Morgunblaðið - 24.10.1974, Side 32
32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÖBER 1974
Sagnarandinn
eftir ÓSKAR KJARTANSSON
„Ég er búinn að segja þér, að það var ekki nokkur
andi í pokanum“, stundi Gvendur.
„Vist var andi í pokanum. Þú heyrðir það í gær-
kveldi með þínum eigin eyrum“, svaraði Daði.
„Ég hefði þá átt að sjá hann, þegar hann skrapp
út“, sagði Gvendur.
„Ekki hélt ég, að þú værir svona heimskur, Gvend-
ur minn! Veiztu það ekki, að allir andar eru ósýnileg-
ir?“ spurði Daði.
Nú sljákkaði fyrir alvöru í Gvendi. Þetta hafði
hann ekki athugað fyrr. Honum rann nú næstum
reiðin, því að hann fór að sjá, að hann gat engum um
þetta kennt, nema sjálfum "ér.
„Það er alveg satt. Þetta athugaði ég nú ekki fyrr“,
sagði hann. „Æ, mikill endemisklaufi gat ég verið.
Þetta hefst af bræðinni!" bætti hann við.
Daði lét nú Gvend standa upp, því að hann var nú
alveg rólegur. Gat Daði sannfært hann um það, að
þetta væri allt honum sjálfum að kenna og þess
vegna hlyti hann að bera skaða sinn óbættan. Þess-
um röksemdum gat aumingja Gvendur ekki mót-
mælt, og fór hann heim við svo búið. Sá hann, að bezt
mundi að gleyma þessu öllu saman, og tókst honum
það að mestu. Svo liðu nokkrir dagar.
Þá var það, eitt kvöld, að hann smeygði sér I
sparibuxurnar sínar og labbaði yfir að Teigi. Var
honum þar vel tekið og honum boðið kaffi. Ekki þáði
hann það. Tók hann Egil á eintal, og sagðist nú vera
kominn til þess að ákveða daginn, sem brúðkaupið
ætti að standa.
„Hvaða brúðkaup?“ spurði Egill og lézt verða
alveg hissa.
„Nú, mitt og hennar Randíðar, dóttur þinnar!“
svaraði Gvendur.
„Það verður nú aldrei, Guðmundur minn“, sagði
Egill, ósköp rólega og tók í nefið.
„Ha, aldrei?“ spurði Gvendur, alveg steinhissa á
þessaraósvífni.
„Já, það er nú svona, Gvendur minn“, sagði Egill.
„Heyrðu“, bætti hann svo skyndilega við, eins og
honum hefði dottið eitthvað í hug. „Hérna eru
annars þessar krónur, sem ég skuldaði honum föður
þínum sáluga. Ég vona, að þú misvirðir það ekki við
mig, þótt það hafi dregizt dálítið að borga þær. Ég
hefi satt að segja átt dálítið erfitt uppdráttar upp á
síðkastið".
Nú var Gvendur svo hissa, að hann gat ekki sagt
eitt einasta orð. Hann tók við peningunum, sem Egill
rétti honum og kom það ekki til hugar, að það væru
D z \ w jl
5 s é> IW>
Hver notar hvaða skó
heitir þessi getraun. Þú
átt að skoða vandlega
andlitsteikningarnar og
sfðan finna hvaða skór á
að fylgja hverjum. — Og
til að auðvelda lausnina
skal þess getið, að kall-
inn merktur B notar stíg-
vélið nr. 6 því það er kú-
reki.
ANNA FRÁ STÓRUBORG
SAGA FRÁ SEXTÁNDU OLD
eftir
Jón
Trausta
Þá kom kvenmaður ríðandi vestan að fljótinu, með barn í
fanginu og fataböggul bundinn við söðulsveifina. Hún reið
undur hægt, fót fyrir fót. Hesturinn virtist vera latur, en
traustur.
Þegar hún kom að fljótinu, reið hún hiklaust út í það. Hún
þræddi brotin eftir straumlaginu og var auðsjáanlega vön
vötnunum. Hesturinn óð hægt og knálega. Fljótið var svo
djúpt i sumum álunum, að vatnið beljaði upp í fótaskörina.
Þegar hún nálgaðist austurlandið, óð hesturinn um stund á
grynningum fyrir ofan eina eyrina. Þá var ekki eftir nema
síðasti állinn, en hann var líka dýpstur.
En allt í einu sökk hesturinn í sandbleytu.
Hann brauzt um nokkra stund, þar til stúlkan hvarf og
söðullinn með. Gjarðirnar höfðu slitnað.
Eftir örlitla stund var hún komin upp á eyrina með bam-
ið í fanginu, og söðullinn einnig rekinn upp á eyrina. En
hesturinn reif sig fram úr sandbleytunni og óð austur yfir.
Stúlkan stóð á eyrinni og kallaði um hjálp í ákafa. En
það voru litlar likur til, að það heyrðist heim að Fit, sem
var næsti bærinn.
Hjalti brá við skjótt, greip stöng sína og hentist í fáeinum
loftköstum ofan að fljótinu og óð út í eyrina til stúlkunnar.
Állinn var honum undir hendur.
Hann tók móðurina og barnið í einni ferð, móðurina á
bakið og barnið á handlegginn, og óð með þau austur yfir.
Svo óð hann til baka og sótti söðulinn.
Stúlkan vatt bleytuna úr fötum sínum og barnsins á meðan
Hjalti náði hestinum, gerði við gjarðirnar og lagði á. Hún
skalf enn þá eins og laufblað af hræðslunni, og tárin titruðu
í augnahárum hennar. En barnið hló út undir eyru að öllu
ævintýrinu.
„Guð launi þér fyrir hjálpina!“ mælti stúlkan með grát-
klökkri rödd, þegar hún var setzt á bak og Hjalti rétti henni
barnið. „Hverjum á ég að þakka þessa miklu hjálp?“
Hjalti svaraði engu. Hann leit framan í stúlkuna og virti
hana fyrir sér. Hún var ung og góðleg, og barnið hennar
var yndislega fagurt og hraustlegt, svo sem ársgamalt. Það
var svo sem auðséð, að hún var bláfátæk og bamið líklega
óskilgetið. Enginn maður lætur konu sína ríða þannig vötn
fylgdarlausa; annað mál er það, hvað menn bjóða barns-
mæðrum sínum. Liklega var hún að fara í vist eitthvað
austur undir fjöllin, þar sem hún mátti hafa barnið á kaup-
inu sínu.
„Hvað heitir þú og hvar áttu heima?“ spurði stúlkan og
horfði hálfhrædd á þennan sterklega villimann, sem hafði
bjargað henni, en ekkert orð við hana talað. Hún hafði ekki
virt hann fyrir sér fyrr en nú. Nú varð henni starsýnt á
hann.
Hjalti svaraði engu. Hann rétti henni tauminn, myrkur, en
þó mildur á svipinn. Svo tók hann stöng sína, gekk í hægð-
um sínum ofan með fljótinu og lagðist þar niður. Stúlk-
an reið á stað, en leit við og gaf honum auga á meðan hún
gat séð til hans.
— Næstu nótt gat Hjalti ekki sofið i helli sinum. Hann
ÍTIcÖlmor9unkckffinu
Var ekki annað pláss
fyrir myndina af henni
mömmu?
Ég ætlaði ekki að drekka
á götunni.
M'í «fivv/ 'fc'V,
Nei heyrðu, — afsakaðu
Ijúflingur.
Skárri eru það fínheitin
— í nýjum kjól?
vw
Hættið þessum djöfla-
gangi. — Lykillinn er
undir mottunni.