Morgunblaðið - 05.11.1974, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.11.1974, Blaðsíða 40
nUGLVSHIGRR iM LESIÐ ---——“^SKLiSSI eru oiulhurwa DHCLECn ÞRIÐJUDAGUR, 5. NÓVEMBER 1974 Frá vörutalningu Sláturfélagsmanna I Glæsibæ f gær. Hinn nýi verzlunarstjóri, Guðjón Guðjónsson, stendur fyrir miðju. Ljósm. Mbl.: Öl. K. Mag. *** ^sem* t«1* Glæsibæjardeilan leyst: Sláturfélagið tók við í gær Hœttir Silli og Valdi rekstri matvörubúða? í GÆRDAG tókst samkomulag f Glæsibæjardeilunni sem svo hef- ur verið nefnd og mikið hefur verið til umræðu sfðustu daga. Varð niðurstaðan sú, að Slátur- félag Suðurlands yfirtók f gær rekstur matvöru- og snyrtivöru- verzlana Sillaog Valda ÍGlæsibæ. Verzlanirnar voru lokaðar f gær, á meðan vörutalning fór fram, en þær munu væntanlega opna f dag. Starfsfólk verður að-öllum Ifkind- um það sama. Mbl. barst f gær fréttatilkynning um málið og fer hún orðrétt hér á eftir. Mbl. ræddi einnig við þá Jón Bergs, Guðmund Ingva Sigurðsson og Svein Snorrason, en þeir vildu ekkert frekar segja um málið en það sem kemur fram i fréttatil- kynningunni. Þar segir m.a. að nýr samningur hafi verið undir- ritaður f stað þess sem Valdimar Þórðarson (Valdi) gerði á sfnum tfma við Sláturfélagið. Mbl. hefur það eftir heimildum, sem það tel- ur áreiðanlegar, að fyrirtækið Silli og Valdi hyggist selja fleiri verzlanir og jafnvel hætta alveg rekstri matvöruverzlana í Reykja- vfk, sem það hefur haft með höndum sJ. 50 ár. Mbl. reyndi í gær að ná sambandi við Valdimar Þórðarson til að fá umsögn hans en án árangurs. Fréttatilkynning- in um málið fer f heild hér á eftir: í tilefni blaðaskrifa undanfarna daga um ágreining vegna sölu á verzlunum Silla & Valda í Glæsi- Framhald á bls. 39 Umfangsmiklar björgunaraðgerð- ir vegna 3ja skaðbrenndra manna Tekizt hafði í gærkvöldi að bjarga einum úr stjórniausu skipi milli Færeyja og Islands TVEIR sjúkraliðar frá varnarliðinu á Keflavfkurflugvelli köstuðu sér út úr Hercules-flugvél f gærmorgun 155 sjómflur út af Stokksnesi og voru sfðan teknir um borð í stórt og mikið flutningaskip, Stolt Vista, en um borð f skipinu, sem er 15.400 rúmlestir, hafði orðið ketilspreng- ing og þrfr menn brennzt alvarlega, einn þó mest. Óskaði skipið f fyrrinótt eftir hjálp, en það var vélvana og eldur laus um borð. 1 gærkvöldi hafði tekizt að koma þeim, sem slasaðist mest, um borð f danska varðskipið Hvidbjörnen, en þar var læknir um borð. Neyóarkall frá Stolt Vista barst Loftskeytastöðinni í Reykjavík klukkan 04.35 og tilkynnti stööin Útvarpsum- ræður í kvöld Geir Hallgrfmsson forsætis- ráðherra flytur stefnuræðu rfkisstjórnarinnar á Alþingi kl. 20 f kvöld, þriðjudag. Umræðunni verður útvarpað. I fyrri umferð umræðunnar hef- ur forsætisráðherra hálfa klukkustund en talsmenn ann- arra flokka 20 mfn. 1 sfðari umferð hefur hver flokkur 10 mfn. til umráða. Auk forsætisráðherra talar af hálfu Sjálfstæðisflokksins Gunnar Thoroddsen, iðnaðar- ráðherra. Af hálfu Alþýðu- bandalagsins tala Lúðvfk Jósepsson og Þór Vigfússon varaþingmaður. Fyrir Fram- sóknarflokkinn tala Halldór E. Sigurðsson landbúnaðarráð- herra