Morgunblaðið - 24.10.1974, Side 24

Morgunblaðið - 24.10.1974, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1974 Leo Sigurðsson — Afmœliskveðja Varla er hægt að fletta svo hinni sérstaklega nrerkilegu upp- sláttarbók „Vestur-íslenzkrar æviskrár“ séra Benjamíns Krist- jánssonar, fræöimanns á Lauga- landi, að maður reki sig ekki á einn eða annan af Deildartungu- ætt í Borgarfirði, sem markað hafa merk spor í kanadískri sögu. Einn þeirra manna er rafmagns- verkfræðingurinn Leó Sigurðsson í White Rock. Fyrr á þessu ári varð hann sjötugur, er það leitt að hans hefir eigi verið getið I ís- lenzku dagblaði vegna þeirra tímamóta. Hér er því síðbúin af- mæliskveðja á ferðinni. Leó er fæddur 20. apríl 1904 í Swan River (Álftárdal) Mani- toba. Foreldrar hans voru þau hjónina Eggertína Sigríður Eggertsdóttir Jónassonar stúdents að Leirá, móðir hennar Sigríður Jónsdóttir f Deildar- tungu, og Sigurður f. að Ásólfs- stöðum í Árnessýslu Jónssonar. Móðir Sigurðar var Jórunn Ólafs- dóttir fædd og uppalin I Eystra- hreppi Árnessýslu. Faðir Leós var Þingeyingur, sonarsonur Krist- jáns umboðsmanns og dbr. á 111- ugastööum I Fnjóskadal Jóns- sonar. Inn í þetta rammíslenzka and- rúmsloft fæddist Leó, og er næst- elztur sex systkina. Tveggja ára gamall fluttist hann með for- eldrum til Winnipeg. Aðalástæð- an fyrir flutningnum mun hafa verið sú, að foreldrunum hafi fundist þar vera fleiri vegir opnir til menntunar og frama en I Swan River. Strax í barnæsku bar á námshæfileikum Leós. Hann lauk prófi í rafmagnsverkfræði. Yfir fjörutíu ára skeið starfaði hann hjá systurfélagi Northern Elec- tric, Dominion Sound Equiment, og var forstjóri þeirrar deildar I British Columbia, þar til hann lét af störfum aldurs vegna. Leó er kvæntur frú Nönnu Helgu hjúkrunarkonu, dóttur séra Alberts Kristjánssonar í Biaine. Hjónaband þeirra hefir verið hið ástúðlegasta. Börn þeirra eru tvö: 1. Albert f. 1927, lögfræðingur og læknir, en starfar nú sem blaðamaður. 2. Lorraine Grace, gift William C. Cook námuverkfræðingi, þau eru búsett í Calgary. Heimili þeirra Nönnu og Leós ber vott um menningu, velmegun og heilbrigt líf. Það hefir jafnan staðið opið fyrir Islendingum, sem ýmist eru á ferð eða eiga heima f nágrenninu. Leó er einn skemmtilegasti stflisti er ég þekki, skrifar skemmtileg og glögg bréf. Hann er glaðsinna, elskaður af eiginkonu, börnum, barnabörnum og fjölmennum frændgarði. Vinátta þeirra hjóna er sterkari en stál. Þau hafa verið sólarmegin í lífinu, en nú hefur skuggi fallið á veg Leós vegna heyrnarleysis. 20 bækur aðinn frá — Að þessu sinni koma út helmingi færri bækur hjá Leiftri en f fyrra, en þá komu út 40 bækur, sagði Gunnar Einarsson prentsmiðjustjóri, er Mbl. ræddi við hann um bókaútgáfu Leifturs f haust Það sem veldur þessu eru ekki aðeins erfiðleikar í efnisöflun, heldur aðallega vinnuaflsskortur I prentsmiðju. Afköstin hafa minnkað meir en búizt hafi verið við í upphafi. Hið langa verkfall prentara fyrr á þessu ári virðist hafa dregið lengri dilk á eftir sér en reiknað var með í upphafi, ennfremur höfðu sumarleyfi prentara sem eru 27 virkir dagar, nokkuð að segja og þar við bætist, að samkvæmt síðustu kjarasamn- Lynx komin aftur. Kr. 18.665.