Morgunblaðið - 22.11.1974, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1974
® 22 022
RAUDARÁRSTIG 31
______________'
LOFTLEIÐIR
BÍLALEIGA
CAR RENTAL
xr 21190 21188
LOFTLE/Ð/R
/ÍÍBÍLALEIGAN V^IEYSIR CAR RENTAL «24460 * 28810 niorsjoEn Útvarp og stereo kasettutæki
Ferðabílar hf.
Bílaleiga S—81260
5 manna Citroen G.S fólks og
stationbilar 1 1 manna Chervolet
8—22 manna Mercedes-Benz
hópferðabilar (með bilstjórn)
BÍLALEIGA
Car Rental
SENDUM
<11660-42902
Vélhjóla-
Bögglaberar á Kawa
500, 750 cc.
Tri-Daytona Norton.
Veltigrindur
Tri-Dayona, Kawa 900.
Takmarkaðar birgðir eftir
af Dunlop dekkju.
Kett hanskar
Vélhjólaverzlun
Hannes Ólafsson
Dunhaga 23, sími
28510.
ÞRR ER EITTHURfl
tvrir nun
1 STAKSTEINAR
Sviptingar
í Alþýðuflokknum
Tíminn segir í forslðufrétt sl.
þriðjudag:
„Ekki virðist allt með felldu
innan Alþýðuflokksins að ný-
loknu flokksþingi hans. Ný-
kjörin flokksstjórn virðist
leggja allt annað mat á forystu-
hæfileika manna en flokks-
þingið gerði, og þegar I gær
voru ágreiningsefnin komin á
það stig, að þingflokkurinn gat
ekki komið óskiptur saman til
fundar. Gylfi, sem er þing-
flokksformaður sem áður, kom
á fundarstað ásamt Benedikt
Gröndal, en Jón Ármann
Héðinsson og Eggert G. Þor-
steinsson létu ekki sjá sig, en
um afstöðu Sighvats Björgvins-
sonar tókst blaðinu ekki á fá
vitnesku I gær. — Flokksþingi
Alþýðuflokksins lauk I fyrri-
nótt, og var þá kjörin fjölmenn
flokksstjórn. Einhugur rfkti
um Benedikt Gröndal sem for-
mann flokksins, en þegar kom
að þvl að kjósa varaformann og
ritara, urðu sviptingar miklar.
Eggert Þorsteinsson, sem verið
hefur ritari, féll fyrir Kjartani
Jóhannssyni verkfræðingi I
Hafnarfirði, sem naut stuðn-
ings Gylfa og Benedikts, og Jón
Þorsteinsson lögfræðingur féll
við ritarakjör fyrir Birni Jóns-
syni, formanni ASl . . . Þegar
svo flokksstjórnin kom saman
sfðdegis I gær til þess að kjósa
flokknum framkvæmdastjórn,
varð nýtt upp á teningnum, þvf
að Björn Jónsson og Kjartan
Jóhannsson féllu báðir. At-
kvæðahæstur þar varð Bene-
dikt Gröndal, annar Eggert
Þórsteinsson og þriðji Gylfi Þ.
Gfsason. Jafnframt risu úfar
miklir innan þingflokksins,
með þeim afleiðingum, sem
skýrt var frá I upphafi.**
Magnús á móti
Ragnari
Alþýðublaðið segir I ramma-
frétt I gær:
Hörð átök eru hafin innan
Alþýðubandalagsins, sem
væntanlega ná hámarki á
landsfundi flokksins, sem
háður verður um helgina. Sam-
kvæmt áreiðanlegum heim-
ildum hefur Ragnar Arnalds
ákveðið að gefa kost á sér til
endurkjörs sem formaður
áfram, en það er ekki alveg I
samræmi við hugmyndir og
velja helztu stuðningsmanna
Magnúsar Kjartanssonar. Þeir
munu nú hafa hleypt af stað
undirskriftasöfnun meðal Al-
þýðubandalagsmanna og er
meining þeirra að skora á
Magnús Kjartansson að gefa
kost á sér við formannskjörið.
Þó að svo sé látið Hta út, að
stuðningsmenn og vinir Magn-
úsar séu með þessu að leita
f jöldaáskorunar á hann að taka
þátt I formannskjöri, er haft
fyrir satt, að upphafsmaðurinn
sé enginn annar en Magnús
sjálfur."
