Morgunblaðið - 22.11.1974, Page 40

Morgunblaðið - 22.11.1974, Page 40
FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1974 3Rt>r0unblal>iI> nuGLVsmcnR £|Ur-»22480 JWorguntiIobiJi nuGivsmcRR ^-«22480 Banaslys í Eyjafjarðará r Jón Ben Asmundsson skólastjóri og forseti bæjarstjórnar á ísafirði fórst í bílslysi Jón Ben Ásmundsson skóla- stjóri gagnfræðaskólans á tsafirði og forseti bæjarstjórnar þar drukknaði f Eyjafjarðará um miðnætti f fyrri nótt. Hann var að koma frá Grenivfk þar sem hann heimsótti Lionsklúbbinn f Höfða- hverfi f fyrrakvöld og var á leið til Akureyrar f bflaleigubfl, en Jón heitinn var umdæmisstjóri Lionshreyfingarinnar á Islandi fyrir Vestur- og Norðurland. Það var laust eftir miðnætti að komið var á lögreglustöðina á Akureyri og tilkynnt, að bílljós sæjust niðri í vestustu kvísl Eyja- fjarðarár. Lögreglubíll og sjúkra- bíll voru þegar sendir á staðinn og kom þá í ljós, að bíllinn hafði lent út úr beygjunni við austur- enda brúarinnar og farið niður um ís, sem var á ánni, og var bíllinn allur á kafi. Lögreglumað- ur kafaði strax niður að bílnum og gat náð hinum látna út og komið honum upp á sköiina með hjálp annarra. Jón heitinn hafði verið einn í bílnum. Að sögn lögreglunnar er beygja þessi við eystri brúarendann illa merkt og hættuleg f myrkri nema fyrir kunnuga ökumenn. Jón Ben Ásmundsson var fædd- ur 24. desember 1930 og því tæp- iega 44 ára gamall. Hann var kvæntur Valgerði Sigurðardóttur og erú börn þeirra 4. Jón var efsti maður á lista sjálfstæðismanna á tsafirði við síðustu bæjarstjórnar- kosningar og var hann kjörinn forseti bæjarstjórnar á fyrsta fundi bæjarstjórnar eftir kosn- Framhald á bls. 24. Gífurleg söluaukning hjá Loftleiðum í Bandaríkjunum Beztu horfur í fjögur ár segir John Loughery framkvst. „HORFURNAR hjá Loftleiðum f Bandarfkjunum um þessar mund- ir eru þær beztu sl. fjögur ár og álagið á söluskrifstofu okkar f New York svo mikið, að bæta verður við starfsliði til að geta annað öllum símtölum," segir John Loughery framkvæmda- stjóri Loftleiða f Bandarfkjunum í samtali við Mbl., sem birtist á bls. 3. Segir Loughery, að ef fari sem horfi kunni Loftleiðir að þurfa að bæta aftur við þeim ferðum, sem forráðamennirnir voru fyrir nokkru búnir að ákveða að fella niður næsta sumar. Þessi gffur- lega söluaukning hófst fyrir 6 vikum og hefur verið óslitin. Aðalsteinn Ottesen látinn AÐALSTEINN Ottesen, fyrrver- andi afgreiðslustjóri Morgun- blaðsins, lézt f gær 76 ára að aldri. Aðalsteinn Ottesen. Aðalsteinn hóf starf hjá Morg- unblaðinu árið 1915 við afgreiðslu blaðsins, þá 17 ára að aldri, og starfaði þar óslitið f meira en hálfa öld. Aðalsteinn var mjög vinsæll maður og vel látinn af samstarfsmönnum sínum og stjórnendum blaðsins. Hjálpaði þar mjög til hin létta lund hans, sem aldrei brást, þrátt fyrir mik- inn eril oft á tfðum. Þeir voru ekki margir Reykvík- ingarnir hér fyrr á árum, sem ekki þekktu Aðalstein, og þeir eru ófáir, sem slitu barnsskónum undir hans verndarvæng, er þeir hófu fyrst störf sín í atvinnulffinu með því að bera út Morgunblaðið. Morgunblaðið á Aðalsteini Otte- sen mikið upp að unna fyrir ára- tuga heilladrjúg störf, og einnig þeir starfsmenn blaðsins, sem áttu þess kost að vinna með hon- um. Votta þeir ættingjum hans og öðrum, sem um sárt eiga að binda við fráfall hans, innilega samúð. Frá Austfjarðatogurum á miðnætti: 6 Þjóðverjar að veiðum 1 landhelgi Róta upp smáfiski á 40-45 mílunum KL. 23,30 f gærkvöldi talaði Guðmundur Isleifur Gíslason skipstjóri á skuttogaranum Ljósafelli við Morgunblaðið og bað fyrir fréttatilkynningu frá togaraflota Austurlands, en Ljósafellið var þá statt 37 sjó- mílur frá Austur-Horni á SV- horni Papagrunns ásamt skut- togurunum Bjarti, Gullver, Hvalbak og