Morgunblaðið - 05.11.1974, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.11.1974, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1974 37 J Evelyn Anthony: S LAUNMORÐINGINN Jóhanna v Krístjönsdöttir þýddi / 40 hún var með Huntley. En það skipti hana engu máli lengur. Það eina sem skipti hana einhverju var að fá Huntley Cameron til að giftast sér. Það var ekki aðeins af græðgi, hann var gjöfull fyrir. Hún átti nóg fyrir sig að leggja til að lifa þægilegu lífi. En að giftast Huntley yrði hreinlega réttlæting á allri tilveru hennar. Sjáum til, þetta tókst henni Dallas litlu. Sá draumur var svo unaðslegur að hún lokaði augunum sem í leiðslu. Hún var að ganga frá for- síðum dagblaðana með fyrirsögn- inni „Huntley Cameron giftist söngkonu" þegarbjallan hringdi. Hún fann ekki til neinnar auð- mýkingar lengur, hún tók því eins og hverju öðru sem fylgdi stöðu hennar, að hann hringdi á hana, þegar hann þarfnaðist hennar— eins og þjónustustúlku. Hún opn- aði dyrnar og lagði af stað til einkaíbúðar Huntley Camerons. Sjö þúsund mílur I burtu velti Souha sér órólega í svefninum. Það var farið að daga og hún hafði legið andvaka mest alla nóttina og hugsað um Keller, og öðru hverju hafði hún grátið sáran. Hann hafði nú verið í burtu í meira en tvær vikur og hún hafði ekkert heyrt frá hon- um. I hverri viku komu pen- ingarnir frá bankanum, hún keypti það sem hún þurfti nauð- synlega af matvælum, hitt geymdi hún og ætlaði að afhenda honum, þegar hann kæmi aftur. Hún var ófáanleg til að hugsa til þess, að kannski kæmi hann aldrei aftur, jafnvel þessa nótt þegar hún bylti sér grátandi í fletinu, gat hún ekki sætt sig við það. Fyrst eftir hann fór hafði hún haft nóg að gera. Hún hafði gert hreint í herberginu og síðan hafði hún keypt efni í síðan náttslopp handa honum og saumað það. Hún vissi að hann yrði hrifinn því að hún hafði séð slíkan slopp í gluggum á dýrum verzlunum og varð hugsað til þess að sennilega hefði hann aldrei átt verulega fallegan slopp. Nú hafði hún lokið við að sauma sloppinn og hann hékk á stólbakinu og beið eftir honum. Henni fannst fróun í að horfa á sloppinn, einhvern veginn varð Bruno henni nálægari við það. Hún umlaði órólega í svefnin- um, en samt svaf hún það fast að hún heyrði ekki þruskið við dyrn- ar. Maðurinn hafði komið upp tröppurnar og læðst eins og kött- ur sem eltir fugl, hann hreyfði sig mjúklega og hljóðlaust, dökkur skuggi í skjóli nætur. Hann hafði fengið fimmtíu sterlingspund og honum hafði verið lofað að hann fengi önnur fimmtíu, ef hann ynni verk sitt vel. Hann hélt á reipinu i hendinni og hafði til- búna lykkjuna til að smeygja um háls stúlkunnar og herða aó. Hann hafði fengið fyrirmæli að koma henni fyrir á þennan hátt. Auk þess hafði honum verió sagt að hann mætti stela því sem hann lysti. Morðið yrði talið ránmorð. Fyrir framan dyrnar nam hann staðar og lagði við hlustirnar. Síðustu tvo dagana hafði hann gefið húsinu gætur og fylgzt með ferðum stúlkunnar, svo að hann vissi að hún bjó ein. En þó var ekki loku fyrir það skotið, að ein- hver væri á ferli. Hann lagði eyrað að