Morgunblaðið - 10.11.1974, Page 24

Morgunblaðið - 10.11.1974, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1974 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthfas Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn GuSmundsson. Björn Jóhannsson. Árni GarSar Kristinsson. ASalstræti 6, sími 10 100. ASalstræti 6. slmi 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. ð mánuði innanlands. j lausasölu 35.00 kr. eintakiS. Istefnuræðu sinni á Alþingi sl. þriðjudag fjallaði Geir Hallgrímsson forsætisráðherra, um verð- bólguna og horfur í þeim efnum og sagði: „Spár um þróun verðlags gera ráð fyrir, að verðbólga muni fara minnkandi á næsta ári, þrátt fyrir heldur örari verðbreytingar á síðasta ársfjórðungi þessa árs, m.a. af völdum gengislæk*- unarinnar og skattbreyt- inganna í september. Strax á fyrsta ársf jórðungi næsta árs er gert ráð fyrir að dragi úr verðbólgunni og samkvæmt forsendum verðlagsspánna væri búizt við minna en 15% verð- bólgu á ársgrunni undir lok ársins 1975. Með efna- hagsaðgerðum ríkisstjórn- arinnar er þannig að því stefnt að ná verðbólgunni niður á stig nágrannaþjóða okkar eftir lok næsta árs.“ í útvarpsþætti í fyrra- kvöld tók helzti sérfræð- ingur ríkisstjórnarinnar, Jón Sigurðsson, forstöðu- maður Þjóðhagsstofnunar í sama streng og forsætis- ráðherra og taldi mögu- leika á að ná verðbólgu- vextinum niður fyrir 15% í lok næsta árs en þá er væntanlega átt við, að verðlagsþróunin síðustu mánuði ársins verói sam- bærileg við 15% verðbólgu á ársgrundvelli. Þetta þýð- ir væntanlega, að ekki sé átt við, að verðbólguvöxt- urinn frá ársbyrjun 1975 til ársloka verði um eða undir 15%. Engu að síður er hér um mjög djarflega stefnumörkun að ræða, sem ástæða er til að staldra ofurlítið við. Verðbólguvöxturinn i ár nemur um 45%. Þetta er meiri verðbólga en áður hefur þekkzt í okkar sögu og jafnframt hin mesta í Evrópu. ísland er í dag skipað á bekk með þeim þjóðum heims þar sem verðbólgan er hrikalegust. Þessi mikla verðbólga hef- ur valdið gífurlegri röskun í þjóðarbúi okkar. Hún hef- ur sprengt upp útgjöld hins opinbera, eins og glögglega má sjá á fjárlaga- frumvarpinu fyrir árið 1975, þótt hinn nýi fjár- málaráðherra, Matthías Á. Mathiesen, hafi gert sitt ýtrasta til að halda út- gjaldahækkuninni í skefj- um. Verðbólgan hefur leik- i ið fjárhag sveitarfélaga og fyrirtækja þeirra mjög illa. Stærsta sveitarfélag lands- ins, Reykjavíkurborg, er komið með geysilegan yfir- drátt í viðskiptabanka sín- um og hefur orðið að semja um greiðslu á þeirri skuld á nokkrum árum. Hin minni sveitarfélög eru sum hver á barmi greiðsluþrots og ef ekki hefði komið til sérstök aðstoð og fyrir- greiðsla opinberra aðila hefði jafnvel komið til greiðslustöðvunar hjá ein- staka sveitarfélögum. Rekstur atvinnufyrirtækja hefur að sjálfsögðu með sama hætti gengið úr skorðum, sífelldar út- gjaldahækkanir en verð- lagshækkanir í kjölfar þeirra seint og um síðir. Þessi vítahringur hefur veikt mjög fjárhag fjöl- margra fyrirtækja. Verð- bólgan hefur einnig rýrt stórlega gildi peninganna og lítið vit er í því fyrir fólk að leggja fé sitt inn á spari- sjóðsbækur bankanna. Öll- um er ljóst, hvað orðið væri í dag úr 100 þúsund krónum, sem lagðar hefðu verið inn á sparisjóðsbók fyrir einu ári. Verðbólgan hefur einnig leikið lífskjör almennings grátt og þá ekki sízt þeirra, sem komn- ir eru á