Morgunblaðið - 10.11.1974, Page 46

Morgunblaðið - 10.11.1974, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ' SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1974 „ Tvö meistaraverk” FRUMSÝNING nýrrar myndar eftir meistara Fellini er stórvið- burður í kvikmyndaheiminum, (íslendingar teljast víst ekki innan þess heims, allavega er ROMA ósýnd enn í Tónabíó. Þess má geta, að ROMA er það listaverk, sem hrifið hefur und- irritaðan hvað mest fyrr og sfð- ar.). Langt er orðið síðan Fellini hlaut almenna viðurkenningu sem einn fremsti leikstjóri okk- ar tíma. Nokkru öðru máli gegnir um Frakkann Louis Malle. Stutt er síðan hans fyrsta meistaraverk kom í ljós, enda hefi hann lengi verið tal- inn einn fremsti leikstjóri Frakka. En nýjustu myndir þessara snillinga verða efnivið- ur þessarar greinar. Að nokkru leyti er stuðst við grein eftir Stephen Farber, sem birtist í The New York Times þ. 3. þessa mánaðar. Þessar tvær, bestu evrópsku myndir um langt skeið fjalla báðar um lífið úti á landsbyggð- inni um og á stríðsárunum sfð- ari. AMARCORD Fellinis gerist á fjórða áratugnum, þegar áhrif Mussolinis eru hvað sterkust á Italíu. LACOMBE, LUCIEN e. Louis Malle spannar nokkra mánuði ársins 1944, skömmu áður en Bandamenn leysa Frakkland úr ánauð nasista. Báðar myndirnar eiga það sammerkt heimildamynd Marcel Ophulus, THE SORR- OW AND THE PITY, að þær hafna hinum skýra mismun góðs og ills, sem auðkenndi stríðsáraframleiðslu Holly- wood. I stað þess að lýsa fasism- anum sem geðsjúkum óvætti, þá leggja þeir Malle og Fellini hluta sektarinnar á herðar al- mennings, sem gaf einræðis- herrunum sitt raunverulega vald með hlutlausu aðgerðar- leysi. Þó að farnar séu svipaðar slóðir, þá fara þessar tvær myndir ólíkar leiðir, kvik- myndalega séð. LACOMBE, LUCIEN er blátt áfram og lát- laust verk, með hefðbundnum frásöguhætti, útskýrð af ná- kvæmri rökfræði. AMARCORD er f hinum einkennandi draumi lika og frjálslega stíl Fellinis og er öllu djarfari kvikmyndagerð. LACOMBE, LUCIEN, sem er saga sautján ára fransks sveita- drengs, sem gengur í lið með Gestapo, líkir eftir heimilda- myndatækni THE SORROW AND THE PITY, í ósannri frá- sögn. Malle hefur valið óþekkta leikara og stíll hans er hófsam- ur, í rauninni laus við melo- drama og viðkvæmni. Hér eru ekki notaðar neinar innfluttar pyntingaraðferðir. Franskur Gestapomaður heldur höfði fórnarlambs síns undir vatnsborðinu í baðkari og á meðan hlær vinkona hans dátt að því, að hann skuli renn- bleyta rándýrar buxurnar. Þessi kunnuglega, hversdags- Þorpsbúar hylla skemmtiferðaskipið í AMARCORD. ó IjokNfHi HASKOLABIO Hin ríkjandi stétt (The Ruling Class) ★ ★ ★ Mynd þessi, sem er bresk, gerð 1971, leikstj. Peter Medak, hlaut ekki sér- lega góða dóma í heimaland- inu. Enda kannski von, því myndin er farsakennd en römm ádeila á úrkynjað heimsveldi, sem var og er stjórnað af mismunandi úr- kynjuðum yfirstéttum. Handrit myndarinnar, sem er samið upp úr leikriti eftir Peter Barnes, er hennar sterkasta hlið. Ýmis tilsvör og athugasemdir eru bráð- fyndin og hnyttin í sögulegu samhengi og einnig er myndin krydduð með ýms- um aukapersónum eins og Jack the Ripper og Sherlock Holmes. 