Morgunblaðið - 22.11.1974, Page 3

Morgunblaðið - 22.11.1974, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1974 3 „1976upphafiðað nýju velmegunartí mabili’ ’ Spjallað við nokkra Flugleiðamenn um ástand og horfur MIKLAR viðsjár eru nú i öllu farþegaf lugi í heiminum vegna versnandi efnahagsástands al- mennt og daglega berast fréttir af samdrætti f rekstri flug- félaga og skemmst að minnast þess, að Loftleiðir hafa ákveðið að fækka nokkuð ferðum næsta sumar og verða með einni flug- vél færra á sfnum snærum. Ffugleiðamenn vfðsvegar að úr heiminum hafa á undanförnum dögum setið á rökstðlum á Hótel Esju til að ræða ástand og horfur á ráðstefnu um markaðs og söiumál. Blaðamað- ur Mbl. heimsötti ráðstefnuna f gær og spjaflaði við nokkra þátttakendurna. Vilhjálmur Guðmundsson framkvæmdastjóri Flugleiða í Kaupmannahöfn, varð yfirmað- ur þeirrar skrifstofu, er skrif- stofur Loftleiða og Flugfélags íslands voru sameinaðar um mánaðamótin júni og júli, en hafði fram til þess tíma gegnt forstöðu skrifstofu Flugfélags- ins um árabil. Við spurðum Vil- hjálm hver breyting hefði orðið á starfseminni við sameining- una. „Sjálf sameiningin tók ekki svo langan tíma, því að skrif- stofurnar voru andspænis hvor annarri við sömu götuna í Kaupmannahöfn og ekkert ann- að að gera en ganga yfir með innbúið. Starfsfóiki fækkaði nokkuð við þetta og nú starfa á skrifstofunni 20 manns. Starfið er auðvitað mun umfangs- meira, þar eð bæði fyrirtækin eru rekin undir sama hattinum og hvað mig sjálfan varðar er ég að selja allt annan varning, þar sem er Bandarikjaflug Loftleiða bæði beint frá Norðurlöndunum og gegnum Luxemburg. Samkeppnin f fluginu til Bandaríkjanna er geysilega hörð og það er t.d. erfitt fyrir okkur að selja ferðir gegnum Luxemburg þvi að ferðir frá Danmörku til Luxem- burgar eru erfiðar og kostnaðarsamar. Öll aug- lýsingastarfsemi hjá okkur hef- ur breytzt og nú eru nöfn beggja flugfélaganna í öllum auglýsingum. — Hvernig kanntu við að vera orðinn Loftleiðaforstjóri eftir að hafa verið í harðri sam- keppni við það fyrirtæki um árabil? — Eg kann alveg sérlega vel við það, mér leiðist er Is- lendingar eiga í samkeppni á erlendri grundu. Það er allt i lagi að keppa heima fyrir, en við eigum að snúa bökum sam- an erlendis, við erum ekki það stór þjóð, að samkeppni borgi sig. — Hvernig er ástand og horf- Davfð Vilhelmsson ur hjá Flugleiðum í Dan- mörku? — Árið 1974 ætlar að verða sérlega gott fyrir fyrirtækið og mjög góð nýting á flugvélakost- inum og það hefur jafnvel orðið að fara aukaferðir til að anna flutningunum. Nú útlitið fyrir veturinn er mun betra en menn hafa þorað að vona og aukning- in meiri. Hins vegar er erfitt að spá um framhaldið, því að efna- hagsástandið i Danmörku er vægast sagt svart og mun enn eiga eftir að versna. Næsta sumar litur einnig sæmilega út og við gerum ráð fyrir óbreytt- um ferðafjölda, 10 í viku til Kaupmannahafnar og þremur til Öslóar og Stokkhólms. Þá fara okkar vélar tvær ferðir í viku til Grænlands á vegum SAS. Flug þetta verður að mestu farið með Boeingþotun- um, en DC-8 þotur fara væntan- lega eina ferð til Kaupmanna- hafnar og tvær á Stokkhólm og Ósló. Þegar á heildina er litið held ég að við getum verið sæmilega bjartsýnir á þessum markaði þótt ástandið i Dan- mörku sé slikt, að jafnvel hug- rökkustu menn missa kjark- inn.