og Einar Agústsson utanrfkisráðherra. Fyrir Al- þýðuflokkinn tala Gylfi Þ. Gfslason og Benedikt Gröndal. Af hálfu Samtaka frjálslyndra og vinstri manna tala Karvel Pálmason og Ólafur Rágnar Grfmsson varaþingmaður. Röð flokkanna f báðum um- ferðum er þessi: Sjálfstæðis- flokkur, Samtök frjálslyndra og vinstri manna, Framsóknar- flokkur, Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur. þegar Slysavarnafélagi íslands, sem bað loftskeytastöðvarnar í Nesi, Hornafirði og Reykjavik um að kalla út hjálparbeiðni. Landhelgisgæzlan sendi strax varðskipið Þór á vettvang, en næsta skip var togarinn Júní, sem var á leið til Bretlands í söluferð. Tilkynnti Júní að hann gæti verið koininn að hinu brennandi skipi um klukkan 09. Þar sem Júní var þá staddur voru suðsuðaustan 3 til 4 vindstig og gott skyggni. Um klukkan 06 tilkynni Stolt Vista, að áhöfninni hefði tekizt að hefta útbreiðslu eldsins, en skipið væri stjórnlaust og vélar- vana. Þá tilkynnti jafnframt hol- ienzkur dráttarbátur, að hann myndi halda til skipsins, en vega- lengdin, sem hann þurfti að fara, var um 400 sjómílur og því ekki búizt við að hann kæmi til skips- ins fyrr en síðar. Áhöfnin á Stolt Vista óskaði eft- ir því klukkan 07 í gærmorgun, að þyrla með lækni kæmi til skips- ins, þar sem einn skipverja væri mjög illa slasaður og brenndur, en tveir aðrir heldur minna. Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli hóf þá þegar að beiðni SVFl at- hugun á flugskilyrðum fyrir þyrlu til skipsins, en þá var það vont veður við suðurströnd lands- ins, að ekki var taiið fært að senda þyrlu svo langt á haf út. Hins vegar var ráizt í að senda Hercules-björgunarflugvél með tvo sjúkraliða, sem stökkva skyldu út í fallhlífum við skipið. Danska varðskipið Hvidbjörnen hélt frá Færeyjum með lækni og þyrlu um borð um klukkan 08.30 og um klukkan 09 var togarinn Júní kominn á þann stað, sem skipið hafði gefið upp. Júní sá þá hvergi skipið og varð ljóst að stað- arákvörðun væri röng. Þó tókst Júnl að mióa skipð út og um klukkan 10,30 hafði Júní séð skip- ið í ratsjá. Um klukkan 10 var Herculesflugvélin komin á stað- inn og um klukkan 11 voru sjúkraliðarnir komnir um borð í skipið, en skipsbátar frá skipinu Framhald á bls. 39 Mann tók út af brezkum togara í gær GRIMSBYTOGARINN Cristal Palace tilkynnti um klukkan 02 f fyrrinótt að maður hefði dottið fyrir borð af togaranum. Skipið leitaði lengi, en maðurinn fannst ekki. Grunur lá á að hann hefði varpað sér fyrir borð. Atburður þessi gerðist um 150 sjómflur suður af Höfn f Hornaf irði. Hnífsstungumálið á Akranesi: Pilturinn 1 lífshættu ÞEGAR Mbl. hafði samband við Guðjón Guðmundsson yfirlækni á Akranesi I gærkvöldi, var enn tvf- sýnt um lff piltsins unga, sem varð fyrir hnffsstungu við hótelið á staðnum aðfaranótt s.l. sunnu- dags. Hnífsstungan kom f hjarta- stað og stakkst hnffsoddurinn aðeins inn f hjartað. Pilturinn heitir Sigurður Guðjónsson, 15 ára gamall, búsettur á Akranesi. Pilturinn, sem réðst á Sigurð er 19 ára gamall, einnig búsettur á Akranesi. Hann hefur verið úr- skurðaður f 15 daga gæzluvarð- hald. Hann