Morgunblaðið - 22.11.1974, Page 33

Morgunblaðið - 22.11.1974, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1974 33 fclk f fréttum o o ð + Leikarinn frægi, Yul Brynner, er nú farinn að leika á fjölunum aftur eftir tuttugu ára hlé. Yul Brynner á að leika Ödysseif og f samnefndum söngleik, sem sviðsettur verður í New York. A mynd- inni sjáum við Yul Brynner í hlutverkinu og með honum á myndinni er Circes, tælidrósin, sem leikin er af BJ. Mann. + Mikið hefur það verið gáfaður maður sem sagði að það væru fötin sem sköpuðu manninn. Þessi mynd sannar okkur það enn einu sinni, að aldurinn færist yfir okkur og fer ekki f manngreinarálit. Þessa mynd rákumst við á nýlega og þótti okkur við hæfi að birta hana, þar sem okkur þótti sem skin sólarinnar varpaði þarna nýju Ijósi á kynbombuna Birgittu Bardot. + Maðurinn sem við sjáum hér á myndinni (sitjandi) er sá hinn sami og hótaði að drepa Arafat við komu hans til New York. Maðurinn heitir Russell Kelner og er foringi gyðinga- samtakanna í New York. Myndin er tekin á blaðamanna- fundi sem haldinn var f aðal- stöðvum gyðinga f New York og sýnir hún vininn þar sem hann situr fyrir svörum og hefur, svona til öryggis skammbyss- una fyrir framan sig. Þess má geta, svona fyrir byssufróða, að byssan er 38 kalfber. FBI hefur nú handtekið Kelner og rann- sakar mál hans. ✓ + Anita Ekberg, leikkonan, hefur nú hafist handa með bfla- sölu sem er staðsett rétt utan við Rómaborg. Anita hefur sjálf látið þau orð falla, að hún viti ástæðuna fyrir þvf að hún leiki ekki meira. „Ég er orðin of feit f hlutverkin" — segir Anita, „og svo hafði ég nú aldrei mikla hæfileika heldur" | i f h ™ í m/ Í : mÆL w7 J ' j 1 \R f m |A i ^ XmfÁ M ’ j, t jf i V mm Æí liir * M Mæmísffii 1| ~ ■i. #11!, 0 ■ M; » j WX-» J 12 ÉmlM* ||í * k) , wjL Á | i Juö \ |Pp #►! V ú ^||L IfSt £ h /mjK i JB 1 h 1 'i jmfÝ fjf HJB. ■r- v&kuM ** 9r ^jllÉIÍlr % : W .SHIlBi -•> >1| + Þessar föngulegu stúlkur tóku þátt í fegurðarsamkeppninni um titilinn „Ungfrú Alheimur" sem fram fór f London nú fyrir skömmu. Hvað það snertir að fara að dæma þær sérstaklega, hverja fyrir sig, látum við ykkur f té . . . f þeim efnum er hver sjálfum sér samkvæmastur . . . Útvarp Reykfavsk FÖSTUDAGUR 22. nóvcmber 7.00 Morgunútvarp Veðurfrcgnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10 Fréttir kl. 7,30 8.15 (og forustugr. daghl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunleikfimi kl. 7.35 og 9.05. Morgunstund barnanna kl 9.15: Guðrún. Guðlaugsdóttir les „Örlaga- nóttina**, ævintýri eftir Tove Janson (4). Tiikynningar kl. 9.30. Þingfréttir. Létt lög milli liða. Spjallað við bændur kl. 10.05. „Hin gömlu kynni“, Sverrir Kjartans- son sér um þátt með tónlist og frásögn- um frá liðnum árum. Morguntónieikar kl. 11.00: Fflharmónfusveit Berlfnar leikur Sin- fónfu nr. 3 í F-dúr op. 90 eftir Brahms / Sylvia Kersenbaum leikur á pfanó Sónötu nr. 2 f b-moll op. 35 eftir Chop- in. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar 14.30 Miðdegissagan: „Fanney á Furu- völlum" eftir Hugrúnu Höfundur les (11). 15.00 Miðdegistónleikar: Tónlist eftir Benjamín Britten Marianne Mallnás sópransöngkona, kammerkórinn og útvarpskórinn í Stokkhólmi flytja „óð til heilagrar Sessellu** op. 7; Eric Erieson stj. Mark Lubotsky og Enska kammersveitin leika Konsert fyrir fiðlu og hljómsveit: höfundur stj. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku ia00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphomið 17.10 Útvarpssaga barnanna: „Hjalti kemur heim“ eftir Stefán Jónsson Gfsli Halldórsson les (12). 17.30 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkvnningar. 19.35 Þingsjá Umsjón: Kári Jónasson. 20.00 Frá tónleikum alþjóðlega tón- listarráðsins f Parfs f janúar sj. Árni Kristjánsson tónlistarstjóri kynn- ir. 21.05 Maður morgunroðans Jón R. Hjálmarsson skólastjóri flytur erindi um Baldvin Einarsson. 21.30 Útvarpssagan: „Gangvirkið** eftir Ólaf Jóh. Sigurðsson Þorsteinn Gunnarsson leikari les (18). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Húsnæðis- og byggingarmál Ólafur Jensson talar við Daða Agústs- son tæknifræðing um Ijóð og lýsingu. 