eftirlaunaaldur og hafa ef til vill ekkert annað að lifa af en ellilaun og óverðtryggðar greiðslur úr lífeyrissjóðum, sem ekkert eru að verða. Af þessu er ljóst, að það hlýtur að verða höfuðvið- fangsefni ríkisstjórnarinn- ar að minnka verðbólgu- vöxtinn á árinu 1975. Við stöndumst einfaldlega ekki annað ár í röð með svo geysilegri verðbólgu og þeirri, sem hér hefur ríkt í ár. En hvaða ráðum er hægt að beita í því skyni? Hér þurfa augljóslega til að koma samræmdar að- gerðir í fjármálastjórn ríkisins, sveitarfélaga, opinberra fyrirtækja, lána- stofnana o.s.frv. Þessar að- gerðir mega þó ekki verða svo harkalegar, að atvinnu- leysi skapist enda er það yfirlýst stefna ríkisstjórn- arinnar, að full atvinna haldist. Það stefnumark ber að setja öðrum ofar. En það er eins gott fyrir menn að gera sér þess grein nú þegar, að það verður ákaf- lega erfitt að ná því marki, sem forsætisráðherra setti í stefnuræðu sinni. For- stöðumaður þjóðhagsstofn- unar gaf í skyn, að ein for- senda þess, að hægt væri að ná verðbólguvextinum niður í 15% mark í lok næsta árs væru mjög tak- markaðar launabreytingar á næsta ári. Á þessu ári hefur verðbólgan þrengt svo mjög lífskjör launþega, að óraunhæft er að gera ráð fyrir, að verkalýðs- félögin muni láta allt næsta ár líða án þess að koma fram með einhverja kröfugerð og knýja fram launahækkanir — nema unnt verói að bæta kjör launþega með öðrum hætti en beinum launahækkun- um. Öllum tiltækum ráðum þarf að beita í því skyni. Er hægt að lækka verð á al- mennum neyzluvörum t.d. með verulegum tollalækk- unum? Er hægt að gera sérstakar ráðstafanir til þess að draga úr húsnæðis- kostnaði? Slíkum spurn- ingum og öðrum af því tagi þarf ríkisstjórnin að svara. Á því byggist árangur hennar í viðureigninni við verðbólguna. VIÐUREIGNIN VIÐ VERÐBÓLGUNA | Reykjavíkurbréf ^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦Laugardagur 9. nóv. Lýðræði og einræði Okkur, sem við lýðræði búum, finnst sjálfsagt að svona eigi það að vera. Við gagnrýnum að vísu eitt og annað í stjórnarfari og nöldrum yfir flestu, en lýðræði viljum við hafa og við trúum því, að um aldur og ævi muni íslend- ingar búa við lýðræðislegt stjórnarfar. Við óskum þess raun- ar líka, að allir aðrir fái að búa við lýðréttindi og frjálsa stjórnskip- un, en þó er það staðreynd, að mikill meirihluti mannkyns býr við einræðisstjórnarfar t einu formi eða öðru. Vissulega voru það mikil gleði- tíðindi, þegar einræðisstjórnin í Portúgal hrökklaðist frá eftir ára- tuga völd Salazars og eftirmanr.a hans. Hin fáránlega nýlendu- stefna Portúgala var dauðadæmd og ný stjórnvöld viðurkenndu þá staðreynd. Menn vonuðu, og vona raunar enn, að lýðræðislegir stjórnarhættir muni fá að ríkja í Portúgal framvegis en þó eru þar svo sannarlega biikur á lofti. Eins óg fyrri daginn láta ofbeldisöfl á sér kræla þegar valdatóm skapast. „1 gær var hún máske brún þessi böðulshönd/sem blóðug og rauð í dag sínu vopna lyftir.