Lunda. Er orðsend- ingin á þessa leið: „1 dag, 21. nóv., hafa 2 Þjóðverjar togað 40—45 sjómflur frá Streiti. I gær flaug flugvél landhelgis- gæzlunnar yfir þessa sömu 2 togara á Papagrunni. Við vit- um, að varðskip var ekki langt undan. I fréttum I dag er sagt frá varðskipi á Seyðisfirði. Okkur finnst, að þarfara væri að koma þeim þýzku úr land- helginni frekar en búlka troll fyrir enskinn. Nú eru að koma 4 þýzkir togarar hingað til við- bótar, en vegna myrkurs sjáum við ekki nöfn þeirra. Eitt skip- anna 6 er þó (Jranus. Fiskurinn sem þessir þýzku togarar eru að veiða nú, er það smár, að við treystum okkur ekki til að veiða hann vegna smæðar, en þeir fá allt upp I 8 tonn í hali.“ Landsfundur Alþýðubandalags: Orðufram- boð í Reykjavík FÁLKAORÐAN, sem Frfmerkja- miðstöðin hafði til sölu og Morg- unblaðið sagði frá I gær, seldist I gær fyrir 25 þús. kr. að sögn Magna R. Magnússonar I Frf- merkjamiðstöðinni. Orðan var konungsorða sfðan fyrir stofnun lýðveldisins. Morgunblaðið hafði í gær sam- band við fornmunaverzlunina Klausturhóla og spurði hvort þeir hefðu fáfkaorður á boðstólum. Axel Axelsson kvað þá hafa þrjár á boðstólum, en það tæki 15 mfn- útur að ná I þær til að sýna þær. Allar þessar orður eru konungs- orður, en Axel kvaðst hafa kaup- anda að lýðveldisorðu þótt hann ætti hana ekki. Þessa mynd tók Friðþjófur Helgason Ijósmyndari Morgun- blaðsins fyrir skömmu í Laug- ardalshöllinni, en hún er gott sýnishorn af þeim fjölda fólks sem æfir íþróttir. Stúlkurnar tvær sem hlaupa þarna eins og hindur hafa þetta fína samspil I hlaupataktinum, en ef til vill eigum við eftir að sjá framan f þær þegar þær koma í mark úr einhverju hlaupinu. Hornafjörður: 500 tunnur af síld í gær Höfn í Hornafirði 21. nóv. GÖÐ síldveiði var hjá Horna- fjarðarbátum s.l. nótt og lönduðu eftirtaldir bátar á Höfn í dag: Anna 60 tunnur, Akurey 36, Sigurvon AK 12 tunnur, en hún er með örfá net, þvi hún er jafn- framt á háhyrningsveiðum, Stein- unn 90, Jóhannes Gunnar 78 og Vísir 193. Alls eru þetta um 500 tunnur. — Elfas Flokksráðs- og formanna- ráðstefna FLOKKSRÁÐS- og formannaráð- stefna Sjálfstæðisflokksins hefst í dag kl. 15.00 I Glæsibæ. Þar mun Geir Hallgrfmsson, formaður Sjálfstæðisflokksins flytja setn- ingarræðu um stjórnmálaviðhorf- ið. 1 dag verður einnig kjörinn nýr varaformaður flokksins. Deilan stendur um Ragnar og Magnús ÞEGAR landsfundur Alþýðu- bandalagsins hófst sfðdegis f gær var enn ekki ljóst hver yrði niður- staða deilu, sem risin er um for- mannskjör f'okksins. Lagt hefur verið að Ragnari Arnalds að gefa kost á sér til endurkjörs þrátt fyrir yfirlýsingu hans fyrir einu ári um, að hann hyggðist hætta sem formaður. Jafnframt hefur verið efnt til undirskriftarsöfn- unar f þvf skyni að skora á Magnús Kjartansson að gefa kost á sér við formannskjör. 1 gær var ekki Ijóst, hvort Ragnar Arnalds mundi endurskoða fyrri afstöðu eða hvort Magnús Kjartansson yrði við þessum áskorunum. Þar af leiðandi var sá möguleiki enn fyrir hendi f gær, að kosið yrði milli þeirra tveggja. Aldrei hefur komið skýrt fram, hvers vegna Ragnar Arnalds lýsti því yfir fyrir einu ári, að hann mundi ekki gefa kost á sér til formannskjörs á landsfundinum nú, enda þótt endurkjósa megi hann einu sinni enn skv. flokks- reglum. Hins vegar er ljóst, að ákveðin öfl í Alþýðubandalaginu tóku ákvörðun hans fagnandi og eru staðráðin í að láta hann standa við þessa yfirlýsingu. Þar er tvímælalaust um að ræða áhrifamenn á höfuðborgarsvæð- inu, aðstandendur Þjóðviljans, ýmsa yngri menn í flokknum og fleiri. Þessir aðilar hafa jafnan gert lftið úr Ragnari Arnalds og formennsku hans og lftt haldið honum fram. Þessi öfl hafa stefnt Framhald á bls. 24.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.