Morgunblaðið - 10.11.1974, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. NÖVEMBÉR 1974
29
SAGAN BAK VIÐ HNEFALEIKAKEPPNIALDARINNAR
mikið efni í þennan stóra ramma.
Ali mun vinna vegna þess að guð
bjó hann til til þess.
Muhammad Ali: Það eru dag-
blöðin, dagblöðin. Þau hafa breytt
út allar þessar sögur um mig, að
fætur mínir séu veikburða, að ég
sé gamall, að ég sé búinn að vera,
að ég geti ejcki veitt þung högg og
þau voru fljótaðfá George Fore-
man til þess að trúa því; en þegar
hann heyrir dómarann kalla:
sjötta lota, sjöunda lota, áttunda
lota,“ þá verður hann hissa. Þegar
hann var krakki þá langaði hann
til að stunda henfaleika, en það
fannst ekki munnstykki nógu
stórt fyrir hann. Hann er svo ljót
ur. Þessi keppnni verður mesta
áfall sögunnar. Það var sagt að ég
gæti ekki sigrað Liston. Ég var
hataður þegar ég gerðist
Múhammeðstrúarmaður. Ég lenti
í útistöðum við herinn. En hvað
um það, ég er hér enn. Ég er ekki
hræddur við Foreman, hann slær
ekki fast. Hann mun verða
hræddur við mig vegna þess að
hann heldur að ég sé vitlaus af
því að ég veit aö hann slær ekki
fast.
Ég hef til að bera hraða, afl og
þrautseigju og hver sá, sem
keppir við mig ætti að fá sér auka
líftryggingu.
„ÉG ER FALLEGASTUR"
Hvítt fólk var hrætt við Sonny
Liston vegna þess að þvf fannst
hann svo ljótur. Og þér finnst
George Foreman ljótur og þú ert
hræddur við hann. En eg er ekki
hræddur vegna þess að ég er
svartur og mér finnst hann ekki
eins ljótur og þér finnst. Frazier
og Norton geta ekki veitt högg
vegna þess að þeir vita ekki
hvernig á að fara að því. Þeir geta
ekki dansað vegna þess að þeir
kunna ekki að dansa; þeir geta
ekki boxað vegna þess aó þeir
kunna ekki að boxa; þeir geta
ekki fundið leið út úr vandræðum
vegna þess að þeir geta ekki hugs-
aó, og þeir geta ekki einu sinni
skrifað ljóð.
Ég er fallegastur^ lfttu á mig,
og ég hef stundað hnefaleika í 20
ár. Mér er alvara, það er erfitt að
vera auðmjúkur þegar maður er
eins mikill og ég er. Hugsaðu um
alla þá peninga, sem ég hef unnið
inn fyrir þessa kalla. Enginn
mundi fara að horfa á þá ef ég
væri ekki að keppa við þá. Eg
keppi við þá og þeir raka saman
fé. Góður hnefaleikamaður er sá,
sem getur gert erfiða stöðu auð-
velda. Foreman er erfið staða. Ég
er hetja fólksins. Þú getur gengið
að mér og sagt „halló" án þess að
þurfa að borga. Reyndu að komast
nálægt Frank Sinatra eóa Elvis.
Það eru engir lífverðir i þessum
herbúðum.
Ef ég tapa þessari keppni, þá
sezt ég vafalaust i helgan stein.
Það verður mikið áfall fyrir
hnefaleika. Þar með er öllu lokið.
En það væri hart að þurfa að
hætta þegar nýbúið er að bjóða
mér 5,000,000 dollara fyrir aðra
keppni við Frazier. Það er góður
peningur. En ég er svo ellilegur
núna, littu á þessar myndir. Ég er
ekki hræddur við neinn. Það er
Meistarinn
aftur kominn
í hásætið . .
þess vegna, sem þeir halda að ég
sé brjálaður. Og það gerir þá
hrædda.
A SJÖ BÍLA
Lízt þér vel á Lincolninn?
Þakka þér fyrir. Ég á sjö bíla
núna, tveir eru Rolls Royce, svo á
ég jeppa og Volkswagenrútu. Þeir
hafa allir sinn tilgang. Ég á ekki
sjö bara til að eiga sjö. Þessi er
hentugur til þess aó taka á móti
fólki á flugvöllum í. Fred Stoner
þjálfaöi mig frá 13 ára til 17 ára
aldurs. Eg fór til Joe Martins frá
kl. 8 til kl. 10 og siðan til Freds
Stoner frá 10.30 til miðnættis. Joe
var góður í auglýsingaskyni. Ég
slóst í fyrsta skipti í sjónvarps-
þætti hans þegar ég var 12 ára
gamall. Þá fyrst vissi ég að ég
myndi verða heimsmeistari. Ég
sigraði náunga að nafni Ronnie
OoKeefe.