Þannig er dregið
úr kjararýrnuninni
I lögum um láglaunabætur
n.fl. er gert ráð fyrir margs-
konar hliðarráðstöfunum, til að
draga úr kjaraskerðingu lá-
launafólks, vegna óhjákvæmi-
legra efnahagsráðstafana.
1 fyrsta lagi eru láglauna-
bætur, bæði á fast kaup og yfir-
vinnu, að vissri launafjárhæð,
sem þýðir 10% hækkun lægstu
launa og dregur úr launamis-
rétti því, sem febrúarsamning-
arnir leiddu af sér.
t öðru lagi hækkun fjöl-
skyldubóta um kr. 5.000.— með
hverju barni á ári.
I þriðja lagi hækkun al-
mennra bóta tryggingakerfis-
ins um 6% og hækkun tekju-
tryggingar um 10%.
1 fjórða lagi niðurgreiðslum
nauðsynja almennings, en þær
munu nema, samkvæmt áætlun
Hagstofu Islands, um 3800
milljónum króna.
1 fimmta lagi fyrirheit rlkis-
stjórnarinnar um skattakjör og
skattkerfisbrytingu, sem metin
er á 500 milljónir króna á árs-
grundvelli.
Þessar aðgerðir jafna að vlsu
ekki áhrif verðbólgu og efna-
hagsaðgerða, sem nauðsynlegar
voru til að tryggja rekstrar-
grundvöll atvinnuveganna og
atvinnuöryggi almennings. En
þær eru viðleitni, til að koma
til móts við óskir verkalýðs-
hreyfingarinnar. Þessar ráð-
stafanir allar eru forsenda
þess, að takast megi hvort-
tveggja, að skapa jafnvægi I
efnahagslífi með tilheyrandi
rekstrar- og vaxtarmöguleikum
atvinnuveganna og hægja á
hjóli verðbólgunnar, sem var
orðin helzta vandamál þjóðar-
búskaparins og þegnannas.
(Jr Rammagerðinni, starfsfólk og sýningarfólk, sem sýndi þar fslenzkan fatnað.
Ramma-
gerðin
ínýju
húsnæði
RAMMAGERÐIN h.f. hefur nú
flutzt I nýtt og rúmgott hús-
næði I Hafnarstræti 19, þar sem
áður var verzlun Helga
Magnússonar. Mikil vinna hef-
ur verið lögð I breytingu á inn-
réttingu þar, sem miðar að þvf
að gera verzlunina sem bezt úr
garði.
Rammagerðin var stofnuð
1946. Aðalstarfsemi fyrirtækis-
ins fyrstu árin var innrömmun
mynda og sala á myndum og
málverkum, en smátt og smátt
færði fyrirtækið út starfsemi
sína með sölu á innfluttum
gjafavörum og íslenzkum
minjagripum. Innflutningur-
inn er nú að mestu bundinn við
danskar postulínsvörur frá
Bing & Gröndal og þýzkan borð-
búnað.
Þá hafa hinar miklu framfar-
ir í fslenzkum iðnaði á siðari
árum haft mikil áhrif á starf-
semi Rammagerðarinnar. Er
þar aðallega um að ræða sölu á
ullarvörum, handunnum og
verksmiðjuunnum, hraunkera-
miki og silfurmunum. Og síðast
en ekki sízt er svo fatnaður úr
fslenzku gærunni. Fullyrða er-
lendir viðskiptavinir að sú
framleiðsla sé með þeirri beztu
sem gerist.
Rammagerðin tók upp þá ný-
breytni fyrir nokkrum árum að
sjá um sendingu á pökkum fyr-
ir viðskiptavini til vina og ætt-
ingja erlendis og hefur sú starf-
semi farið stöðugt vaxandi.
Auk verzlunarinnar í Hafnar-
stræti er Rammagerðin með
verzlanir í Austurstræti 3, að
Hótel Loftleiðum og Hótel
Sögu.
Aðaleigandi Rammagerðar-
innar er Jóhannes Bjarnason
en verzlunarstjóri er Haukur
Gunnarsson.
Fólk í Reykjavíkurprófasts-
dæmi hvatt til að efla kirkjusókn
Frá héraðsfundi Reykjavíkurprófastsdæmis
HÉRAÐSFUNDUR Reykjavíkur-
prófastsdæmis var haldinn 10.
nóv. s.l.
