Morgunblaðið - 10.11.1974, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.11.1974, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1974 Spjallað við Ólafíu (Lóu) Torfadóttur í Sandgerði um ráðskonustörf í verbúð fyrir 30 árum —P „Á þeim tfmum þurfti maður að baka eftir áttum, það mátti ekki vera of hvasst og ekki of mikið logn, þvf að þá skilaði gamla kolaeldavélin brauðinu ekki bökuðu, þannig að yfirleitt varð það þrautalendingin, að ég bakaði á nóttunni," sagði Ólaffa (Lóa) Torfadóttir matráðskona hjá Miðnesi H/F í Sandgerði, er við hittum hana að máli til að fræðast hjá henni hvernig það hefði verið að vera ráðskona fyrir heilan bát f lítflli verbúð fyrir 40 árum f Sandgerði. Ólafía mun eitthvað vera komin á 7. áratuginn en við ræddum lítið um aldur í spjalli okkar, því að hún er ein af þessum sfungu og kátu dugnaðarforkum, sem ekki láta deigan síga þótt almanakið gefi til kynna, að tími sé kominn til að hægja aðeins á. — Hvernig æxlaðist það, Lóa, að þú réðst þig í ráðskonu starfið? — Mig minnir, að það hafi ver- ið árið 1934 eða 35. Ég hafði verið vinnukona hjá Pétri Guðmunds- syni í Málaranum og fékk í kaup 50 krónur á mánuði, sem var hæsta vinnukonukaup, sem þekktist á þeim árum. Móðir mín bjó þá á Barðaströnd, bláfátæk ekkja með fullt hús af börnum, en við vorum 12 systkynin. Ég er fædd og uppalin á Barðaströnd- inni á Skriðnafelli hjá afa mínum og ömmu. Það átti að ferma bróð- ur minn næsta vor, en það voru ekki til peningar til að kaupa fermingarfötin fyrir. Ég fór að líta í kringum mig eftir betur launuðu starfi og frétti þá, að það vantaði ráðskonu fyrir bátinn Egil Skallagrímsson, sem Guðni heitinn Jónsson átti og gerði út frá Sandgerði. Nú ég fékk starfið og ég man glöggt, að ég þurfti að vaða snjóinn upp í miðja leggi að verðbúðinni, er ég kom suðureftir til að byrja að vinna. Þá var ég eitthvað komin yfír tvítugt. — Hvernig var aðstaðan og að- búðin? 13 1 einu herbergi — Hver bátur hafði eitt her- bergi í verðbúðinni og ég man, að á mínum gangi voru 7 herbergi. í hverju herbergi voru 13 hákojur, 12 fyrir karlana á bátnum og ein fyrir ráðskonuna, og fyrir hana var tjaldað. Ég var nú ekki sér- lega hrifin af því að þurfa að sofa innan um karlana, en það var ekki um neitt annað að ræða. Á miðju gólfi var borð og úti í horni kolaeldavél, þar sem öll elda- mennska fór fram. Frammi á gangi stóð svo vatnstunna og þangað báru karlarnir vatnið fyrir mig. Á herberginu, sem hef- ur líklega verið um 20 fermetrar, var aðeins einn gluggi á súðinni og auðvitað var ekkert rafmagn komið þá, en einn lampi hékk í loftinu. — Hvernig var vinnudeginum hjá þér háttað? — Ég fór eldsnemma á fætur til að elda morgunmatinn og var yfirleitt að langt fram á nótt. Það þurfti auðvitað að gefa þeim að borða á matmálstímum, útbúa bitakassana fyrir sjómennina, þvo af þeim öllum og svo þurfti ég oft að færa körlunum, sem I landi voru, kaffi og með því, er þeir „ Taktu ekkertmark á okkur þótt við segjum þér að fara til fjandans ” Lóa fyrir neðan gluggan á her- berginu, sem hún bjó f sem ráðs- kona með 12 karlmönnum. voru að beita eða gera að aflanum og svo auðvitað að þrífa. Það var oft erfitt með þrifnaðinn, því að þeir voru misjafnlega finir í um- gengnisvenjum blessaðir og sum- ir áttu það til að koma vaðandi inn á mitt gólf í drullugallanum, oft úr rigningu eða snjókomu, og það var fljótt að segja til sín í litlu herbergi. — Það hafa verið fleiri ráðs- konur á ganginum? — Já, það var ein stúlka í hverju herbergi og með okkur var góð vinátta og samstarf, sem gerði þetta allt léttara og vistina skemmtilegri. „Þá þorði maður ekki... “ — Hvernig var svo að búa með körlunum? — Það var nú svona upp og ofan, það voru misjafnir sauðir í hópunum þá þrjá vetur, sem ég var við þessi störf. Það var oft erfitt, þegar böll voru og kenderí. Þá þorði maður ekki að sofa nema í fötunum og oft sváfum við sam- an tvær ráðskonur til halds og trausts hvor annarri. Einn vetur- inn, sem ég var þarna, voru 8 karlar í fæði hjá mér, 4 Aust- firðingar og 4 Vestfirðingar Aust- firðingarnir voru mestu Ijúf- menni, en