Morgunblaðið - 22.11.1974, Síða 10

Morgunblaðið - 22.11.1974, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. NÖVEMBER 1974 „Eftir- lýstur af Gestapo” Saga Jan Baalsrud komin á íslenzku HÖRPUUTGÁFAN á Akranesi hefur gefið út bókina „Eftirlýstur af Gestapo", sem er sönn, skjal- fest frásög'n af Norðmanninum Jan Baalsrud, sem var eltur af hundruðum þrautþjálfaðra Gestapo-hermanna um hálendi Noregs í stórhríð. Sagan hefur verið kvikmynduð og m.a. sýnd hér á landi. 30. marz 1943 klifraði hann upp fjöllin á Ribbensey til að forða lífi sínu. Hann skaut Þjóðverjana, sem eltu hann, og synti yfir jökul- köld sjávarsund. Tveim mánuðum síðar komst hann til sænsku landamæranna. Allan tímann hafði hann notið hjálpar norsku föðurlandsvinanna, sem ekki þekktu til ótta og hættu lífi sfnu og fjölskyldna sinna til þess að bjarga Jan Baalsrud undan hrammi Gestapo. Umsögn um bókina úr blaðinu AFTENPOSTEN: „Ein bezta og mest spennandi saga, sem skrifuð hefur verið um norska hernámið, enda sagt frá sönnum atburðum. Frásögn, sem er svo stórkostleg í mannlegum einfaldleik sínum, að hún mun lifa. Þetta er óður þolgæðinnar." Bókin er prentuð i Prentverki Akraness hf. Bundin í Bókbindar- anum hf. Laugardaginn 16. nóvember kom hópur 12 ára barna frá Neskaupstað til Reykjavfkur, þar sem þau dvöldust nokkra daga, skoðuðu söfn og sýningar, fóru f leikhús og heimsóttu Alþingi. Ennfremur hittu börnin reykvíska jafnaldra sfna og skoðuðu Reykjavfk. Hópurinn var hér f boði menntamálaráðuneyt- isins og er sá fyrsti af þremur hópum, sem boðið hefur verið. Næsti hópur kemur frá Norður-Þingeyjar- sýslu og hinn þriðji frá Patreksfirði. „Ljós að nœturlagi” Ný barnabók eftir Þóri S. Guðbergsson KOMIN er út ný barna- og unglingabók, „Ljós að næt- urlagi“, eftir Þóri S. Guð- bergsson. Fjallar hún um vini og leikfélaga, sem fara í útilegu, sem reyndist hin ævintýralegasta. Áður hefur fjöldi af barna- og unglingabókum komið út eftir Þóri, nú síð- ast „Ásta og eldgosið í Eyjum“, sem hann skrifaði ásamt konu sinni, Rúnu Gísladóttur. Þá er hann kunnur fyrir barnasögur og leikrit, sem flutt hafa verið í Ríkisútvarpinu og birzt í barnablaðinu „Æsk- unni“. Þórir S. Guðbergsson Forsetapeningarnir að koma út Unnir á íslandi UT ERU að koma minnis- peningar um forseta fslenzka lýðveldisins. Fyrirtækið IS- SPOR hf. gefur þá út f tiiefni þess að liðin eru 30 ár frá stofn- un lýðveldisins. Ragnar Kjartansson myndhöggvari hefur gert peningana. FORSETAPENINGARNIR eru þrfr. A þeim fyrsta er mynd af Sveini Björnssyni, sem var for- seti frá stofnun lýðveldisins til 1952. A bakhlið peningsins er mynd af Lögbergi á Þingvöll- um, þar sem lýðveldið var stofnað 17. júnf 1944. A öðrum peningnum er mynd af Asgeiri Asgeirssyni, sem var forseti frá 1952 til 1968. A bak- hlið hans er mynd af forseta- setrinu á Bessastöðum. A þriðja peningnum er mynd af núverandi forseta Islands, dr. Kristjáni Eldjárn. A bak- hlið þess penings er táknræn mynd fyrir fornleifarannsókn- ir og fræðistörf forsetans. Ragnar Kjartansson hóf vinnu við mótun forsetapening anna snemma á þessu ári og er nú að Ijúka við mótun sfðasta peningsins, en dr. Kristján Eld- járn forseti lslands hefur setið fyrir hjá listamanninum. Hinir tveir fyrri peningarnir eru gerðir eftir Ijósmyndum. Mót- un minnispeninga er sérstök listgrein og telst til högg- myndalistarinnar, má 1 þvf sambandi benda á mjög þekktan minnispening sem As- mundur Sveinsson mynd- höggvari gerði fyrir Alþingis- hátfðina 1930 og sleginn var f Frakklandi. FORSETAPENINGARNIR eru framleiddir f bronsi (kopar), sterlingsilfri, 18 karata gulli og platfnu. Verð þeirra að með- töldum söluskatti og vandaðri öskju er kr. 6.880.00 settið f bronsi og kr. 18.200.00 f silfri. Ekki er gefið fast verðtilboð í gull- og platfnupeningana vegna hinna öru verðbreytinga á þessum málmum undanfarið. Aftur á móti verður söluverð þeirra ákveðið þann dag sem pöntunin berst fyrirtækinu og þá miðað við skráð gengi þess- ara málma á alþjóðlegum markaði f London sama dag. Sem dæmi má geta þess að sé miðað við 14. dag þessa mán- aðar hefði settið (3 gull- peningar) kostað kr. 259.650.