Morgunblaðið - 10.11.1974, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. NÖVEMBER 1974
Sitthvað um krístniboð
KRISTNIBOÐ hefur ætið fylgt
kristninni og kristnir menn leitazt
við að starfrækja það ef þess hef-
ur verið nokkur kostur. Misjafn-
lega mikið hefur farið fyrir því
gegnum aldirnar og vist er að
alltaf hefur það verið deiluefni.
Boð Krists er: „Að gjöra allar þjóð-
irnarað lærisveinum. . ."
Kristniboð er því hluti af
fagnaðarerindinu. Allir eiga rétt á
að heyra um Jesú Krist og það
gerist ekki nema að kristnir menn
reki erindi Krists:
„Skirið þá til nafns föðurins og
sonarins og hins heilaga anda. og
kennið þeim að halda allt það.
sem ég hefi boðið yður." Kristni-
boð er til I ýmsum myndum.
Sennilega kemur okkur helzt í hug
Við sjúkraskýlið á kristniboösstöð Islendinga i Konsó.
Hvað segja Konsó-
menn sjálfir ?
Við tókum saman álit tveggja innfæddra manna á kristniboðinu og
kristindóminum. Annar þeirra var sr. Barrisja Húnde, prestur frá Konsó,
sem var á ferð hér sumarið 1973. Birtist við hann viðtal i Kristilegu
Skólablaði, sem við grípum hér niður i:
„Margir telja að láta eigi t.d. Afríkumenn i friði með sin trúarbrögð, á
þeim forsendum, að hver sé sæll i sinni trú. Hvað segið þér um þá
skoðun?"
„Ég er ekki sáttur við þetta viðhorf, af þeirri einföldu ástæðu að
heiðinginn i Konsó á sér alls ekki sálarró. Siðir landsmanna minna, t.d.
skurðgoðadýrkun, veita alls enga lifshamingju. Við áttum engan frið á
meðan við tilbáðum trélikneski og færðum illum öndum fórnir og fólkið í
Konsó veit, að án kristninnar væri það dauðans matur. Konsómenn eru i
nauðum staddir og eina leiðin þeim til hjálpar er að boða þeim Krist. Þess
vegna erum við mjög þakklát fyrir íslenzka kristniboðið I Konsó. Ég hef
sjálfur reynt hvað kristniboðarnir og kristin trú hafa fært okkur og þvi er
ég andvígur þeirri skoðun, að ekki eigi að boða heiðingjum kristni."
„Álítið þér að hin vestræna menning, sem íslendingar hafa flutt með
sér, hafi breytt siðvenjum lands yðar á einhvern hátt?"
„Við viljum ekki breyta menningu okkar, en aðalatriðið er, að við fáum
meðtekið kristna trú og þau áhrif, sem henni fylgja. Kristin trú er
nefnilega annað en menning ykkar. Við viljum halda hinu góða f
menningu okkar, en vfsa á bug öllu, sem tengt er skurðgoðum og illum
öndum."
Kristilegt skólablað fékk eitt sinn bréf frá ungum kristnum kennara f
Eþfópfu sem heitir Gillano Akole. Hér á eftir fer hluti af þvf bréfi:
„Ungu kristnu vinirá íslandi.
Ég heiti Gillano Akole. Fæðingarþorp mitt heitir Guili. Þar eru fáir
kristnir. Nafn föður mfns var Gundúdu Akole. Hann var kallaður mikill
maður og leiðtogí þorpsins. Fyrir þá sök féllu á hann ýmsar skyldur, svo
sem að færa árlega sauðafórn til satans . . . Faðir minn þurfti oft að fara
á vit seiðmannsins, enda var hann eins og tengiliður hans og þorpsbúa.
Vissar tegundir sjúkdóma komu þeir með til föður mfns. t.d. stór kýli á
hálsi. Urðu þeir að ná þvf áður en hann reis úr rekkju f dögun. Hrækti
hann þá á kýlið, sem átti að læknast. En allar þessar kúnstir og seiðir
fluttu þorpinu enga hjálp, heldur bölið eitt. — í þessari villu og hræðilega
myrkri dó faðir minn. Að honum látnum tók móðir mfn við skyldum hans,
— en á þeim tfma höfðum við börnin fengið löngun til þess að sækja
skóla kristniboðsins."
Þannig fær Ijós kristindómsins að skfna inn f myrkur heiðnmnar.
Hlið inn f húsagarð heiðinnar fjöl-
skyldu. Höfuðbeinum og hornum
fórnardýra er komið fyrir ofan við
innganginn.
starf meðal heiðinna þjóðflokka,
þeirra sem við köllum oft frum-
stæða. En kristniboð er alls staðar
þar sem kristnilff er á annað borð.
