Morgunblaðið - 10.11.1974, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 10.11.1974, Qupperneq 48
LE5IÐ eru oiultmngj. DHGLECR flUGLVSinGHR #V«22480 SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1974 Hitaveita Suðurnesja: SAMNINGAR VIÐ RÍKH) Á LOKASTIGI SKAMMT mun þess nú að bíða, að stofnað verði fyrirtækið Hita- veita Suðurnesja, en á fjárlögum er 25 milljón króna f járveiting til þessa fyrirtækis. Undirbúnings- stofnfundur hefur þegar verið haldinn og standa nú yfir samn- ingar milli rfkis og sveitarfélag- anna 7 á Suðurnesjum um virkj- un gufuafls f Svartsengi við Grindavfk og er stefnt að þvf, að félagsstofnuninni verði lokið fyrir áramót. Morgunblaðið ræddi i gær við Eirík Alexandersson, bæjarstjóra í Grindavík, sem sagði, að samningar stæðu nú yfir við ríkis- valdið. Samningarnir voru komn- ir á talsverðan rekspöl við síðustu ríkisstjórn en þegar til kosninga kom og hún fór frá slitnaði þráð- urinn, sem nú hefur verið tekinn upp að nýju. Hönnun mannvirkja í Svarts- engi hefur staðið yfir í sumar og haust og er þar gert ráð fyrir 100 megawatta virkjun, þar sem ferskvatn verður hitað upp með jarðgufu, en af henni virðist vera nær ótakmarkað magn. Eiríkur sagði, að með virkjun þe'ssari væri gert ráð fyrir því, að fullnýtt yrði allt ferskvatn á skaganum, en við hitaveituna myndi á móti sparast mikið af ferskvatnsnotkun. Endanlega liggur ekki fyrir skipting milli sveitarfélaganna eftir notkunarþörf, en Eiríkur Alexanderson sagðist búast við því, að þörf Keflavíkurflugvallar myndi vera um það bil 70% á móti 30% hjá hinum sveitarfélög- unum sex. Kostnaðaráætlun, sem gerð var í júlí, nam 1.700 milljón- um króna fyrir sveitarfélögin 6 og eru þá bæði flugvöllurinn og Hafnirnar undanskildar. Gert er Lokaákvörð- un bráðlega SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN á Akra nesi gengust fyrir skömmu fyrir fundi um fyrirhugaða málm blendiverksmiðju á Grundartanga í Skilamannahreppi. Dr. Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra var frummælandi. Sagði ráðherrann að allt benti til að lokaákvörðun yrði tekin mjög bráðlega. Ef samningar tækjust fyrir áramót gætj framkvæmdir hafist á næst unni, en um 2'h ár myndi taka að reisa verksmiðjuna. Ráðherrann gat þess, að um mjög litla mengunarhættu væri að ræða frá verksmiðjunni. Áætl- að væri að 250 manns myndu vinna við að reisa hana, en þegar hún tæki til starfa yrðu starfs menn um 115. Ekki hefði verið ákveðið hve stór eignarhluti is- lendinga yrði, en búist væri við, að hann yrði á bilinu frá 51 til 65%. Ráðherrann gat þess einnig, að forráðamenn Union Carbide hefðu lýst áhuga á að reisa byggingarnar þannig að þær féllu vel að umhverfinu. Auk ráðherra tóku til máls: Björn Pétursson, Herdis Ólafs- dóttir, Sæmundur Helgason, Rúnar Pétursson, Hróðmar Hjartarson, Ásgeir Pétursson, Sverrir Haraldsson, Ingólfur Jónsson, Hallgrímur Hallgrims- son og alþingismennirnir Jón Árnason og Friðjón Þórðarson. Fundarstjóri var Hörður Pálsson og fundarritari Baldur Eiriksson. Fjölmenni var á fundinum. ráö fyrir því að ríkið