Morgunblaðið - 24.10.1974, Síða 26

Morgunblaðið - 24.10.1974, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÖBER 1974 Guðmundur Ólafs- son - Minningarorð Blönduhlið í Skagafirði. For- eldrar hans voru Sigurbjörg Guð- mundsdóttir og Ölafur Jóhanns- son. Þegar Guðmundur var 11 ára gamall fluttist hann meó foreldrum sinum að Miklabæ í Skagafirði. Árið 1941 tekur hann við búi föður síns, sem lézt það sama ár. Nokkrum árum síðar — eða árið 1947 — flyzt Guðmundur svo að Skiðastöðum í Lýtingsstaðahreppi og býr hann þar til ársloka 1953, en þá veikist hann af berklum og leggst inn á Kristneshæli. Við þennan landlæga vágest átti Guðmundur að striða í um 6 ára skeið, og hafði hann þá dvalist þessi ár bæði á Reykjalundi og Kristneshæli. Árið 1960 flyzt Guðmundur til Reykjavíkur ásamt konu sinni Önnu Helgadóttur og tveim börnum þeirra, Ólafi og Sigur- björgu og móður sinni. Það sama ár ræðst hann til t Eiginmaður minn og faðir okkar, FREYSTEINN ÞORBERGSSON, Öldutúni 18. Hafnarfirði andaðist á Landspitalanum aðfaranótt miðvikudagsins 23 þ.m. Edda Þráinsdóttir og dætur t Útför móður okkar, ÓLAFÍU BJÖRNSDÓTTUR, Nýlendugötu 1 2, fer fram frá Fríkirkjunni föstudaginn 25. október n.k. kl. 15.00. Guðrún Vilmundardóttir, Björn Vilmundarson, Vilhjálmur Vilmundarson, Björgvin Vilmundarson. t Maðurinn minn, SIGURBJÖRN EYJÓLFSSON, frá Keflavík, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 25. október kl. 2 e.h. Fyrir hönd barna og annarra vandamanna Guðlaug Jónsdóttir. Fæddur: 15. júni 1916. Dáinn: 17. október 1974. GUÐMUNDUR Jóhann Ólafsson, eins og hann hét fullu nafni, var fæddur að Frostastöðum í t Konan mín, REGÍNA ÞÓRÐARDÓTTIR, Verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 25. október kl. 1 4. kl 14. Bjarni Bjarnason. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegn'a andláts, STEINUNNAR SCHRAM, frá Siglufirði, Björn Dúason, Kristín Sigurðardóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts sonar okkar, bróður og dóttursonar KJARTANS HALLDÓRS BJÖRNSSONAR, Sæviðarsundi 74, Sérstakar þakkir viljum við færa læknum og hjúkrunarliði á I. deild A og B Landakotsspítala fyrir frábæra hjúkrun og umönnun Sigríður Kjartansdóttir, Björn Kristmundsson, Halldóra Björnsdóttir, Kristín Björnsdóttir, Halldóra Jónsdóttir. starfa hjá Sláturfélagi Suður- lands og vann hann þar til dauða- dags. Dauðinn — sá fasti farandkarl — gerir sjaldnast boð á undan komu sinni. Svo var og í þetta sinn. Vart hafa ástvinir Guð- mundar búist við því, er hann var fluttur á spítalann siðdegis mið- vikudaginn 16. þ.m. að hann yrði ekki í tölu lifenda að morgni næsta dags. Hið unga líf var Guðmundi hug- leikið, bæði 1 sjálfri náttúrunni sem í mannlífinu. Þegar barna- börnin komu í heimsókn var afi hinn natni og athuguli leikbróðir. Þá var fylgst vel með því sem þessir uppvaxandi þegnar höfðust að. Þeir sem hafa á einhvern hátt tapað hluta af sinni líkamsorku kunna vel að meta heilbrigði og lífsorku. Við hjónin þökkum hinum látna góð kynni og við söknum þessa dagfarsprúða sambýlis- I manns. Mestur verður þó sökn- | uður eftirlifandi konu og aldr- ! aðrar móður. Við sendum þeim okkar innilegustu samúðar- kveðjur og erum þess jafnframt fullviss að á sorgar- og saknaðar- stundum gefst okkur óvæntur styrkur. Megi sá styrkur hlotnast þeim, börnum þeirra, tengda- börnum, barnabörnum og stjúp- börnum. Vilhjálmur Björnsson. Margrét Einars- dóttir — Kveðja Fædd 17. júlí 1943. Dáin 16. október 1974. Að morgni miðvikudagsins þann sextánda þessa mánaðar barst mér sú sorgarfregn, að mág- kona mín, Margrét Einarsdóttir, hefði andast þá um morguninn. Að vísu er varla hægt að segja, að lát Margrétar hefði átt að koma mjög á óvart, því hún hafði lengi átt við mjög mikil og alvarleg veikindi að stríða. En samt sem áður kom þessi fregn eins og reiðarslag. Það er mjög erfitt að sætta sig við, að ung manneskja, svo full af lífskrafti og sem átti svo miklu ólokið, skuli nú vera fyrir fullt og allt horfin sjónum