Morgunblaðið - 22.11.1974, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1974
„Þekking skapar
EINS og fram hefur komiö af fréttum gangast lslenzkir ung-
templarar, Stórstúka tslands og Unglingareglan fyrir kynningu
á starfsemi sinni á sunnudaginn kemur. Ætlunin er að kynna
störf samtakanna og stefnu þeirra fyrir almenningi, en kjörorð
dagsins er „Við viljum starfa mcð þér — vilt þú starfa með
okkur?“
Þeir þrír aðilar, sem að kynningardeginum standa, stefna allir
að sama markmiði, þ.e.a.s. bindindi og félagsstarfi meðal þeirra,
sem eru sama sinnis. Unglingareglan starfar meðal barna og
unglinga á aldrinum 7 til 16 ára, — undir kjörorðinu „Sann-
leikur — kærleikur — sakleysi“.
lslenzkir ungtemplarar vilja sanna það, að áfengi sé óþarfur
þáttur f félagsstarfi og skemmtanahaldi ungs fólks. 1 samtökum
ungtemplaranna er fólk á aldrinum 14—25 ára, og er kjörorð
þess „Bindindi — bræðralag — þjóðarheill“.
Stórstúka tslands er landssamband góðtemplara, en sam-
bandið stefnir að samstarfi allra einstaklinga með fegurra,
frjálsara og fullkomnara lff fyrir augum, og með algert bindindi
á áfenga drykki sem grundvallarreglu. Starfsemi Stórstúkunnar
hefur einkum beinzt að þessu baráttumáli og því að koma til
móts við félagslega þörf fólks innan stúkunnar.
Mbl. sneri sér til nokkurra aðila innan þeirra samtaka, sem
hér haf a verið talin, og bað þá að svara nokkrum spurningum um
starfsemina:
SIGRUN Gissurardóttir er 1.
gæzlumaður f Barnastúkunni
Æskunni, sem er elzta barna-
stúka á landinu, stofnuð árið
1886.
— Sigrún hvert er markmiðið
með barnastúkunum?
— Fyrst og fremst viljum við
reyna að byrgja brunninn áður en
barnið dettur í hann. Ég hef verið
starfandi á öllum stigum
stúkunnar, en mestan áhuga hef
ég á barnastúkunni. Ég held að
það sé mjög mikilvægt að ná til
barnanna meðan þat eru ung, —
þá eru þau móttækii -gust og opn-
ust. Ég hef líka haíj mjög mikla
ánægju af því að staria með börn-
unum.
— Hvað eru fundir oft hjá
ykkur?
— Við hittumst hálfsmánaðar-
Iega, og skiptast á fundir og dans-
æfingar. Einnig er starfandi hér
barnastúkan Svava og er Árni
Gunnarsson kennari gæzlumaður
hennar. Á fundunum venjast
börnin fundarstörfum, sem
skilning"
ég held að þær stuðli að frjáls-
legri umgengni.
— Þið eruð með mikið starf
fyrir unga fólkið og börnin, en
hvernig skemmtir fullorðna
fólkið sér i stúkunum?
— I fyrravor voru stofnaðir
hjónaklúbbar innar Reglunnar,
og þeir starfa á svipuðum grund-
velli og ungtemplararnir. Það
fólk, sem í þeim er vill auðvitað
skemmta sér, dansa og þ.h., og
starfsemi hjónaklúbbanna hefur
átt miklum vinsældum að fagna
frá stofnun þeirra.
— Mig langar til að taka fram,
að aukin áfengisneyzla kvenna er
vandamál. sem ég og margir aðrir
líta mjög alvarlegum augum. Það
er ekki vegna þess að drykkju-
skapur kvenna sé verri í sjálfu
sér en karla, en óhjákvæmilega
kemur það meira niður á börnun-
um. Þetta getur hver og einn séð
i hendi sér, þótt Rauðsokkurnar
séu kannski ekki of ánægðar með
að sérstaklega sé bent á þetta,
sagði Sigrún að lokum.
kemur þeim auðvitað að gagni
síðar í lifinu. Við höfum haft
þann hátt á á dansæfingum, að
láta stúlkur og drengi bjóða upp í
dans til skiptis, og ég held að það
sé mjög gott til að venja þau af
feimni og auka sjálfstraustið.