Það er ekki áhugamál einhverra
ævintýramanna, heldur hluti af
kirkjulegu starfi. Kristniboð er
ómissandi þáttur ! kristnilífi hvers
lands. hvort sem það er rekið f
landinu sjálfu eða f öðru landi.
í dag á kristniboðsdaginn kynn-
umst við örlítið starfsemi Sam-
bands fslenzkra kristniboðsfélaga
(S.Í.K.) sem hefur um árabil rekið
kristniboð í Eþfópiu. Í sambandinu
eru 14 aðildarfélög og er starfið
kostað með frjálsum framlögum
innan kristniboðsfélaganna og
einnig frá velunnurum þeirra. For-
maður S.I.K. er Gfsli Arnkelsson,
sem starfaði f Konsó í 10 ár, og
við lögðum fyrir hann nokkrar
spurningar um starfið:
Hversu langt er sfðan S.Í.K. hóf
að senda út kristniboða?
„Ólafur Ólafsson og Jóhann
Hannesson störfuðu um langan
tima f Kfna á vegum norskra
kristniboðsfélaga, en fslenzkir
kristniboðsvinir studdu þá eftir
föngum. Árið 1946 sendi S.Í.K.
tvo unga menn til kristiniboðs-
skólans á Fjellhaug f Osló. Að
loknu námi fóru þeir síðan ásamt
eiginkonum sinum til Eþíópíu,
Felix Ólafsson fyrstur árið 1953
og hóf störf f Konsó ári síðar. Þar
með var rekstur fyrstu fslenzku
kristniboðsstöðvarinnar orðinn að
veruleika. Fljótlega kom f Ijós
þörfin fyrir hjúkrunarkonu, og fór
þá Ingunn Gfsladóttir út á vegum
sambandsins. Næstu árin fjölgaði
svo kristniboðum verulega og má
þó með sanni segja að þörfinni
verði seint fullnægt."
Hvers vegna er kristniboðið
starfrækt?
„Guð elskar alla menn. Jesús
fól lærisveinum sinum að flytja
fagnaðarerindið öllum þjóðum
(sbr. Matt. 28, 19-20). Við sem
notið höfum kristinnar trúar i nær
þúsund ár, hljótum að standa F
þakkarskuld. Ennþá finnast
milljónir manna, sem aldrei hafa
heyrt um kærleiksríkan Guð og
þann, sem hann sendi, Jesúm
Krist. Trúarbrögð flestra þessara
manna eru ógnverkjandi. Illir and-
ar eru tilbeðnir, fórnað til þeirra f
ótta og skelfingu. Hér getur að-
eins boðskapurinn um Jesú
hjálpað. Hann sagði: „Komið til
min allir þér, sem erfiðið og þunga
eruð hlaðnir, og ég mun veita yður
hvfld." „Og ekki er hjálpræðið f
neinum öðrum, því að eigi er held-
ur annað nafn undir himninum, er
Framhald á bls. 45
Skrautleg Konsó-kona.
Shcshemenne
y. +*Jordbruk«l<ole
awasa \
G E M U •
G 0 F A
Umsjón:
Jóhannes
Tómasson
Gunnar E.
Finnbogason.
MEGA
Kort af starfssvæði kristniboðs IMorðmanna og íslendinga i
Suður-Eþtópiu. í dag gefst okkur tækifæri til að láta fé af
hendi rakna til kristniboðsins. Við guðsþjónustur í kirkjum
verður tekið á móti framlögum.
Með auga gests
Kristniboðsvinir á jslandi eru margir. Meðal þeirra
eru hjónin Kristfn og Þórður Möller og um áramótin
'71 heimsóttu þau fslenzku kristniboðana, sem þá
voru við störf f Eþfópfu. Við lögðum nokkrar spurning-
ar fyrir þau, en vegna rúmleysis er þó ekki hægt að
grein frá nema fáu einu.
Var eitthvað. sem kom ykkur á óvart við komuna til
Eþfópfu?
„Við sáum bæði allsnægtir og örbirgð og það
jafnvel svo undarlega nálægt hvort öðru. Manni
fannst jafnvel aðeins nokkrir metrar á milli. f Addis
Abeba sáum við glæsilegar opinberar byggingar og f
sumum hverfum yfirlætismikil fbúðarhús, f nýjasta
stfl. Steinsnar frá slfku hverfi gat verið smá dalverpi
þakið hreysum, þar sem enginn fslendingur fengist til
að hýsa skepnurnar sfnar."
