Morgunblaðið - 22.11.1974, Side 30

Morgunblaðið - 22.11.1974, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1974 t Útför eiginmanns mins og föður okkar, KRISTJÁNS G. BRYNJÓLFSSONAR frá Flateyri, ferframfrá Fossvogskirkju laugardaginn 23. nóvemberkl. 10.30. Sigríður Jóhannesdóttir, Valgerður Kristjánsdóttir, Eiríkur Kristjánsson. t Bróðir minn, AÐALSTEINN OTTESEN, Hagamel 40, andaðist 20. nóvember. Lárus Ottesen. t Faðir okkar JÓN ARINBJÖRNSSON Hraunbraut 44 Kópavogi lézt að morgni 21. nóvember. Steinunn Jónsdóttir Sigurgeir Jónsson + Faðir okkar, HÖROUR SIGMUNDSSON, Bárugötu 20, lést i Reykjavik hinn 1 9. nóvember sl. Börn hins látna. + Eiginmaður minn, BJÖRN STEINDÓRSSON, Skúlagötu 61, andaðist á Borgarspítalanum 20 nóvemfoer Fyrir hönd aðstandenda, Sigrlður Meyvantsdóttir. + Systir okkar og stjúpa min KRISTÍN ÓLAFSDÓTTIR andaðist að Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund þann 12. þessa mánaðar útförin fór fram í kyrþey eftir ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Fyrir hönd aðstandenda. Sofffa Ólafsdóttir Jóhannes Ólafsson Rósa Vigfúsdóttir og Frimann Jónsson + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför, SIGURÍNU SIGURBJARGAR EYLEIFSDÓTTUR, Sogavegi 38. Bjami Sigurður Helgason, Bjarni Bjarnason, Sigrfður Ólafsdóttir, Tryggvi Bjarnason, Kristjana Guðmundsdóttir, Margrét Bjarnadóttir, Árni Finnbogason, Leifur Bjarnason, Ellnborg Sigurðardóttir og barnabörn. + Alúðarþakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför ástkærrar fósturmóður minnar, tengdamóður, systur, mágkonu, frænku og ömmu, SIGNÝJAR ÓLAFSDÓTTUR, Njarðargötu 9. Kristin Pétursdóttir, Þórir Jónsson, Sigurbjörg Ólafsdóttir, Sigurgeir Guðjónsson. Guðrún Sigurgeirsdóttir og fjölskylda, Guðjón V. Sigurgeirsson og fjölskylda. Sigmundur Sigurgeirsson og fjölskylda, Helga Sigurgeirsdóttir og fjölskylda og barnabörn. Einar Sveinbjörnsson Heiðabœ — Minning Einn af traustustu og beztu bændum hinnar fámennu Þing- vallasveitar, Einar Sveinbjörns- son frá Heiðarbæ, er fallinn frá, löngu fyrir aldur fram, að þvl er oss virðist, sem eftir stöndum. Hann andaðist hinn 14. nóvem- ber, einn á ferð í bifreið sinni, og varþar komið að honum látnum. Einar var fæddur að Hvítanesi I Kjós, hinn 9. september 1917, og var þvi aðeins rúmlega 57 ára, er hann var burt kallaður. Foreldrar Einars voru sæmdar- hjónin Sveinbjörn Einarsson og Sigrún Jóhannesdóttir. Þau flutt- ust búferlum frá Hvítanesi að Heiðarbæ I Þingvallasveit vorið 1921, ásamt fimm börnum sínum, og var Einar þeirra yngstur. Upp frá því var Heiðarbær Heimili Einars til dauðadags, fyrst í for- eldrahúsum og síðar sem bónda þar í sambýli við Jóhannes bróður hans. Hinn 17. júní 1939 gekk hann að eiga Unni Frímannsdóttur frá Akureyri. Varð þeim þriggja barna auðið, tveggja dætra og eins sonar, sem öll eru á lifi, hið mesta efnisfóik. Eldri dóttirin, Anna María, er gift Kjartani Gunnarssyni frá Svinafelli i öræf um, og eiga þau tvö börn. Yngri dóttirin, Ásta, er gift Hreiðari Grímssyni, og búa þau á Gríms- stöðum í Kjós. Sonurinn, Svein- björn Frímann, er enn í heima- húsum ógiftur. Það var ekki aðeins það, að Einar væri traustur og góður bóndi, sem bætti ábýlisjörð sina stórlega að húsakosti og jarð ræktarframkvæmdum, heldur vann hann margvísleg störf í þágu sveitarfélags sins af mikilli samvizkusemi um langt árabil sem hreppsnefndarmaóur og hreppsnefndaroddviti. Ég, sem þessar línur rita, á fyrst og fremst endurminningar um Einar Sveinbjörnsson síðan hann var ungur drengur. Síðasti barnaskólavetur hans var minn fyrsti vetur í kennarastarfi, og Einar var þá einn af mínum nem- endum. Ég var þá ungur og var að feta mig áfram í hinu vandasama starfi með þekkingu af skornum skammti og því minni reynslu. Ég hef aidrei síðar átt eins mikið undir trausti nemenda minna komið eins og þá, til þess að starf mitt mætti bera árangur — en allt fór vel — og það átti ég nemend- um minum fyrst og fremst að þakka. Þá var svokölluð far- kennsla i Þingvallasveit. Ég kenndi nokkuð langan tíma á heimili Heiðarbæjarhjónanna og þar var gott að vera. Þar var mörg stundin glaðvær með hinum mannvænlega systkinahópi, stundir, sem ekki gleymast, með- an nokkuð verður munað. Þar var traust og heilsteypt fjölskylda, sem stóð saman, í meðlæti jafnt sem