Fred Stoner lagði meiri áherzlu
á hina fræðilegu hlið hnefaleik-
anna og hann hafði betra æfinga-
kerfi. Hann lagði áherzlu á vinstri
handar högg, og hraða. Agi? Við
öguöurn okkur mjög strangt þar.
sagði Stoner að bróðir minn
hefði getað orðið betri en ég? Það
getur verið, en Elvis á bræður og
þeir geta ekkert sungið. Það voru
líka fleiri strákar þarna um sömu
mundir og þeir komust ekkert.
Mér leið alltaf vel eftir að hafa
slegist með berum höndum. Ég
þarf að léttast. Mig langar til þess
að verða um það bil 215 pund. En
ég var ekki þreyttur. Einnar
mínútu hvíld á milli lota er nóg.
Kannski þarf ég ekki að slást allar
fimmtán loturnar, maður veit
það aldrei fyrirfram. Ég hef
aldrei verið stöðvaður, en maður
getur einfaldlega ekki dansað i
hringnum alla keppnina. Þá
þreytist maður um of. Maður
verður að sækja, þvinga þá i vörn.
Maður verður að varast kaðlana,
en þó veit maður aldrei. Lífið er
happdrætti, maður getur meiðzt,
en fólk lætur lífið í flugslysum,
missir hendur og fætur 'í um-
ferðarslysum. Fólk deyr á hverj-
um degi. Hið sama gildir um
hnefaleikamenn. Sumir deyja,
sumir slasast, sumir halda áfram
keppni. Maður trúir þvi einfald-
lega ekki að þetta komi fyrir
mann sjálfan. Maður venst þvi að
vera laminn og þjálfar sig. Það
meiðir mig yfirleitt ekki.
Það er ókostur að vilja ekki
meiða andstæðinginn, eins og
þegar ég meiddi Cooper. En ég
mun stytta þetta fyrir Foreman.
Þessa keppni mun ég vinna.
Dauðinn er gjald sálarinnar fyrir
aó hafa nafn og form. Lífið er
heiðarleg verzlun vegna þess að
allt sem maður tekur frá því verð-
ur að endurgreiða fyrr eða síðar.
Sumt getur maður greitt fyrir
fram, annað við afhendingu.
Suma reikninga greiðir maður
þegar þeir koma.
HATAR ENGAN
Fred Stoner kenndi mér allt
sem ég kann. Angelo náði mér
þegar ég gat farið að græða pen-
inga. Chris er góður umboðsmað-
ur. Angelo er gott að hafa við
keppnir, en ég hef minn eigin stíl.
Enginn hefur haft áhrif á mig
siðan Fred Stoner. Hnefaleikar
voru ekki kenndir í Louisville
þegar ég var krakki. Ég byrjaðí í
henfaleikum af þvi ég hafði gam-
an af þeim. Auglýsingunni,
hváaðanum og ferðalögunum. Ég
var byrjaður að slást f sjónvarps-
þáttum Joe Martins þegar George
Foreman var enn strákpeð. Ég
hata ekki Foreman. Raunar hata
ég engan, ekki einu sinni hvitu
mennina. Slikt hatur átti sér stað
í sögunni, en er nú að syngja sitt
síðasta. Elijah Múhammeð kennir
að hatur leiði af sér vonleysi. Við
Múhammeðstrúarmenn hötum
órétt og mannvonzku, en við höf-
um ekki tíma til að hata fólk.
Hvitu mennirnir væru ekki hér,
ef Guð vildi ekki að þeir væru til.
Komi skröltormur inn í herbergi
mitt reyni ég aó halda mig frá
honum, en það þýðir ekki að ég
hati snáka. Fólk kemur daglega
til búðanna til þess að sjá mig og
eftir klukkan hálf fjögur sinni ég
því í eina til tvær klukkustundir.
Eg hef gaman af að hitta fólk.
