Morgunblaðið - 24.10.1974, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÖBER 1974
19
MARTRÖÐIN, sem Henry Kiss-
inger segir gegnsýra sig þeirri
tilfinningu að harmleikur sé
óumfiýjanlegur, hljómar eins
og þægileg tónlist i eyrum
margra þeirra sem fylgjast með
umheiminum frá Kreml.
I viðtali sínu við James
Reston í The New York Times
taldi Kissinger upplausn vest-
rænnar siðmenningar „nánast
örugga" nema því aðeins að
þjóðirnar, sem tilheyra henni,
gerðu sér grein fyrir þvi að þær
væru háðar hver annarri í
heimi vorra daga, heimi sem er
hrjáður af efnahagserfiðleikum
og þjakaður af verðbólguvanda.
í ræðu sem Leonid Brezhnev
hélt um svipað leyti gerði hann
grein fyrir „sjúkdómseinkenn-
um kapítalisma vxtrra daga“ —
óðaverðbólgu alvarlegri éfná-
hagskreppu, framleiðslusam-
drætti og vaxandi atvinnuleysi.
Kreppa vestræns lýðræðis,
sagði hann, „flýtir fyrir
upplausn stjórnmálakerfis
kaptfalískrar stjórnar." Kapí-
talisminn væri að komast
að raun um að hann væri ekki
fær um að svara kröfum tím-
ans. Að dómi Brezhnevs er
þetta allt saman „óhjákvæmi-
legt“ þar sem þetta stafi af
„sjálfu eðli kapitalismans".
Aðrir talsmenn Sovétrikjanna
hafa bætt smáatriðum inn í
þessa mynd sem Brezhnev hef-
ur dregið grófum dráttum og
horft björtum augum tii fram-
tiðarinnar og endanlegs hruns
kapitalismans.
Gamlir draumar.
Um nokkurt skeið hefur
Brezhnev látið harðlínumenn,
sem eiga bágt með að gleyma
gömlu draumunum um heims-
byltingu, um allt slfkt tal, menn
eins og stjórnmálaráðsfulltrú-
ana Mikhail Suslov og Boris
Ponomarev. Samkvæmt hug-
myndum Rússa um yfirvofandi
heimskreppu hljóta efnahags-
Dr. Kissingar
erfiðleikar kapitalismans að
gera það að verkum að hann
ráðist á lifskjör verkamanna.
Öreigarnir muni grípa til
hefndarráðstafana og það verði
til þess að braskarar
kapítalismans fái til liðs við sig
öfl fasismans. I átökunum, sem
sigli i kjölfarið, muni annað
hvort kommúnistar eða fasistar
fara með sigur af hólmi og það
geti leitt til borgarastyrjaldar
og alþjóðlegra væringa sem
gætu haft i för með sér víðtæk-
ari styrjaldir.
Berum þetta saman við
martröð Kissingers. Skýr hugs-
un hans hefur flokkað niður
hina harmsögulega þróun sem
byrjar á nokkrum reipdráttum
sem einskorðast við vissa
heimshluta og munu fyrst i stað
leiða til þess að hver heimshluti
um sig reyni að hagnast. sem
mest á sérstökum yfirburðum
sínum. Þetta muni
„óhjákvæmilega" leiða til
styrkleikaprófa sem muni
magna innanlandserfiðleika
þeirra landa sem um er að
ræða. Þau muni siðan sjálf fær-
ast i meira „einræðishorf“, en
hvort rikisstjórnir þeirra muni
hneigjast i átt til fasisma eða
kommúnisma lætur hann ósagt,
þó að sennilega eigi hann við
það fyrrnefnda í sumum tilfell-
um og það síðarnefnda í öðrum.