sjái um framkvæmdirnar á Keflavíkur- flugvelli. Eiríkur sagði, að þess væri vænzt, að málið myndi ekki dragast úr þessu. Þær tafir, sem orðið hefðu á málinu, tefðu fram- kvæmdir um eitt ár eða um það bil, en nú þyrfti fjármögnun að fylgja strax á eftir til þess að unnt yrði að ná eðlilegum fram- kvæmdahraða. Matthías Á. Mathiesen, fjár- málaráðherra, sagði í viðtali við Morgunblaðið, að eins og fram hefði komið, væri að ljúka stofn- un félags um hitaveitu á Suður- nesjum. Heimild i fjárlagafrum- varpi til greiðslu á 25 milljónum í þessu skyni væri hugsuð sem greiðsla ríkisins þar til endanleg ákvörðun um framlag ríkissjóðs hefði verið tekin, en ætlunin er, að það verði ákveðið í því frum- varpi, sem hugsað er að flytja á yfirstandandi þingi. Er hér um brýnt hagsmunamál íbúa Suður- nesja að ræða. „ OprifírhwHnninn (IíJt-(h) (I^ ' Driinur haustiö urn ci/diqrant Ljosm. Ol. K. M. 4 seldu fyrir 7,9 millj. kr. Fjögur síldveiðiskip seldu í Hirtshals og Skagen í gærmorgun og fengu öll sæmilegt verð fyrir síldina. Skipin, sem seldu, voru þessi: Helga 2. RE fyrir 2,3 millj. kr., Albert GK fyrir 1 millj. kr., Helga Guðmundsdóttir BA fyrir 2,4 millj. kr. og Sæberg SU fyrir 2.2 millj. kr. Hótaði konu sinni lífláti LÖGREGLAN var í fyrrinótt kvödd að húsi einu i Mosfells- sveit, en þar hafði maður hótað konu sinni lífláti og ógnaði henni með hnífi. Lögreglan fór og hand- tók manninn, sem ekki hafði gert konunni neitt mein. Maðurinn var í gær í vörzlu lögreglunnar í Hafnarfirði. Japanir krefjast skaða- bóta vegna gallaðrar loðnu JAPÖNSK fyrirtæki, sem keyptu frysta loðnu af Íslendingum á sl. loðnuvertíð, munu nú hafa farið fram á miklar skaðabætur vegna mikillar óvandvirkni við flokkun loðnunnar hér heima. Ekki er blaðinu kunnugt um hve háa fjár- hæð hér er að ræða, en hún mun skipta milljónum kr. Frá þessu er greint f þættinum „! verinu“ eftir Einar Sigurðsson á bls. 3 f blað- inu f dag. Einar segir m.a., að kvartanir þær og skaðabótakröfur, sem fram hafi komið, byggist mest á óvandvirkni við flokkunina og að nokkur hluti af loðnunni hafi verið gotinn. Þá segir Einar, að verksmiðju- stjórar við verksmiðjur þær, sem vinna loðnuna í Japan, hafi látið í té þær upplýsingar, að Norðmenn hefðu tekið alvarlega umkvart- anir frá í fyrra, þar sem flokkun- in var röng og gölluð, vegna þess að hluti hennar var lika úldinn, af því að hún var flutt of langt norð- an frá miðunum við Noreg. Þetta varð svo mikil reynsla fyrir Norðmenn, að þeir gjör- breyttu eftirlitinu og vandvirkn- inni, svo að framleiðsla þeirra féll úr 14.000 lestum i fyrra niður í 7.000 lestir i ár. Nú likaði norska loðnan bezt á markaðnum. Einar segir ennfremur, að enn alvarlegri skaðabætur hafi komið á hendur Rússum. Ekki sé vitað hve mikill hluti það var, en að þeir hefðu orðið að sætta sig við að fá ekkert fyrir sumt af loðn- unni. Á einum stað segir orðrétt og er átt við íslenzku loðnuna: — Nú kom í ljós, að sum 100% loðnan reyndist ekki nema 80% kvenloðna. Það var ekki skemmti- legt fyrir okkur að horfa upp á stúlkurnar greina hrygnuna