Morgunblaðið - 22.11.1974, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 22.11.1974, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. NÖVEMBER 1974 Til húsgagna- og innréttingasmíði Spónlagðar spónaplötur m/beykispæni, „Okal" 18 m/m, stærð 220 x 122 cm fyrirliggjandi. Plöturnar fást hjá okkur. Timburverzlun Árna Jónssonar & Co. h.f., sími 1 1420 og 1 1333. íbúðir óskast til leigu Óskum að leigja tvær til þrjár íbúðir í sama húsi um tveggja ára skeið, fyrir erlenda tæknimenn. Vinsam- lega hringið í síma 1-51-59 eða 1-22-30 kl. 9 —18. SKIPHOLTI 17 • REYKJAVlK Frúarleikfimi Ný námskeið hefjast mánudaginn 25. nóv. og verða aðeins 4 vikur að þessu sinni, vegna hátíðanna. Innritun frá kl. 13 alia daga nema sunnudaga. Morguntímar — dagtímar — kvöldtímar. Gufuböð og Ijós. Júdódeild Armanns, Ármúla 32, sími 83295. Prentvillupúkinn hrekkir Hagkaup. Á matarsiðu Morgunblaðsins í gær, fór prentvillupúk- inn ferlega með verð á blönduðum ávöxtum í Hag- kaup. Hann fullyrti, að heildósin kostaði kr. 326.00. Verðið í Hagkaup er hinsvegar aðeins kr. 1 75.000. Af því eru þeir Hagkaupsmenn mjög stoltir, og því ekki nema von að þeim sárnaði við púkann í þetta sinn. Sem sagt, heildós af blönduðum ávöxtum kostar ekki nema kr. 175.00 i Hagkaup. Keflavík Til sölu m.a. góðar 3ja og 4ra herb. hæðir. Stór efri hæð í tvíbýlishúsi ásamt stórum bíl- skúr. 3ja íbúða hús ásamt stórri verzlunarlóð við Hafnargötu. Glæsileg ný hæð í tvíbýlishúsi ásamt stórum bílskúr. Hæðír og raðhús á ýmsum byggingarstigum. Einnig grunnur undir einbýlishús. Eigna- og verðbréfasalan, Hringbraut 90, Keflavík.Sími 92-3222. Frelsi — án tengsla við pólitíska sértrúarflokka AÐSÓKN að sýningu Den Nordiske, sem nú stendur f kjallara Norræna hússins hefur verið mjög góð, og hafa þegar um 20 verk selzt þar. Við opnun sýningarinnar bauð Þóra Kristjánsdóttir félaga f Den Nordiske vetkomna fyrir hönd Norræna hússins, og þakkaði hún Ólöfu Pálsdóttur frumkvæði hennar að þvf að sýningin er haldin hér. Síðan talaði Ólöf Pálsdóttir og þakkaði forráðamönnum Norræna hússins fyrir alla fyrirgreiðslu og góðar undirtektir frá þvf er fyrst var rætt um að sýningin yrði haldin hér. Kynnti hún síðan Erik Erlandsen, formann Den Nordiske, sem kominn var til að vera við opnun sýningarinnar. Erik Erlandsen er myndhöggvari, og átti hann lág- myndir á sýningunni. Fer ræða hans hér á eftir: — sagði Erik Erlander við opnun sýningarinnar Den Nordiske Hluti af lágmynd eftir Erik Er- landsen — veggskreyting f Metro- politanskolen. „Fyrir hönd félaga minna í Den Nordiske langar mig til að þakka íslendingum og Norræna húsinu fyrir tækifærið til að sýna verk þessa norræna myndlistarmanna- hóps hér. Den Nordiske er hópur lista- manna frá öllum Norðurlönd- unum, sem eiga það sameiginlega takmark að þroska hæfileika sína, vinna norrænni list gagn i sam- einingu, varðveita anda frjáls- lyndis i norrænni myndlist, og að sýna list sína á öllum Norðurlönd- unum. Siðasta liðinn á þessum óska- Iista