„Það má vel vera, að það fyrirfinnist vfða f heimin-
um fátækt sem þessi, en ég hef aldrei séð neitt
þvflfkt," segir Kristfn.
Þau fóru frá Addis Abeba til suðurhluta landsins,
þar sem vfða eru kristniboðsstöðvar á vegum Norsk
Luthersk Missjonsamband. en S.I.K. starfar f sam-
vinnu við það. Og Kristfn hefur orðið áfram:
„Það gat ekki dulizt nokkrum manni, sem kom á
kristniboðsstöðvarnar, að þar voru Eþfóparnir hreinir
og snyrtilegir til fara sem annars var heldur fágæt
sjón þegar fjær dró."
„Það fór ekki milli mála, að þetta fólk hafði fengið
eitthvert nýtt viðhorf, — Ifka menningarlega, fyrir þá
alhliða fræðslu, sem það hafði fengið, og sjálfsagt að
kynnast þvf f lifandi persónum, sem var annt um
velferð þeirra."
Hvert er aðalstarf kristniboðanna?
„Við getum sagt, að starfið sé f eðli sfnu tvfþætt.
þ.e.a.s. tfmanlegt starf og trúarlegt, en náttúrleqa er
þetta algjörlega samfléttað. Við f okkar þróaða landi,
sem höfum þekkt kristindóm og mótast af honum
gegnum aldir, gerum okkur litla grein fyrir þvi, hvað
það er mikið f okkar eigin lífsviðhorfum, sem við
höfum erft frá kristindómi. En þegar við fáum að sjá
þá byltingu, sem verður f Iffi þeirra, sem ekkert af
þessu hafa þekkt, fáum við e.t.v. að skilja einhverja
ögn af þvf, sem við höfum notið. Það dylst ekki, að hjá
þessum einstaklingum — og jafnvel heilum samfélög-
um— VERÐUR hrein bylting. Það finna engir betur en
þeir, sem sjálfir snúa sér frá þrældómi heiðninnar.
Þeim er það svo Ijóst, að þeir lifa nýrri tilveru."
Hvað er það, sem helzt breytist hjá þeim?
„Kjarninn er auðvitað sá, að þeir eignast algjörlega
nýja reynslu, persónulegt samfélag við Guð, sem
elskar þá. Það hafa þeir ekki þekkt. Það afl, sem þeir.
hafa búið við fram að þvf, er annað og illt. Allt erfiði
þeirra hefur beinzt að þvf að halda þvf afli frá sér eins
og þeir geta. Til þess verða þeir að fórna miklu og oft
miklu meira en þeir geta af eignum sfnum. Kröfur
seiðmannanna, sem eru talsmenn og fulltrúar þessa
voða afls, og fyrirmæli þeirra eru óhagganleg og leiða
miklar þrengingar yfir þetta veslings fólk, sem ekki á
annað úrræði, ef úrræði skal kalla. En svo fá þeir að
reyna það, að þegar þeir taka við fagnaðarerindinu um
Krist og hætta sér þannig út f það að snúa baki við afli
heiðninnar, að f þvf skjóli reynist það óhætt. Það er
eins og hið illa afl hafi misst ógn sfna yfir þeim.
Hótanir hrffa ekki lengur, sem hafa verið þeirra versta
skelfing."
Að lokum, sáuð þið dæmi þess, að menn gertðust
kristnir?
„Við sáum ekki bein dæmi þess á augnabliki at-
hafnarinnar. Á einum mánuði sér maður ekki mikið.
En við vissum um hópana, sem leituðu trúarfræðslu,
og við sáum sannarlega hópa þeirra, sem höfðu búið
við þessar aðstæður. j kringum kristniboðsstöðvarnar
hefur starfið verið lengst og f mörgu náð dýpst, en
þegar lengra dregur frá og lengra er að fara, sambönd-
in e.t.v. strjálli, þar voru átökin kannski skarpari.
Ég man t.d. eftir einu þorpi þar sem kristni hafði
náð góðri fótfestu og breytt öllu fyrir mörgum. Þar
sáum við, að gamli seiðmaðurinn hafði hörfað út úr
þorpinu, f eigin seiðkofa. hinumegin f dalverpinu,
sjálfsagt að mestu tilneyddur. Ennþá var hann samt
viðsjárverður, og ýmsir hræddir og bundnir. Hinir voru
þó miklu fleiri, sem þökkuðu lausnina.
Á þessum tfmum eru opnar dyr og margir sem
spyrja. . ."
„Oss ber ber að vinna verk þess er sendi mig,
meðan dagurer" (Jóh. 9,4.).