Morgunblaðið - 05.11.1974, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.11.1974, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1974 17 8 SÍÐUR Þriðjudagur 5. nóvember Arni varð Norðurlani la- meístarí UNGUR KR-ingur, Arni Þ. Helga- son, hlaut gullverðlaun á Norður- landameistaramðti unglinga f lyftingum, sem fram fór í Ála- borg f Danmörku um helgina. Keppti Árni f miiliþungavigtar- flokknum, — var rétt yfir mörk- unum f léttþungavigtinni. Lyfti Arni samtals 270,0 kg., en sá, sem varð annar f þessum þyngdar- flokki, Finninn Erkki Töyssö, iyfti sömu þyngd, en var til muna þyngri en Árni, en Ifkamsþyngd er látin ráða, þegar keppendur lyfta sama þunga. — Árni sýndi mikið öryggi f keppninni, sagði Gústaf Ágnars- son, Iyftingamaðurinn gððkunni, sem var fararstjðri f ferðinni, — f snöruninni byrjaði hann á 115 kg., lyfti sfðan 120,0 kg. og loks 125,0 kg. en sú þyngd var dæmd af honum. t jafnhöttuninni byrj- aði Arni á 145,0 kg., lyfti sfðan 150,0 kg. og reyndi að sfðustu við 165,0 kg., en mistðkst. Finninn, sem varð annar f þessum þyngdarflokki, lyfti sömu þyngd- um og Arni. Áðeins einn keppendanna náði betri heildarárangri en Árni. Sá keppti f þungavigtarflokknum og lyfti hann samanlagt 315 kg. Varð sá þriðji f þeim flokki á sfðasta Norðurlandameistaramðti ungl- inga. ÞETTA er f annað sinn, sem Is- lendingur vinnur til Norður- landameistaratítils f lyftingum unglinga. Fyrir tveimur árum vann Gústaf Agnarsson gullverð- laun f þungavigtarflokknum. Er afrek Arna Helgasonar hið glæsi- legasta, ekki sfzt þegar það er tekið með f reikninginn, að lyft- ingafþróttin er mjög hátt skrifuð á Norðulöndunum, og þar fjöldi gððra lyftingamanna. Enn er — ÞRÁTT fyrir mjög óhagstæð úrslit f leikjum okkar, tel ég, að við höfum haft erindi sem erfiði á þetta Norðurlandameistaramðt, sagði Tómas Tómasson, farar- stjóri fslenzka blaklandsliðsins, sem tðk þátt f Norðurlandameist- aramótinu f blaki, sem haldið var f Svfþjóð á föstudag, laugardag, og sunnudag. — Þess er ekki að vænta, að neinar framfarir verði hjá okkur, nema leikmenn okkar fái tækifæri til þess að reyna sig á mótum sem þessum, og ekki sfzt: Fái að sjá blak, eins og það gerist bezt, en allir eru sammála um, að f úrslitaleiknum á milli Svfþjóðar og Finnlands hafi verið boðið upp á slfkt blak. Urslitaleikurinn tók hálfa þriðju klukkustund, og telst það fremur fátftt f blakfþróttinni, en segir mikið um þá spennu og baráttu, sem f leiknum var. íslendingar kepptu tvívegis á laugardag og tvívegis á sunnudag- inn. Fyrsti leikurinn var gegn Svíþjóð, sem sigraði í leiknum: 3—0. — Þetta var bezti leikur okkar í mótinu, sagði Tómas. — Eftir fremur slaka byrjun og tap i fyrstu hrinunni 3—15, náðu strákarnir sér verulega vel á strik og léku mjög vel í annarri hrinu. Þurftu Svíarnir að taka á honum stóra sínum til þess að sigra, en úrslitin í hrinunni urðu 15—11 fyrir þá. I þriðju hrinunni sigr- uðu þeir svo örugglega: 15—3. Næsti leikur íslendinga var gegn Norðmönnum, en fyrirfram var talið, að möguleikarnir væru helztir gegn þeim. íslendingar léku tvo landsleiki við Norðmenn í fyrra, og unnu þá af þeim eina hrinu og veittu þeim töluverða keppni. — En það er ekkert vafa- mál, að Norðmönnum hefur farið fram frá því í fyrra, sagði Tómas, — a.m.k. tefldu