Morgunblaðið - 05.11.1974, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.11.1974, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1974 33 fólk í fréttum Velgengni þeirra blindu sem fram hafa komið I poppheiminum er ótvfræð. Stevie Wonder sem er einn þeirra þekktustu þar á meðal hefur látið þau orð falla, að aðeins þeir blindu geti túlkað tilfinn- ingu og geðshræringu f tóniistinni. Stevie spilaði sem unglingur á orgel I kirkju og 23 ára gamall var hann orðinn stjarna I poppheiminum. Stevie (hér á myndinni ásamt unnustu sinni Yvonne) hefur hlotið margskonar viðurkenn- ingar á þvf sviði, m.a. hefur hann hlotið „Grammy“ plötuverðlaunin og verið kosinn „listamaður ársins". Ótvírœð velgengni Jósé Feliciano: einnig blindur og einhver vinsælasti popp- söngvarinn nú. Aðaláhugamál: tónlist og konur. önnur stjarna úr hópi blindra, Ray Charles hefur sagt „ég er hreikinn yfir að vera blindur“. Annað bindið af GULAG Ut er komið annað bindið af bókinni um GULAG eyjahafið eftir Alexander Solzhenitsyn. Fyrri bókin af GULAG, hefur selzt betur en nokkur önnur bók á þýzku eða i um 1,1 milljón eintaka frá því hún kom út i janúar sl. Áætlað er að þriðja bindið komi á markaðinn i fyrsta lagi í október 1975. Síðan Solzhenitsyn fluttist til Sviss, hefur hann ekki haft sig mikið í frammi. Hann svarar ekki bréfum, fer varla út fyrir hússins dyr nema einstaka sinnum að hann hjálpar kon- unni við innkaupin og svo gengur hann um í skóginum svona til heilsubótar. Solzhenit- syn vinnur mikið; hann stendur við púltið i tíu tíma á dag og skrifar. Engir helgidagar og ekkert fri, tíu timar á hverjum degi. Höfundur við skriftir. Myndin er tekin f Sovétrfkjunum árið 1963. „Sál mfn er upp alin f fangabúðunum". Nú eftir að gíslunum hefur verið bjargað úr fangelsiskapellu Scheveningen fangelsis þar sem þeim var haldið i gíslingu, sakar ekki að sýna enn eina mynd frá þeim atburði. Myndin sýnir lögreglumenn fjarlægja alla lögregluhunda úr fangelsinu eftir að fyrirmæli höfðu komið frá glæpamönnunum þess efnis, að þeim þætti ónæði af hundunum, og vildu láta fjarlægja þá, alla. Þegar myndin var tekin, höfðu glæpamennirnir ennþá 19 manns i gíslingu. Útvarp Reyítfavik ÞRIÐJUDAGUR 5. nóvember 7.00 Morgunútvarp Veóurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55 Morgunleikfimi kl. 7.35 og 9.05. Morgunstund barnanna kl. 9.15: Rósa B. Blöndal heldur áfram að lesa söguna „Flökkusveininn4* eftir Hector Malot (20). Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lögá milliliða. Fiskispjall kl. 10.05: Ásgeir Jakobsson flvtur upplýsingaþátt að tilhlutan Fiskifélags Islands. „Hin gömlu kynni" kl. 10.25: Valborg Bentsdóttir sér um þátt með (rá sögnum og tónlist frá liðnum árum. Hljómplötusafnið kl. 11.00: (endur- tekinn þáttur G.G.). 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Frá getnaði til fæðingar Annar þáttur um meðgöngutímann. Umsjón: Guðrún Guðlaugsdóttir. 15.00 Miðdegistónleikar: tslenzk tónlist a. Konsert fyrir hljómsveit eftir Jón Nordal. Sinfónfuhljómsveit Íslands leikur; Proinnsias O’Duinn stj. b. Lög eftir Sigursvein D. Kristinsson og Sigurð H jörleifsson, einnig fslen/kt þjóðlag. Alþýðukórinn syngur; dr. Hallgrfmur Helgason stj. c. Sónata fyrir klarfnettu og pfanó eftir Jón Þórarinsson. Sigurður Ingvi Snorrason og Guðrún Kristinsdóttir leika. d. Lög eftir Sigvalda Kaldalóns og Árna Thorsteinsson. Elsa Sigfúss syngur; Valborg Einars- son leíkurá pfanó. e. Lög eftir Sigvalda Kaldalóns, Jón Leifs og Steingrím Hall. Ingvar Jónasson leikur á lágfiðlu og Guðrún Kristinsdóttir á pfanó. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (Veður- fregnir kl. 16.15). Tónleikar. 16.40 Litli barnatfminn Margrét Gunnarsdóttir stjórnar. 17.00 Lagiðmitt 17.30 Framburðarkennsla f spænsku og þýzku 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Heiðrekur Guðmundsson skáld Bragi Sigurjónsson flytur erindi og les Ijóð eftír skáldið. 20.00 (Jtvarp frá Alþingi; Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana. t fyrri umferð talar Geir Hallgrfmsson forsætisráðherra f allt að hálfa klukku- stund. 'Fulltrúar annarra þingflokka hafa til umráða 20 mfnútur hver. t sfðari umferð hefur hver þingflokkur 10 mfnútna ræðutfma. 22.45 Veðurfregnir. Fréttir. 