Morgunblaðið - 10.11.1974, Side 11

Morgunblaðið - 10.11.1974, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. NOVEMBER 1974 11 Ólafur Rúnar Þorvarðsson margumræddu. Þau svöruðu spurningunni þannig: Töldum þetta fræðslumynd — I upphafi héldum við, að þessi mynd ætti að vera fræðslu- mynd um sjávarpláss en annað kom upp á teninginn þegar mynd- in var sýnd. Og við viljum taka það fram, að til að gera raunhæfa mynd af litlu sjávarplássi á ís- landi, hefðu höfundarnir átt að fara eitthvað lengra frá Reykja- vik. Ef eitthvað sérstakt hefði átt að koma fram, sem greinir sjávar- pláss frá öðrum stöðum, þá var óþarft að vera sífellt að staglast á herstöðinni, sem við verðum ekkert vör við i Grindavik, því herstöðin á Keflavíkurflugvelli tengist aðeins sjávarplássunum á Suðurnesjum, en ekki öllum sjávarþorpum landsins, eins og myndin gefur til kynna, ef fara á eftir skýringartexta í upphafi myndarinnar. Formálinn að myndinni hefði frekar átt að vera NATO-Grindavik. Þeir félagar Ólafur Haukur og Þorsteinn komu við i bókabúð i okkar eigu. Við viðurkennum fúslega, að þetta er ekki glæsileg bókabúð og lengi hefur staðið til að byggjá nýtt hús, en þvi miður hefur ekki verið rekstursgrundvöllur fyrir slika búð hér enn. Hinsvegar neit- um við þvi, að útvarp hafi verið i gangi i verzluninni þegar þeir fé- lagar komu og þaðan af síður, að stillt hafi verið á Kanann. Það gerum við ekki á þessu heimili. Þá sáum við þá félaga bograst nér í götunni og taka myndir af hús- inu, en ekki gátu þeir bankað upp á, komið inn og rætt við okkur, skoðað bækur og málverk í okkar eigu, en myndin gefur í skyn, að Grindvíkingar eigi engin mál- verk, sem er helber vitleysa. Þá sýna þeir innsiglinguna í veltu- brimi, eins og það er 1—2 á ári. Þannig er gefíð í skyn, að svona sé sjólagið alltaf í Grindavik. Vissulega vinnur fólk mikið hérna, en það tekur sér líka löng frí. Sennilega eru fáir, sem ferð- ast jafn mikið, jafnt innanlands sem utan, og sem dæmi um það má nefna, að 60 Grindvíkingar voru samtímis á Mallorca í sumar. F atamarkaðarnir vitleysa Hjónin Hulda Emilsdóttir og Halldór Ingvarsson ásamt syni sínum Jóni Emil. hagræða efninu til þess að þjóna fyrirfram ákveðnum tilgangi. Það má segja í sambandi við menn- ingarlífið i bænum, að þeir hafa hvergi neina tilburði i frammi til þess að kynnast þvi. Ég held, að ef þeir hefðu haft einhvern vilja til að lýsa því sem kallað er menn- ingarlif í sjávarþorpi, þá hefði árangurinn orðið í Grindavík hvorki verri né betri en almennt gerist, en svo mikið er vist, að hér sem i öðrum sjávarplássum fer fram all veruleg félagsstarfsemi, sem er kannski ekkert minni að vöxtum eða menningarlegu inn- taki heldur en er á stærri stöð- unum. Hún er aðeins timabundn- ari, meira háð atvinnulifinu. Ég tel þess vegna, að myndin hafi sjálf ekki verið menningar- leg í þeim skilningi, sem almennt er Iagður i orðið menning, en sé sá orðabókarskilningur hafður á menningu, sem annar höfunda notaði í umræðunum á eftir sýn- ingu þáttarins, að menning sé það, sem skilur mennina frá dýr- um, er myndin kannski menn- ingarleg. Þá leituðum við til Rúnars Gunnarssonar kvikmyndagerðar- manns og inntum eftir áliti hans á myndinni og fer svar hans hér á eftir: í leit að menningarleysi „Fiskur undir steini“ var tæp- lega það, sem ég vil kalla Fisk undir steini. Áróður ofaná áróður væri nær sanni að kalla þessa mynd þeirra félaga Þorsteins og Ólafs Hauks. Það fór ekkert á milli mála hver tilgangur mynd- arinnar var, enda hvatti Þjóð- viljinn lesendur sína óspart til að sitja fyrir framan „kassann" í kynningu sinni á sjónvarpsefni vikunnar framundan. Það var leitt fyrir linukommana, að þessi fyrsta mynd þeirra félaga skyldi hafa verið þvílík einhliða áróðurs- mynd, að varla verður hægt að horfa á framleiðslu þeirra fé- laganna i framtiðinni öðruvisi en með lituðum glerjum, sem filtera út rauða litinn. Hvers vegna völdu þeir sjávar- þorp á Reykjanesi, sem nánast er útborg Reykjavíkur? Hvers vegna kynna þeir félagarnir Grindavík og Nató samtímis? Hvers vegna fullyrða þeir, að engin menning sé á þessum slóðum? Það er að vísu ekki atvinnuleikhús í Grindavík. En hvað um það. Menning er fólk og mannleg sam- skipti. Þar sem fólk talar saman er t.d. menning. Sókrates hlúði allvel að menningu síns tima með orðin ein að vopni. Hafði fólk í Grindavík virkilega ekkert að segja? Þeir Ólafur Haukur og Þorsteinn gleymdu að kanna þaó. Aðalpersóna myndarannar ráfaði að vísu um göturnar i Grindavik án þess að yrða á nokkurn