Næsta stigið yrðu alvarlegar
deilur milli þessara ríkis-
stjórna og þær hefðu í för
með sér hættuástand og
„sennilega" hernaðará-
rekstra — en jafnvel án slikra
árekstra segir Kissinger
að „kerfisbundnar" kreppur
svipaðar þeim er urðu á árun-
um eftir 1920 og 1930 hljóti að
endurtaka sig. Þetta er ekki
nákvæmlega sama röðin og
Moskva telur að atburðirnir
muni gerast í, en allt er talið
upp. Við erum allir marxistar
nú orðið — næstum þvi.
Ólíkir marxistar
En sumir marxistar eru
byltingarsinnaðir og sumir
marxistar aðhyllast friðsamlega
þróun. Kissinger segir að ríkis-
eftirlit kommúnista sé ósam-
rýmanlegt núverandi þörfum
mannlegs samfélags og að kerfi
kommúnista muni þvf breytast
án nokkurs tilverknaðar
Bandaríkjamanna — svo fremi
ekki verði til að dreifa utanað-
komandi hættu sem mætti nota
til að herða á taumunum.
Eyður eru óhjákvæmilegar i
viðtalinu við Kissinger þar sem
spurningar og svör eru knappt
form, en þær má fylla með til-
vitnunum í glænýja ræðu eins
helzta aðstoðarmanns hans,
Winston Lords, yfirmanns
stefnumótunardeildar utan-
ríkisráðuneytisins. Lord hefur
hnýtt alla þræðina sem yfirmað
ur hans skildi eftir i lausu lofti
í sannfærandi ritgerð sem hef-
ur því miður horfið í skuggann
af viðamiklum röksemdafærsl-
um Kissingers. Kissinger hefur
lítinn tíma til þess nú orðið að
vinna að nákvæmri sundurlið-
un á spám um framtíðarhorfur,
en það er það sem Lord og
samstarfsmenn hans gera.
Eru fréttirnar um dauða
kommúnismans, spyr Lord,
stórum ýktar? Við getum ekki
verið vissir um, segir hann að
leiðtogar kommúnista I framtíð-
inni verði eins jákvæðir og þeir
sem nú eru við völd. Hann ótt-
ast að þeir muni aftur koma
fram í hlutverki leiðtoga „bylt-
ingarsinnaðra" ríkja til þess að
raska hinu alþjóðlega kerfi og
valda umróti — ef til vill á
þann hátt sem felst í vonum
þeirra um að hagnast á kreppu
Vesturlanda eins og vikið var
að í byrjun þessarar greinar.
Lord minnir á að í heilan
mannsaldur fylgdu í kjölfar
stuttra tímabila bættra sam-
skipta við Sovétríkin langvinn
tímabil árekstra. Þetta fær
hann ekki til að efast um gildi
bættrar sambúðar, heldur til
þess að hvetja til tilrauna til
þess að gera hana „óhaggan-
lega“ — en það segir Brezhnev
höfuðtilgang sinn.
En tilgangur hers Brezhnevs
er sá sami og tilgangur allra
annarra herja: að efla
miskunnarlaust mátt landsins
svo það geti varizt öllum
hugsanlegum framtíðarhætt-
um. Kreppa kapítalismans, rit-
aði sovézkur hershöfðingi í
febrúar, er að komast á það stig
að „á hverri stundu" getur
skapazt ástand i einhverjum
hlekk kapítalistakerfisins sem
munu ryðja brautina fyrir um-
breytingu, grundvallarbreyt-
ingu og byltingarkenndri breyt-
ingu.
Þessu lætur hann fylgja
hvatningu um endurbætur á
hernaðarskipulagi Sovétrikj-
anna. Sovétríkin, segir hann,
verða að vera viðbúin hvers
konar breytingum á heims-
ástandinu. Til dæmis þvi, ef til
vill, að þurfa að styðja komm-
únista í borgarastríði við fasista
eða því að aftra Bandarikja-
mönnum frá þvi að hjálpa lýð-
ræðislegri rikisstjórn sem er
Framhald á bls. 20
Eftir Victor Zorza
Það
sem Rússar
vilja heyra
efni til að vilja setja mina fullyrð-
ingu gegn óbeinni fullyrðingu
höfundar. Aftur á móti hika eg
ekki við að neita án frekari
röksemdafærslu þeirri staðhæf-
ingu (sem höfundur að vísu hefir
bara eftir einhverjum og ein-
hverjum) að allt stefni norður og
niður um hag íslenskrar tungu.