mótlæti. Það var mikið og ómetanlegt lán að eiga þá fjöl- skyldu fyrir nágranna, þegar raunir og bágindi knúðu dyra hjá okkur, fjölskyldunni í Skála- brekku. Þá var hjálpin ætíð vis, svo sem hún mátti bezt verða. Ég minnist hins hugljúfa, elskulega drengs, sem nú er horf- inn sjónum vorum, eftir farsælt og heillaríkt ævistarf. Ég minnist hinna ljósu vordaga æskunnar, þegar ég hafði nánust kynni af Einari og fjölskyldu hans, er hann var í foreldrahúsum. Þær minningar munu geymast í mín- um huga meðan nokkur heil hugs- un er eftir. Broddur dauðans er ætíð sár ættingjum og vinum þeirra, sem burt eru kallaðir, og í þessu til- felli fyrst og fremst eftirlifandi eiginkonu hins látna. Það er von mín, og raunar vissa, að tíminn og trúin á hina eilífu tilveru, ásamt lifandi skilningi á tilgangi lífs og dauða, megi bera græðismyrsl á sárin, sem fjöl- skylda Einars frá Heiðarbæ ber nú í hljóðri sorg sinni. Guðm. M. Þorláksson frá Skálabrekku. + Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ANÍNETHORSTENSEN Óskum ykkur guðsblessunar. Synir, tengdadætur, barnabörn og barnabarnabörn. + Útför eiginmanns mfns ÁRNA JÓNS GUÐMUNDSSONAR, fré Gnýstöðum, fer fram laugardaginn 23. þ m 'Minningarathöfn hefst frá Hvamms- tangakirkju, kl. 1 1 f.h. Jarðsett verður að Tjörn á Vatnsnesi kl. 2 sama dag. Sesselja Gunnlaugsdóttir börn og tengdabörn. + Utför mannsins mfns, föður okkar, tengdaföður og afa, EINARS SVEINBJÖRNSSONAR, bónda, Heiðarbæ, Þingvallasveit, verður gerð frá Fossvogskirkju í dag föstudaginn 22. nóvember kl. 3. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hans er bent á Hjartavernd Unnur Frfmannsdóttir. Sveinbjörn Frfmann Einarsson, Ásta Sigrún Einarsdóttir, Hreiðar Grfmsson, Anna María Einarsdóttir, Kjartan Gunnarsson og barnabörn. Hinn 14. nóv. sl. andaðist Einar Sveinbjörnsson, bóndi á Heiðabæ í Þingvallasveit, langt fyrir aldur fram og var það sem oft vill verða, að „eigi má sköpum renna“. En satt að segja var það von okkar, að lengi enn mættum við verða samferða Einari, enda voru allir fundir með honum okkur mjög kærir. Það var mikið gæfuspor þegar þeim, sem undir þessar línur rita, og fjölskyldum þeirra gafst tæki- færi til að dveljast langdvölum I Stiflisdal í Þingvallasveit, ekki einungis vegna fegurðar og kyrrð- ar umhverfisins, heldur ekki sizt fyrir það að fá að kynnast og síðan vingast við Einar á Heiðabæ og fólk hans. Tækifærum til þess fjölgaði eft- ir að Einar og sonur hans Svein- björn hófu búskap á Stíflisdal jafnframt Heiðabæ. Þvf var það að við gátum átt von á þvi flesta daga að hitta þennan glaðværa og æðrulausa nágranna okkar, hvort sem hann leit inn klakabrynjaður i illveðrum vetr- arins, við sauðburðinn á vor- björtum morgnum eða um hásum- arið við heyskapinn. Einar var frábær atorkumaður við öll störf og var ekki ama- legt fyrir börnin okkar og ungl- inga að hafa hann sér til fyrir- myndar, og fá tækifæri til að trítla með honum um tún og móa og kynnast þannig algengustu sv eitastörfum. Verða það áreiðanlega með beztu minningum þeirra frá ung- lingsárunum. Fyrir allt þetta langar okkur að þakka Einari og biðja Guð að blessa ferð hans inn í vorið, og létta ástvinum hans þeirra þung- bæra harmi. Einar Ágústsson Karl Eirfksson. Frétt í Ríkisútvarpinu um lát þessa góða vinar varð vart trúað, en enginn veit hvenær vinir eru burt kallaðir; staðreynd verður ekki umflúin. Einar hinn sifellt glaði og góði vinur er brott kallað- ur án fyrirvara til að sinna þeim málum, sem allir eiga von á að sinna, fyrr eða seinna. Fyrir mörgum árum urðu kynni okkar fyrst, þau voru ævintýr, sem geymast í minningu um góð- an dreng, sem farin er á undan okkur. Honum sem farinn er, hef- ir af Drottni verið undirbúin ferð til æðra heima, það er okkar ósk að honum verði greið sú leið, enda til hennar stofnað af for- sjálni, góðmennsku, æru, og vel- vild Einars til allra, sem hann mátti lið leggja. Drottinn verndi starf hans hér á jörðu, blessuð sé minning hans. Konu hans Unni og börnum þeirra og fjölskylduliði öllu, óskum við gæfu í sorg, sá sem öllu ræður styrki þau. Sigrún Sigurðardóttir Sigurjón Þórðarson. Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skai vakin á þvf, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á I miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.