þeir nú fram sterkara liði en mætti okkur þá. Þeir sigruðu okkur án mikillar fyrirhafnar 3:0 (15—3, 15—5 og 15—3). Þessu næst mættu íslendingar svo Dönum, og var það þeirra slakasti leikur í mótinu. Danirnir börðust af mikilli grimmd í leikn- um, ákveðnir að vinna eins stórt og mögulegt væri. Allt gekk á afturfótunum hjá islenzka liðinu þegar frá byrjun, og það átti sér aldrei viðreisnar von I leiknum og tapaði 0:3 (16—0, 15—4 og 15—Oj. Að lokum mætti íslenzka liðið svo því finnska. Finnarnir áttu þá fyrir höndum úrslitaleik í mótinu við Svía, og lögðu sig greinilega ekkert sérstaklega fram. Skoóuðu þennan leik nánast sem upphitun fyrir leikinn við Svía. Eigi að síður unnu þeir yfirburðasigur, enda lið þeirra mjög gott. Urslit í hrinunum urðu 15—4, 15—1 og 15—2, eða3:0. Sem fyrr segir var úrslitaleikur Svía og Finna hápunktur mótsins, og var honum sjónvarpað beint um öll Norðurlöndin. Svíarnir langt í land byrjuðu l'eikinn mjög vel og unnu fyrstu hrinuna 15—9. 1 næstu hrinu sneru Finnarnir blaðinu við og unnu með sama skori. Svíar sigruðu svo i þriðju hrinu 15—6, en fjórðu hrinuna, sem var mjög spennandi ^og vel leikin, unnu Finnar: 15—10. Þurfti því fimmtu hrinuna til þess að ná fram úrslitum í leiknum, og var hún mjög jöfn og bauð oft upp á glæsilega leikkafla frá báðum lið- um. Sigruðu Finnarnir 15—12 og urðu þar með Norðurlandameist- arár. Hlutu þeir 8 stig, Sviar 6, Danir 4, Norðmenn 2 og Islend- ingarekkert. — Það er greinilegt, sagði Tómas, — að okkar lið var ekki í svipað því eins góóri þjálfun og hin liðin og skorti flest af því, sem þau höfðu til að bera. Einkum og sér i lagi þó knatttækni. Má af þessu móti ljóst vera, að um veru- legar framfarir í blakíbróttinni verður ekki að ræða hjá okkur fyrr en við fáum erlenda þjálfara til starfa. Urslit í einstökum leikum í mót- inu urðu þessi: Finnland — Danmörk 3:0 (15—12,15—5, 15—5). Svíþjóð — Noregur 3:0 (15—3, 15—9, 15—5). Finnland — Noregur 3:0 (15—3, 15—12, 15—7). Svíþjóð — Island 3:0 (15—3, 15—11, 15—3). Noregur— ísland 3:0 (15—3, 15—5, 15—3). Svíþjóð — Danmörk 3:1 (15—9, 13—15, 15—4 15—4). Danmörk — Noregur 3:0 (15—8, 15—8, 15—10). Finnland — ísland 3:0 (15—4, 15—1, 15—2). Danmörk — island 3:0 (15—0, 15—4, 15—0). Finnland — Sviþjóð 3:2 (9—15, 16—9, 6—15, 15—10, 15—12). Utkoma íslenzka landsliðsins f blaki á Norðurlandameistaramótinu i Svfþjóð var einungis staðfesting á þvf, að tslendingar eru nánast byrjendur f þessari skemmtilegu fþrótt, sem hvarvetna á vaxandi fylgi að fagna. Myndin var tekin f blakleik f fyrra og sýnir einn landsliðs- manna, Guðmund E. Pálsson, ná „smassi" f leik. Golfmennimir réttu örlítið hlut sinn ÍSLENDINGAR höfnuðu í 29. og næst neðsta sæti f Eisen- hower-heimsmeistarakeppni áhugamanna f golfi, sem lauk f La Romana f Dóminikanska lýðveldinu á sunnudaginn. Léku Islendingarnir samtals á 1109 höggum, en sveit E1 Salva- dor, sem varð sfðust f keppn- inni, lék á 1126 höggum. Bandaríkjamenn urðu heims- meistarar eftir mikla keppni við Japani. Léku Bandarfkja- mennirnir á samtals 888 högg- um, en Japanarnir á 898 högg- um. Náðu einstakir golfmenn f sveitum þessum frábærum árangri, léku meira að segja undir pari vallarins, sem er 72. Völlurinn, sem keppni þessi fór fram á, þykir sérlega erfið- ur, og mun hann að