22.35 Bob Dylan ómar Valdimarsson les úr þýðingu sinni á ævisögu hans eftir Anthony Seaduto og kynnir hljómplötur — fjórði þáttur. 23.20 Fréttir f stuttu máli. Dagskrárlok. Á skfanum FÖSTliDAGUR 22. nóvember 1974 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar 20.40 Eldflaugaeyjarnar Önnur fræðslumyndin af sex um dýra- Iff og náttúrufar á Trinidad og nær- liggjandi eyjum í Vestur-Indíum. Myrkurfuglar Þýðandi og þulur Gfsli Sigurkarlsson. (Nordvision — Sænska sjónvarpið). 21.10 Lögregluforinginn Hvað kom fyrir Gertrude Stein? Þýsk sakam álamynd. Þýðandi Auður Gestsdóttir. 22.10 Kastljós Fréttaskýringaþáttur. Umsjónarmaður Guðjón Einarsson. Dagskrárlok um klukkan 23.00 LAUGARDAGUR 23. nóvember 1974 16.30 Jóga til heilsubótar Bandarfskur myndaflokkur með kennslu f jógaæfingum. Þýðandi og þulur Jón ö. Edwald. 16.55 Knattspyrnukennsla Breskur myndaflokkur Leiðbeinandi George Best. Þýðandi Ellert B. Schram. 17.05 Enska knattspyrnan 17.55 Iþróttir Umsjónarmaður Ömar Ragnarsson. 19.15 Þingvikan Þáttur um störf Alþingis. Umsjónarmaður Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson. Stjórn upptöku Sigurður Sverrir Páls- son. 19.45 Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrárkynning og auglýsingar 20.30 Læknir á lausum kili Fæðingarhrfðir Bresk gamanmynd. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 20.55 Vaka Dagskrá um bókmenntir og listir á líðandi stund. Umsjónarmaður Gylfi Gfslason. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. 21.30 Julie Andrews Breskur skemmtiþáttur. Þýðandi Heba Júifusdóttir. 22.20 Herra og frú Smith (Mr. and Mrs. Smith) Bandarfsk bfómynd frá árinu 1941. Leikstjóri Alfred Hitchcock. Aðalhlutverk Carole Lombard og Robert Montgomery. Þýðandi Guðrún Jörundsdóttir. Myndin greiriir frá hjónunum Ann og David Smith. Þau hafa verið gift f nokkur ár, en þá kemur óvænt f Ijós, að hjónabandið er ekki löglegt. David vill kippa þessu f lag. en kona hans er ekki alveg á sama máli. 23.50 Dagskrárlok. fclk f fjclmiélum Maður morgunroðans — í kvöld kl. 21.05 flytur Jón R. Hjálmarsson erindi um Bald- vin Einarsson, og nefnir hann það „Maður morgunroðans". Baldvin Einarsson var einn af efnilegustu og mætustu son- um lslands á sinni tfð, og varð öllum harmdauði er hann lézt árið 1833, aðeins rúmlega þrí- tugur að aldri. Hann hafði þá gefið út fjóra árganga af Ar- manni á Alþingi, og ritaði hann að mestu einn I það tímarit. Baldvin lézt með sviplegum hætti f Kaupmannahöfn. Var það af völdum brunasára, er hann hlaut við að slökkva f rúmtjöldum sfnum, en f þeim hafði kviknað út frá kertaljósi. Baldvin átti danska konu, og Baldvin Einarsson með henni tvö börn. Annað þeirra, telpa, sem skfrð var Baldvina á greftrunardegi föð- ur sfns, lézt ársgamalt, en Einar Bessi, sem var tveggja ára, er faðir hans lézt, komst upp og átti afkomrndur. Þeir eru nú búsettir f Þýzkalandi, en kona Baldvins Einarssonar bjó lengi f Tönner, sem sameinað var Prússlandi 1864. Bjarni Thorarensen orti erfi- ljóð eftir Baldvin Einarsson, og hefst það á þessu alkunna er- indi: tslanris óhaniingju veróur alll aó vopni. Eldur úr iórum þess. ár úr fjöllum breióum byggðuni eyóa. Kastljós t kvöld er Kastljós f umsjá Guðjóns Einarssonar, sem ætlar að fjalla um veiðar Þjóðverja f landhelginni og gæzlu landhelginnar gagnvart ásælni þeirra. Guðjón ætlar m.a. að ræða við togaraskip- stjóra. sem hafa verið á miðunum fyrir Vestfjörðum og e.t.v. Pétur Sigurðsson, forstjóra Landhelgisgæzlunnar. Þá ræðir Valdimar Jóhannesson við Renedikt Gröndal, nýkjörinn formann Alþýðuflokksins, um landsfund Alþvðuflokksins, breyt- ingar á forystu og stefnu hans. Þá mun Þórunn Klemcnzdóttir fjalla um hugsanlega mengun frá fyrirhugaðri málmblendiverksmiðju á Grundartanga í Hvalfirði, og loks ætlar Vilmundur Gylfason að ræða við Jónas Kristjánsson, ritstjóra Vfsis, um skrif hans um landbúnað að undanförnu, og er I ætlunin að fá talsmann frá samtökum bænda með f þær samræður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.