Morgunblaðið - 22.11.1974, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1974
37
J
\
Evelyn
Anthony:
LAUNMORÐINGINN
Jöhanna
Kristjönsdöttir
þýddi
55
Hún var náföl og veikluleg.
Aætlun hans var þegar farin að
hafa áhrif. Hann hafði verið viss
um að svo yrði.
— Alveg sjálfsagt. Kannski
viltu borða með mér í kvöld, ef
þér líður betur.
— Kannski, svaraði Elizabeth.
— Ef mér lfður betur. . . Ég þarf
að hvíla mig... þakka þér fyrir
Pete.
Hún hafði opnað dyrnar og var
komin út, áður en honum vannst
timi til að hjálpa henni út. Hún
hallaði sér inn um opinn glugg-
ann og slegið hárið flaksaði um
axlir henni. Hún var ekki alveg
eins föl og áðan.
— Þakka þér fyrir, sagði hún.
— Vertu ekki að hafa fyrir því að
koma með mér upp. Mér líður vel
núna. Ég hringi til þín, þegar ég
hef fengið mér smáhvíld.
Peter horfði á eftir henni inn í
húsið, svo tók hann bílinn af stað.
Hann sá í speglinum að blái
chevroletbíllinn var enn á eftir
honum. Hann vissi að bílstjórinn í
honum gæti sem hægast tekið við
núna. Hann ætlaði að fara á fund
Learys ogsegja honumhvað hann
hafði gert. Ef allt færi að likum
myndi Elizabeth fara út, jafn-
skjótt og hún hefði fullvissað sig
um aðhannværiábakogburt. Og
maðurinn í chevroletbflnum væri
fullfær um að fylgjast með ferð-
um hennar. Mathews hafði vissu-
lega teflt í tvísýnu, en þó var allt
saman kænskulega útreiknað.
Hann hafði spurt hana þeirrar
spurningar, sem máli skipti. Og
hún hafði sagt ósatt. Hann hafði
gert ráð fyrir því fyrirfram. Hún
hafði ekki verið viðbúin þeirri
spurningu og hann hafði séð í
gegnum hana, því að þetta var
eina spurningin, sem hún var
staðráðin f að svara ekki. Og þvf
hefði einmitt þetta atriði getað
valdið svo miklum töfum — ef
hann hefði farið að orðum Learys,
þegar hann sá hver viðbrögð
hennar voru. Hann hafði sagt
nægilega mikið til að hún varð
hrædd. Hann hafði gefið henni til
kynna að þeir vissu meira en þeir
gerðu — eða þeir myndu komast á
snoðir um það innan fárra
klukkustunda. Þegar hún kæmi
út aftur eftir stundarkorn væri
hún á leið til að finna manninn og
vara hann við. Og þá myndu þeir
leiddir á hans fund líka.
Sjötti kaf li
Það var þjónustustúlkan, sem
kom til að sækja kaffibollana,
sem sá mannveruna á sundlaugar-
botninum. Þegar Huntley reis
loks úr rekkju hafði Dallas verið
lögð á sundlaugarbarminn. Einn
öryggisvarða hans var að gera á
henni lifgunartilraunir. Andlitið
sneri niður, og hann teygði úr
handleggjunum á meðan.
Þegar Huntley sá hana fyrst,
hélt hann að þetta væri Elizabeth.
Hún var enn með sundhettuna.
Þjónustustúlkan hafði fengið
grátkast, en var að jafna sig og
önnur hafði komið og leitt hana á
braut. öryggisverðir Huntleys
voru á hverju strái. Skipun hafði
verið gefin um að gefa ekki sam-
band við neinn utan Freemont
símleiðis. Frá því augnabliki sem
líkið var lagt á sundlaugarbarm-
inn var Freemont einangrað frá
umheiminum unz Huntley Camer-
on hefði gefið fyrirmæli sin.
— Þetta er þýðingarlaust, Cam-
eron. Hún er dáin. Hún er þegar
farin að stirðna.
Vörðurinn stóð upp og þerraði
svitann af enni sér.
— Hvernig gat þetta gerzt?
sagði Huntley rámri röddu. Þetta
var ægilegt áfall. Hún var frænka
hans, eini ættinginn sem hann
átti.
— Ég skil það ekki. Ungfrú Jay
var afbragðs sundkona. Hún hlýt-
ur að hafa fengið aðsvif.
Ungfrú Jay. Huntley hrökk við.
— Er þetta ekki frænka min? I
hamingju bænum snúið henni
við!
Hann hallaði sér niður að likinu
og sá, að þetta var Dallas, sem
þarna lá, önduð og þrútin. Auðvit-
að, — sundhettan hafði villt hon-
úm sýn. Hvernig gat á því staðið
að hún hafði drukknað í sund-
lauginni? Hún var flestum betri
sundkona. . . Hann hikaði. Hann
vissi að þetta myndi verða á for-
síðum allra blaðanna.....grunur
leikur á um að Dallas Jay hafi
framið sjálfsmorð i sundlaug
Huntleys Cameron." Hann varð
að fá tíma til að átta sig, svo að
hann gæti matbúið fréttina að eig-
in vild.