og hænginn nákvæmlega í sundur, marga pakka og komast að þessari niðurstöðu. Þetta var mjög alvar- legt eins og gefur að skilja. Raun- verulega þýddi þetta, að framleið- andinn átti að endurborga 20% af kg af nýju loðnunni og fyrir vinn- una við 20%, flutningsgjaldið á þeim og geymsluna í Japan og flokkun. Sjálfsagt fjórfaldast þetta í meðförum. Kom fljúgandi að austan til að komast á skyggnilýsingarfundinn „ÉG TEL, að meirihluti útvarpsráðs sé ákaflega illa á vegi staddur úr því að hann telur, að skyggnilýsingarfundur Hafsteins Björnssonar sé ekki áhugavert efni,“ sagði Þórarinn Pálsson frá Egilsstöðum þegar við ræddum við hann í gær, en hann hafði þá komið með flugvél til Reykjavíkur frá Egils- stöðum til að komast á skyggnilýsingarfund Hafsteins, sem var hald- inn í gær í Háskólabíói. Þórarinn sagði að fleiri hefðu komið að austan ef unnt hefði verió, en þvf miður ættu ekki allir heimangengt. Áhugi á skyggnilýsingum væri mikill úti um landsbyggðina og þar sem Hafsteinn héldu fundi væri fullt hús og þyrfti fólk oft frá að hverfa. Meirihluti út- varpsráðs virtist aðeins halda, að fólk væri á Reykjavíkur- svæðinu og gæti því farið á fundinn í Háskólabíói ef það hefði áhuga. Sagði Þórarinn, sem nú er formaður Sálarrannsóknarfé- lags Austurlands að yfir 400 félagar væru nú f félaginu og sífellt bættust fleiri við. Lézt eftir ryskingar við Þórscafé TVlTUGUR maður lézt í nótt í slysadeild Borgarspítalans, rétt um það leyti er komið var með hann þangað. Lögreglan fann manninn meðvitundarlausan fyrir framan veitingahúsið Þórscafé í fyrrinótt og vitað er, að hann lenti f ryskingum þar fyrir utan að loknum dansleik. Lögreglan rannsakar málið og í gær höfðu þrír verið handteknir vegna málsins. Vitneskja um til- drög og eðli ryskinganna við Þórscafé er enn mjög takmörkuð og óskar rannsóknarlögreglan eftir vitnum af atburðum við Þórscafé á tímabilinu milli klukkan 01,30 og 02 í fyrrinótt. Lögreglan varð mannsins vör f nótt og sat hann uppi við húsvegg örskammt vestan við aðalinngang í Þórscafé. Er lögreglan hugaði að manninum, sást, að hann var með- vitundarlaus. Þegar var hringt f sjúkrabíl og maðurinn fluttur í slysadeild Borgarspftalans, en hann lézt er þangað kom. Litlir, sem engír áverkar eru sjáanlegir á líki mannsins, en að sögn lögreglunnar er örugg vitneskja fyrir þvf, að hann lenti í átökum framan við dansstaðinn að lokn- um dansleik. Krufning hefur ekki farið fram og því er dánarorsök enn ekki kunn. Fjölmenni var á dansleik í Þórscafé f fyrrakvöld og var tals- verð ölvun meðal gesta. Mikils- vert er, að lögreglan fái sem gleggsta vitneskju frá vitnum, en talið er víst, að fjöldi fólks hafi orðið vitni að atburðinum. Hinn látni er utanbæjarmaður og er ekki unnt að skýra frá nafni hans að sinni. Alhvítt á Siglufirði Siglufirði 9. nóvember AFLI báta var góður í gær eða 8—9,5 lestir. Rjúpnaveiði er frekar treg, en menn fara þó mikið á rjúpnaveiðar. Oftast koma menn með 10—15 rjúpur eftir daginn. Alhvítt er nú niður í fjöru. Matthías

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.