1 fyrsta atriði myndarinnar kemur glögg- lega fram meginþráður hennar. Þrettándi jarlinn af Gurney lætur skála inn- virðulega fyrir heimsveld- inu í hádegisverðarboði með hefðarmönnum og flytur hjartnæma ræðu um ágæti og verðleika Bretlands. Síð- an heldur hann heim f kastala sinn og á leiðinni í gegnum hin fjölmörgu her- bergi, sem prýdd eru ýms- um sögulegum minjum, af- klæðist hann skrúða sfnum og fleygir fötunum f allar áttir. I herbergi sfnu klæðist hann hins vegar pilsi og hershöfðingjajakka og leik- ur sér að þvf að líkja eftir aftöku. t þessum tvíkynja úrkynjunarklæðnaði verður honum svo á að hengja sig — óvart. SSP LA UGARÁSBÍÓ Popphátíð (It’s Your Thing) 0 Mynd þessi er framleidd af The Isley Brothers, sem einnig koma fram sem aðal- stjörnur í myndarlok. Þegar þeir koma fram er greini- legt sett á svið smá uppþot, og hluti áhorfenda geysisl fram á völlinn til að votta þessari grúppu aðdáun sfna. Fyrir utan það hvað þetta var hjákátiega framkvæmt lýsir þetta best hégómlegri einfeldni höfundanna. Því bestu atriði myndarinnar voru tvímælalaust að þakka Ike og sérstaklega Tinu Turner. Myndin var greini- lega tekin upp á myndsegul- band (nema atriðin með Ike og Tinu), enda voru myng- gæðin svo hryllileg, og myndatakan svo flöt, að lélegur amatör hefði skammast sfn fyrir að láta hana fara svona frá sér. SSP AUSTUR BÆJARBÍÓ Standandi vandræði (Portnoy’s Complaint) if Gyðingadrengur í New York, sem neitar að lifa eft- ir lífsformúlu Gyðinga, hlýt- ur að eiga í ýmsum brösum við umhverfi sitt, og þá ekki einungis á sviði kynferðis- mála. 1 myndinni, sem við skoðun vfrðist eiga að vera gamanmynd, á höfuðpersón- an, Alexander Portnoy, þó ekki við önnur vandamál að stríða. Vandræðum hans, sem stafa af afbrigðilegu kynlifi, er lýst á mjög yfir- borðslegan hátt. Og hvergi tekst leikstjóra eða leikara (Richard Benjamin, sem er afbrigðilega leiðinlegur ieikari), að vekja samúð með þessum vandræðum piltsins. SSP FBANCO CRISTALDIS Federico Fellini lega, næstum hlægilega upp- setning er einhvern veginn mun hryllilegri en hinar geig- vænlegu sadistasenur, sem við eigum að venjast úr myndum um nasista. Þegar skepnuskap- urinn smýgur inn í hversdags- lífið, skiljum við hve auðveld- lega fólk getur samlagast grimmdarverkunum. Myndin segir frá því hvað réð því, að Lucien gengur í Gesta- po. Skömmu eftir að honum er neituð þátttaka í andspyrnu- hreyfingunni, er hann fangels- aður af Vichy-lögreglunni, og hræddur dálítið. Þá ljóstrar hann upp um aðalmann hreyf- ingarinnar i þorpinu og fær starf að launum. Lucien finnst sem sér hafi verið boðin þátt- taka í dýrðlegum aðalsklúbbi. Þegar hann ekur um í glæsileg- um í vönduðum og velsniðnum Parísarklæðum, — með byssu í barmi, þá finnst honum hann vera hetja úr myndasögunum. LACOMBE, LUCIEN er full af óvæntri glöggskyggni. Lýs- ingin á Gyðingafjölskyldunni, sem Lucien dregst inní, verður snilldarleg kennslustund í sál- arfræði ósigurs og niðurlæging- ar. Gyðingurinn Albert Horn, erklæðsjceri.semeittsinn saum- aði á heldri menn Parísar en pukrast nú í þorpinu undir fösku nafni. Hann fer ekki úr