mestu vera í skóglendi. Hefur þetta vafa- laust háð islendingunum mjög mikið, enda slíkt eins ólíkar að- stæður og hugsazt getur. Eigi að síður hefði mátt búast við betrx árangri þeirra í keppninni en raun varð á. Að vísu voru þeir fjórir, sem þarna skipuðu islenzka landsliðið, ekki í allra fremstu röð á mótum hérlendis í sumar, en þó allir ýmist í íslenzka landsliðinu eða vara- menn í því. Ástæðan fyrir því, aó þeir, sem fremstir hafa verið hér i sumar, fóru ekki f keppnisferð þessa, var sú, að hún var mjög kostnaðarsöm og urðu keppendurnir að greiða kostnaðinn að öllu leyti sjálfir. Beztu íslenzku golfmennirnir eru hins vegar skólamenn, sem ekki treystu sér til þess að ráða við hinn mikla kostnað, sem ferðalaginu var samfara. Keppnisfyrirkomulagið í Eis- enhower-keppninni var þannig, að í hverri sveit voru fjórir golfmenn, en árangur þriggja beztu var siðan reiknaður. Bezt- um árangri einstaklinga í keppninni náði Bandaríkja- maóurinn George Burns, sem lék á 74—76—70—77 höggum. Aðrir f sigursveit Banda- ríkjanna voru Gary Koch (79—70—76—76) og Jerry Pate (73—77—73—71). Sam- tals var árangur Bandaríkja- mannanna 24 höggum yfir pari vallarins og segir það sína sögu um hversu völlurinn var erfið- ur. Aðeins þrivegis áður hefur heimsmeistarakeppni þesssi unnizt á verri árangri. Hefur keppni þessi farið fram síðan 1953, og er þetta í sjötta sinn, sem Bandaríkjamenn verða heimsmeistarar. Árangur einstaklinga í japönsku sveitinni, sem hlaut silfurverðlaunin, varð sem hér segir: Ginjiro Nakabe (83—80—70;—76), Tsutomo Irie (75—77—73—80), Tetsuo Sakata (78—74—77—81) og Satoshi Yamazaki (73—75—76—71). Þorbjörn Kjærbo náði bezt- um árangri Islendinga i keppn- inni, en hann lék samtals á 369 höggum — 81 höggi yfir pari vallarins. Yfirleitt sóttu íslenzku keppendurnir sig þegar á keppnina leið, og árangur þeirra tvo siðustu dag- ana var mjög svipaður og fjölda annarra keppenda. Hörmuleg útkoma sveitarinnar i byrjuninni kom i veg fyrir, að hún yrði framar en raun bar vitni. Fyrsta daginn léku is- lendingar á samtals 391 höggi, annan daginn á samtals 393 höggum, þriðja daginn á 365 höggum og fjórða daginn á 357 Árangur Þorbjörns Kjærbo var þannig, að fyrsta daginn lék hann á 96 höggum, annan dag- inn á 91 höggi, þriðja daginn á 88 höggum og loks á 94 högg- um. Einar Guðnason lék á samtals 370 höggum, og náði hann bezta árangri þeirra félaga siðasta daginn, er hann lék á 86 högg- um. Höggafjöidi hans hina dag- ana var 97 — 100 og 87. Jóhann Benediktsson lék á samtals 379 höggum (95 — 103 — 93 og 88) og Tómas Holton lék á samtals 388 höggum (103 — 99 — 97 og 89). Heildarúrslit í keppninni: 1) Bandaríkin 888 högg, 2) Japan 898 högg, 3) Suður- Afrika 908, 4) Bretland og ir- land 922, 5) Formósa 928, 6) Argentína 931, 7) Kanada 932, 8) Frakkland 936, 9) Svíþjóð 936, 10) Ródesía 942, 11) Nýja- Sjáland 947, 12) italia 956, 13) Venezúela 956, 14) Sviss 959, 15) Nýja-Guinea 961, 16) Mexikó 962, 17) Holland 963, 18) Belgía 969, 19) Chile 972, 20) Suður-Kórea 976, 21) Kolombía 980, 22) Ecuador 989, 23) Jamaica 990, 24) Noregur 990, 25) Dominíkanska lýðveld- ið 998, 26) Portó Rikó 1003, 27) Bermúda 1004, 28) Bahama- eyjar 1046, 29) island 1109, 30) E1 Salvador 1126.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.