Krökkunum finnst ákaflega
gaman á þessum dansæfingum, og
KRISTtN Þóra Gunnarsdóttir er
11 ára, og hefur verið í barna-
stúku frá því hún var 7 ára.
— Er gaman að vera i stúku,
Kristín?
— Já, mér finnst það, segir
Kristín ofurlítið feimin.
— Hvað finnst þér mest gam-
an?
— Dansæfingarnar.
— Ertu ekkert feimin við að
bjóða strákunum upp?
— Ne-hei, það er allt í lagi —
það er hvort sem er alltaf skipzt á.
GUNNAR Þorláksson hefur starf-
að f Góðtemplarareglunni árum
saman, og við spurðum hann fyrst
hvert væri álit hans á gildi stúk-
unnar í baráttunni við ofnotkun
áfengis hér á landi:
— Starf Góðtemplarareglunnar
er auðvitað fyrst og fremst miðað
við það að fræða fólk um þá
hættu, sem stafar af áfengis-
neyzlu, og félagarnir lita á það
Rætt viö
nokkra
bindindis-
menn
LILJA Harðardóttir er ungtempl-
ari, en starfar einnig sem gæzlu-
maður i barnastúkunni Æskunni.
— Hvað ertu búin að vera lengi
i stúku, Lilja?
— Ég er búin að vera þar óslitið
siðan ég var 7 ára. Þegar ég var 11
ára var ég gerð að ritara í Æsk-
unni. Annars hef ég nú eiginlega
starf að meira með ungtemplurum
upp á siðkastið?
— Hvað gerið þið ungtemplarar
ykkur til skemmtunar?
— Við hittumst að jafnaði einu
sinni í viku. Þrjú kvöld i mánuði
er opið hús, sem við köllum svo,
og svo er fundur einu sinni i
mánuði. Þegar við höfum opið
hús syngjum við, spilum á spil,
spjöllum saman og gerum ýmis-
legt annað okkur til skemmtunar,
og svo eru náttúrlega böllin, sem
haldin eru við og við. Þá förum
við í skálaferðir nokkrum sinnum
á vetri.
— Eigið þið skála sjálf?
— Nei, ekki ennþá, en Ung-
templarafélagið Hrönn er að
byggja skála í Skálafelli. Hingað
til höfum við fengið leigða skála á
ýmsum stöðum, og þessar ferðir
hafa verið mjög vinsælar. Einn er
líka sá þáttur, sem er mjög vin-
sæll i starfi okkar um þessar
mundir, en það eru félagsmála-
námskeið, en það sem af er þess-
um vetri hafa verið haldinn 11
slík námskeið á vegum Islenzkra
ungtemplara. Að mínumdómi eru
þau ákaflega nauðsynleg, og sjálf
hef ég haft ómetanlegt gagn af að
sækja svona námskeið. Það hefur
til dæmis hjálpað mér til að losna
við feimni og auðveldað mér að
tjá mig á fjölmennum fundum,
sem er mikill kostur, sagði Lilja
að lokum.
sem skyldu sina að sýna fordæmi
með því að neyta ekki áfengis.
Góðtemplarar virða einnig allt
það hjálparstarf, sem unnið er til
hjálpar áfengissjúkum, og margir
einstaklingar innan Reglunnar
taka þátt í slíku hjálparstarfi.
— Hversu margir virkir félagar
heldurðu að séu nú i Góð-
templarareglunni?
— Þeir munu nú vera um tvö
þúsund, og þeim fer sífellt fjölg-
andi. Ég hef orðið þess áþreifan-
lega var, að skoðunum bindindis-
manna vex stöðugt fylgi.
— Nú hefur það oft verið haft á
orði, að Góðtemplarareglan sé
einhvers konar klikustarfsemi
þar sem allt sé miðað við strangai
reglur og formsatriði. Hvað segir
þú um það?
— Reglan hefur alltaf haft
ákveðið fundarform, en siðaregl-
ur hafa einfaldazt mjög á siðari
árum. Eg tel mig hafa mikla
— Ertu í einhverju embætti i
stúkunni?
