Morgunblaðið - 05.11.1974, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.11.1974, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1974 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1974 21 Verðlaun Morgunblaðsins EINS OG skýrt hefur verið frá I Morgunblaðinu voru sl. fimmtudag afhent verðlaun þau, sem biaðið veitir árlega þeim knattspyrnumönnum og handknattleiksmönnum, sem fram úr skara I keppni tslands- mótsins. Hlutu þau að þessu sinni knattspyrnumennirnir Jóhannes Eðvaldsson og Teitur Þórðarson og handknattleiks- mennirnir Viðar Sfmonarson og Axel Axelsson. Eru verðlaun þessi annars vegar veitt þeim, er blaðamenn Morgunblaðsins velja sem „Leikmann Íslands- mótsins" I viðkomandi grein, og hins vegar þeim, er skorar flest mörk I Íslandsmótinu. Er þetta I fjórða sinn, sem verð- laun eru veitt til knattspyrnu- manna og í þriðja sinn til hand- knattleiksmanna. Það kom fram, er verðlaunin voru afhent á fimmtudaginn, að megintilgangurinn með þeim er sá að auka íþróttaáhuga, ekki aðeins leikmannanna, heldur og íþróttaáhugafólks. íþróttamenn í flokkaíþróttum hljóta að jafnaði mun færri verðlaun en þeir, sem einstakl- ingsfþróttir stunda, og eru þess jafnvel dæmi, að flokkaíþrótta- menn hafi stundað íþrótt sína í fjölmörg ár og verið í fremstu röð, án þess að hljóta nokkru sinni verðlaun. Ut af fyrir sig má alltaf deila um gildi verðlauna en fyrir íþróttamanninn sjálfan, hljóta þau alltaf að vera nokkurs virði. Oft á tíðum er málum þannig háttað hjá áhugamönn- um, að það eina sem þeir hljóta sem umbun erfiðis síns, er ánægjan og endurminningar um skemmtilega daga í leik og keppni. Verðlaunagripir minna viðkomandi á þessa daga, og geta þannig orðið honum mikils virði. Hér á opnunni eru viðtöl við þrjá þeirra, er hlutu verðlaun Morgunblaðsins að þessu sinni, en ekki tókst að ná sambandi við Axel Axelsson, en sem kunnugt er dvelur hann í Þýzkalandi um þessar mundir. Fyrri verðlaunahafar EFTIRTALDIR fþróttamenn hafa hlotið viðurkenningar Morgunblaðsins frá þvf að tekið var að veita þær. KNATTSPYRNA: Leikmaður lslandsmótsins: 1973: Jón Alfreðsson, ÍA. 1972: EyleifurHafsteinsson, ÍA. 1973: Guðni Kjartansson, ÍBK og Einar Gunnarsson, ÍBK. Markakóngar: 1971: Steinar Jóhannsson, ÍBK. 1972: Tómas Pálsson, ÍBV. 1973: Hermann Gunnarsson, Val. HANDKN ATTLEIKUR: Leikmaður islandsmótsins: 1972:lGeir Hallsteinsson, FH. 1973: Ölafur H. Jónsson, Val. Markakóngar: 1972: Geir Hallsteinsson FH. 1973: Einar Magnússon, Vfk- ingi. Hef mikinn áhuga á atvinnumennskunni „Leikmaður islandsmótsins 1974“ skorar mark með skalla f leik Reykjavfkur og Kaupmannahafnar i sumar. Fer hiklaust í atvinnumennsku fái ég gottboð — segir Jóhannes Eðvaldsson, „Leikmaður Islandsmótsins 1974 JÓHANNES Eðvaldsson, fyrirliði Vals og landsliðsins, hlaut flest stig iþróttafréttamanna Mbl. f knattspyrnunni f sumar og þar með titilinn „Leikmaður tslands- mótsins 1974“. Það voru oft skipt- ar skoðanir meðal knattspyrnu- áhugamanna um stigagjafir fyrir einstaka leiki eins og gengur, þvf engir tveir lfta hlutina alveg sömu augum. En eins og ætfð áður er lokaniðurstaðan hafin yfir alla gagnrýni, Jóhannes hefur sýnt hvern snilldarleikinn af öðrum með með Val og landsliðinu f sumar, þannig að það kom eigin- lega enginn annar til greina sem titilhafi en hann. Íþróttasfðan átti stutt samtal við Jóhannes þegar verðlaunin voru afhent á dögunum, og hann var fyrst spurður að þvf hvort hann væri ánægður með frammistöðu Vals f sumar. „Nei, ekki get ég nú sagt það, ég hefði viijað vinna öll mót með þessu liði.