Nú er ég að kaupa 16 herbergja
hús i Chicago. Hálfa blokk af
Elijah Muhammeð, sem er mestur
allra svertingja, sem uppi hafa
verið. Hann er leiðtogi okkar. Ég
var alinn upp í kristinni trú og
sótti kristnar kirkjur þar til ég
var 16 ára gamall. Eina fólkið sem
sækir kristnar kirkjur eru börn
og gamalmenni. Svertingjar vita,
að það sem prestarnir boða er
ekki satt. Dag einn var ég staddur
f Florida og þá bauð fólk, sem ég
hitti á götunni mér að vera við-
staddur fund Múhammeðstrúar-
manna í 29. hofi í Miamí. Ég trúði
hverju orði sem sagt var og gekk i
söfnuðinn sama kvöldið. Sfðan þá
hef ég verið boðinn velkominn f
öllum löndum Múhammeðstrúar-
manna, þar sem hvítir menn eru
óvelkomnir. I Ameríku lítum við
á hvíta menn sem þrælahaldara
og valdaræningja. Þeim getur alls
ekki liðið vel í nærveru okkar.
Við trúum því, sem stendur i
biblíunni, en þó ekki í þýðingu
Jakobs konungs Hann var kynvill-
ingur. í söfnuðum svartra
Múhammeðstrúarmanna eru eng-
ir kynvillingar, en bandariskir
lífshættir þvinga fólk til þess að
lifa búfjárlffi, neyta eiturlyfja og
stúlkur til þess að selja sig. Við
reynum að snúa þeim á rétta
braut, en það hefur enn ekki tek-
izt. Þeir, sem eru fæddir
Múhammeðstrúarmenn gera ekk-
ert af þessu. Elijah Muhammeó er
svo vitur, enginn getur reynt sig
við okkur.
„GADDAFI VINUR
MINN“
Geturðu nefnt annan hnefa-
leikamann, sem hefur byggt sinar
eigin búðir. Það hef ég gert og
eins og þú sérð eru þær hreinar,
enginn reykir, maturinn er góður
og hér er enginn ódaunn. Fólkið
klæðir sig rétt. Þetta er aðeins
litil sönnun á kenningum hans.
Ég tek aftur allt það, sem ég
sagði um að ég vildi að gjaldra-
nornirnar í Zaire syðu George
Foreman í pottum sinum. Það tíð-
kast ekki lengur. Gaddafi er vinur
minn, ég hef þrívegis dvalið i höll
hans. Hann gaf svörtum
Múhammeðstrúarmönnum i
Bandarikjunum fé. Við erum
bræður þótt áætlanir hans séu aó
sumu leyti ólíkar okkar. Þegar ég
keppti fyrst við Frazier bar ég
ekki virðingu fyrir honum. Ég
kom ekki til keppninnar með
réttu hugarfari. Sama er að segja
um keppnina við Norton. Hann
vann ekki þá keppni ég tapaði. Eg
var á flækingi, æfði á börum og
dýrum hótelum og neytti ekki
réttrar fæðu. Eg var 222 pund
þegar keppnin hófst. Þegar seinni
keppnin við Frazier hófst var ég
dásamlega fallegur, 212 pund á
þyngd, sem var sama og þyngd
min þegar ég barðist um heims-
meistaratitilinn við Liston fyrir
mörgum árum. Þá dansaði ég all-
ar tólf loturnar.
Nat Loubet (útgefandi Ring
Magazine) hafði þetta að segja:
Ég held að Foreman muni sigra
en allt er komið undir hugar-
ástandi og líkamlegri þjálfun
Alis. Hann er ekki eins snöggur
nu og hann var fyrir tiu árum
siðan, þótt hann viti það ekki
sjálfur.
Hann verður að berja snöggt,
vera á sífelldri hreyfingu allan
tímann. Ég hygg aó hann muni
verða stórkostlegur fyrstu loturn
ar, en hann getur ekki dansað
stöðugt og Foreman gæti náð hon-
um í köðlunum. Ali verður að
varast kaðlana, eða hann hefur
tapað. Ég held að Foreman muni
sigra hann i fimni til sex lotum,
en þó má ekkert fullyrða. Þetta er
eins og kvenfólkið, stundum
gengur þér vel stundum bara
sæmilega. Það fer eftir því,
hvernig maður vaknar á rnorgn-
ana.
AIi notar bongo-trommur við æfingar.
I læknisskoðun
Á æfingu
Lúskrar Jerry Quarry
Þungt högg frá Frazier
Sigurviss