— Sendið eftir dr. Harper. Seg-
ir honum ekki neitt. Skipið hon-
um bara að koma hingað umsvifa-
laust.
Einn varðanna hvarf á braut.
Harper var einkalæknir Hunt-
leys. Hann hafði aðsetur á Free-
mont, en tvisvar I viku fór hann á
sjúkrahúsið nokkrar stundir á
dag. Einkasjúklinga hafði hann
enga aðra en starfslið og búendur
í Freemont.
Klukkustund síðar var honum
vísað inn í skifstofu Huntleys.
Hann var stór maður vexti og
sterklega byggður.
— Hvers urðuð þér vísari?
— Hún hefur drukknað, Camer-
on. Ég tel að veslings stúlkan hafi
verið dáin i að minnsta kosti eina
og hálfa klukkustund, kannski
lengur.
— Hvernig getur það hafa átt
sér stað? Huntley horfði illsku-
lega á hann. — Hún var fílhraust.
Það eru ekki nema sex mánuðir
síðan hún var skoðuð — hvað
hefur farið fram hjá þér?
VELVAKAIVIDI
Velvakandi svarar í síma 10-100
kl. 1 0.30 — 1 1.30, frá mánudegi
til föstudags
# Ströng aðvörun
til gifts fólks
og nýtrúlofaðs
Hér birtist bréf frá manni
nokkrum, sem ekki vill láta nafns
getið, og hefur hann sjálfur sett
sér fyrirsögn:
„Hér í dálkum Velvakanda birt-
ist fyrir skömmu aðvörun til allra
maka, sem eiga maka, sem fara
stundum í makalausan gleðskap,
þegar færi gefst.
Þau varnaðarorð voru svo
sannarlega í tima töluð því að
samkvæmi þessi tröllríða nú þjóð-
inni.
Mig hefði langað til að segja
margt um mina reynslu í þessum
efnum öðrum til varnaðar, en þá
vildi svo einkennilega til, að ég
rakst inn á mánudagsmynd Há-
skólabiós s.l. mánudag, sem vist
gæti borið nafnið „makalaust
svall“ og er þar svo ítarleg lýsing
á samkundum þessum, sem svo
oft eru notaðar sem afsökun til
óafsakanlegs framhjáhalds, að ég
vísa bara til hennar.
Þeir, sem á annað borð láta sig
nokkru skipta velsæmi og göfugt
líferni, hljóta að verða fyrir
miklu áfalli að sjá svona mynd.
Ég vil eindregið vara viðkvæmt
fólk við að sjá þessa mynd, en um
leið hvetja heilbrigð hjón og þá
ekki síður nýtrúlofuð ungmenni
til að sleppa ekki þessu dýrmæta
tækifæri til að sjá, hvernig ekki á
að haga sér.
Það er sorglegt að horfa á kon-
una í lok myndarinnar reyna að
afsaka sig með því, að hún hafi
ekki vitað hvað hún gerði vegna
drykkjuskapar. Hvilík afsökun!
Svo skora ég á bíóið að klippa
úr myndinni þetta „lifa show“.
Það var ógeðslegt.
Maki.“
Það er kannski dálitið vafasamt
að vera að birta þetta bréf, a.m.k.
frá sjónarhorni bréfritara skoðað,
því að nú er viðbúið að strákar og
stelpur, kellingar og kallar, þyrp-
ist til að sjá þessa svakalegu
mynd.
En hvar eru annars öll þessi
makalausu partí?
# Menningarneyzla
og örnefni
Þorsteinn Guðjónsson
skrifar:
„Barátta „menningarneytenda“
við Grindvíkinga hefur vakið al-
þjóðarathygli og þá ekki hvað sizt
fyrir það hve litil tök hinir fyrr-
nefndu hafa haft á því að borga
fyrir sig i orðaskiptum, og er rit-
háttur þeirra Grindvíkinga sem
látið hafa málið til sín taka, allur
annar og betri en hinna. Enda er
„menningarneyzla" áreiðanlega
háskólaorð, og ber það orð þess
glöggan vott hvílik „ördeyða“
ríkir í þeim herbúðum. Enda
varla við öðru að búast þar sem
verið er að setja menn upp á stól
og láta þá heita prófessora fyrir
að búa til orð eins og „hálfunar-
fell“ og „hálfnaðartungur",
„Þurrir staðir“ o.s.frv. Þyrfti
ráðið, sem þarna ræður mestu, að
koma saman til að „skiptast á
skoðunum", „með alvarlegum
augum“ um þetta innanhúss-
vandamál stofnunarinnar sem ör-
nefnaprófessorinn er. I sannleika
sagt þá er það hryggilegt vegna
þeirra óefað merku manna sem
þarna starfa, að slíkt fyrirbæri
sem þessar örnefnaskýringar
skuli hafa getað komið upp.