23.00 Harmonikulög/Mogens Ellegaard 23.25 Fréttir f stuttu máli. MIÐVIKUDAGUR 6. nóvember 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kL 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00, 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunleikfimi kl. 7.35 og 9.05. Morgunstund barnanna kl. 9.15: Rósa B. Blöndals heldur áfram að leysa „Flökkusveinin44 eftir Hector Malot (21). Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kU- 9.45. Létt lög milli liða. Ræða á allra heílagra messu eftir dr. Jakob Jónsson kl. 10.25: Baldur Pálma- son les. Kirkjutónlist kl. 10.40. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.25 Fréttír og veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 13.00 V ið vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Fanney á Furu- völlum44 eftir Hugrúnu Höfundur les (4). 15.00 Miðdegistónleikar 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphornið. 17.10 Utvarpssaga barnanna: „Hjalti kemur heim“ eftir Stefán Jónsson Gfsli Halldórsson les (5). 17.50 Framburðarkennsla f dönsku og frönsku á vegum bréfaskóla SÍS og ASl. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Gunnlaugur Scheving listmálari Matthfas Jóhannessen segir frá honum; — fyrri hluti. 20.00 Kvöldvaka a. Einsöngur Árni Jónsson syngur lög eftir fslenzka höfunda; Fritz Wisshappel leikur á píanó. b. Gestumblfður og veizlugleði f Skál- holti Ragnar Jóhannesson cand. mag. flytur erindi. c. Kvæði eftir Hallgrfm Jónsson Óskar Halldórsson les. d. Sagnir að austan Rósa Gfsladóttir frá Krossgerði segir munnmælasögur úr Breiðdal og Beru- neshreppi. e. „Eitt er landið ægi girt“ Bárður Jakobsson lögfræðingur flytur lokaþátt sinn úr sögu sjómennskunnar (7). f. Kórsöngur Söngflokkur úr Pólýfónkórnum syngur „Alþýðuvfsur um ástina44 eftir Gunnar Reyni Sveinsson, við texta eftir Birgi Sigurðsson; höfundur stj. 21.30 Utvarpssagan: „Gangvirkið44 eftir Ólaf Jóh. Sigurðsson 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Spurt og svarað Svala Valdimarsdóttir leitar svara við spurningum hlustenda. 22.45 Nútfmatónlist Frá norrænu tónlistarhátfðinni f Kaup- mannahöfn 3.—9. f.m. Þorkell Sigur- björnsson kynnir. 23.30 Fréttir f stuttu máli. J 9 A skfanum ÞRIÐJUDAGUR 5. nóvember 1974 / 20.00 Fréttir 20.30 Dagskrárkynning og auglýsíngar 20.40 Hjónaefnin ttölsk framhaldsmynd, byggð á sam- nefndri skáldsögu eftir Alessandro Manzoni. 3. þáttur. Þýðandi: Jónatan Þórmundsson. Efni annars þáttar: Hettumunkurinn Kristófer heitir Renzó og Lúcfu aðstoð sinni, og heldur þegar til fundar við don Rodrigó. Eftir harða en árangurslausa orðasennu vfsar valdsmaðurinn munkinum á dyr. Áður en hann fer á brott, kemur aldr- aður maður f þjónustu don Rodrigós að máli við hann og heitir honum aðstoð sinni og upplýsingum um fyrirætlanir húsbóndans. Agnes, móðir Lúcfu, ræður þeim Renzó til að taka hús á klerkinum don Abbon- dio, sem læst vera veikur og hleypir engum inn til sln. Segir hún, að mtð þvf að lýsa sig sjálf hjón f viðurvist klerks og tveggja vitna sé hjónabandið löglegt. Þessi fyrirætlan fer þó út um þúfur. Þjónar don Rodrfgós gera til- raun til að ræna Lúcíu, en grfpa f tómt. Mæðgurnar og Renzó flýja nú til klaustursins, og Kristófer munkur sendir þau til reglubræðra sinna f Monza handan Como-vatns. 21.55 Sumar á norðurslóðum Bresk-kanadískur fræðslumynda- flokkur. Hreindýr f Kanada Þýðandi og þulur óskar Ingimarsson. 22.20 Heimshom Fréttaskýringaþáttur. Umsjónarmaður Sonja Diego. 22.50 Dagskrárlok fclk f fjelmiélum f y v, * Utvarp frá Alþingi t kvöld gefst útvarpshlustendum kostur á að rifja upp ljúfar endurminningar frá þvf í vor, þegar stjórnmálaumræður voru að kalla daglegur viðburður f útvarpi. ,/' Nú verður útvarpað stefnuræðu forsætisráðherra og umræðum um hana, og fær hver stjórnmálaflokkur til umráða hálfa klukku- stund, að öðru leyti en þvf, að Geir Hallgrfmsson einn hefur til ráðstöfunar allt að hálfri klukkustund. Ætla má, að stefnuræðu forsætisráðherra sé beðið með meiri eftirvæntingu en oft endranær, þar sem ekki var greint frá stjórn- arstefnunni nema f aðaldráttum í sáttmála hinnar nýju rfkisstjórn- ar. Þegar stjórnarsáttmálinn var birtur f haust var hins vegar vfsað til stefnuræðu forsætisráðherra um ýmfs atriði, sem nú verða lýðum Ijós. Hreindgr í Kanada Þegar sjónvarpsáhorfendur hafa horft nægju sfna á ftölsku elskendaharmana f kvöld, er á dagskrá mynd úr brezk-kanadfskum fræðslumyndaflokki. Myndin f jallar um hreindýr f norðurbyggðum Kanada, og ætti að vekja áhuga þeirra, sem láta sér annt um náttúruverndarmál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.