Vestfirðingarnir, sem voru frændur og vinir, voru ansi róstursamir með víni. Þeir voru þó alltaf góðir við mig, en það kom fyrir, er Bakkus var kominn of mikið i spilið, að þeir brutu allt og brömluðu inni í herberginu og þrifu þá það, sem næst var hendi til að kasta. Ég var önnur ráðs- konan þeirra þennan vetur, hin hafði verið hjá þeim í viku, er þeir sögðu henni á éinu kenderí- inu að fara til fjandans. Morgun- inn eftir var hún horfin, þótt ég viti ekki hvort hún tók þá bókstaf- lega. Þeir sögðu því alltaf við mig, er þeir voru að byrja drykkju, að ég skyldi ekkert mark taka á þeim þótt þeir segðu mér að fara til fjandans. Ég tók tillit til þess, annars hefði ég ekki verið út vik- una. Langir vinnudagar — Var ekki starfið erfitt? — Jú, þetta var oft ansi erfitt, en maður var vanur því í þá daga að þurfa að vínna og kvarta ekki yfir aðstöðunni. Það verður h'ka að taka með í reikninginn, að 100 krónur á þeim árum voru miklir peningar. Vínnudagurinn var langur og oft þurfti maður að bíða með matinn alveg fram undir miðnætti og svo var að þrífa og síðan oftast bakað á nóttunni, eins og ég sagði 1 upphafi. — Hefurðu búið í Sandgerði upp frá þessu? — Ekki alveg samfleytt, en ég kynntist manninum njinum Ármanni Guðjónssyni, lítillega fyrsta veturinn og við erum nú búin að vera gift í rúm 35 ár. Ég var fyrst 3 vetur í Sandgerði, fór svo burtu einn vetur, en kom aftur og gifti mig og fór að búa. Þá vann ég í fiski í mörg ár, en hef nú verið ráðskona hjá Miðnesi í ein 6—7 ár og var búinn fyrir þann tíma að vinna hér í eldhús- inu í nokkur ár. — Hvað er margt hjá þér í mat núna, þegar mest er? — Ætli það séu ekki 40—45 manns. Og fötin kostuðu 100 kr. — Ertu ekkert farin að þreyt- ast? — Ég er auðvitað stundum þreytt, en mér hefur tekizt furðanlega að synda í gegnum þetta, ég hef átt gott með að um- gangast fólk og hef gaman að því sagði Lóa að lokum og hló við. Áður en við kvöddum fór Lóa með okkur niður I verbúðina, þar sem hún byrjaði ráðskonustarfið sitt fyrir 40 árum og sýndi okkur herbergið. Þá aðeins viku áður hafði gömlu kolaeldavélinni verið hent og við sáum leifarnar af henni liggja niðri í fjöru. Lóa sýndi okkur hvernig aðstaðan var og það var næsta erfitt fyrir blaðamanninn að gera sér í hugar- lund hvílíkt líf það hefur verið fyrir ráðskonurnar á þeim timum, 1 einu herbergi, með litlum kvist- glugga, 12 karlmenn i fæði og þjónustu, ekkert rafmagn, ekkert rennandi vatn og eina kolaelda- vél. Þegar við vorum að renna úr hlaði mundum við allt i einu eftir fermingarfötunum, sem ollu því að Lóa fór til Sandgerðis og við kölluðum til hennar og spurðum hvort hún hefði getað keypt föt- in? „Já, já, og þau kostuðu 100 krónur.“ — ihj. — Skýin þéttast Framhald af bls. 22 lézt vissu margir vinir hans, að hann var að vinna að stóru skáldverki. Solzhenitsyn bendir á, að Sholokov hafi allar stundir verið ófáanlegur til að birta nokkur frumdrög að bókinni og skýrði frá því tilneyddur fyrir mörgum árum, að allar minnis- bækur hans og frumdrög hefðu brunnið árið 1942. Solzhenitsyn leggur ekki síður en Barron áherzlu á sem sterk rök, að „Lygn streymir Don“ sé einu bókmenntirnar, sem skrifaðar hafa verið á reikning Sholokovs, og telur það eins- dæmi I bókmenntasögunni, að ungur maður, sem skrifað hafi slíka bók, hafi síðan ekki getað sent frá sér nema miðlungs bækur eins og þær, sem allar stundir síðan hafa komið frá Sholokov. Þá er bent á, að enda þótt Sholokov hafi aó mestu leyti reynt að leiða hjá sér að svara þeim, sem hafa borió honum ritstuld á brýn, hefur hann einu sinni neyðzt til að gefa yfirlýsingu um málið. A henni var þó lítt að græða og var þar að sjálfsögðu talað um áróður endurskoðunarsinna og víta- verða lygaherferð, sem beindist gegn hagsmunum Sovétrikj- anna. Af öllu má ljóst vera: höf- undur handritsins að „Lygn streymir Don“ er ekki hand- bendi sovézkra stjórnvalda, KGB-maðurinn Mikhail Sholo- kov, sem þá bókmenntaverð- laun Nóbels fyrir verkið. Nýkomnir Danskir dömu, herra, og barna inniskór. Vandað og fallegt úrval VE RZLUNIN GEísm Vestugötu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.