Neitun min er sem sé nákvæm-
lega jafngild staðhæfingu höf-
undar: hvorug hefir á bak við sig
nokkra þá ábyrga athugun er
leyfi honum eða mér að vænta
samsinnis frá nokkrum manni.
Slíkar athuganir mætti að sjálf-
sögðu gera, en meðan þeirra er
beðið eiga menn á borð við höf-
undinn og mig ekki nema um
tvennt að velja: að þegja eða að
færa fram þau leikmannsrök sem
við ráðum yfir. Staðhæfing hans
og neitun mín eru því ekki aðeins
jafngildar heldur einnig jafn
óboðlegar lesendum. Við þetta
verð eg þó fyrir sanngirni sakir að
bæta einu enn: staðhæfing höf-
undar á sér meiri stoð 1 hefð en
neitun mín. Því að um tungu
hverrar þjóðar sem komin er á
það menningarstig að eiga sér
menntamannastétt gegnir sama
máli og æskuna: hvorttveggja er
alltaf talið vera að fara I
hundana.
Af öllum þeim ódæmum sem
höfundur hefir fram að færa um
málakennslu í íslenskum skólum
eru það fá ein sem ómaksvert má
telja að eg ræði hér. Það efni væri
betur komið i höndum einhverra
sem af mætti vænta meiri þekk-
ingar en af höfundi og meiri hlut-
lægni en af mér, sem vinn fyrir
mér með þvi að kenna erlenda
tungu — raunar þá tungu sem
höfundur virðist heldur vilja
hrakyrða en nefna. Eitt eða
tvennt get eg þó ekki með góðri
samvisku leitt hjá mér.
Eg styð til dæmis eindregið þá
skoðun höfundar (ef skoðun
skyldi kalla: orðalag á borð við
„tungumáladekur" getur fremur
til kynna kennd en skoðun) að í
íslenskum skólum sé meiri tíma
en góðu hófi gegnir varið til
kennslu erlendra tungumála. Eg
hefi árum saman lagt mig fram
um að dregið yrði úr þessum
þætti skyldunámsefnis í mennta-
skólum og tel mig skömminni
skárri stéttarþegn fyrir það. En
móti þessari viðleitni minni hefir
lagst fjöldi manna, sem eg að
vísu tel að skjátlist en standa þó
hvorki mér né greinarhöfundi að
baki um þjóðhollustu eða góðan
vilja — og þaðan af síður um
þekkingu. Eg er höfundi einnig
sammála um það að I íslensku
skólakerfi eigi ræktun íslenskrar
tungu að ganga fyrir öllu, þótt ef
til vill vaki þar ekki nákvæmlega
það sama fyrir okkur. Hinsvegar
hefi eg ástæðu til að efast um
samsinni höfundar við þá skoðun
mína að í skólum hvaða lands sem
er eigi móðurmál nemenda að
ganga fyrir öllu; hann gefur
óbeint f skyn að þetta eigi að fara
eftir þvf hversu „merk“ tunga á í
hlut. Hvað sé merk tunga lætur
höfundur ósagt eins og fleira sem
segja bæri, og verður raunar að
telja honum það til hygginda; þó
sé eg ekki betur en upp úr honum
skreppi eitt dæmi um ómerkt mál,
sem sé „mál kúreka," og virðist
þar átt við ensku frekar en til
dæmis argentínska spænsku eða
önnur kúrekamál.