- Forhliðin á peningnum með dr. Kristjáni Eldjárn, en Ragnar Kjartansson gerði alla pening- ana. en hver gullpeningur vegur 95 grömm. Hver silfurpeningur vegur hinsvegar 75 grömm. Peningarnir eru 50 mm f þvermál og mikið upphleyptir. Aðeins er hægt að gerast kaup- andi að öllum þrem pcningun- um f hverjum málmi fyrir sig, þ.e. 3 bronspeningum o.s.frv. Hver peningur verður númer- aður á rönd og er upplag þeirra mjög takmarkað. Boðin verða til sölu samtals aðeins 3.000 sett af bronspcningum, 2.000 sett af silfurpeningum, 300 sett af 18 K. gullpeningum og 20 sett af platfnupeningum. Sala er hafin samtfmis á öll- um norðurlöndunum og sér sænska fyrirtækið AB Sporr- ong um sölu og dreyfingu utan Islands en IS-SPOR hf, annast sjálft alla sölu hérlendis. Væntanlega verða fyrstu pant- anir afgreiddar f desember- mánuði. tS-SPOR HE hefur frá upphafi starfað f samvinnu við AB Sporrong og notið tækni- legrar aðstoðar þess við upp- byggingu fyrirtækisins, enda Sporrong einn af hluthöfum IS- SPOR en aðrir hluthafar m.a. gullsmíðaverkstæði Bjarna & Þórarins, Jóns Dalmannssonar og Jens Guðjónssonar. IS-SPOR HF. rekur nú full- komna vcrksmiðju f Reykjavfk, til framleiðslu minnispeninga, félagamerkja, verðlauna- peninga fyrir íþróttir og ýmissa smámuna og minjagripa úr málmum. Sex manns starfa nú hjá fyrirtækinu. Framkvæmdastjóri IS-SPOR er Konráð Axelsson, en stjórn- arformaður er (Jlfur Sigur- mundsson. Sfðasti pöntunardagur pen- inganna er 31. desember n.k., svo framarlega að peningarnir verði ekki uppseldir fyrir þann tfma. Pantanir verða afgreidd- ar f þeirri röð sem þær berast. Frummyndir og sýnishorn af forsetapeningunum. Ljósmynd Mbl. ÓL.K.M. Tónleikar kamm- ermúsikklúbbs- ins n.k. sunnudag AÐRIR tónleikar Kammer- músikklúbbsins á þessu starfsári verða haldnir í Bústaðakirkju n.k. sunnudag 24. nóvember kl. 21. Á tónleikunum verða flutt fjög- ur verk. Kvartett í b-dúr op. 40 fyrir fagott og strengi eftir Danzi kvintett í b-dúr op. 34 fyrir klarínettu og strengi eftir Weber, Kvartett í d-dúr KV 285 fyrir flautu og strengi eftir Mozart og loks strengjakvartett í g-moll op. 74,3 eftir Haydn. Flytjendur eru: Guðný Guð- mundsdóttir, fiðla, Ásdís Stross Þorsteinsdóttir, fiðla, Hlff Sigur- jónsdóttir, fiðla, Stephanie Riek- man, lágfiðla, Brian Carlile, lág- fiðla, Deborah Davis, hnéfiðla, Manuela Wiesler, flauta, Sigurður Snorrason, klarínetta, Hafsteinn Guðmundsson, fagott. Framtíðin gef- ur út jólamerki Kvenfélagið Framtíðin á Akur- eyri hefir gefið út jólamerki í 40 ár. Frú Ragnheiður Valgarðsdótt- ir, kennari, hefir teiknað merkið að þessu sinni, sem er sérstök þjóðhátíðarútgáfa. Allur ágóði rennur til elliheimilanna á Akur- eyri. Utsölustaður í Reykjavík er Frímerkjahúsið, Lækjargötu 6 a. Ný Vippa-bók með myndum eftir Halldór NV Vippa-bók cr komin út hjá Hörpuútgáfunni á Akranesi og er hún þriðja bókin um fjörkálfinn Vippa Höfundur sögunnar er Jón H. Guðmundsson, fyrrv. ritstjóri. Halldór Pétursson hefur mynd- skreytt bækurnar allar. Sögurnar um Vippa eru ætlaðar börnum 6—10 ára að aldri. Þær eru prentaðar með stóru letri sem hæfa vel fyrir börn á þessum aldri. Bókin er prentuð í Prentverki Akraness h.f. og bundin inn f Bókbindaranum h.f.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.