Morgunblaðið - 10.11.1974, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1974
Fiskur
undir
steini?
í LEIT AÐ
i wmíí í
Halldór Sigurðsson
MENNINGU EÐA MENNINGARLEYSI
Kvikmyndin „Fiskur undir
steini“, sem sýnd var í sjónvarp-
inu s.I. sunnudagskvöld, hefur
vakið gífurlegan úlfaþyt og senni-
lega hefur enginn innlendur
sjónvarpsþáttur vakið meiri at-
hygli og meira umtal. Höfundar
myndarinnar — þeir Ólafur
Haukur Símonarson og Þorsteinn
Jónsson — segja í formála
hennar, að myndin eigi að segja
frá menningarneyzlu I fslenzku
sjávarþorpi. Myndin var tekin í
Grindavík og eru Grindvíkingar
Rúnar Gunnarsson
margir mjög sárir yfir þessari
mynd, og segja, að staðurinn sé
ólfkt merkari en myndin gefur til
kynna. Hafa þeir meðal annars
vitnað í orð Gunnlaugs Schevings,
listmálara, þegar hann var
spurður að því, hvers vegna hann
hefði aldrei sótt listaskóla í Parfs,
eins og flestir hans samtfðar-
menn íslenzkir í málaralistinni.
Gunnlaugur svaraði: „Parfs, ég á
mína París, það er Grindavfk."
Morgunblaðið leitaði til nokk-
urra manna, sem allir eru á ein-
hvern hátt tengdir efni mynd-
arinnar. Þeir, sem við leituðum
til, eru: lektor við þjóðfélags
fræðideild Háskólans, kvik
myndagerðarmaður, bæjarstjór
inn f Grindavfk, kennari f Grinda
vík, hjón f Grindavfk og verk
stjóri annars frystihússins þar.
Spurningin, sem lögð var fyrir
fólkið, var á þá leið hvernig því
*efði fundizt myndin takast og
't hún gæfi rétta mynd af
aingarlífi f sjávarþorpi
davfk).
Haraldur Ölafsson, lektor, svar-
aði spurningu okkar á þessa leið:
r
Alfalegt hnuss
Að sögn höfunda myndarinnar
Fiskur undir steini er verki
þeirra ætlað að segja frá menn-
ingarneyzlu í íslenzku sjávar-
þorpi. Hún á að lýsa ástandi.
Hefði myndinni ekki fylgt þessi
ábending höfunda hefði vafizt
fyrir mér að átta mig á hvaða
ástandi væri verið að lýsa. Jafnvel
með skýringum er myndin torskil-
in. Hún segir þó frá manni, sem
reikar inn á listasafn, rýnir í
myndir, virðist fá þá hugmynd að
bera saman list og veruleika, og
kveðst vilja kynnast menningar-
lífi i þorpi. Síðan lónar hann fram
og aftur um þorpið (Grindavik),
sér sjálfan sig í spegli, snýr sér að
loðnu og kvennafari áður en hann
yfirgefur staðinn.
Svona menn hafa gengið út og
inn i bókmenntum Islendinga á
undanförnum áratugum. Þeir
voru fjölmennir á krepputím-
unum. Þá komu þeir með strand-
ferðaskipi í þorp, töfðu þar
nokkra daga, eilítið dularfullir og
framandi, ljóðelskir og hittu
gjarnan stelpukorn, sem þeir
„fundu ilminn af“. Þeir voru eins
og maðurinn í Grindavík fyrst og
síðast að leita að sjálfum sér, og
héldu leitinni áfram í næsta firði
eða „fyrir sunnan“.
Um menningarneyzlu og lífsvið-
horf fólks í Grindavik (hvað þá
íslenzkum sjávarþorpum yfir-
Ieitt) segir myndin ekki neitt.
Enginn er tekinn tali um þau
efni, hvergi gægzt inn í hús fólks
né álits spurt á nokkrum hlut.
Dæmi og rök eru látin lönd og
leið, engar skilgreiningar færðar
né tölur taldar. Þessi mynd dugar
ekki til að beina umræðum um
menningarástand inn á nýjar
brautir. Tíl þess að svo mætti
verða hefði hún orðið að vera
hreinni og beinni, byggð á þekk-
ingu, ekki formúlum, samkennd,
ekki álfalegu hnussi. Merkilegt er
hve höfundar myndarinnar eru
gagnrýnislausir á sjálfa sig,
hvernig þeir skjóta sér undan að
spyrja sjálfa sig um eigin viðhorf
og menningarforða. Þeir velta
ekki fyrir sér hvernig þeirra eigin
viðhorf umbreyta viðfangsefninu.
Þeir spyrja ekki um það hvort
vinnan geti verið tákn menning-
ar, og hvort starf að uppbyggingu
húsnæðis og atvinnulífs geti haft
menningarlegt gildi, og hvort
visst gildi sé fólgið í betri að-
búnaði og aukinni hagkvæmni og
þægindum.
Gaman hent að
kennslunni
Gunnlaugur Scheving málaði
margar myndir í Grindavík og
lýsti sjómönnum að starfi. Verk
hans eru ávöxtur mikillar þekk-
ingar, ekki bara á tæknilegum
aðferðum listamannsins heldur
ekki síður á lifi o-g starfi fólks í
landinu. Sjósókn byggist á
flóknum og vandmeðförnum
tækjabúnaði. Sjómennskan út-
heimtir þekkingu og trausta
menntun. Vinnsla sjávarafla
krefst verkkunnáttu, vandvirkni
og alúðar. Um þetta f jalla höfund-
arnir ekki. Þeir spyrja ekki einu
sinni hvort þekking og hæfni hafi
menningarlegt gildi. Þeir velta
ekki fyrir sér hvort menn að
starfi hugsi kannski eitthvað, að
þeim detti eitthvað i hug, skapi
jafnvel eitthvað i önn daganna.
