Morgunblaðið - 10.11.1974, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1974
Rætt við
framkvæmdastjóra
Fjórðungssambands
Vestfjarða:
HINAR miklu framkvæmdir
við Djúpveg, sem lokið verður
við á næsta ári, og opna hring-
veg um Vestfirði, eru bylting f
samgöngum Vestfirðinga. Sam-
gönguáætlun fyrir Vestfirði
var gerð á tfmum viðreisnar-
stjórnarinnar og hefur verið
unnið að henni sfðan. Morgun-
blaðið sneri sér til Jóhanns T.
Bjarnasonar, framkvæmda-
stjóra Fjórðungssambands
Vestfirðinga, og leitaði upplýs-
inga um samgöngumál Vest-
firðinga í dag — og fékk góð og
skilmerkileg svör, sem hér fara
á eftir. Sökum þess hve hér er
um yfirgripsmikið mál að ræða
verður frásögn hans skipt i
tvennt. Fyrri kaflinn, sem fjall-
ar um samgöngur á landi, birt-
ist f blaðinu f dag, en sfðari
kaflinn, er spannar sjósam-
göngur og samgöngur f lofti,
birtist innan skamms.
STAÐHÆTTIR
Landslag á Vestfjörðum er
þannig, að víðast hvar liggja
akvegir milli byggðarlaga yfir
heiðar og hálsa. Af þessu leiðir,
að snjór teppir víða akvegi milli
byggðarlaga að vetrarlagi. Tals-
verðar breytingar hafa orðið á
þessu til batnaðar á undanförn-
um árum með stórbættri vega-
gerð.
Þannig má segja, að unnt sé,
með fáum undantekningum, að
halda opnum vegum tíl norðurs
frá Patreksfirði um Tálkna-
fjörð til Bíldudals og til suðurs
yfir Kleifaheiði til Barða-
strandar og um Rauðasands-
hrepp. Einnig verður að telja,
að Strandamenn, sunnan
Hólmavíkur, geti að jafnaði
treyst á, að vegir séu færir til
Suðurlands og Norðurlands um
Hrútafjörð.
Að jafnaði er bílum fært allt
árið milli Dýrafjarðar og
önundarfjarðar um Gemlu-
fallsheiði, sé snjómokstur með
eðlílegum hætti. Oftar ber við
að vegurinn teppist á láglendi
innarlega í Dýrafirði meðan
ennþá er fært yfir Gemlufalls-
heiði.
Vart er hægt að segja að ak-
fært sé á venjulegum bílum
vegna snjóa nema 5—6 mánuði
á ári frá Isafirði til Önundar-
fjarðar og Dýrafjarðar yfir
Breiðadalsheiði, sem er 610
metrar yfir sjó. Sú heiði er ekki
fær snjóbílum eftir að almenn
bílaumferð teppist á haustin.
Enda þótt Botnsheiði milli
Isafjarðarkaupstaðar og Súg-
andafjarðar sé nokkru lægri
en Breiðdalsheiði, teppist
hún nálega jafn snemma.
Hinsvegar hagar svo landslagi á
þeirri heiði, að unnt er að aka
yfir hana á snjóbíl, eftir að hún
teppist fyrir almennri bílaum-
ferð.
Vegum milli Isafjarðar
annarsvegar og Bolungarvíkur
og Súðavíkur hinsvegar er
haldið færum að jafnaði allt
árið um kring, enda ekki um
fjallvegi að ræða á þeim leið-
um.
Strjálbýli
Jóhann T. Bjarnason,
framkvæmdastjóri FSV
Samgöngur í Yest-
fir ðingafj ór ðungi
Vegurinn úr Isafjarðardjúpi
til Reykhólasveitar í Austur-
Barðastrandarsýslu liggur yfir
Þorskafjarðarheiði, sem er
ófær vegna snjóa um það bil 7
mánuði á ári.
Vegakerfið í ísafjarðardjúpi
er víðast hvar frá fyrri tíma,
áður en stórvirk tæki komu til
sögunnar við vegagerð. Er því
að vetrarlagi oft torfært um
eldri vegarkaflana. Verður
mönnum ljóst, er þeir sjá hinn
nýja hluta Djúpvegar, hver
bylting er á orðin í vegagerð. Er
ekki nokkur vafi á, að akfært
væri meðfram Isafjarðardjúpi
árið um kring, ef þar væri alls-
staðar sambærileg vegargerð og
á hinum nýja Djúpvegi.
Þegar lokið verður þeim
áfanga Djúpvegar, sem nú er
unnið að, verður Þorskafjarðar-
heiði eini fjallvegurinn á ak-
færri leið til Reykjavíkur.