En þótt eg sé höfundi sammála
um að málrækt sé mikilvægasta
hlutverk skólanna, get ég með
engu móti fallist á það, sem mér
virðist mega lesa milli línanna f
grein hans, að íslensk tunga verði
best ræktuð með því að kenna
hana sem sérstaka námsgrein eða
gera þýðingar að meginþætti í
kennslu erlendra mála. Eg er hér
ekki að setja fyrir mig slæmar
hefðir og venjur í móðurmáls-
kennslu íslenskra skóla; þær eru
á undanhaldi, þótt varla sé enn
hægt að tala um flótta. Eg er
heldur ekki að hugsa um þá mis-
þyrmingu á móðurmálinu sem
jafnan er fylgifiskur þýðinga í
málakennslu. Það sem fyrir mér
vakir er allt annað: fræðsla um
tunguna er aðeins einn þáttur í
málrækt og örugglega ekki sá
mikilvægasti; það fólk sem höf-
undur telur hafa varðveitt tung-
una á umliðnum öldum var ekki
vel að sér um málið heldur í mál-
inu (ef höfundur hefir þá metið
hlutverk þess rétt). Tungan lifir
ekki í tómarúmi; mál án innihalds
er ekki til f neinni þeirri merk-
ingu sem hversdagslegum mæl-
endum kemur beint við; sá rækt-
ar ekki málið sem talar fagurlega
um ekki neitt. Málrækt er um-
fram allt falin í málnotkun, og sá
ræktar málið best sem kennir eða
lærir að fjalla ljósast og skýrast
og af mestum heiðarleik um sem
flest viðfangsefni. Öll kennsla
sem eykur þekkingu, vit og skiln-
ing íslenskumælandi nemenda er
kennsla f íslensku; fróðleik fylgir
meira mál en skilningi betra mál.
Hvort numið er á íslenska bók eða
erlenda kann að skipta nokkru
máli, en úrslitum ræður það ekki.
Eins og höfundur veit, eða gæti að
minnsta kosti vitað ef hann kærði
sig um, er efni erlendra kennslu-
bóka rætt á íslensku í íslenskum
skólum og úr því prófað á ís-
lensku; mér er aðeins kunnugt
um eina undantekningu frá
þessu og hún er harla litilvæg.
Eina staðreynd öllum öðr-
um fremur verður að leggja
til grundvallar skynsamleg-
um umræðum um notkun
erlendra kennslubóka, en hún
er sú að allir menntaðir
menn um vfða veröld, og þar á
meðal að sjáfsögðu greinarhöf-
undur, hugsa, ræða og rita á
móðurmáli sínu um ótal efni sem
þeir hafa tileinkað sér á erlendri
tungu. Rökin fyrir þessari fullyrð-
ingu þarf varla að tína til hér;
flestir sem þetta lesa munu finna
þau í eigin reynslu.
Engu að síður tel eg mikils um
vert að til séu fslenskar kennslu-
bækur í sem allra flestum grein-
um, einkum fyrir byrjendur. Um
þetta hefi eg þó ekki fyrir mér
neina örugga vissu, heldur aðeins
hugboð um að á nýju þekkingar-
sviði átti menn sig fljótar og bet-
ur ef kostur er á að nýta þau
margvíslegu hugmyndatengsl
sem hvert tungumál býr yfir og
mönnum eru löngum tamari á
móðurmálinu en á erlendi tungu,
hversu vandlega sem hún er num-
in. Að það sé hneyksli að nota
erlendar kennslubækur er hins-
vegar engin „vitaskuld", og höf-
undi ber að gera grein fyrir
hneykslun sinni, jafnvel þótt sú
greinargerð yrði eins fátækleg og
skýring mín hér á því, hversvegna
höfundur og eg eigum í þessum
efnum sameiginlegar óskir. Satt
að segja virðist mér höfundur
alltof örlátur á „vitaskuld" og „að
sjálfsögðu", það er að segja ef
fyrir honum vakti annað en að
lýsa yfir órökstuddum skoðunum
og tjá tilfinningar sem ekki þurfa
rökstuðnings við. Það stappar
nærri móðgun við heilbrigða
skynsemi lesenda hversu sjálf-
sagt höfundur virðist telja að þeir
gleypi hugsunarlaust við hverju
sem hann segir.