“ — Hvers vegna tókst það ekki? „Fyrst og fremst vegna þess, að það var illa mætt á æfingar. Hluti liðsmanna var óánægður með rússneska þjálfarann og er það skiljanlegt þegar viðkomandi komast ekki í lið. Og hann gerði lika mistök, það viðurkenni ég, hann sagði hluti, sem hann stóð ekki við. En raunin er sú, að hann hefur skapað þetta lið. Við lærð- um ofboðslega mikið af honum og ég tel, að við höfum leikið beztu knattspyrnuna af íslenzkuni lið- um í sumar. Ég hefði viljað hafa Rússann áfram, en það er víst ekki grundvöllur fyrir því, m.a. vegna þess, að hann hefur orðið að vinna innan svo þröngs ramma, á meðan aðrir, t.d. ensku þjálfararnir, hafa getað gert miklu meira. Svo er kostnaðar- hliðin orðin svo gifurleg, að það verður að taka tillit til hennar líka.“ — Hver er þinn eftirminnileg- asti leikur með Val í sumar? „Tvímælalaust úrslitaleikurinn við Akurnesinga í bikarkeppn- inni, sem jafnframt var okkar bezti leikur. Víð vorum öruggir með að komast í Evrópukeppnina, hvernig svo sem sá leikur færi, og því vorum við alveg afslappaðir. Við byrjuðum illa, t.d. í Reykja- víkurmótinu og byrjun islands- mótsins en síðan fór þetta að ganga betur. Erfiðustu leikirnir voru gegn Víkingi í bikarnum, þeir leikir tóku virkilega á taug- arnar.“ — Er knattspyrnan hér í fram- för Jóhannes? „Alveg tvimælalaust. Ég tel, að knattspyrnan hafi tekið mjög stórtskreffram á við. Ég get tekið landsliðið sem dæmi. Hingað til hefur aldrei verið leikin nein taktík í þeim landsleikjum, sem ég hef verið með i.okkur bara sagt að fara inn á völlinn og leika eins og við gerum með félögunum, sem er vitanlega ógjörningur ef ná á einhverjum árangri. Núna er hins vegar leikið eftir ákveðinni taktik, Ef við missum t.d. boltann, þá erum við látnir taka ákveðna menn, en slíkt vorum við aldrei látnir gera áður. Nú, félagsliðin hafa flest verið í mikilli framför. Ég þakka þetta að miklu leyti erlendu þjálfurunum og tel, að hingaðkoma þeirra hafa verið mjög mikil lyftistöng fyrir ís- lenzka knattspyrnu." — Hvernig hefur þér líkað að vera með landsliðinu í sumar? „Alveg einstaklega vel og ferð- in til Danmerkur og AusturÞýzka- lands núna siðast var alveg frá- bær. Fararstjórnin vann sitt verk frábærlega vel. Hún kom fram við okkur eins og menn og sýndi okk- ur fullkomið traust, nokkuð sem hefur skort á hingað til, enda var andinn í hópnum hreint frábær. Þá má ekki gleyma þætti lands- iiðsþjálfarans Tony Knapp, hann var i einu orði sagt stórkostlegur. Hann annaðist okkur mjög vel, t.d. ef um meiðsli var að ræða og takU'kin, sem hann var með, var alveg hárrétt. Hann lét okkur æfa ýmis atriði leiksins og hið mikil- væga mark gegn Austur-Þjóðverj- um var einmitt árangurinn af slikum æfingum. Svo er hann þannig persóna, að hann blandar við okkur geði og er einn úr hópn- um, án þess þó að glata virðingu sinni. Þetta var alveg einstök keppnisferð, allir sammáia um að standa sig, enda varð árangurinn eftir þvi.“ — Nú hefur mikið verið rætt um hugsanlega atvinnumennsku hjá þér aftur? „Ég er óneitanlega mjög spenntur og mun hiklaust fara út í atvinnumennskuna aftur ef ég fæ gott boð. Jack Johnson, sá, sem þjálfaði Akureyringa í sumar, er á ferðalgi um ýmis Evrópulönd og athugar möguleikana á að koma okkur nokkrum í atvinnumennsk- una. Ég býð bara spenntur eftir framgangi mála.