Vegurinn yfir Þorskafjarðar-
heiði er gamall vegur, vfða
aðeins ruddur um holt og hæð-
ir. Skiptir miklu máli fyrir
byggðirnar við Isafjarðardjúp,
að í framhaldi af núverandi
áfanga á Djúpvegi verði lagður
nýr fjallvegur úr Isafjarðar-
djúpi yfir Þorskafjarðarheiði
eða á öðrum hentugum stað, svo
tryggðar verði sem lengst ár
hvert samgöngur á landi við
byggðir á Barðaströnd og
Suðurland.
Um samgöngur á landi frá
Patreksfirði til Reykjavikur er
það að segja, að víða í Austur-
Barðastrandarsýslu eru gamlir
vegarkaflar, sem teppast fljót-
lega, er snjóa tekur á haustin.
Þarf m.a. að aka yfir þrjá hálsa
og eitt nes á þeirri leið. Auk
þess eru ýmsir kaflar vegarins
á láglendi slæmir yfirferðar að
haust- og vorlagi.
Fjallvegur er um Trölla-
tunguheiði milli Steingríms-
fjarðar í Strandasýslu og
Króksfjarðar í Austur-Barða-
strandarsýslu. Þessi vegur er
gamall og víða aðeins ruddur.
Mikil umferð er um þennan veg
að sumarlagi, enda tengir hann
Strandasýslu við vestanverða
Vestfirði. Kunnugir telja, að
hægt sé að gera veg yfir þessa
heiði, sem væri fær venjuleg-
um bílum mestan tíma árs og
snjóbílum hinn timann.
Frá Hólmavik liggur gamall
vegur inn fyrir fjörðinn og út
með honum að austanverðu til
Drangsness annarsvegar og
hinsvegar um Bjarnarfjörð
norður i Árneshrepp, þ.e.
Djúpuvikur um Gjögur til
Trékyllisvíkur og Norðurfjarð-
ar. Þegar snjóa leggur að og
frost síðla hausts, verður vegur
þessi fljótt ófær. Frá Hólmavík
er hægt að aka snjóbíl til
Drangsness og Bjarnarfjarðar,
en hingað til hefir slík þjónusta
aðeins verið látin I té í neyðar-
tilfellum. Snjóbíl er ekki hægt
að aka á láglendi norður í
Árneshrepp vegna hliðarhalla
og verður því aðeins komizt
þangað á snjóbíl, að mögulegt
sé að aka um háfjöll i bezta
veðri.
Rétt er að nefna, að ekið
hefir verið á jeppabifreiðum af
veginum á Þorskafjarðarheiði
niður í Steingrímsfjörð, sem er
stutt leið. Vegagerð á þeirri leið
mundi tengja Isafjarðardjúp
við verzlunarstað á Hólmavik
og hugsanlega gæti Hólmavik
orðið uppskipunarhöfn fyrir
helztu þungavörur til bú-
reksturs og framkvæmda við
norðanvert Isafjarðardjúp.
NAUÐSYNLEGUSTU UM-
BÆTUR I VEGAMÁLUM:
Aðkallandi framkvæmdir
mætti flokka í tvennt: 1 fyrsta
lagi vega- og brúargerð, sem
miðar að því að tryggja helzt
heils árs samgöngur milli
byggðarlaga, sérstaklega þétt-
býlisstaðanna og tengja þannig
saman traustustu byggðakjarn-
ana, ásamt því að byggja upp
vetrarfæra vegi frá bændabýl-
um að helztu samgöngustöðum
eða þjónustustöðvum. I öðru
lagi eru framkvæmdir I vega-
málum, sem miða að því að
tryggja vetrarlangar samgöng-
ur frá Vestfjörðum við aðal
akvegakerfi landsins.
Séu rakin aðkallandi verk-
efni, án þess að þeim sé skipað í
æskilega framkvæmdaröð, eru
þau þessi:
Vegur og brú yfir innan-
verðan Dýrafjörð frá Lamba-
dal, sem styttir mjög aksturs-
leið inn fyrir Dýrafjörð og
tekur af helztu torfæru í vetrar-
akstri milli Þingeyrar og
Önundarfjarðar.
Brú og vegur yfir Önundar-
fjörð við Veðrará, styttir mjög
akstursleið inn fyrir Önundar-
fjörð, m.a. þá leið, sem Flateyr-
ingar þurfa að aka til og frá
flugvellinum í Holti, sem er
aðalsamgönguleið þeirra að
vetrarlagi.
Báðar fyrrgreindar fram-
kvæmdir stytta akstursleið
milli Þingeyrar og Flateyrar,
sem er mjög mikilvægt með til-
liti til læknisþjónustu; íbúar
þessara staða hafa um alllangt
skeið notið þjónustu eins og
sama læknis.
Aðkallandi er að gera vetrar-
færan veg um Breiðadalsheiði,
sem tengir saman Önundar-
fjörð, Dýrafjörð og Djúpsvæðið
og mundi styrkja mjög allt
svæðið, félagslega og einnig
hvað varðar alla almenna þjón-
ustu og atvinnurekstur. Gera
þarf umbætur á veginum um
Botnsheiði milli Isafjarðar-
kaupstaðar og Súgandafjarðar
til að tryggja lengur ár hvert
umferð venjulegra bifreiða.
