs-
ins Sil. vetur við þessa fyrirhug-
uðu sortgferð, og var lagt af stað í
hana 10. september. Var haldið til
Lignano og dvalizt þar á bað-
CAB sam-
þykkir
10% far-
gjalda-
hækkun
Washington,
BANDARISKA flugmálaráðið
(CAB) samþykkti í dag far-
gjaldahækkun á flugleiðinni
yfir N-Atlantshaf, sem er um
10% að meðaltali. Taka hin
nýju fargjöld gildi 1. nóvem-
ber nk. Þá samþykkti ráðið
hækkun á lágmarksfargjöld-
um leiguflugfélaga til að koma
f veg fyrir að þau geti undir-
boðið verulega félögin, sem
halda uppi reglubundnu áætl-
unarflugi áþessari leið.
strönd f viku áður en hin eigin-
lega söngferð hófst.
Karlakórinn Geysir hélt söng-
skemmtanir í Ortjsei, Selva,
Merano, en söng líka einu sinni á
torgi í Lignano.
Á öllum söngskemmtununum
flutti söngstjórinn erindi um fs-
land og sýndi litskuggamyndir
héðan, m.a. frá eldgosum á und-
anförnum árum, og vöktu þær
sérstaka athygli.
24. september hélt kórinn heim-
leiðis eftir minnisstæða söngför
og dvöl á Italíu.
Formaður Karlakórsins Geysis
er Freyr Ófeigsson.
Nýr formaður
Hjúkrunarfélags
Islands
UM mánaðamótin september-
október lét Marfa Pétursdóttir af
störfum sem formaður
Hjúkrunarfélags Islands. Hún
hefur sem kunnugt er verið f
stjórn félagsins í 25 ár og þar af
formaður frá árinu 1964. Árið
1972 var stofnaður nýr
hjúkrunarskóli í tengslum við
Borgarspítalann, Nýi hjúkrunar-
skólinn, og hefur María verið
skólastjóri hans frá upphafi.
Hinn nýi formaðir Hjúkrunar-
félags Islands er Ingibjörg Helga-
dóttir, hjúkrunarkona á Klepps-
spítalanum. Hún lauk hjúkrunar-
námi frá Hjúkrunarskóla Islands
árið 1963 og hefur verið í stjórn
félagsinsfrá árinu 1970.
I stjórn með Ingibjörgu eru
Nanna Jónasdóttir, Kleppsspítal-
anum, Magdalena Búadóttir,
Borgarspítalanum, Sigurveig
Sigurðardóttir, Laugarvatni,
Margrét Jóhannsdóttir, Landspft-
alanum, Rögnvaldur Stefánsson,
Hjúkrunarskóla Islands, og Krist-
björg Þórðardóttur, Rauða krossi
Islands.