mann, en það mun hafa verið af „tækni- iegum" orsökum. Kvikmyndin — Þeir félagar komu hingað á þeim tima, sem allir eru að vinna. En það er ansi hætt við, að þessir piltar gætu ekki gengið bispertir með kvikntyndavélar uni öxl, nema því aðeins, að fólkið ynni mikið víðast hvar á landinu. Þá minnast þeir ekki á þá félags- starfsemi, sem hér fer fram, og ef miðað er við höfðatöluna, þá er hætt við, að t.d. fleiri Grindvík- ingar sæktu þær málverkasýn- ingar, sem hér eru, en Reykvik- ingar samsvarandi sýningar þar. — Ekki má heldur gleyma fata- markaðnum, sem þeir töluðu um í myndinni. Slíkur markaður hefur ekki verið haldinn hér í fjölda mörg ár, og þvi síður, aó fólki hafi verið gefið frí úr vinnu til aó sækja slíka markaði. Halldór Sigurðsson verkstjóri í Hraðfrystihúsi Grindavíkur svar- aði spurningu okkar á þessa leið: Veit ekki hvað þeir kalla menningu Höfundarnir komu hingað i vetur og sögðu okkur, að þeir væru að taka heimildamynd, og í því skyni fengu þeir að m.vnda hér í frystihúsinu. Þeir byrjuóu á að gefa í skyn, að Grindavik sé Kanabæli. Setja inn tal frá sjón- varpinu og útvarpinu en tilfellið er, að hér sést helzt aldrei Framhald á bls. 23 Eiríkur Alexandersson sækja málverkasýningar og t.d. fólk í Reykjavík. Við bara förum til Reykjavíkur á sýningar og i leikhús og þar kaupum við mál- verk. Hitt er svo annað mál, að ef þessum mönnum finnst svona mikill menningarskortur á staðnum, ættu stjórnvöld að sjá um, að hluti þess, sem bærinn leggur til í þjóðarbúið, verði tekinn til baka, þannig að við gætum haldið uppi einhverju menningarlifi í stíl við félagana tvo úr Reykjavík, og sennilega þyrftu fleiri staðir úti á landi að fá skerf úr stóru kökunni, sem þeir hafa búið til. En þegar talað er um menningarleysi hér, má benda á það, að hér í Grindavík hafa starfað margir þjóðkunnir listamenn eins og t.d. Sigvaldi Kaldalóns og Gunnlaugur Scheving. Og þá má benda á það, að meira en helmingur þeirra, sem hér ljúka skyldunámi, fer í framhaldsnám annarsstaðar. Þeir félagar hefðu getað tekið svona mynd, hvar sem er á landinu, t.d. í Reykjavík, — bara með þvi að nota sama hugarfar. Hjónin Hulda Emilsdóttir og Halldór Ingvarsson koma nokkuð við sögu í myndinni, því þau eiga fína húsið, sem sýnt er og spurt hvort það geti verið, að fólk elsk- ist meira f svona góðum húsum. Ennfremur eiga þau bókabúðina var nefnilega tekin þögul. Talið og menningin kom því ekki frá Grindavik, heldur frá þeim höf- undunum sjálfum. Myndin fjallaði ekki um menningu í Grindavík, heldur þjóðfélagslega og pólitíska komplexa tveggja ungra reiðra manna í Reykjavík. Hve langt má ganga Annars verð ég að segja, að það gleður mig, að þessir ungu menn skyldu hafa kjark til að hrópa pólitiska skoðun sina í sjónvarpið, og vona ég, að einhverjir hægri- menn fái sömu tækifæri og þeir, þannig að mótvægi myndist. Að lokum ein spurning til um- hugsunar. Hversu langt má ganga í rangfærslum og áróðri undir því yfirskyni, að verið sé að vekja fólk til umhugsunar um þjóð- félagsmál? Olafur Rúnar Þorvarðsson kennari í Grindavík svaraði spurningunni þannig: Ekkert atriði jákvætt Mér finnst það liggja i augum uppi hvernig mynd þessi er til komin, og í henni finnst ekkert annað en áróður, sem á að þjóna ákveðnum tilgangi. Þessi mynd átti að lýsa menningarlifi í sjávar- plássi á íslandi. Hún gerir það alls ekki og það er ekkert atriði i myndinni, sem er jákvætt. Dæmið var reiknað áður en myndin var tekin og síðan hafa þeir félagar haldið sig við þessa vitlausu út- komu. í myndinni er dregið fram allt, sem hægt var að finna i Grinda- vík, það er aó segja ef hægt var að gera það neikvætt og yfirleitt voru flestir hlutir falsaðir. En aftur á móti er þagað um það, sem telst til menningarauka hér. Það geta t.d. ekki öll byggðarlög i landinu státað af því að hafa tón- listarskóla. Ekki er heldur minnzt á þau félög, sem hér starfa, i myndinni og sum starfa með mikl- um blóma. Þá má nefna stað eins og sundiaug. Myndin var aðeins látin sverta staðinn. Sagt var, að við þræl- uðum myrkranna á milli til að geta lifað í nýjum flottum húsum. Þetta er hrein árás á hinar vinn- andi stéttir i öllum sjávarplássum á landinu. Ég hef haldið, að þess- ar stéttir ættu þaó sízt skilið og það frá þessum mönnum, sem telja sig vera að vinna að mál- efnum verkalýðsins. Eigum líka málverk Myndin fjallar að nokkru um málverkasýningar. Um það verð ég að segja, að Grindvíkingar hafa eins mörg tækifæri til að

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.