Tryggja þarf eftir föngum að
akfært verði úr Isaf jarðardjúpi
til ísafjarðar, helzt allt árið um
kring. Til þess að svo megi
verða þarf að gera miklar
endurbætur á eldri vegarköfl-
um víðsvegar um Djúpið, sem
um Ieið mundi, í flestum tilfell-
um, tryggja greiðari umferð frá
bændabýlum að næstu ferju-
bryggjum. Viða þarf að endur-
bæta sýsluvegi heim að bænda-
býlum.
I Árneshreppi á Ströndum
liggur mest á að gera sem fyrst
vetrarfæran veg innan sveitar
frá Djúpuvík um Gjögur og
Trékyllisvík til Norðurfjarðar.
Miklar endurbætur þarf einnig
að gera á veginum sunnan
Djúpuvíkur til Bjarnarfjarðar
og Hólmavikur.
i Kaldrananeshreppi þarf að
tryggja öruggar samgöngur
milli Drangsness annarsvegar
og Bjarnarfjarðar hinsvegar til
Hólmavikur.
Fullgildur vegur um Trölla-
tunguheiði milli Steingrims-
fjarðar og Króksfjarðar getur
gegnt mikilvægu hlutverki í
sambandi við heilbrigðisþjón-
ustu, viðskipti og aðra almenna
umferð. Sama má segja um veg
yfir Steingrímsfjarðarheiði,
þótt í öðrum mæli væri.
Tvö veigamikil verkefni verð-
ur að leysa til að tryggja Vest-
firðingum sem öruggasta teng-
ingu við vegakerfi landsins.
Annað verkefnið er að gera
vetrarfæra vegi i AusturBarða-
strandarsýslu og tengja þannig
syðri hluta Vestfjarða á trygg-
ari hátt við aðalvegakerfi lands-
ins. Um nokkra valkosti er að
ræða við lausn þessa verkefnis.
Hitt verkefnið er að tengja Isa-
fjarðardjúp við aðalvegakerfið
með vetrarfærum vegi. Þar er
einnig um tvo til þrjá valkosti
að ræða varðandi vegarstæði.
i þessari upptalningu hefir
ekki veríð minnzt á margar
minniháttar lagfæringar á
vegakerfinu án þess að verið sé
að draga úr mikilvægi slíkra
endurbóta.
FÓLKS-OG VÖRU-
FLUTNINGAR MEÐ BIF-
REIÐUM:
Svo sem fram hefir komið er
aðeins fært til Vestfjarða 5—6
mánaða tima á ári hverju. Þann
tíma sem fært er er haldið uppi
áætlunarferðum með farþega.
Vestfjarðaleið h.f. flytur far-
þega frá Reykjavík sem leið
liggur vestur i Vatnsfjörð á
Barðaströnd, en þar skiptist
farþegahópurinn, í annan bíl-
inn fara þeir sem ætla út Barða-
strönd til Patreksfjarðar,
Tálknafjarðar og Bíldudals, en
í hinn bílinn fara farþegar sem
ætla til Dýrafjarðar, önundar-
fjarðar, Súgandafjarðar og
byggðanna við utanvert Isa-
fjarðardjúp. Þessar ferðir eru
tvær í viku. Vestfjarðaleið
sendir einnig farþega bíl eina
vikulega ferð vestur að Isa-
fjarðardjúpi, en þeir farþegar
fara sjóleiðis yfir Djúp til ísa-
fjarðar.
Guðmundur Jónasson sér-
leyfishafi heldur uppi ferðum
tii Hólmavíkur og nágrennis,
árið um kring, eftir þvi sem
aðstæður frekast leyfa hverju
sinni.
Nokkrir aðilar annast vöru-
flutninga með bifreiðum til
Vestfjarða þann tíma sem ak-
fært er og sýna við það starf
mikinn dugnað. Að minnsta
kosti fjögur fyrirtæki annast
þessa flutninga i atvinnuskyni,
en auk þess hafa tvö kaupfélög
sína eigin bíla.
Nýja bílasmiðjan
auglýsir
Tökum að okkur yfirbyggingar, réttingar,
rúðuísetningar, málningu, sætasmíði,
innréttingar og klæðningu í allar gerðir
bifreiða.
Nýja bílasmiðjan h. f.
Tunguhálsi 2, sími 82 195 og 82544.
Utboð — Jarðvinna.
Sjómannadagsráð leitar tilboða í jarðvinnu fyrir
væntanlegum byggingum DAS. — Hrafnistu í
Hafnarfirði.
Útboðsgagna má vitja, gegn 5000,- kr. skila-
tryggingu, á Verkfræðistofu Stefáns Ólafssonar
h.f., Suðurlandsbraut 4, Reykjavík frá og með
mánudeginum 1 1. nóvember 1 974.