— r SEGULBAND MEÐ ÚTVARPI 0 Innb. hljóðnemi, 11 5v ^ 220v + rafhlöður 0 Auto stop Sendum í póstkröfu. RAFB0R6 SF. RAtJDARARSTÍG 1 SÍMl 11141 M£ MS MS SM sn sn MS MY Adals AUGL TEiKr NDAM ræti 6 simi MS ÝSINGA- JISTOFA ÓTA 25810 Um leið og ég óska frænda mfnum til hamingju á þessum tfmamótum, þakka ég vináttuna og góðvildina f minn garð. Helgi Vigfússon kennari. á mark- Leiftri íngum eiga prentsmiðjur að greiða starfsfólki 14 veikindadaga á ári. Þótt flestum veitist erfitt að skilja það, þá varð niðurstaða samninganna sú, að fyrirtækin eiga að greiða starfsfólkinu þessa 14 daga hvort sem það er veikt eða ekki, sagði Gunnar. Hann sagði ennfremur að kostnaðarhækkanir hefðu aukizt gífurlega og drægi það úr áræðni manna og getu. En bækurnar sem Leiftur gefur út verða engu að síður 18—20, og þegar eru komnar út 9 barna- og unglinga- bækur, sem eru aðallega f flokkum sem hafa komið út á hverju ári. Þar má nefna Bob Moran, Frank og Jói 2 bækur, Nancy 2 bækur, Kim og Pétur Most. Ennfremur kemur út ein bók f flokknum um Steina og Danna eftir Kristján Jóhannsson, og ný útgáfa að Nýjum ævin- týrum sem er eiginlega viðbót við Grimmsævintýri. Gunnar sagði á næstu dögum kæmu líklega út jafnmargar bækur fyrir fullorðið fólk. Af þeim mætti nefna fyrst Islenda eftir Benedikt Gíslason frá Hof- teigi, en sú bók fjallar um forn íslenzk fræði. Þessi bók kom fyrst út fyrir nokkrum árum, en í litlu upplagi og hefur nú verið ófáan- leg um nokkurra ára skeið. Ævisaga Hafsteins Sigurbjarn- arsonar frá Reykholti í Höfða- hverfi er 444 bls. bók, sem er að koma út hjá Leiftri. Kvöldrúnir nefnist svo bók, sem Þorsteinn Matthíasson hefur skráð eftir föður sínum. Þá kemur út bókin Bjart er við Breiðafjörð eftir Sigurð Sveinbjarnarson frá Bjarneyjum. Sigurrós Júlfus- dóttir nefnist höfundur sem nú gefur út sína aðra bók og nefnist hún Glætur. Haldið verður áfram að gefa út ritsafn Grétars Fells „Það er svo margt“ og kemur 5. bindið út að þessu sinni. Þá má loks nefna Utskæfur eftir Berg- svein Skúlason en sú bók fjallar um lífið á Breiðafjarðareyjum. Ein þýdd bók kemur út hjá Leiftri. Er það sfðasta sigfing heim eftir Dorothy Quentin, en eftir sama höfund kom f fyrra Lantana. Þessi bók er spennandi leynilögreglu- og ástarsaga. Miðaldra maður lézt í sprengingu á N-Irlandi Belfast 22. okt. Reuter. MIÐALDRA maður lézt f Belfast f dag, er sprengja sprakk í höndufn hans. Var maðurinn að bera sprengjuna út úr búð, sem hann vann í, en þar hafði henni verið komið fyrir. Sex manns slösuðust og þar á meðal var ungur drengur og varð að taka af honum annan fótinn á sjúkrahúsi skömmu sfðar. íbúð til leigu 4ra herb. íbúð á Hlíðasvæði, til leigu nú þegar. Tilboð, er greini fjölskyldustærð sendist Morgunblaðinu merkt: „Skilvís greiðsla — 8535" fyrir 28. þ.m. Verk h.f. Verkamenn óskast til starfa í húshlutaverk- smiðju fyrirtækisins í Kópavogi. Fæði á staðnum. Upplýsinaar á skrifstofu Verk h.f., Lauqaveqi 1 20, sími 25600. Vestmannaeyingar Kvenfélagið Heimaey heldur árshátíð sína að Hótel Sögu föstudaginn 1. nóv. og hefst með borðhaldi kl. 7.00 e.h. Sala aðgöngumiða hefst fimmtudaginn 24. október á Hótel Sögu kl. 4—7 e.h. Óseldir miðar seldir frá kl. 6.00 föstudaginn 1. nóvem- ber. Norska sendiráðið óskar eftir húsnæði eða íbúð með a.m.k. 3 svefnherb. á rólegum stað, gjarnan utan Reykjavíkur. Einnig 1—2ja herb. íbúð í Reykjavík. Upplýsinqar í síma 13065. Framvinnslufyrirtæki á Suðurlandi óskar eftir báti (minnst 100 tonn) í viðskipti. Getur séð fyrir netaveiðafærum. Uppl. gefur Þorsteinn Júlíusson hr. Skólavörðustíg 12, sími 14045. Vönduð íbúð — Fasteignaviðskipti Til sölu er mjög vönduð íbúð við Skaftahlíð (fjölbýlishús samkvæmt teikningu Sigurðar Thordarson) 4 — 5 herbergi. Sérgeymsla. Sérhiti. Hef jafnframt góðan kaupanda að 4ra—5 herb. íbúð í vesturbæ eða Seltjarnar- nesi. Skipti á ofangreindum eignum æskileg. Upplýsingar á skrifstofu minni í Búnaðarbanka- húsinu við Hlemm og eftir skrifstofutima í síma 41 104. Kristinn Einarsson hæstaréttarlögmaður. — Þuríður Framhald af bls. 16 vænlegra og óuppbyggilegra les- efni til