hefur áður verið kærður fyrir að ógna unglingum með loftriffli. Lögreglan fékk um það tilkynn- 620 þús. kr. stolið frá Vouge STÓRÞJÓFNAÐUR var framinn f skrifstofu Vogue f Klettagörðum aðfararnótt s.l. sunnudags. Stolið var 620 þúsund krónum f reiðufé úr peningaskáp. Nokkrar útfyllt- ar ávfsanir voru f skápnum, en ekki var hreyft við þeim. Lykill- inn að peningaskápnum var geymdur í ólæstri skrifborðs- skúffu svo þjófurinn eða þjófarn- ir gátu fyrirhafnarlaust hirt pen- ingana. Á sunnudaginn uppgötvaðist, að fyrirtækið hafði fengið heim- sókn einhverra óboðinna gesta um nóttina. Kom rannsóknar- lögreglan á staðinn, en ekki varó séð, að neinu hefði verið stolið. Tekið var í handfang peninga- skápsins, en hann var læstur. Þjófnaðurinn uppgötvaðist svo ekki fyrr en í gærmorgun, þegar starfsmenn fyrirtækisins opnuðu skápinn og ætluðu að leggja peningana og ávísanirnar inn í banka. Gripu þeir þá í tómt, nema hvað ávísanirnar voru á sfnum stað. Svo virðist af ummerkjum, að þjófarnir hafi fyrst lagt leið sína inn á lager fyrirtækisins og þaðan hafi þeir farið inn f skrifstofuna. Þeir hafa rótað til á skrifstofunni í leit að verðmætum og þannig náð lyklinum. Þegar þeir voru búnir að hirða 620 þúsundin úr skápnum lokuðu þeir honum og settu lykilinn á sinn stað. Rann- sóknarlögreglan f Reykjavík vinnur að rannsókn málsins og hefur hún beðið blaðið að koma því á framfæri, að ef einhverjir geti gefið upplýsingar í málinu, hafi þeir strax samband við lögregluna. Einnig bað rannsóknarlögregl- an blaðið að koma þvf á framfæri, að lyklar að peningaskápum séu ekki geymdir í sömu herbergjum og skáparnir, og ennþá síður i skrám skápanna eins og dæmi eru til. lingu klukkan 1.53 aðfaranótt sunnudagsins, að maður hefði verið stunginn með hnífi við Hótel Akranes og lægi hann í blóði sínu sunnan megin við hótelið. Fór lögreglan þegar á staðinn og flutti Sigurð á sjúkra- húsið á staðnum. Var hann með meðvitund þegar lögreglan kom að honum, en mjög máttfarinn, enda blætt mikið. Missti hann meðvitund á leiðinni á spítalann. Læknar hófu þegar skurðaðgerð á Sigurði og stóð hún fram á morgun. Lögreglan fór fljótlega að leita að árásarmanninum og fann hún hann brátt. Var það 19 ára piltur eins og fyrr segir. Tjáði hann lögreglunni, að hann hefði verið á leið til lögreglunnar til að gefa sig fram. Hann var eitthvað undir áhrifum áfengis. Við yfirheyrslur kom fram, að piltarnir höfðu hitzt fyrr um kvöldið og þá farið orð á milli þeirra, en ekki kom til neinna átaka. Fór pilturinn heim til sfn um kvöldið og sótti hnffinn. Ætlaði hann að hræða Sigurð ef þeir skyldu hittast aftur, en at- burðurinn gerðist framan við hót- elið skömmu fyrir kl. 2, þar sem dansleikur var haldinn. Var pilturinn einn þegar fundum þeirra bar saman, en í fylgd með Sigurði var vinur hans á svip- uðu reki. Sagði hann við yfir- heyrslur, að pilturinn hefði tekið hnífinn úr sliðrum og otað honum að Sigurði. Hörfaði hann undan, en pilturinn hafi þá fylgt eftir og rekið hnífinn á kaf í Drjóst Sigurðar. Kom lagið Framhald á bls. 39

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.