Morgunblaðið - 10.11.1974, Side 20

Morgunblaðið - 10.11.1974, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. NOVEMBER 1974 Jóhann Hjálmarsson Skakkí tuminn og borg gleðileiksins Frá Flórens: Dómkirkjan, kapellan og klukkuturn Giottos. ARIÐ 1822 hittust þeir í Písa skáldin og vinirnir Shelley og Byron. Það var skömmu fyrir dauða Shelleys. Shelley hefur eflaust sagt Byron frá því hve hamingjusamur hann var í Leriei. Báðir hafa þeir verið sammála um að dásama Ítalíu. Skáldin gátu ekki fundið heppilegri stað en Písa til að ræða saman um lífið og listina á löngum gönguferðum. Skakki turninn er ævintýraleg og falleg bygging. Það er hann, sem veldur því að ferðamenn flykkjast til Písa. En það er margt annað að sjá í þessari vinalegu borg. í ljóði sinu Guðræknisstund í Písa lýsir Sigfús Daðason því hve það „var mikil hvíld og ógleymanleg náð að staldra við í túngrænkunni og ganga síðan í svala kirkjuna". Ég veit ekki hvort Sigfús á við dómkirkjuna í Písa, en þegar búið er að ganga upp í Skakka turnínn og skoða útsýnið þaðan er einmitt gott að leita inn 1 svalann i kirkjunni. Þar inni er margt fróðlegt eins og i kirkjum á italíu yfirleitt, enda nóg af ferðamönnum, sem taka sér stöðu „flestir vopnaðir full- komnustu myndavélum", eins og stendur í ljóði Sigfúsar Daðasonar. Písa hefur þó ekki verið öll- um skáldum sælustaður. Árið 1945 var eitt mesta skáld Bandarikjanna, Ezra Pound, lokaður inni í búri í Písa. Það voru landar hans, sem með þessu vildu refsa honum fyrir föðulandssvik. Pound hafði hrifist af ítalska fasismanum og predikað fasisma fyrir löndum sínum, m.a. í útvarpi. Til þess að þurfa ekki að drepa skáldið var þvi komið á geðveikraspít- ala í Bandaríkjunum. Þegar Pound slapp úr haldi 1958 hélt hann rakleiðis til Ítalíu, sem hann unni mjög. Þar dó hann 1972. í Písa orti Pound Pisan Cantos, sem er talið eitt merk- asta ljóð hans. Það er hluti Cantos, lengsta ljóðs, sem nokk- urt nútímaskáld hefur ort. Ezra Pound var ekki ræðinn síðustu árin, sem hann lifði. Hann þagði oftast. En hann var vinsamlegur í garð ungra skálda, sem komu til að sitja við fótskör hans. Hann hafði með ljóðum sínum, þýðingum, gagn- rýni sinni, en þó fyrst og fremst persónuleika sínum átt þátt í að móta skáld, sem síðar nutu meiri hylli en hann. Til dæmis bjó hann The Waste Land eftir T.S. Eliot til prentunarog fékk W. B. Yeats, sem var eldri en hann, til að endurskoða hug sinn til ljóðlistarinnar. Sú endurskoðun bar góðan árang- ur eins og verk Yeats vitna um. En Pound átti það til að vera meinfýsinn eins og margra skálda er háttur. Um skáldbróð- ur sinn William Carlos Willi- ams, sem var læknir og er nú af sumum talinn jafnoki Pounds, sagði hann: „Eg hef árangurs- laust reynt að fá hann til að hætta að yrkja og helga sig lækningum sínum.“ Kaldhæðni örlaganna ræður því að læknir- inn Williams hefur haft meiri áhrif á yngstu kynslóð banda- rískra skálda en hinn óumdeil- anlegi meistari, smiðurinn mikli, eins og Eliot kallaði hann. I lestinni til Flórens fengum við að kynnast ítölsku lunderni í öllu sínu veldi. Maður nokkur, sem kvaðst vera hermaður í leyfi, fékk sér sæti hjá okkur í klefanum. Innan skamms hafði hann sagt okkur frá sjálfum sér og gefið all nákvæma skýrslu um skoðanir sínar og áhugamál. Eftir það hófst yfirheyrsla yfir okkur. Hann hafði heyrt getið um hið kalda land í norðri og vissi að þar voru bandarískir hermenn. Orðaflóðið var mikið. Hann lagði metnað sinn í að fræða okkur fávísa útlendinga um sína kæru ítalíu. Þegar hann fékk ekki lengur annað upp úr okkur en einsatkvæðis- orð, sneri hann sér að börnun- um. Þau skildu hann náttúru- lega ekki. En hann kunni ráð við því. Hann