dyrunum og hlustaði. Hann heyrði ekkert hljóð. Ef hún væri ein gæti hann lokið þessu af á fáeinum mínútum og verið kom- inn út aftur eftir örstutta stund. Ef einhver annar var í herberg- inu hjá henni varð hann að koma aftur næstu nótt og athuga, hvort hún væri ein. Hann sneri húninum, en hurðin var læst að innan. Keller hafði sagt henni að læsa að sér á nótt- unni. Souha hafði aldrei sofið fyrir læstum dyrum fyrr, en vegna þess að hann hafði beðið hana að læsa hafði hún gert það. Maðurinn beitti meira átaki, en það dugði ekki til. Það var læst. Hann sótbölvaði fórnardýrinu á arabisku og sá að hann varð að grípa til annarra ráða. Það var afleitt og gerði verkið áhættusam- ara. Senn færi að birta af degi, hann gat ekki dvalið öllu lengur. Maðurinn læddist aftur niður þrepin. Hann fann til sultar, þegar hann andaði að sér svölu morgunloftinu og hann átti klukkustundar gang fyrir hönd- um heim i fátæklega hreysið, þar sem hann og fjölskylda hans bjuggu. Hann var reiður og úfinn í skapi af vonbrigðum. Ef allt hefði gengið samkvæmt áætlun hefði stúlkan nú átt að vera liðið lík. Hann ákvað að koma aftur seinna um daginn og læðast inn meðan hún færi út að verzla. Hann gæti áreiðanlega fundið einhvern felustað og komið henni að óvörum þegar hún kæmi heim aftur... Dallas sat í kjöltu Huntleys, þegar barið var að dyrunum. Huntley var í ljómandi skapi og hann var ekkert að flýta sér. Hann lét sér vel líka atlot hennár og teygði sig öðru hverju eftir viskíglasi og fékk sér sopa. Þá var barið. Ðallas trúði varla eigin eyrum. Sama máli gegndi um Huntley. Það var miðnætti og enginn hefði að öllu venjulegu átt að dirfast að trufla hann hér og nú, án þess að hringja til hans í innanhússsímanum fyrst. Hann ýtti henni af kné sér. — Gáðu hver þetta er. Dallas sór í hljóði að væri þetta einhver af þjónunum, þá skyldi hún fá Huntley til að reka hann á stundinni — ég skal kenna þeim að koma ekki askvaðandi, þegar allt er að fara í fullan gang ... — Fyrirgefðu að ég trufla, Dallas. Ég verð að fá að tala við frænda minn. Hún varð svo hissa að sjá Eliza- bethu standa á þröskuldinum að hún reyndi ekki að skella hurð- inni á nefið á henni. VELVAKAIMDI Velvakandi svarar I síma 10-100 kl. 1 0.30 — 11.30, frá mánudegi til föstudags. 0 Misnotkun útvarpsþátta „Embættismaður" skrifar: „Kæri Velvakandi! Ekki er annað að sjá og heyra en að Utvarpsráð hafi forherzt í þvf að framfylgja „menningar- pólitík" fyrrverandi rfkisstjórnar, eftir að þjóðin hafði kveðið upp dóm sinn yfir henni í vor. For- maður Utvarpsráðs lýsti yfir þvf á sínum tíma, að framfylgja ætti „menningarpólitfk ríkisstjórn- arinnar", en fáa mun þá hafa grunað, að hann ætti við það, að slíkt ætti að gera út yfir gröf og dauða, eins og nú hefur komið í Ijós. Pólitísk innræting í útvarp- inu hefur sfzt minnkað upp á sið- kastið, fremur aukizt. Nefna má sem dæmi þátt, sem einhver Einar Örn Stefánsson sá um miðvikudagskvöidið 23. októ- ber (eftir seinni fréttir), en hann var ekkert nema pólitísk áróðurs- þvæla, að vísu svo þrautleiðinleg, að varla hafa margir enzt til að hlusta til enda. Einnig