“ „Menn muna betur eftir Loftleiðum er fer að kreppa að“ Davið Vilhelmsson, fram- kvæmdastjóri Flugleiða fyrir meginland Evrópu, Afríku og Austurlönd með aðsetur i Frankfurt, sagði okkur, að ástandið í Bandaríkjafluginu hefði ekki verið ýkja glæsilegt, en Loftleiðum hefði tekizt að koma í gegn fargjöldum i haust, sem væru það aðlaðandi, að sal- an ætti að geta gengið vel. Hér er einkum um að ræða 21 dags fargjöld, sem beint er að mönn- um, sem fara vestur um haf í viðskiptaerindum. Þessi far- gjöld fela ekki í sér neina lág- marksdvöl, sem er nýjung í slíkum fargjöldum og hafa verzlunarmenn og ferðaskrif- stofur tekið þeim mjög vel. Það er nú einnig þannig, að það er eins og menn muni betur eftir Loftleiðum og lágu fargjöldun- um, er fer að kreppa að og nú reyna allir að spara. Einnig erum við með ársfargjöld fyrir fólk, sem fer vestur til að heim- sækja ættingja sína, eins og mikið er um. Þegar við lítum á þetta held ég, að við getum sagt, að við séum hóflega bjart- sýnir um veturinn og næsta sumar. — Hvernig gengur Air Bahama? — Það hefur gengið glymrandi vel og framtíðin lof- ar einnig mjög góðu. — Hefur orðið aukning á Is- landsferðum? — Já, það hefur orðið nokk- ur aukning á slíkum ferðum, en óneitanlega hefur kostnaður við ferðalög til Islands dregið úr fólki. Staðreyndin er sú, að það er hægt að fara lúxusreisur um alla Evrópu fyrir sama verð og það kostar að fara i tjaldferð til Islands. Það vegur svo upp á móti, að fólk er búið að ferðast svo viða og koma á þessa sólar- staði flesta, að það sækist eftir einhverju nýju, svolitið út úr alfaraleið, þannig að ekki sé alltaf sú mannmergð, sem er á flestum ferðamannastöðum. Hins vegar verðum við að gæta okkar að vanda móttöku ferða- manna, því að við fáum oft kvartanir út af lélegu skipu- lagi, fábrotnum mat og- svo er hreinlætisaðstaða á tjald- stæðum uppi á hálendinu fyrir neðan allar hellur, þó að eitt- hvað sé nú verið að reyna að bæta úr þvi, en það gengur hægt. Annars vonum við, að þetta eigi allt eftir að aukast ef verðlag bara ekki springur upp úr öllu vaidi. „Bezta útlit í Bandaríkj- unum í 4 ár“ John Loughery, fram- kvæmdastjóri Loftleiða i Bandaríkjunum, sagði okkur, að útlitið fyrir Loftleiðir þar í landi væri hið bezta, sem það hefur verið i 4 ár. Farpantanir fyrir desember og janúar eru mun meiri en á sama t'íma og í fyrra og svo mikið álag á starfs- fólk Loftleiða á söluskrifstof- unni í New York, að bæta þyrfti við fólki til að geta annað öllum simtölunum. Slikt hefði ekki gerzt áður á þessum árstíma. — Nú hafa fréttir frá Flug- leiðum verið allt annars eðlis, flugvélakosturinn minnkaður næsta sumar og ferðum fækkað og fellt niður flug frá Chicago i Vilhjálmur Guðmundsson Einar Aakran mánuð i haust og annað eins eftir áramót. Eru viðhorfin ger- breytt? — Það er eðlilegt að þú spyrjir að þessu. Hins vegar ber þess að gæta, að slíkar ákvarðanir eru teknar nokkuð fram i tímann og það, sem ég var að segja þér frá, hefur gerzt á undanförnum vikum. Það hjálpar einnig til, að Kanada- stjórn hefur nú einskoraðað ungmennafargjöldin svo- nefndu við kanadiska rikis- borgara, en þau fargjöld voru hreinlega sett til höfuðs Loft- Framhald á bls. 24. Hvaða fjárhagsleg tengsl eru milli Þjóðviljans og APN? Hér með birtist mynd af reikningi, sem Morgunblaðinu hefur borizt í hendur. Reikningur þessi er frá því í febrúar 1971. Hann er frá Prentsmiðju Jóns Helgasonar (sem Magnús Kjartansson lét Ríkisprentsmiðjuna Gut- enberg kaupa meðan hann var iðnaðarráðherra) oger stílaður á dagblaðið Þjóðviljann. Reikningurinn er ber- sýnilega vegna prentunar á bréfsefni fyrir SOVÉZKU FRÉTTASTOFUNA APN sem starfrækt er hér á. Is- landi. Hvers vegna er þessi reikningur stílaður á Þjóð- viljann? Hvaða fjárhagsleg tengsl eru milli Þjóðviljans og sovézku fréttastofunnar APN á íslandi? PHMJTr-VllWA JÓNÍ HCIGASONAR « SJBUMUU B KVK'AVfli t SIMAK OG 38741 • ÓtL PRfNTVlNNA fðR OG SPjA * l!''P»ENTANIR r R«tUR bjáðviljinn 24.2.1971 Brefsefni fyxir fréttaetofu APN, 2ooo st. Sölusk. II# 4.521.00 497.oo ðRflTT PSflf^MIPJA JÓNS HEXGA50NAR 5.0I8.00

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.