brá sér í allra kvikinda líki og lék hund af svo mikilli sannfæringu að tvær litlar stúlkur trúðu því að hann væri i raun og veru hundur. Þessu fylgdi ýlfur og furðuleg- ustu hljóð, sem blönduðust ópum, sem lýstu í senn hræðslu og voru gerð til að hvetja manninn til að halda leiknum áfram. Kvæði Davíðs Stefánssonar um Flórens þekkja allir. En Flórens er merkileg borg fyrir fleira en listamannakrána Lapi, sem Jakob Hafstein syngur um Dante. af svo mikilli tilfinningu í óska- lágaþáttum. Hún er borg endur- reisnarinnar, þar hef ur orðið til meira af list og skáldskap en á flestum öðrum stöðum á Italíu. Þorvarður Helgason, rit- höfundur og leikgagnrýnandi, sérfræðingur minn í Italíu og aðalskipuleggjandi þeirrar Italíufarar, sem þessi grein og nokkrar aðrar herma frá, var við nám i Flórens áður en hann fann sína elskuðu Vínarborg. Þá var vetur í Flórens og Þor- varði var kalt. Honum nægði ekki hitinn frá heimslistinni og flýði borgina. i Palazzo degli Uffizi er mesta málverkasafn á Italiu að dómi listfræðinga. Þar er svo mikill straumur fólks að torsótt er að fá að njóta dýrðar veggjanna. Meðal málverkanna' eru Voríð og Fæðing Venusar eftir Sandro Botticelli. Þessum verkum verður ekki lýst með orðum. Fegurð þeirra er ójarð- nesk. Andstæður þessara mynda eru mannamyndir Þjóð- verjanna Hans Holbeins og Lucas Cranachs, sem töluvert er af í Uffizi safninu. Fyrir- myndir þeirra eru ákaflega bundnar þessari jörð, enda er þeim lýst af miklu raunsæi. Það er til dæmis enginn helgiblær yfir mynd Cranachs af Marteini Lúter. Hjá Uffizi safninu er markaður. Þar eru seldar leðurvörur og minjagripir. Skammt undan er Palazzo Vecchio, ráðhús Flórensborgar. Fyrir utan það stendur eftir- mynd af Davíðsstyttu Michelangelos. Frummyndin er í Accademía di Belle Arti ásamt ófullgerðum höggmyndum Michelangelos. Dómkirkjan San Maria del Fiore í miðri borginni er ásamt kapellu og klukkuturni verðug- ur minnisvarði endurreisnar- innar. Það stafar mikilli birtu frá þessum stílhreinu byggingum, sem eru skraut- legar án þess að ofhlæði þjaki þær. Aðeins auður og miklir hæfileikar, sem runnu í einn farveg í Flórens, koma því til leiðar að slík listaverk verða til. Giotto de Bondone átti hug- myndina að klukkuturninum og hóf að reisa hann 1334, aðrir luku verkinu. Giotto var bæði arkitekt og málari. Annar Flórensbúi, sem setti bæði svip á byggingarlist og málaralist í Flórens.var Giorgio Vasari. Eitt af verkum hans er Palazzo degli Uffizi. Vasari er m.a. frægur fyrir bók sína um ítalska endur- reisnarlistamenn. Hin ríka Medici ætt, sem stjórnaði Flórens í meira en þrjár aldir, á heiðurinn að öflugum stuðningi við listir og menningu. Margir endurreisnarmenn eru grafnir í kirkjunni Santa Croce. Fyrir utan hana er stór stytta af skáldinu Dante Alighieri. Endurreisnin náði ekki aðeins til myndlistar og byggingarlistar. Hún var endurreisn mannlegrar hugs- unar, samfelld sköpunarhátíð. Það eru engar ýkjur að kalla Dante frægasta son Flórens. En þegar f jallað er um bókmenntir endurreisnarinnar er vert að muna að Giovanni Boccaccio, höfundur Decamerone, var líka frá Flórens og Francesco Petrarca var sonur flórensks embættismanns. Myndhöggvar- inn mikli Michelangelo Buonarroti var fæddur í Caprese rétt hjá Flórens. Sonn- ettur Michelangelos skipa hon- um í fremstu röð ítalskra skálda. Jafnvel Lorenzo de Medici, atkvæðamesti niðji Mediciættarinnar, var skáld. Síðast en ekki síst ber að nefna einn rithöfund og heimspeking frá Flórens, Niccolo Machia- velli, höfund Furstans. Ferðamaðurinn er oft minnt- ur á Dante í Flórens. I húsinu þar sem hann fæddist og ólst upp er nú safn. Rauðhærður eldri maður opnar fyrir