var í þætt- inum leikin plata með lipurlegu lagi en lélegum leirburðartexta, þar sem að dónahætti var veitzt að áberandi mönnum í íslenzku þjóðlifi, látnum og lifandi, á einkar ósmekklegan hátt. Viku síðar var svo frumraun einhvers nýs þáttar, sem ætlaður er unglingum, og má ætla, að margir hafi beðið eftir honum með eftirvæntingu. En, því miður féllu forráðamenn þessa þáttar á fyrsta prófi sínu frammi fyrir al- þjóð. Þeir gátu ekki stillt sig um að hreyta pólitfskum skætingi í hlustendur i lok þáttar síns og spila dónaplötuna, sem fyrr er minnzt á. Þar með brugðust þeir trausti annarra á þeim og þætt- inum. Héðan af verður fólk að taka þættinum með varúð. Þó stjórnendur þáttarins taki sig á, eru þeir þegar búnir að spilla fyrir þættinum, og verður áreið- anlega erfitt fyrir þá að vinna trúnað útvarpshlustenda að nýju. Ég segi að nýju, af því ég þykist þess viss, að hlustendur hafi verið allir af vilja gerðir til þess að taka bessum þætti vef í byrjun og láta sér sjást yfir ýmiss konar missmíði í upphafinu. Það er vitað, að frambjóðendur svokallaðra marx-lenfnista og annað frammáfólk í röðum komm- únistfskra sértrúarsafnaða hefur annazt barnaefni f útvarpinu og gerir að nokkru leyti enn, en póli- tisk innræting um fjölmiðla er mikilvægt trúaratriði í kenn- ingum þessa fófks. Frægar eru korterspredikanirnar, sem full- trúar samtaka á borð við „Menn- ingar og friðarsamtök kvenna“ og ,,marx-lenínista“ flytja annað veifið í þættinum „Spurt og svarað" undir því yfirskini, að verið sé að svara spurningum um starfsemi þessara og annarra álíka fjörutíu manna hópa, og nú er fullyrt af kunnugum, að búið sé að ákveða, að kommúnistar fái að sjá um listkynningu útvarpsins í vetur í fjórum þar til gerðum þáttum (myndlistarþætti, bók- menntaþætti, tónlistarþætti og leikhúsþætti). Væntanlega leið- réttir einhver starfsmaður Ríkis- útvarpsins okkar þetta, sé þetta ekki rétt. — En þvf miður mun þetta vera rétt. Eigum við, sem borgum afnota- gjöldin, virkilega að láta bjóða okkur þetta til lengdar? I dálkum Velvakanda og víðar hafa stundum komið fram tillög- ur um það, að hér verði stofnað félag útvarps- og sjónvarpsneyt- enda. Ég held, að löngu sé kominn tími til slíkrar félagsstofnunar hér á landi eins og f öðrum lönd- um, og að aðeins sé beðið eftir hópi framtakssamra manna, sem hrindir þessu i framkvæmd. Hér er enn ríkisrekstur á sjónvarpi og útvarpi, og það nær engri átt, að fámennur hópur einsýnna, póli- tískra áhugamanna valsi með pen- ingana okkar og skammti okkur hina andlegu fæðuna." 0 Ambögur Guðmundur Guðmundsson skrifar: „Velvakandi minn! Halldór Kristjánsson á Kirkju- bóli skrifaði þarfa áminningu í Tímann um dagiiKi, þar sem hann veik meðal annars að því, að orðið „kind“ væri að útrýma ánni úr íslenzku máli. Hann minntist líka á þá furðulegu áráttu blaðamanna og fleiri, að vilja helzt kalla kýr skammaryrðinu beljur. Ég sá í blaði frétt um, að kálfum hefði verið slátrað, og síðan hefðu „dýr- in“ verið grafin. tslendingur með óbrenglað málskyn hefði aldrei notað orðið ,,dýr“ þarna. Hann hefði sagt ,,skepnur“ eða bara „kálfar". Annars ætlaði ég aðeins að minnast á tvennt, sem alltof oft heyrist f útvarpi og sjónvarpi og sést í blöðum og virðist vera að festast f málinu. Það eru orðasam- böndin „að koma inn á eitthvað" og „að koma til með að“, sem bæði eru alveg óhæf. Ég náði báðum í einni setningu um daginn. Maður, sem annars vandar mál sitt, sagði: „Þá ætla ég að koma inn á það, að innan fárra ára kemur grunn- skólalöggjöfin til með að“ . . . gera hitt og þetta, sem ég skrifaði ekki hjá mér. Fyrst ég náði báð- um ambögunum f einu, gat ég ekki stillt mig um að skrifa þér í þeirri veiku von, að einhverjir þeirra, sem oft koma fram á „opinberum Vettvangi" taki eftir þessari ábendingu. Hvort tveggja er ættað úr dönsku og hvorugt hægt að nota í islenzku, þó ekki væri nema vegna flatneskjunnar, sem hæfir ekki reisn íslenzk- unnar.“ # Skemmdarstarf unnið á sögulegu merki „Einn á Grfmsstaðaholt- inu“ skrifar: „Suður á Melum stendur hús. Það þótti einu sinni stórt og fagurt og veglegt, en þykir vfst nú smátt og fjótt og rislítið. Alla vega er virðingin fyrir þvf rokin út í veður og vind hjá núverandi hús- ráðendum. Hér á ég við gamla húsið, sem eldri Reykvíkingar en ég er segja mér, að hafi áður verið loftskeytastöð og veðurstofa, en nú er mér sagt, að félagsfræði- deild háskólans sé þar til húsa. Þegar ég man fyrst eftir þessu húsi var það hvítt. Mesta athygli við húsið vakti það, að yfir dyrum var gamla fálkaskjaldarmerkið, sem ísland hafði, þegar húsið var reist. Það var blátt með hvítum fálka, en yfir var gullkóróna. Nú hefur húsið verið málað að utan (kannski að innan líka?) með sérstaklega ósmekklegu, rauðu litarafbrigði. Mér er sagt, að nemendur hafi sjálfir málað húsið og ráðið litnum. Látum það nú vera, en af hverju þurftu þeir endilega að klína rauðu málning- unni sinni yfir allt skjaldarmerk- ið? Hér er ekki aðeins um það að ræða, að sögulegt merki sé skemmt. (Ég efast um, að gamla fáfkaskjaldamerkið sé lengur annars'staðar við lýði á opinberri byggingu). Hér er líka gengið i þjónustu ljótleikans, því að húsið er allt mun svipminna, nánast orðið ljótt, við þessa breytingu. Hvar eru nú Torfusamtökin? Séu einhverjir eftir f deildinni, bið ég þá vinsamlegast um að reyna að fá upprunalegan lit á skjaldarmerkið og helzt á húsið allt Ein áGrfmsstaðaholtinu." | Óskila hestur Rauðskjóttur hestur, fullorðinn er í óskilum i Lundarreykjardals- hreppi. Mark ógreinilegt. Sneið- rifað aftan, fjöður framan hægra, sneiðrifað aftan vinstra. Hestur- inn verður seldur um miðjan þennan mánuð ef eigandinn finnst ekki. Upplýsingar hjá hreppstjóra. VÉLA-TENGI eZ-Wellenkuppluny Conax Planox Vulkan Doppelflex Hadeflex. STURLAUGUR JÓIMSSON & CO. Vesturqötu 16, Simi 13280. SÉRVERSLUN MEÐ SVÍNAKJÖT / SÍLD & FISKUR Bergstaðastraeti 37 sími 24447 Þrýstimælar Hitamælar STURLAUGUR JÓIMSSON & CO Vesturgötu 1 6, sími 13280. STIGAHLÍÐ 45-47 SÍMI 35645 folaldabuff folaldagúllas folaldahakk folaldakarbonade folaldabjúgu saltað folaldakjöt reykt folaldakjöt Urvals kjötvörur alveg eins og þér vilj/ð hafa þær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.