# Þorsteinar í
hverju horni
Annars fannst mér við laus-
legan yfirlestur greinanna, að
Ólafur H. Símonarson mundi vera
sá skárri þeirra félaga. Mætti jafn
vel hugsa sér hann sem pennafær-
an, ef viðfangsefnið værí betra en
er, og félagsskapurinn. En þessi
Þ.J., það er tegund sem ég kann-
ast við: talar um „íslendinga" í
þriðju persónu með litlum staf, og
annað eftir þvi. Þessi tegund varð
til á árunum 1955—1965 og
eitthvað frameftir, en er nú að
verða að steingervingi i nútíman-
um.
Enn finnst mér það athyglis-
vert, hvernig nafnafaraldrar
ganga yfir. Nú eru það Þorsteinar
Jónssynir. Það er þessi í sjónvarp-
inu, svo verður annar í 1. des.
dagskránni til þess að segja okkur
að allur söguskilningur ís-
lendinga i 1100 ár hafi verið
„borgaralegur" (!). Og svo er sá
þriðji í sömu dagskrá, sem ég ætla
ekki að segja neitt um, nema það,
að hann var „búinn til“ hér i
Reykjavik og kallaður skáld, af
því að þeir töldu sig þurfa að
leyna því, að til var annar Þor-
steinn Jónsson uppi í Borgarfirði,
sem raunverulega var skáld og
heimspekingur og rithöfundur. —
En tölum ekki hátt um það, þvi að
þetta hafa yfirvöld og æðstu
menn ekki viljað heyra nema sem
minnst um. En svona getur farið
fyrir mönnum, þegar þeir hafna
einum Þorsteini Jónssyni, þá fá
þeir aðra yfir sig með sama nafni
— og ekki vist að þeim þyki skipt-
in neitt sérlega ánægjuleg.
Þorsteinn Guðjónsson.“
Margt er nú hægt að setja út á,
en okkur finnst varla hægt að
vera að skamma menn fyrir
skirnarnöfn þeirra, og þaðan af
siður fyrir nöfn feðra þeirra.
Hvað viðkemur örnefnapró-
fessornum, sem bréfritari nefnir
svo, þá finnst okkur það bera vott
lofsverðrar víðsýni þegar menn
taka að velta fyrir sér möguleik-
um á fleiri en einni skýringu á
tilteknum fyrirbærum, eins og
umræddur prófessor hefur gert.
Það er náttúrlega voða leiðin-
legt, þegar menn hafa t.d. tekið
það gott og gilt, athugasemdalaust
og án þess að vera með vanga-
veltur, að óðalssetrið þeirra heiti
eftir landnámsmanni, sem þar
átti að hafa búið fyrstur. Svo
kemur bara einhver prófessor
uppi í háskóla og segir, að það sé
sko ekkert vist, að bærinn hafi
verið nefndur eftir landnáms-
manninum góða, heldur geti verið
um aðra skýringu að ræða. Og
þegar maðurinn bætir svo gráu
ofan á svart með því að gefa i
skyn, að það sé alls ekki full-
sannað að landnámsmaður af ætt
Noregskonunga hafi tyllt tánni á
þennan tiltekna jarðarskika, þá
er nú kannski von, að fari að fara
um einhverja.
En það höfum við oft sagt og
segjum enn, að það er ekki lítið
ánægjuefni að menn skuli yfir-
leitt nenna að velta slíku og þvi-
liku fyrir sér, og allra skemmti-
legast er þegar farið er að dunda
sér við rökræður um þetta.
53? %\OSA V/öGA £ ýlLVE&AN
Frá Fiskiþingi:
Skýrsla
fiskimála-
stjóra
SAMÞYKKT tillaga laga- og
félagsmálanefndar á Fiskiþingi:
33. Fiskiþing þakkar fiskimála-
stjóra fyrir greinagóða skýrslu og
þýðingarmikil störf í þágu sjávar-
útvegsins.
í skýrslunni kemur glöggt fram
i hve mikilli hættu helstu stofnar
nytjaf iska eru vegna ofveiði. Enn-
fremur kemur þar fram, hve mik-
ið starf var unnið á Hafréttarráð-
stefnunni í Caracas, til þess að
afla alþjóðaviðurkenningar á
auknum rétti strandríkja til yfir-
ráóa á fiskveiðum og öðrum auð-
lindum landgrunnsins, yfir og
undir hafsbotninum.
Fiskimálastjóri ræðir um af-
komu sjávarútvegsins i skýrslu
sinni, og er þar um mjög flókið og
vandleyst mál að ræða. Hefir
verðbólgan vaxið svo gífurlega á
þessu ári, og þar með allur til-
kostnaður við útgeró og fiskiðnað
jafnhliða verðfalli á helztu sjávar-
afuróum, að ef ekki er úr bætt
með þvi að þjóðin sníði sér stakk
eftir vexti, blasir við algjör stöðv-
un útflutningsframleiðslunnar
um næstu áramót.
Danskir
herra- 09
dðmu-
skðr
OG
FJÖLBREYTT
ÚRVAL
PÓSTSENDUM
V E R Z LUN IN
GEYSiP”