“ — Og að lokum Jóhannes, hvað er þér efst i huga nú þegar þú tekur við þessum verðlaunum? „Ég er að sjálfsögðu mjög ánægður með að hafa fengið þennan fallega verðlaunagrip. Þetta er mikill heiður. Það er ekki svo oft sem maður vinnur til svona verðlauna í knattspyrn- unni, samkeppnin er svo hörð. Þetta er gripur, sem mun seinna meir minna mann á þau ár, sem maður var í knattspyrnunni. Það er alltaf pláss fyrir svona gripi uppi á hillu. — SS. — Eg vil þakka Morgunblaðinu fyrir þá nýbreytni að veita knatt- spyrnumönnum verðlaun að lok- inni 1. deildar keppninni. Eg er ekki í minnsta vafa um, að þetta hvetur knattspyrnumenn til að leggja sig enn meira fram um að standa sig, sagði Teitur Þórðarson frá Akranesi, markakóngur 1. deildar 1974, er hann hafði veitt móttöku verðlaunagrip, sem Morgunblaðið veitti honiun fyrir þann titil. Eg skoraði aðeins 9 mörk f deild- inni, en þess ber að geta, að ég átti við meiðsli að strfða og lék þvf ekki nema 10 leiki af 14 leikj- um f deildinni. Mig minnir, að ég hafi skorað tvö mörk í tveim leikjum, en það var á móti Fram á Akranesi og svo á móti KR 1 sfð- asta leik mótsins, en það var skemmtilegur leikur hvað það snerti, að ég held, að f þeim leik hafi allt gerzt, sem getur gerzt f einum knattspyrnuleik. — Skýringin á því, að marka- kóngstitillinn vinnst aðeins á 9 mörkum f ár, en f fyrra á 16 mörkum, er að mfnu viti sá, að f ár skoruðu fleiri leikmenn mörk en í fyrra. Kemur þetta til af þvf, að flest liðin voru með erlenda þjálfara, sem óneitanlega breyttu leikaðferð liðanna, þannig að fleiri tóku þátt f sókninni og svo dæmi sé tekið með Akranesliðið, þá skoruðum við talsvert af mörkum úr hornspyrnum og eftir innköst og aukaspyrnur og voru það þá oft varnarmennirnir, sem þau mörk gerðu. — Varðandi einkunnagjöfina, sem fréttamenn Morgunblaðsins gefa eftir hvern leik í deildinni, vii ég segja það, að hún er mikið lesin og oft það fyrsta, sem maður les. Þvf er ekki að neita, að stund- um finnst manni hún orka tvf- mælis og er kannski ekki alltaf sammála henni, en þegar á heildina er litið finnst mér hún sýna rétt mat á leikmönnum. Jó- hannes Eðvaldsson er t.d. vel verðugur þeirrar viðurkenningar, sem hann hefur nú hlotið, og óska ég honum til hamingju með þann titil að vera kosinn besti leik- maður íslansmótsins í 1. deild. — Knattspyrnan á s.l. sumri var að mfnum dómi betri en áður og á það við flest ef ekki öli liðin f 1. deild. Það er ekki vafi á þvf, að hinir erlendu þjálfarar, sem hér störfuðu, hafa unnið gott starf og kennt okkur mikið. Vonandi hafa liðin efni á þvf að ráða aftur næsta sumar sem flesta þeirra og veit ég, að allir félagar mfnir í Akranesliðinu mundu fagna því, ef Kirby þjálfari kæmi aftur til starfa hjá okkur, þvf hann er frá- bær þjálfari og á að sjálfsögðu mestan þátt í þvf, að islands- meistaratitilinn hafnaði hjá okkur að þessu sinni. Annars speglar frammistaða landsliðsins f sumar betur enn flest annað þær framfarir, sem ég tel að hafi orðið hjá fslenskum knattspyrnumönn- um. — Jú það er rétt, að ég hef mikinn áhuga á að fá tækifæri til að reyna mig sem atvinnumaður með einhverju erlendu liði. Ég vil hinsvegar taka það skýrt fram, að ég veit ekki til þess, að neitt lið hafi sýnt áhuga á þvf að fá mig til sfn, heldur er ég að leita eftir þvf, að komast f atvinnumennsku, eða fá tækifæri til að reyna mig. Eg ræddi þetta mál við Ásgeir Sigur- vinsson í haust þegar við vorum f Framhald á þls. 23 Teitur Þórðarson, markakóngur Islandsmótsins 1974, f baráttu við finnskan varnarleikmann f landsleikn- um Island — Finnland f sumar. Jóhannes Eðvaldsson reynir þarna hjólhestaspyrnu aftur fyrir sig f landsleik íslands og Belgfu I sumar. Asgeir Elfasson fylgist spenntur með framvindu mála. Hrakspárnar þjöppuðu okkur saman Viðar Símonarson „Leikmaður íslandsmótsins 1974 Iþróttafréttamenn Morgun- blaðsins útnefndu Viðar Sfmonar- son bezta leikmann Islandsmóts- ins í handknattleik 1974. Af þvf tilefni spratt viðtal það, er hér fer á eftir. Það er ef til vill að bera í bakka- fullan lækinn að ætla að kynna feril Viðars, svo kunnur sem hann er, hvort heldur sem leik- maður landsliðs eða Hauka og F.H. Viðar er fæddur og uppalinn