okkar hefur verið erfiðast að uppfyila. Þrátt fyrir vilja okkar til að flytja myndlist út fyrir landamæri Danmerkur, hefur þetta af fjárhagsíegum ástæðum og öðrum verið ógerlegt þar til nú. Boð Norræna hússins um að koma með sýninguna hingað hefur þess vegna að vissu leyti markað tímamót í fjögurra ára samstarfi hópsins. Eftir að hafa haldið þrjár stórar sýningar í Kaupmannahöfn höfum við nú náð þessu takmarki að geta látið drauminn rætast. Það spillir að vísu nokkuð gleði minni, að hér eru að langmestu leyti sýnd málverk, ekki sízt vegna þess að frá upphafi hafa verið sýndar hjá okkur stórbrotn- ar höggmyndir, — bæði verk Olafar Pálsdóttur og verk græn- lenzka myndhöggvarans Hans Lynge, en ógerlegt reyndist að flytja verk þeirra hingað. Sem skýringu get ég nefnt það, að sjö menn þurfti til að flytja styttur Ólafar Pálsdóttur á sýningu okkar í Charlottenborg í haust. Persónulega langar mig til að flytja Ólöfu sérstakar þakkir við þetta tækifæri fyrir að gera þessa sýningu hér i Reykjavík að veru- leika, og ég vil ekki láta hjá líða að láta i ljós þakklæti mitt vegna þess aó heimiii islenzku sendi- herrahjónanna í Kaupmannahöfn stendur list og menningu ætíð opið. Ennfremur langar mig til að flytja forráðamönnum Norræna hússins þakkir fyrir alla fyrir- greiðslu og móttökur hér. Sem formaður Den Nordiske leyfi ég mér að láta i ljós þá ósk, að hópnum takist að varðveita hugsjón sina um frelsi andans, án tengsla við pólitíska sértrúar- flokka, og haldi áfram að vera vettvangur þar sem svigrúm er fyrir frjáls skoðanaskipti." Erik Erlandsen hélt utan strax á mánudagsmorgun, en Ólöf Páls- dóttir fór til Kaupmannahafnar i gærmorgun. Sýningunni lýkur n.k. þriðjudagskvöld og er hún opin kl. 2 — 10 daglega. Margt gesta var við opnunina, og hér ræða forsætisráðherrahjónin, Erna Finnsdóttir og Geir Hallgrfmsson, við Ólöfu Pálsdóttur og Erik Erlandsen. Tilboð óskast í að framkvæma jarðvegsskipti í bíla- stæðum og byggja bílskúrasökkla í götunni Huldulandi, Fossvogshverfi. Tilboðsgögn verða afhent á verkfræðistofunni Hnit h.f., Síðumúla 34, Reykjavík, gegn kr. 3.000 - skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 14 laugardaginn 30. nóvember 1 974. OSTAKYNNING — OSTAKYNNING I dag kl. 14—18. Kristín Stefánsdóttir, húsmæörakennari kynnir nýjar uppskriftir af ostaréttum. Ókeypis nýr bæklingur með fjölda úrvals uppskrufta. Osta- og smjörbúðin, Snorrabraut 54. Sýndu mér ást þína Ný bók eftir Bodil Forsberg HÖRPUlJTGAFAN á Akranesi hefur sent frá sér nýja ástarsögu eftir Bodil Forsberg og nefnist hún „Sýndu mér ást þína“. Aður hafa komið út nokkrar bækur eftir sama höfund og eru þær flestar uppseldar að því segir í frétt frá útgáfunni. Áður hafa komið út á íslenzku eftir Bodil Forsberg, sögurnar Brennandi ástarþrá, Ég elska aðeins þig. Vald ástarinnar, Hróp hjartans og Ást og ótti. Bókin er prentuð f Prentverki Akraness og bundin inn hjá Bók- bindaranum h.f.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.