Það mun ofmælt hjá höfundi að
í íslenskum skólum sé kennt að
tala öll Vestur-Evrópumál nema
fslensku, en ef til vill er hér um
vísvitandi stílbragðaýkjur að
ræða. Víst er um það, að
töluðu máli væri hægt að sýna
meiri sóma í skólunum en
gert er, einnig f kennslu er-
lendra tungna. Öllu alvar-
legri galli á málflutningi höf-
undar er það að hann fordæmir
harðlega ótilgreinda menn en
skýtur sér um leið undan ábyrgð
með því að grfpa úr lausu lofti
orðróm sem á að réttlæta fordæm-
inguna. Ástæðan til þess að ekki
er kennt að tala íslensku í ís-
lenskum skólum, segir höfundur,
„kvað vera sú, að ekki megi telja
neitt réttara en annað í íslenzku
máli.“ Kvað vera! Eftir hverjum
er þetta haft? Hverjir banna að
eitt sé talið réttara en annað í
fslensku .máli? Vissulega ekki
móðurmálskennarar f íslenskum
skólum; vissulega ekki þeir full-
trúar æðstu menntastofnana sem
til sín láta heyra um þetta efni.
Eg held að það sé ekki að ástæðu-
lausu að höfundur notar hér orða-
lag fleipurbera: „kvað vera.“ Eg
hefi fylgst nokkuð vandlega með
umræðum um íslenska tungu
undanfarinn áratug eða svo, en eg
hefi enn ekki heyrt neinn halda
fram því sjónarmiði sem höf-
undur virðist ekki þora að
fullyrða á eigin ábyrgð að til sé
en finnur þó ónefndum mönn-
um til foráttu, sem sé „að
ekki megi telja neitt réttara
en annað í íslenzku máli.“
„Frjálslyndið er svo miskunnar-
laust," segir hann, „að það bannar
samkomulag um íslenzkan fram-
burð, sem nota megi í kennslu.“
„Frjálslyndi hverra?“ væri sann-
gjörn spurning til sanngjarns
málflytjanda, en hér virðist hún
tilgangslaus. Þess má svo sem
geta að „frjálslyndi" af þessu tagi
hefir verið logið upp á þann sem
þetta ritar (og ekki bara af
drukknum útvarpshlustendum í
sfma síðla kvölds), en bæði er að
sá áburður var á misskilningi
byggður enda aðrir sem ráða því
hvort kennt er að tala íslensku í
skólum eða ekki.
Nokkrum sundurlausum spurn-
ingum til höfundar langar mig
enn að bæta hér við, þótt raunar
sé varla við svörum að búast.
Eftir hvaða kennurum er það
haft „að auðveldara sé að skilja
nemendur, þegar þeir tali ensku
en þegar þeir beri sér f munn
eitthvað sem þeir kalli íslenzku“?
Hvaða tungumál er þetta sem
slfkir nemendur „kalla“ íslensku?
Hvað merkir það að vera hlut-
gengur sem Islendingur á þingi
þjóða? Hugsum okkur íslenskan
stærðfræðing eða lækni á alþjóða-
þingi stéttarbræðra sinna. Á hann
að vera hlutgengur þar sem
læknir eða stærðfræðingur eða
aðeins sem tslendingur? Hvað er
fslensk lungnaþemba? Hvað er ís-
lensk tópólógía?
„íslendingum ætti ekki að
koma til hugar að tala annað mál
á íslandi en fslenzku,“ segir höf-
undur og bendir á Englendinga
sem fordæmi. Eg get rétt nefnt
það að eg hefi heyrt Englending
tala frönsku við Frakka í sjálfri
Framhald á bls. 20