okkar. E.t.v. leyndist alltaf með manni sú von, að Margréti heitinni tæk- ist að lokum að sigrast á veikind- um sínum, slíkum lífsvilja og bar- áttuþreki sem hún var gædd. En slíkir eiginleikar virðast mega sín lítils gagnvart dauðanum. Margrét fæddist á Skagaströnd, dóttir hjónanna Aðalbjargar Bjarnadóttur og Einars Magnúsar Kristjánssonar og var hún yngst fimm systkina. Ung að aldri flutt- ist hún með fjölskyldu sinni 1 Vogana, þar sem þau bjuggu um nokkurra ára skeið. Þaðan fluttist fjölskyldan búferlum til Reykja- vfkur, og hefur Margrét átt þar heima æ síðan. Árið 1961 giftist Margrét eftir- lifandi manni sfnum, Moritz Wil- helm Sigurðssyni og eignuðust þau þrjú indæl og mannvænleg börn, þau Sigurð, önnu og Einar Magnús. Fá heimili veit ég um, sem eins gott var að koma á og heimili þeirra hjóna. Þar sat Iffsgleðin jafnan í öndvegi og til manns staf- aði birtu og hlýju. Sárt er fyrir eiginmanninn og hin ungu börn að sjá á bak eiginkonu og móður, sem annaðist þau og umvafði af svo miklu ástríki og alúð. Að sfðustu vil ég votta ástvinum hennar mína dýpstu samúð. Megi guð veita þeim styrk í sorg þeirra. Auður Sigurðardóttir. Guðbjörg Bjarnadótt- ir — Minningarorð Þann 15. okt. s.l. andaðist í götu 68, Akranesi. Langar okkur Sjúkrahúsi Akraness amma okkar að minnast hennar nokkrum Guðbjörg Bjarnadóttir, Suður- orðum. t Fósturmóðir okkar, MARGRÉT SALÓME JÓNSDÓTTIR frá MiSdal t Bolungarvík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 25. október kl 10,30. Rannveig Jónsdóttir, Guðlaug Snorradóttir. t Þökkum af alhug okkar sýndu vináttu og samúð vegna andláts eiginmanns, sonar og föður, GUÐMUNDAR EINARSSONAR, Blönduósi. Hrafnhildur Reynisdóttir, Davla Guðmundsson, Hrönn Guðmundsdóttir, Bryndis Bylgja Guðmundsdóttir, Einar Guðmundsson. Þórdls Guðmundsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og alla sæmd, vegna fráfalls, eiginmanns mins, föður og tengdaföður okkar ÞORSTEINS SIGURÐSSONAR bónda á Vatnsleysu Ingigerður Þorsteinsdóttir, Sigurður Þorsteinsson, Einar Geir Þorsteinsson, Kolbeinn Þorsteinsson, Bragi Þorsteinsson, Sigrlður Þorsteinsdóttir, Viðar Þorsteinsson, Steingerður Þorsteinsdóttir, Ólöf Brynjólfsdóttir, Ingveidur B. Stefánsdóttir, Erla Sigurðardóttir, Halla Bjarnadóttir, Grétar Br. Kristjánsson. Guðrún Gestsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, GlSLA GlSLASONAR Hafnarfirði. Sérstakar þakkir viljum við færa læknum og hjúkrunarliði á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund fyrir góða hjúkrun og umönnun. Sigríður Guðmundsdóttir, Kristín G. Glsladóttir, Vilhjálmur G. Skúlason, Þorgerður M. Gísladóttir, Jón Ól. Bjarnason, og barnabörn. Hún fæddist að Kvíanesi í Súg- andafirði 5. september 1892, dótt- ir hjónanna Bjarna Ölafssonar og Helgu Jónsdóttur. Ung giftist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Oddi Hallbjörnssyni skipstjóra frá Bakka í Tálknafirði. Bjuggu þau fyrstu 15 árin á Súgandafirði, en fluttust þaðan til Akraness og hafa búið þar síðan. Þeim varð 10 barna auðið, þar af komust 8 til fullorðinsára. Þau eru: Ölafur Veturliði, giftur Sól- eyju Halldórsdóttur, Guðrún Val- gerður, gift Bjarna Kristófers- syni, Þorgerður Jóna, Aðalheiður María, gift Ársæli Vaidimarssyni, Hallbjörn Eðvarð, giftur Fjólu Eirfksdóttur, Bjarni, giftur Agötu Þorleifsdóttur, hann lést af slys- förum árið 1958, Jón Friðrik, giftur Svölu Knudsen, Guðbjörn Valdimar, giftur Kristínu Guð- laugsdóttur. Afkomendur þeirra nálgast nú hundrað. Umvafin minningum, allt frá bernskudögum, þökkum við ömmu alla þá ástúð og umhyggju sem hún veitti okkur. Jafnaðargeð og létt Iund voru hennar aðalsmerki, og þrátt fyrir annir þær og ærinn starfa sem Framhald á bls. 20 t Kveðjuathöfn, SIGÞRÚÐAR SIGUROARDÓTTUR, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 24. þ.m. kl. 1.30 e.h. Jarðsett verður frá Víkurkirkju í Mýrdal laugardaginn 26. okt kl. 1.00 e.h. Blóm og kransar af- beðin Aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.