náttfötunum, niðurbrotinn sök- um þess, að hann verður að sigla undir fölsku flaggi og sýna smánurum sínum virð- ingu. Fullur vansæmdar gerir Albert lokatilraun til að láta sem hann geti enn verið hreyk- inn af vinnu sinni: Hann þvær vel hendur sínar áður en hann snertir vandað ullarklæðið, sem á að fara í einkennisbúningana á SS-menn. En að þvi kemur að hann er ekki lengur fær um að halda áfram feluleiknum, svo hann gefur sig fram við aðal- stöðvar Gestapo. Þessi sjálfs- morðsaðgerð er sannfærandi tilraun og óhetjuleg. Síðasta vörn virðingar manns, sem fyr- ir löngu er orðinn fullur óbeit- ar á sjálfum sér. Hin dáfagra dóttir Alberts, Franee að nafi, hrífst af barna- legu tilgerðarleysi og mikil- mennsku Lucien og lætur eftir kynferðislegri löngun sinni til hans. Enda eru nasistar búnir að kenna henni að hata sjálfa sig og má segja, að Lucien sé allt, sem hún er ekki. A frum- stæðasta máta gefur hann France tækifæri á því að vera til. Undirgefni France fyrir fas- ismanum er jafnvel enn óþægi- legri en Luciens. Hún er gáf- aðri, en of veikgeðja til að veita viðnám. Lucien er afturámóti gjörsamlega tilfinningalaus. Hann finnur ekki til neinna vandræða, hræðslu né sam- viskubits. Kvikmyndirnar hafa ætíð fært okkur þá vissu, að hetjur þeirra séu færar um að breyta hjartalagi sínu, en svo er ekki farið um Lucien. Frá upp- hafi til enda er hann hugsunar- laus og harðbrjósta. Hann er barn eftir eðli sínu, og eins og Malle kemur það fyrir sjónir, þá er eðli hans óskiljanlega kalt. I fljótu bragði virðist munur- inn á AMARCORD og LACOMBE, LUCIEN liggja í mismunandi blóðhita Frakka og Itala. Kvikmynd Malle er köld, skynsamleg og djúp, en mynd Fellinis afturámóti hlý, ljóðræn, áköf og ástríðufull. Fljótt á litið virðist AMAR- CORD ekki jafn augljóslega pólitísk. Hún er persónulegar minningar, endursköpun árs af ævi Rimini, smáborgarinnar, sem Fellini ólst uppí. Hið eftirtektarverðasta við AMARCORD eru hinar tvíeggj- uðu lýsingar á fortíðinni. Fell- ini lætur áhorfandann fyllast löngun eftir hinum endurskap- aða heimi, sem birtist á tjald- inu. Anda ástúðlegs umhverfis, sem nú er glatað í stórborgar- ysnum. Við hrifumst af fegurð einfaldra árstíðaskipta, auðlegð Riminibúa af munnmælasög- um, siðvenjum og goðafræði, hinum sameiginlegu draumór- um og ævintýrum, líkt og þegar þorpsbúar allir taka sig saman og halda út á flóann til að sjá risastórt skemmtiferðaskip sigla hjá. Sem lýsing á liðnum smá- borgarblæ á AMARCORDsér engan jafningja í kvikmynda- sögunni. En sá þjóðlífsdraum- ur, sem Fellini hyllir, er trufl- aður af stöðugum áminningum vegna sinnuleysis borgaranna og auðsveipni. Okkur er meinað að gleyma því að fasisminn nærðist á þröngsýni og skuld- bindingum bæjarfélaga einsog Rimini. Horfandi á AMAR- CORD, gerir maður sér grein fyrir hversu auðvelt það er að sefjast af hinum dagsdaglegu siðareglum og hve lokkandi það er að gefast upp fyrir prjálinu og skartinu. Fellini gerir okkur að þátt- takendum í hugleiðingum sín- um um hið liðna og neyðir okk- ur jafnframt til þess að viður- kenna okkar eigin samsekt. Sæbjörn Valditnarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.