Morgunblaðið - 22.11.1974, Síða 31

Morgunblaðið - 22.11.1974, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. NÖVEMBER 1974 31 Ágústa Olafsdóttir Raftholti Fædd 26.5.1896 Dáin 9.5. 1974 Þeim fækkar óðum konunum, sem um og eftir síöustu aldamót lifðu sín æsku- og manndómsár. Sérhvert svetaheimili var veröld út af fyrir sig, sem kappkostaði að vera sjáifu sér nógt um flesta hluti og upp á engan komið með lífsnauðsynjar. Takast varð á við margvisleg verkefni daglegs lífs, svo sem að ,,búa mjólk í mat og ull í fat“. Góður fulltrúi þeirrar kynslóð- ar var Agústa Ölafsdóttir, Raft- holti í Holtum. Ög enda þótt nokk- uð sé liðið frá andláti hennar og greftrun, vildi ég minnast þessar- ar mætu konu nokkrum orðum. Ágústa fæddist 26. maí 1896 að Austvaðsholti i Landmanna- hreppi, Rangáravallasýslu. For- eldrar hennar voru þau hjónin Ólafur Jónsson, hreppstjóri, og Guðrún Jónsdóttir, sem var ekkja eftir sr. Hannes Stephensen. Var heimili þeirra hjóna annálað fyrir rausn og myndarskap. Þar var allt stærra i sniðum en almennt tíðk- aðist á þeim tíma, og hafði það mótandi áhrif á heimilisfólkið, enda börnin öll prýðilega vel gef- in og mannvænlegt fólk. Á þess- um árum var farkennsla i Land- mannahreppi og kennt á tveimur -Minning bæjum, Hvammi og Austvaðs- holti. Kennarinn var þá frú Guðný Jónsdóttir frá Galtafelli, sem enn er á lifi háöldruð. Undir hennar handleiðslu hlutu börnin í sveitinni sina fyrstu fræðslu og tókst meó þeim og henni sú vin- átta, sem entist ævilangt. Þá dvaldist Ágústa vetrarlangt í Odda á Rangárvöllum, en Þórhild- ur, dóttir sr. Skúla, hafði á hendi kennslu í ýmsum greinum, sem hentaði ungum stúlkum á þeim tima. Ekki lét Ágústa þar við sitja, heldur settist í Kvennaskól- ann í Reykjavík og lauk námi þaðan eftir einn vetur. Þar lærði hún m.a. hannyrðir, sem báru meistara sínum fagurt vitni. Eins og sjá má af þessu, var Ágústa vel að heiman búin, þegar hún skömmu síðar giftist eftirlif- andi eiginmanni sínum, Sigurjóni Sigurðssyni frá Bjálmholti, og átti siðan eftir alla ævi að stjórna heimili, sem fram á þennan dag hefur verið talið i fremstu röð í sýslunni. Ungu hjónin hófu bú- skap að Kálfholti í Ásahreppi fyrstu þrjú árin, að hálfu á móti sr. Sveini ögmundssyni, og siðan önnur þrjú ár á allri jörðinni. Á meðan Ágústa bjó í Kálfholti var hún organisti kirkjunnar um skeið. Árið 1928 keypti Sigurjón býlið Raftholt i Holtum og hafa hjónin búið þar síðan, — nú sið- ustu árin með sonum sínum. Ágústa Ölafsdóttir var fyrir margra hluta sakir óvenjuleg kona. Hún var með afbrigðum vel gerð og hafði snurðulausa skap- M 5 MS MS ; - ~ 2IAI Sli sn MS SVf MY Adals AUGL 'ySjAJ/TEIKI1 NDAM ræti 6 simi M2 ÝSINGA- UISTOFA ÓTA 25810 Ingvar Helgason, Vonarlandi v/Sogaveg simi 84510. gerð. Hún kunni þá list, flestum öðrum konum fremur, að sameina mikla skapsmuni, ljúflyndi og ástúð, tign og fegurð, er engan lét ósnortinn, sem henni kynntist. Aldrei sást henni bregða við ytri aðstæður, því að hún hafði tamið sér sjálfsstjórn, jafnvægi og ör- yggi í allra framkomu. Ágústa var vel gefin kona, söngelsk og ljóð- elsk og kunni ljóð góðskáldanna utan að. Á mörgum bæjum voru hljóðfæri og var þá gjarna safnast saman á síðkvöldum og lagið tek- ið, þegar timi gafst til. Ágústa var mjög vel lesin og bjó yfir traustri þekkingu á ýmsum sviðum. Hún var félagslynd, starfaði m.a. í ung- mennafélagi og kvenfélagi sveit- arinnar og var formaður um skeið. En fyrst og fremst var vett- vangur hennar innan veggja heimilisins. Heimilið var henni helgur reitur, sem hún vildi rækja og rækta af alúð. Oft hvíldi ábyrgð heimilisins á herðum hennar bæði fyrr og siðar á æv- inni, vegna atvinnu og margvís- legra félagsmálastarfa manns hennar, en heimilisfólkið var samhent í hvívetna og reiðubúið að leysa hvern vanda, sem að höndum bar. Er Raftholtsheimilið víða rómað fyrir snyrtimennsku inanhúss sem utan. Ágústa i Raftholti var ógleym- anleg kona, ekki aðeins nán- ustu vandamönnum sínum, held- ur öllum þeim, sem þekktu hana og nutu hennar á einhvern hátt. Þegar ég minnist hennr, koma mér i hug orð Ritningarínn- ar, þar sem talað er um ,,hinn hulda mann hjartans í óforgengi- legum búningi hógværs og kyrr- láts anda, sem dýrmætur er í aug- um Guðs“. Þau Sigurjón og Ágústa eignuðust 4 börn, sem öll bera sterk einkenni foreldra sinna og njóta trausts þeirra, sem þekkja. Tvö þeirra eru gift og eru barnabörnin orðin 5, en bðrn Sig- urjóns og Ágústu eru þessi: Sigrún, sjúkraliði í Reykjavík. Guðrún, húsfrú á Selfossi, gift Ársæli Teitssyni, trésmiðameist- ara, Hermann, bóndi í Raftholti, og Hjalti, bóndi í Raftholti, kvæntur Jónu Valdimarsdóttur frá Hreiðri. Blessuð sé minning Ágústu í Raftholti. Hannes Guðmundsson. Viðskíptakortaverð fyrir alla Opió föstudaga til kl. 22 laugardaga til kl. 12 SKEIFUNN115 ISIMI 86566 Útsölustaðir: HJÓLBARÐASALAN Borgartúni 24, sími 14925 Reykjavík. HJÓLBARÐAVIÐGERÐIN MULA við Suðurlandsbraut, sími 32960 Reykjavík. ert þú með TOYO undir öllum VÉLSMIÐJAN LOGI Sauðárkróki. HJÓLBARÐAÞJÓNUSTAN Umboð a íslandi KRISTJÁN G. GÍSLASON HF | Glerárgötu 34, Akureyri. AÐALSTEINN GUÐMUNDSSON Húsavík. VIGNIR BRYNJÓLFSSON Egilsstöðum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.