Og hvernig er því tekið sem gert
er? Aðkomumaðurinn í myndinni
horfir fyrirlitningaraugum á
teiknikennslu og getur ekki stillt
sig um að henda gaman að þvi, að
verið er að æfa börn í að fara með
texta og laglínu.
Ég rekst stundum á fólk, sem er
svo hámenntað, að það getur leyft
sér að dást að greindu og
„ómenntuðu alþýóufólki" eins og
það er kallað. Þvi þykir ákaflega
gaman að segja frá bændum, sem
kunna þjóðskáldin utan að og
velta fyrir sér tilveru Guðs á vió
meðal stúdent. Aðdáun þessa
fólks á alþýðunni leiðir stundum
Grindvikingar eru almennt
sammála um, að „Fiskur undir
steini“ hafi verið vond mynd.
Byggist það ekki sizt á því, að þeir
(Þorsteinn og Ólafur Haukur)
hafa sett sér ákveðnar forsendur
um staðinn áður en þeir fóru af
stað, og myndin er síðan látin
falla að þessum fyrirfram
ákveðnu forsendum. Flest atriði
myndarinnar eru hálfgildings
fölsun á staðreyndum. Það fyrsta,
sem maður sér í myndinni, er
texti, sem segir, að myndin eigi að
lýsa menningarlifi í sjávarþorpi á
Islandi. Siðan bregða þeir upp
skilti, þar sem stendur Grindavík
ásamt einhverjum enskum
orðum, sem segja, að þarna sé
herstöð. Slíkt skilti fyrirfinnst
hvergi í sjávarþorpi á landinu,
nema hér í Grindavík. Þar með
byrja þeir Ólafur Haukur og Þor-
steinn á fölsununum. Og þar með
er það, sem á að vera megininntak
myndarinnar, fallið um sjálft sig.
Annað dæmi um slíkar falsanir á
staðreyndum er þegar þeir fé-
lagar fjalla um félagsheimilið.
Þeir tala um að það eitt, að það sé
of dýrt og fínt yfir þetta litla
menningarlíf, sem hér fer fram.
Síðan láta þeir gestinn koma inn í
húsið og þá láta þeir kvikmynda-
vélina beinast að skóm í anddyr-
inu. Gesturinn fer siðan úr sínum
skóm og tiplar inn á sokkaleistun-
um. Hér er aftur gefið i skyn og
undirstrikað. að féíagsheimilið sé
of fínt til að nota það. Þetta er
líka fölsun, því að sjálfsögðu er
það ekki almenn regla, að menn
fari hér úr skóm, og það hafa þeir
séð sjálfir eftir að hafa verið hér í
marga daga. Þessi skófatnaður
var af mönnum, sem vinna við
hafnarframkvæmdirnar, og voru í
mat á þeirri stundu, sem myndin
var tekin. Þeir eru kannski á það
háu menningarstigi, að þeir fari
Leitað álits
fólks
á hinum
umrædda
þætti
Haraldur Ólafsson
til þess, að það uppgötvar hreina
og beina listamenn í hennar hópi.
Fátt þykir mér óyndislegra en
þessi aðdáun á „alþýðunni", enda
er hún ekkert annað en hroki
þeirra sem telja sig sjálfkjörna
dómara um allt, sem menning og
list nefnist.
Ekki get ég að því gert, að
myndin um Grindavík minnti mig
á það fólk, sem ég var að lýsa. Nú
fáum við að kynnast þessum höf-
undum nánar, þar eð þeir vinna
nú að nokkrum myndum fyrir
sjónvarpið. Þeirra vegna óska ég,
að þeir fjalli þá aðeins um hluti,
sem þeir þekkja af eigin raun,
segi frá því, sem þeir hafa heyrt
með eigin eyrum og sýni það, sem
þeir hafa séð, og segi við sjálfa
sig: hefi ég spurt í einlægni?
Atriðin fölsuð
Eirfkur Alexandersson, bæjar-
stjóri f Grindavík, svaraði spurn-
ingunni þannig:
úr óhreinum vinnuskófatnaði
áður en þeir fara í matsalinn.
Þá má nefna snyrtiherbergið,
sem þeir spegluðu sig i. Þeir
sögðu, að það væri aðeins fyrir
starfsfólk félagsheimilisins. Það
er heldur ekki rétt. Snyrtiher-
bergið tilheyrir einnig skrifstofu-
húsnæði bæjarins og 100 manna
fundarsal, sem er í húsinu.
Efninu hagrætt
Þorsteinn og Ólafur Haukur
koma við í bókabúðinni, og á
meðan á viðdvöl þeirra stendur í
bókabúðinni, er kanaútvarpið
látið glymja allan tímann. Ég
hafði aldrei heyrt i útvarpi á
þessum stað áður. Því grennsl-
aðist ég fyrir um það hvort útvarp
hafi verið i gangi í búðinni, þegar
umrætt atriði var tekið. Svo var
auðvitað ekki. Þannig mætti rekja
næstum hvert einasta atriði
myndarinnar og sýna fram á, að
þeir Ólafur Haukur og Þorsteinn