Hafnfirðingur. Hann komst fyrst í kynni við handknattleikinn þeg- ar í barnaskóla. Kennari hans var hinn merki íþróttafrömuður þeirra í Firðinum, Hallsteinn Hinriksson, sem nú er nýlátinn. Fljótlega átti handknattleikurinn hug Viðars allan. Ungur gekk hann til liðs við íþróttafélagið Hauka, og fyrsta árið, sem hann lék með því félagi, vannst íslandsmeistaratitill. Það var í þriðja flokki árið 1959. Upp frá því lék hann með Haukum allt til ársins 1970, þegar hann gekk í F.H. og með þeim hefir hann tví- vegis orðið Islandsmeistari, einu sinni utanhúss og einu sinni inn- anhúss, en það var í fyrra. Telur þú Viðar, að útnefnding bezta handknattleiksmannsins, eins og Mbl. hefir verið með und- anfarið, hafi eitthvert gildi? „Já, alveg tvímælalaust. Hún ýt- ir undir þá metnaðarkennd, sem býr með okkur flestum, og hvet- ur okkur til dáða hvern á sínu sviði.“ En hvað um skrif fjölmiðla um íþróttir almennt? „1 flestum tilvikum held ég, að íþrótta- hreyfingin njóti góðs af skrif- um fjölmiðla. Einnig virkar öll gagnrýni hvetjandi á iþrótta- mennina sjálfa, og þá er vel. Hins vegar finnst mér stundum sem ósanngirni gæti. T.d. hefir mér fundizt gæta nokkurrar ósann- girni i garð Birgis Björnssonar vegna vals á landsliði. Menn verða að gera sér grein fvrir, að það er verió að leita eftir verðug- um arftökum eldri landsliðs- manna. 1 öllum iþróttum þarf að eiga sér stað endurnýjun. Sú endurnýjun verður að eiga sér all langan aðdraganda, má ekki eiga sér stað allt í einu. Birgir er aó leita fyrir sér, og ég tel það rétta stefnu að leyfa yngri leikmönnum að spreyta sig með landsliði. I þessu sambandi hefir mér ekki funizt gæta nógs skilnings hjá sumum fréttamönnum." Nú bjuggust menn ekki við miklu af F.H.-liðinu í fyrra, en annað kom á daginn. „Já, það er rétt, ýmsir höfðu orðið til að spá okkur lirakförum ■ s.l. vetur. Þessar hrakspár þjöpp- uðu okkur enn betur saman, og í lokin stóðum við með sigurlaunin í höndunum. Það, sem er aðall F.H.-liðsins, er hinn sterki félags- andi, sem þar rfkir. Þetta er atr- iði, sem fleytir okkur yfir margan hjallann." Varst þú ánægður með útkomu þina og félagsins í fyrra? „Já, eðlilegan var ég það. Ég sjálfur lagði mjög hart að ntér. Hvern einasta dag æfði ég út af fyrir mig, líka um sumarið. Og árangurinn lét ekki á sér standa. Ég vil þó taka skýrt fram, að án dyggrar aðstoðar félaga minna í F.H. hefði ég aldrei hlotið þennan glæsilega grip frá Morgunblað- inu. Ég lít ekki eingöngu á þetta sem viðurkenningu mér til handa, heldur félögum mínum einnig, þeirra elja og rækt við handknatt- leikinn var engu síðri en mín.“ Nú er F.H. komið i aðra umferð Evrópumeistaramótsins, og þá drógust þið gegn svissnesku liði. Hverjir eru möguleikar ykkar? „Við eigum all góða möguleika á að sigra þá. Ég hefi séð nokkr.a leikmenn svissneska liðsins leika með landsliði, og margir þeirra eru stórgóðir. Það verður efalaust um harða baráttu að ræða, og víst er, að ýmislegt má ganga á áður en við gefum eftir.“ Mega handknattleiksunnendur ekki reikna með að sjá þig enn um sinn klæðast treyju F.H. og landsliós? „Jú, það hefir ekki hvarflað að mér að hætta handknattleiksiðk- an, ég á mikið eftir. Ég dreg þó enga dul á, að þetta hefir tekið mikinn tíma, en eftir þeim tíma sé ég ekki. Ef til vill væri ég nú einhverjum krónum efnaðri ef ég hefði ekki stundað handknattleik. En sá góði félagsskapur og sú ánægja, sem ég hefi notið i íþrótt- unum, gera miklu meira heldur en að brúa það bil.“ Morgunblaðið þakkar Viðari greinargóð svör, og óskar þess, að handknattleikurinn megi sem lengst njóta starfskrafta þessa glæsilega íþróttamanns. Sigb.G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.