Morgunblaðið - 10.11.1974, Side 19

Morgunblaðið - 10.11.1974, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1974 19 — Hvíti stafurinn Framhald af bls. 2 HVlTI STAFURINN nýtur fyrst og fremst vinsælda vegna notagildis síns, þar sem sjón- skertur maöur getur fengið meö honum fjölmargar upplýsingar um nánasta umhverfi sitt. Ýmsar hindranir verða á vegi bæði úti og inni. Stafurinn gefur t.d. upplýs- ingar um tröppur og hvort þær liggja upp eða nióur, — gang- stéttarbraut, girðingar, staura, svo og um jarðveginn sem gengið er á. Ennfremur gefur hann til kynna óþekktan farartálma á gangbrautinni — gefur frá sér breytileg hljóð eftir því í hvað honum er slegið, — þannig getur hljóð frá vegg eða staur gefið blindum manni til kynna, að nú séu aðeins nokkur skref í nær- liggjandi búð á vinstri hönd, o.sirv. veldar blindum manni að komast leiðar sinnar í umferðinni. I fyrsta lagi mikill hávaði, því að hann reiðir sig algerlega á heyrn- ina. Hann þarf að geta heyrt og numið ólíkustu umferðarhljóð. Ef þessi umferðarhljóð drukkna í öðrum skarkala, þá getur hann engan veginn áttað sig á umhverf- inu. Þetta veldur mikilli tauga- áreynslu hjá manni, sem nú þegar hefur athyglina spennta til hins ýtrasta. Erlendis er það að færast í aukana að komið sé upp hljóð- vitakeri við ntiklar umferðar- götur. Er þá nóg að þrýsta á hnapp til þess að vitinn gefi frá sér hljóð, sem gefa til kynna, að nú sé óhætt að fara yfir götuna. Þetta götuvitakerfi hefur einnig komið öldruðum, svo og börnum að góðum notum. Hin atriðin tvö eru erfiðari viðureignar, en þau eru snjór annars vegar og rigning hins vegar. Snjórinn temprar öll hljóð og hylur kennileiti, en í roki og rigningu er erfitt að átta sig á styrkleika hljóðs. Þannig að með- vindur eykur styrkleika hljóðs úr sömu átt, en mótvindur dregur úr hljóði í öndverðri átt. Enda þótt þessi handhægi HVlTI STAFUR sé mikil hjálp öllum sjónskertum mönnum og gefi þeim aukið svigrúm, þá ber þess að geta, að aðstoð er oftast vel þegin, einkum ef hún er gefin á réttan hátt, t.d. að vara við hætt- um og að rétta hægri handlegg til að leiða yfir götu. Er þá bezt að hinn sjáandi gangi hálfu skrefi á undan, svo á sá blindi geti farið eftir hreyfingum hans upp eða niður tröppur og gangstéttar- brúnum. Ólíkt hinum sjáandi þurfa sjónskertir alltaf að hafa glaðvakandi athygli við leiðina sem farin er, enda þótt hún hafi oft verið farin áður. Þeir verða allan tímann að einbeita sér að því að halda gangstéttinni og fylgjast vel með hinum ólíkustu hljóðum. Með kennslu og notkun HVlTA STAFSINS hefur umferli blindra og sjónskertra aukist gifurlega. Enn vantar mikið á að hinir sjá- andi geri sér grein fyrir merk- ingu stafsins. Erlendis hefur HVÍTI STAFURINN verið not- aður af ökukennurum í stað priks við að benda á töflu i bóklega náminu. Þannig hafa allir öku- menn lært að þekkja stafinn og virða hann. Öllum frekari spurningum varðandi HVlTA STAFINN getur undirrituð svarað í sima 38488 alla virka daga frá 9—12 f.h. En stafurinn fæst ókeypis, þar sem hann þykir sjálfsagt hjálpartæki bæði börnum og fullorðnum. Reykjavík 7: nóvember 1974 Elínborg lárusdóttir. Rafmagnstaxtinn hækkar um 60% Siglufirói, föstudag. RAFMAGNSTAXTAR, heimilis- taxti svo og rafhitunartaxti, hækka nú hér í bænum Hafða bæjarstjórn hækkað þessa taxta á fundi sínum á fimmtudagskvöldið og voru umræður harðar. Svo- nefndur heimilistaxti hækkar um 60 prósent en rafhitunartaxtinn hækkar frá 42—48 prósent. Fréttaritari. Vöfflujárn teflonhúð Litur: Orange. iiiiiifiSWlWSíi ■ a A VÍlaMtf Sjálfvirk kaffivél. Sparar kaffi allt að helming Brauðrist. Sjálfvirk. <TO 14) Litir: Orange, hvftt, svart. Hárþurrka á gólfstatffi Afkastamikil þurrka. Litur: Orange. ■■■■■■■■■■■■■■■■■ Djúpsteikingarpottur. Krómaðir eða matt ál. Rowenfa Electroniskur brauð- og áleggshnifur. Litur: Hvitt, orange. Fatabursti. Pressar og hreinsar með gufu. Sjálfhreinsandi grillofn Electroniskur hitastillir — 10 valstig. (KG 96) Hárþurrkuhettan. Löng snúra með 3 hitgstigum. Rowenfa Hraðgrill Steikir fryst kjöt á 2—3 mfn. 15 bolla kaffivél. (KG 24) Hellir uppá á 5—10 mín. Eggjahitari. Sýður eggin fljótt og vel. Hringir þegar suðu er lokið Straujárn í mörgum gerðum og litum. Klukkur (EU 02). Ganga fyrir rafhlöðu. Ljós á skffu kviknar þegar tekið er á henni. Ávalt í fararbroddi HEILDSÖLUBIRGÐIR: HALLDÓR EIRÍKSSON OG CO SÍMI 83422 iiim i vmmmm mtma

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.