okkur dyr þessa gamla húss og tekur okkur vel. Hvaðan eru þið? Frá Islandi. Já, það hlýtur að vera kalt þar. Hann nefndi Reykja- vfk að fyrra bragði, en minntist ekki á Dante. I Dantehúsinu voru að sjálf- sögðu handrit og bækur til sýnis. Þar voru lika skjöl, kort, fánar, skjaldarmerki og myndir af Dante eftir ýmsa listamenn, einnig myndskreytingar við verk hans. Leitast er við að varpa ljósi á lif Dantes og skáldskap með því þvi að höfða til samtíðar hans í Flórens og víðar. Kunnasta verk Dantes frá yngri árum er Vita nuova (Nýtt líf), sem er sambland af lausu máli og ljóðum um ást hans til Beatrice. Beatrice var ung stúlka í Flórens, sem Dante sá fyrst á bernskuárum sínum. Hann kynntist henni aldrei, en hún varð slíkur örlagavaldur í skáldskap hans að ekki aðeins æskuverk hans var helgað henni heldur einnig mesta verk hans Divina Commedia (Gleði- leikurinn guðlegi), sem hann lauk ekki við fyrr en undir lok ævi sinnar. Beatrice dó ung. I Dantehúsinu var safn þýð- inga á Gleðileiknum guðlega, m.a. dönsk útgáfa hans, en ekki sáum við þýðingu Guðmundar Böðvarssonar: Tólf kviður úr gleðileiknum guðdómlega (1968). Eins og fleiri endurreisnar- menn lét Dante sér ekki nægja list sína, skáldskapinn. Hann fékkst einnig við stjórnmál og varð að hrökklast í útlegð þegar andstæðingar hans náðu völd- um í Flórens 1311. Hann fór fyrst til Verona, en siðan til Ravenna þar sem hann lést 1321. I Ravenna lauk hann við Divina Commedia, sem hann byrjaði á 1308. Dante var grafinn i Ravenna og þar er safn til minningar um hann. Ravennabúar þykjast eiga töluvert í Dante, enda hafa þeir reist honum virðulegt graf- hýsi og gera margt til að minna á dvöl skáldsins í Ravenna. Grímur Thomsen, sem kom víða við í skáldskap sínum, læt- ur ljóð sitt um Dante gerast í Ravenna. Þótt ljóðið sé ekki með merkari ljóðum Gríms, lýs- ir það hnyttilega skáldi Gleði- leiksins, dregur saman inntak ljóðsins í stuttu máli: Til Ravenna kom einnig Byron lávarður og er húsið sem hann bjó í merkt honum á áber- andi hátt. Eitt þekktasta hótelið í Ravenna heitir Hotel Byron. Ravenna var siðasta vigi rómverska keisaradæmisins í: vestri. Býsönsk menningar- áhrif setja svip sinn á kirkjur eins og San Vitale. Þar eru glæsilegar mósaikmyndir frá 521—548. Sérkennilegt graf- hýsi Þjóðreks konungs hins mikla stendur í úthverfi borg- arinnar. Fyrir þá, sem vilja kynnast býsanskri list eða feta í fótspor Dantes er Ravenna kjörinn staður. Að öðru leyti er þetta hálf þunglamaleg borg og fólk- ið frekar þurrt á manninn. Hinn létti og hugþekki blær, sem einkennir Flórens og aðrar borgir sunnar í ítalíu, rikir ekki i Ravenna. Á hótelinu, sem við bjuggum stökk engum bros og þar var ekki einu sinni hægt að fá sætan martini. Tvær stóðu meyjar marmara uppá svölum, — mörg finnast skrautleg í Ravenna slotin, — sáu þær hal með kinnum koma fölum og karlmannlegan vexti, en herðalotinn. Segir þá önnur: „Sjá, þar gengur maður svipmikill, en mér lízt hann gæfu þrotinn, enda er ei von, hann geti verið glaður, því gumar segja, þar hann hafi dvalið, er fordæmdum er fyrirbúinn staður." Á fljóða ungra hlýddi Dante talið, hann við þeim leit, og varpaði á þær orði: „Á Vallandi einu hef eg aldur alið, og allur þaðan minn er reynslu forði, i helvítis þar horfði eg ofan díki, af hatri, lygi fullt og bróðurmorði; en — þar ég einnig hefi himnariki í hjarta göfgu Beatrísar fundið, þvi ástin hreina ljósu bjó í líki, og lífsins góði var mér engill sprundið. Að hinu vonda langt ei þarf að leita, liggur það nær en fjöldinn hyggja mundi; en — er þá látið öðru nafni heita, og einkum það er heimsins vélabeita."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.