augna. Á hinn bóginn hef ég grautað talsvert í Nýja testa- mentinu, einkum guðspjöllunum, og tel að sá hluti biblíunnar sé mér álíka töm „tilvitnunarhand- bók“ og ykkur kennimönnum er postulasagan og Pálsbréfin, sem virðast gjörsamlega hafa borið sigurorð af boðskap sjálfs meist- arans í kirkju nútfmans. Því er ekki að undra, að þið, sem hafið gert postulann Pál að staðgengli sjálfs Krists, séuð ekki hreyfan- legri f andanum og umburðar- lyndari í garð kvenna en raun ber vitni. Kristur gaf postulunum ekki vald til þess að úthúða kon- um, sem var ein eftirlætisiðja Páls, heldur til þess að reka út illa anda og gera kraftaverk. Og mér finnst satt að segja kominn tími til þess að við gerum það upp við okkur, hvort við játum hina kristnu trú guðspjallanna eða Pálíanisma. Svo sem fyrr er getið, hefur þú að minu viti ekki haldið þig við kjarna málsins f svarbréfi þínu, og reifað það nánar með sjálf- hugsuðum rökum, hvers vegna kona má ekki taka vígslu án þess að hálf prestastéttin verði heilsu- laus fyrir vikið, eða velja sér það ævistarf, sem henni finnst bezt fyrir sér liggja. Því neyðist ég til þess að fylgja þér eftir út á þfnar „hálu brautir“ og gera aukaatrið- in að aðalatriðum. Þú hneykslast að vonum á því, að ég skuli kalla ýmsar dömur af gamla skólanum „útvatnaðar eiginkonur," og það er ein af meginuppistöðunum í svari þínu. Veiztu það, að ekki er laust við að ég hneykslist á því sjálf, enda hef ég hugsað mér að biðjast velvirð- ingar (biðja þær — ekki þig) á því glæfralega orðavali. Eftir á að hyggja sé ég, að þær konur áttu varla annarra kosta völ, og því fagnar þú að sjálfsögðu í hjarta þínu álíka mikið og hruni kven- prestaveldis Krítar. En því getur þú enga stoð fundið í mínum skrifum, að ég geri lítið úr æxlunarhlutverki kvenna eða móðurhlutverki þeirra. (Auk þess er þrælbundin eiginkona ekki = móðir) Það er aðeins óskhyggja. Og hefur nokkur ráð á því? Hver ætti að bera börnin? Ekki gerir æðsta skepnan það. Eg benti að- eins á það, að konur gætu líka gert annað en f jölga mannkyninu. Hitt tel ég bæði ósmekklegt og svo langt fyrir handan þau aukaat- riði semokkurhefurkomiðsaman um að gera að aðalatriðum, að ræða um það, hvers vegna sumar konur eru mæður og aðrar ekki. Hvort því veldur meydómsdýrkun (varla getur kirkjan leyft sér að harma skírlífi okkar), leti, „list- sköpunar“-æði eða eitthvað ann- að. En ef ég get með nokkru móti dregið úr vítaverðu dáðleysi mfnu í þeim efnum, þá geri ég það bezt með því að minna þig á það, að við eigum bæði jafn lítinn heiður af fjölgun mannkynsins. Ef nokkuð má marka orð þín, þá segirðu að skaparinn leyfi ekki slíkt án til- verknaðar karlmanns. En frá mínum sjónarhóli séð, er það e.tv. ekki það versta, sem yfir eina konu getur dunið að eiga ekki afkvæmi, sízt þá, sem veit hvaða örlög mundu bíða þess undir handleiðslu hinna andlegu yfir- valda. Skrifað stendur: „Þeir tímar munu koma, að menn munu segja — sælar eru óbyrjur....“ Þá held ég að ekki sé ástæða til þess að þakka þér fyrir fleira í svarbréfi þínu. En hitt vil ég árétta að lokum: Ef guð getur yfirleitt ekki komizt af án okkar manna (sem er vafamál), þá held ég að honum sé meiri akkur í þvf að á hann sé trúað, en hann sé kallaður Herra, Herra í helgidóm- inum á hverjum sunnudegi í sömuprédikun. Ogmiggrunaraó sá eigi betri heimvon, sem leitast við að uppfylla hans stærsta og mesta lögmál — að elska Drottin guð sinn og náungann að auki — heldur en þeir, sem gera sér guð almáttugan eingöngu að lifi- brauði. Þar með er þessu guðsblessaða pennaskaki lokið af minni hálfu. Þín í andanum Þurfður Kvaran.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.