“ Portúgalar hafa losnað við fasistastjórn, en hefur þjóðin þá sigrað? Ýmsir þeirra, sem mestar þátöáttu í því að koma einræðis- stjórninni frá völdum, hafa verið ofsóttir af kommúnistum í Portúgal. Liðsveitir, sem kalla sig vinstri sinna, eru undir vopnum og fara ekki dult með þau áform sín að ráða ríkjum, hvað sem meirihluti landsmanna kann að vilja. A þessari stundu veit enginn, hver kunna að verða örlög þess fólks, sem svo lengi hefur búið við stjórnarhætti einræðisins. Blikur á lofti Þróunin í Portúgal hlýtur að vekja menn til umhugsunar um framvindu mála í öðrum Evrópu- rikjum. Grikkir reyna nú að koma á lýðræðisstjórnarfari eftir ein- ræðisstjórnina þar. En einnig i þvi landi eru blikur á lofti, og enginn efi er á. því, að svipaðar tilraunir verða þar gerðar til valdaráns og nú eiga sér stað í Portúgal. Hin blóðuga, rauða böóulshönd heldur vissulega vopni sínu á loft þar sem annars staðar. Og því miður er engin trygging fyrir því, að lýðræðis- sinnar sigri þar. Og hvað um önnur ríki Norður- álfu? Á ttaliu er efnahagsleg og pólitísk upplausn. Þar láta fasist- ar á sér kræla. Og hvenær sem er má búast við alvarlegum árekstr- um öfgaaflanna. Ekki er heldur úr vegi að minna á, að ekki er ýkja langt síðan Frakkland riðaði á barmi borgarastyrjaldar, sem að líkind- um hefði leitt til einræðis- stjórnarfars, annaðhvort fasisma eða kommúnisma, enda skammt öfganna á milli. Það er hryggileg staðreynd, að lýðræðisstjórnarskipulag og frjálsræði er ekki öruggara í sessi, jafnvel í gamalgrónum menningarrikjum, en þessar svip- myndir bera með sér. Og hversu mikil ástæða er þá ekki til þess, að allir þeir, sem afskipti haf a af þjóðmálum í þeim tilgangi að reyna að láta gott af sér leiða, taki höndum saman um að verja lýðréttindin og efla þau á allan veg. Frjáls umræða Frjáls skoðanaskipti, rökræður og deilur, ef því er að skipta, eru aðalsmerki lýðræðisins. Menn greinir á um hin margvíslegustu málefni og setja fram sjónarmið sín. Oft á tíðum er það svo með stjórnmálamenn, að þeir eiga erfitt með að taka afstöðu til ákveðinna mála, en þegar þeir hafa gert það, verja þeir málstað sinn, draga fram rök með honum og gagnrýna sjónarmið þeirra, sem öðru vísi líta á málin. Þeir sannfæra sjálfan sig og leitast við að sannfæra aðra. Við þessu er ekki nema gott eitt au o8gja. Fólkið veit þá hvers má vænta, ef það styður þennan stjórnmálamanninn eða hinn. Einn vill fylgja þessu máli fram en annar hinu. Raunar er stund- um yfir því kvartað, að stjórn- málamenn og stjórnmálaflokkar taki ekki nógu eindregna afstöðu til að fólk geti fullvissað sig um, hvaða stefnu það raunverulega er að styðja, er það gengur að kjör- borðinu, og vissulega á sú gagn- rýni einnig rétt á sér. Hitt er aftur á móti verra, að stundum ber það við, að menn leggja fæð hver á annan vegna þess, að þeir eru ósammála um eitthvert ákveðið málefni og deila um það. Sú afstaða er bæði lítil- mannleg og heimskuleg. Menn eiga að geta verið nákvæmlega jafn góðir vinir og virt hvor ann- an nákvæmlega jafn mikið, þótt þeir séu ósammála um eitthvert tiltekið atriði. Það er þeim báðum til heiðurs, en ekki vansa, að setja sjónarmið sín fram og rökræða um málin. Þeir eru þá ekki að leggja dóm hvor á annan, heldur á málefni það, sem til umræðu er. Stundum undrast menn það, að andstæðingar í stjórnmálum, sem lengi hafa deiit, geti verið góðir vinir, en þannig á það einmitt að vera. Mismunandi sjónarmió eru ekki mælikvarði á manngildi. Og báðir aðilar eiga að una vel sinum hlut, ef drengilega hefur verið barizt, einnig sá, sem tapar, því að hann vill virða leikreglur lýð- ræðisins og una meirihluta úr- skurði. Því miður vill það brenna við hér í fámenninu hjá okkur að persónuleg sjónarmið ráði of miklu, og allt er talíð gott, ef það

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.