Dómprófastur gaf yfirlit yfir
þróun mála í prófastsdæminu. I
Reykjavikurprófastsdæmi voru
fluttar 880 almennar messur, 363
barnaguðsþjónustur og aðrar
messur 185. Messur alls 1428.
Altarisgestir 9610 og 1854 ung-
menni fermd.
Helstu breytingar í prófasts-
dæminu eru þær, að sr. Jakob
Jónsson, dr. theol. hefur fengið
lausn frá embætti frá 1. jan. n.k.
og fyrir dyrum er prestskosning í
Hallgrímsprestakalli.
Sóknargjöld hækkuðu úr 500,00
kr. í 750,00 kr. og framlag til
Kirkjubyggingasjóðs Reykjavíkur
úr 3. millj. kr. í 6. millj.
Unnið hefur verið að kirkju-
byggingum í 4 sóknum, Hall-
grímssókn, Langholtssókn, Ás-
sókn og Árbæjarsókn og undir-
búningur hafinn í Breiðholts-
sókn.
Safnaðarfulltrúar gáfu yfirlit
yfir starfið 1 sóknum sínum, þar
sem safnaðarfélög og kirkjukórar
starfa víða af miklum áhuga.
Þá flutti prófastur erindi um
kirkjusókn f prófastsdæminu, og
gat þess að engar viðhlítandi at-
huganir hefðu verið gerðar á
kirkjusókn í landinu og því síður
við hvað skuli miðað, þegar slíkar
athuganir eru gerðar og reikna
skal út niðurstöður.
1 Reykjavíkurprófastsdæmi
þekkjast ekki messuföll í venju-
legum skilningi, en kirkjusókn er
þó engan veginn nógu góð á
venjulegum helgidögum, þegar
miðað er við tölu þeirra sem
skráðír eru þjóðkirkjumenn. Oft
er þó kirkjusókn mjög góð, og
meiri fjölbreytni í guðsþjónustu-
haldi og safnaðarstarfi en áður
var. Ýmsar ástæður kunna að
liggja til þess, að kirkjusókn á
venjulegum helgidögum er ekki
eins góð og þyrfti að vera, mun
þar vera þyngst á metunum hið
fjölbreytta félags-, íþrótta- og
skemmtanalíf.sem keppir óbeint
við kirkjurnar og naumast þekkt-
ist áður, í þeirri mynd sem nú er.
Allmiklar umræður urðu um
kirkjusóknina, og komu fram at-
hyglisverðar bendingar, hvað
gera mætti til þess að efla kirkju-
sókn innan prófastsdæmisins, svo
sem með auglýsingum heimsókn-
um, með starfi safnaðarfélaga
o.s.frv.
Svohljóðandi ályktun var sam-
þykkt:
„Héraðsfundur Reykjavíkur-
prófastsdæmis, haldinn 10. nóv.
s.l. vill leggja sérstaka áherslu á
gildi góðrar kirkjusóknar fyrir
trúar- og safnaðarlíf almennt, og
vill hvetja sóknarfólk í söfnuðum
Reykjavíkurprófastsdæmis til að
efla sem mest kirkjusókn I söfn-
uðum sfnum.
Fundurinn telur, að góð kirkju-
sókn hljóti alltaf að verða áhrifa-
mikill þáttur f blómlegu safnaðar-
lífi.“
I sambandi við Kirkjubygginga-
sjóð Reykjavíkur var samþykkt
svohljóðandi ályktun:
„Héraðsfundur Reykjavíkur-
prófastsdæmis, sem haldinn var
10. nóv. 1974 þakkar þann stuðn-
ing, sem borgarstjórn sýndi
Kirkjubyggingasjóði Reykjavík-
ur, með verulega hækkuðu fram-
lagi á s.l. ári og væntir þess fast-
lega, að vegna dýrtíðar verði
framlagið hækkað verulega á
þessu ári, helst svo, að það verði í
hlutfalli við það sem var í byrjun
(1 millj. 1953)
Ennfremur var samþykkt til-
laga varðandi hina nýju Fella- og
Hólasókn í Breiðholti III.
„Héraðsfundur Reykjavfkur-
prófastsdæmis telur brýna nauð-
syn bera til þess, að þegar í stað
verði skipaður prestur í Breið-
holti III, Fella og Hólasókn, en
sérstök sókn var stofnuð þar s.l.
ár, og íbúatala þar er nú yfir 10
þús: manns.“