— J á, ég er dróttseti.
— Hvað gerir dróttseti?
— Leiðir inn nýja félaga, eða
þegar nýir krakkar ganga í stúk-
una þá fylgir dróttsetinn þeim i
salinn.
reynslu af félagsstörfum, og ég sé
ekki hvernig ætti að vera hægt að
halda t.d. fundi án þess að fylgt
væri ákveðnum grundvallarregl-
um. Þær reglur, sem settar eru,
eru ætlaðar til hagræðis, en ekki
sem eitthvert táknrænt fyrir-
brigði, og ég held að þetta eigi við
um hvaða félagsskap sem er. Ég
vil lika leggja áherzlu á, að starf
Reglunnar miðast ekki einungis
við það að halda fólki frá áfeng-
um drykkjum. Mjög veigamikill
þáttur i starfinu er að stuðla að
samskiptum manna í millum,
auka skilning og félagsanda.
— Hvers vegna gerast menn
eindregnir bindindismenn?
— Ég get að sjálfsögðu einungis
svarað fyrir sjálfan mig. Þegar
menn doka við og hugleiða at-
burði, sem segja má að séu dag-
legt brauð, sést að afleiðingar
áfengisneyzlu valda mjög miklum
f jölda einstaklinga og hópa óbæri-
legu böli. Þá fer ekki hjá því að
maður fari að hugsa um leiðir til
úrbóta. Mér finnst líka liggja í
augum uppi, að það er ekki nóg að
menn séu bindindismenn bara
fyrir sjálfa sig, heldur hlýtur það
að verða keppikefli um leið að
hafa áhrif í kringum sig, og með
því að taka þátt í þessu starfi tel
ég að mikið ávinnist í því efni.
— Fer ekki mikill tími í félags-
starfið?
— Jú, vissulega, en mér finnst
það vera bezta hvíldin, og líklega
er hún meiri en nokkurn grunar,
að vinna góðu málefni gagn, og
ánægjan yfir velheppnuðu starfi
er kraftur, sem seint verður bug-
aður, segir Gunnar Þorláksson að
lokum.
Halldór Arnason er formaður
útbreiðsluráðs Islenzkra ung-
templara.
— Halldór, hvenær byrjaðir þú
að starfa með ungtemplurum?
— í fyrra var ég búsettur á
Akureyri og var þá einn stofn-
félaga að ungtemplarafélaginu
Gosa þar. Siðan fluttist ég suður
og byrjaði þá strax að starfa með
ungtemplurum hér í Reykjavík.
Áður hafði ég svo verið í barna-
stúku, þannig að segja má, að ég
hafi alizt upp 1 þessu, en starf-
semi ungtemplara er að vísu
nokkuð annars eðlis en stúku-
starfsemin.
— Að hvaða leyti?
— Starfsemi ungtemplara
beindist fyrst og fremst að þvi að
sem flestir séu virkir í starfinu.
Líka er starfsemi ungtemplara
kannski óþvingaðri en gerist í
stúkunni, t.d. erum við ekki með
nein formsatriði, heldur byggist
starfsemin einfaldlega á þvi að
sýna, að hægt er að skemmta sér
án áfengis. Ég hef orðið þess var,
að krakkar á mínum aldri, sem
mikið fara út að skemmta sér, eru
búnir að fá leið á því að drekka,
en halda að með því að hætta
muni þeir fara á mis við skemmti-
legan félagsskap. Mín reynsla er
þveröfug. Hér er virkilega hægt
að skemmta sér vel, í góðra vina
hópi.
Til sölu
Hef verið beðin um að selja stórt steinhús í
Þingholtunum. Húsið er 4 hæðir og kjallari.
Hver hæð er til sölu sér og selst á föstu verði,
en grunnflötur er ca. 240 fm.
Húsnæðið er vel til fallið sem skrifstofulísnæði
eða íbúðarhúsnæði.
Uppl. ekki gefnar í síma.
Ólafur Ragnarsson hrl.,
Lögfræði- og endurskoðunarskrifstofa
Ragnars Ólafssonar, Laugavegi 18.